Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRR á þessum vetri blandaðist það nokkuð umræðunni um stór- framkvæmdirnar á Austurlandi að þær væru pólitísks eðlis og ekki yrði því frá þeim snúið. Hér mátti vel skilja að þessa „ölmusufram- kvæmd“ væri ríkisstjórnin að skenkja Austfirðingum á kosn- ingaári. Þarna birtist viðhorf þeirra neikvæðu pólitísku afla sem upp á síðkastið hafa verið að sækja í sig veðrið þegar málefni lands- byggðarinnar eiga í hlut og gildir þá einu um hvort ákvarðanir um stórframkvæmdir á Austurlandi er að ræða eða átaksverkefni í vega- gerð. Grundvöllur ákvarðana að stór- framkvæmdum eins og nú eru að hefjast á Austurlandi er einkum þríþættur, þ.e. að virkjanleg orka sé fyrir hendi, að kaupendur ork- unnar finnist og jákvæð viðhorf og vilji séu í héraði. Þegar þetta er fengið er eftirleikurinn auðveldur. Það er rétt að Austfirðingar hafa lengi beðið eftir stórfram- kvæmdum. En framgangur fram- faramála hefur verið á fullri ferð og það hefur átt góðan þátt í að móta jákvæð viðhorf gagnvart þeim mikilvægu verkefnum í at- vinnumálum sem nú eru hafin á Austurlandi. Þetta á við um marg- háttuð verkefni í þjónustu s.s. heilsugæslu, skólahaldi og ferða- þjónustu enda hefur þjónustustörf- um að undanförnu fjölgað um nærri helming þess mannafla sem þarf til álbræðslunnar á Reyðar- firði. Flugsamgöngur, siglingar og ferðaþjónusta bera þessari þróun gott vitni. Það var góður dagur á Austurlandi þegar ný Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði þaðan sem hún hefur siglingar landa á milli innan tíðar. Um það bil einn áratugur er nú liðin frá því að ný brú var byggð á Jökulsá á Dal. Samtímis var byrjað að leggja nútímaveg yfir Mývatns- öræfi. Þetta voru fyrstu fram- kvæmdir þeirrar mikilvægu ákvörðunar í samgöngubótum að byggja veg milli Austur- og Norð- urlands að nútímahætti með af- leggjara um Hofsárdal til Vopna- fjarðar. Framkvæmdir við Fáskrúðsfjarðargöngin sem hafnar eru og bygging ganganna milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, sem skammt eru undan, að ógleymdri rósinni í hnappagatinu, göngunum undir Almannaskarð, eru í raun framhald þessara mikilvægu ákvarðana. Tenging Norðfjarðar við Reyðafjarðarsvæðið er nauð- synlegur þáttur í þeim umsvifum sem þar eru hafin. Þessar mik- ilvægu framkvæmdir munu skapa nýjar og gjörbreyttar aðstæður í vöruflutningum til og frá Norður- og Austurlandi. Það verður verk- efni þeirra sem sækjast eftir við- skiptum á sjóflutningum við þessa landshluta að finna þær leiðir sem hagkvæmastar eru. Eitt sinn komst Bjarni Bene- diktsson þannig að orði að fram- gangur flestra framfaramála hefði notið víðtæks stuðnings. Þetta á vissulega við á Austurlandi. Þar hefur stór og vaskur hópur gengið til verka. Nauðsynlegt er að þessar staðreyndir séu að fullu virtar. Annað er hverjar leiðir eru valdar til að ná sem greiðustum árangri. Það á að fara að kjósa til Alþing- is. Þá gefst þjóðinni kostur á að senda skilaboð til frambjóðenda og stjórnmálaflokka. Þau skilaboð sem kjósendur hafa sent Sjálf- Sjálfstæðisflokkurinn – Austurland Eftir Egil Jónsson „…Austur- land sker sig úr með fylgisaukn- ingu því að á þessum sama tíma hef- ur fylgi flokksins þar aukist hlutfallslega um 33%.“ Í NÝLEGRI forystugrein Morg- unblaðsins kom skýrt og greinilega fram að skoðanir ritstjórnar blaðsins komi fram í ritstjórnargreinum og Reykjavíkurbréfi. Sl. sunnudag 20. apríl fjallar Reykjavíkurbréfið um kosningabaráttu Bill Clintons 1991. Þar er greint frá því að stjórnandi þeirrar baráttu, James Carville, skrifaði á tússtöflu á skrifstofu sinni þrjú atriði sem áttu að tryggja að menn misstu ekki sjónar á mikilvæg- ustu atriðum kosningabaráttunnar. Þau voru skv. frásögn Morgunblaðs- ins: „Breytingar eða óbreytt ástand. Efnahagsmálin, vitleysingarnir ykk- ar. Ekki gleyma heilbrigðismálun- um.“ Heilbrigðismálin og kosningarnar hér Það er síðasta atriðið af þessum ofangreindu þremur sem gerð eru að umtalsefni hér. Morgunblaðið hefur í gegnum tíðina oft sýnt heilbrigðis- málum töluverða athygli. Nýlega hefur blaðið t.d. fjallað nokkuð um málefni barna- og unglingageðdeild- ar á skynsaman hátt. Einnig var fjallað um hugmyndir ASÍ um vel- ferðarmál í Reykjavíkurbréfi. Sú umfjöllun snerist aðeins um hluta heilbrigðismála og Morgunblaðið var hrifnast af þeim þætti í tillögum ASÍ sem fjölluðu um „valfrjálst stýrikerfi“ þar sem fólk sem leitaði beint til sérfræðinga skyldi svipt rétti sínum í tryggingakerfinu og yrði að borga fullt verð fyrir þá þjón- ustu. Morgunblaðið hefur áður lýst áhuga á slíku kerfi í sambandi við rekstur Landakotsspítala sem rit- stjórar þess lögðu til á sínum tíma, að yrði rekinn utan tryggingakerf- isins og sjúklingar sem þar legðust inn greiddu fullt verð fyrir þjón- ustuna! Umræða um heilbrigðismál hefur ekki verið fyrirferðarmikil í núver- andi kosningabaráttu. Fróðlegt er því fyrir áhugamann að spyrja um afstöðu Morgunblaðsins til þessa mikilvæga málaflokks. Er Morgunblaðið sammála því að undirstaða fjármögnunar kerfisins sé það fyrirkomulag sem við höfum búið við og er auðvitað undirstaða velferðar á þessu sviði? Eiga ein- staklingar sem hafa greitt sína skatta og skyldur til samfélagsins ekki rétt á eðlilegri þjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda? Er Morgunblaðið ekki sammála niður- stöðu Evrópudómstólsins í þessu efni? Ef svör við þessum spurningum eru jákvæð hlýtur Morgunblaðið að vera sammála því að verkefnið sé að finna þær leiðir við rekstur þjónust- unnar sem tryggja bestu nýtingu þess fjármagns sem til þjónustunnar fer. Rekstur heilbrigðis- þjónustunnar Grundvallaratriði í því sambandi er að þekkja kostnað við alla þætt- ina, því að markmiðið hlýtur þá að vera að veita sjúklingum þá þjónustu sem þeir þarfnast fyrir sem minnst- an kostnað. Það er því freistandi að spyrja Morgunblaðið sömu spurninga og ASÍ var spurt að án þess að viðun- andi svör hafi fengist. Er Morgunblaðið sátt við rekstur heilbrigðisstofnana í landinu sem hafa verið reknar með milljarða halla að undanförnu og ekki annað að sjá en svo verði áfram? Er Morgunblaðið sammála lækna- ráði Landspítala að tækjabúnaður spítalans sé að verða úreltur og þörf fyrir fé til tækjakaupa sé 1,5–2 millj- arðar króna? Er Morgunblaðið sátt við að um 400 hjúkrunarsjúklingar eru í bráðri þörf fyrir vistun? Er Morgunblaðið sátt við að fjöldi þessara sjúklinga er lagður á bráða- deildir og komast oft ekki þaðan vegna skorts á mun ódýrari pláss- um? Veit Morgunblaðið að sam- kvæmt þeim tölum sem Landspítali hefur gefið upp um fjölda þessara sjúklinga má áætla auka kostnað kerfisins árlega allt að tveir milljarð- ar króna? Er Morgunblaðið sátt við að sjúk- lingar sem þurfa á þjónustu spítala að halda þurfi að bíða allt að eitt ár eftir eðlilegri þjónustu? Veit Morg- unblaðið að kostnaður við að láta þetta fólk bíða er mjög mikill, e.t.v á annan milljarð á ári? Finnst Morgunblaðinu eðlilegt að aldraðir sjúklingar með skerta sjón eða heyrn þurfi að bíða í eitt ár eftir mjög árangursríkri þjónustu sem hægt er að veita án innlagnar? Heilbrigðismálin og stjórnmálaflokkar Það má spyrja ýmissa fleiri spurn- inga t.d. hvort Morgunblaðið sé sátt við mjög aukna greiðsluþátttöku sjúklinga á ýmsum sviðum, t.d. lyfj- um, heimsóknum til sérfræðinga og rannsóknum. Núverandi stjórnar- flokkar hafa ekki gefið neinar yfir- lýsingar um breytta afstöðu til reksturs þessarar þjónustu. Stjórn- arandstaðan hefur ekki gefið yfirlýs- ingar um að hún hyggi á breytingar. Það er því full ástæða til að fá Morg- unblaðið í lið með þeim fjölmörgu sem eiga fullan rétt á svörum áður en gengið er til kosninga. Morgunblaðið og heilbrigðiskerfið Eftir Ólaf Örn Arnarson „Það er því freistandi að spyrja Morg- unblaðið sömu spurn- inga og ASÍ var spurt að án þess að viðunandi svör hafi fengist.“ Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.