Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 67
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 67 Hinn 1. maí 2003 verður Knattspyrnufélagið FRAM 95 ára og í tilefni af afmælinu verður afmælisfagnaður í Íþróttahúsi FRAM, Safamýri 26. Afmælishátíðin verður haldin miðvikudaginn 30. apríl 2003 og hefst kl. 19:30  Borðhald.  Afhending heiðursmerkja.  Skemmtiatriði.  Dansleikur, Snillingarnir spila undir dansi. Miðar eru seldir í Íþróttahúsi FRAM, Safamýri og eru nánari upplýsingar veittar í síma 568 0344 og á heimasíðu félagsins, Fram.is. Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins FRAM 95 ára afmæli FRAM OpnaGrolsch-mótið laugardaginn 26. apríl Punktamót - Hámarksforgj. karlar 24, konur 28 Spilað á sumarflötum Verðlaun: Sæti 1-5 m. forgj. Sæti 1 án forgj. Nándarverðl. á 3. og 16. Ræst út kl. 8:00-14:00 Skráning fer fram á www.golf.is og í síma 421 4100. Keppnisgjald kr. 2.500 HELGA Magnúsdóttir verður eft- irlitsmaður Handknattleiks- sambands Evrópu, EHF, á einum af úrslitaleikjum Evrópumóta fé- lagsliða í næsta mánuði. Hún verð- ur í þessu mikilvæga hlutverki þeg- ar danska liðið Slagelse fær Dunaferr frá Ungverjalandi í heim- sókn en það er síðari viðureign lið- anna í úrslitum EHF-keppninnar í kvennaflokki og fer fram 17. eða 18. maí. Danska liðið, þar sem hin fræga Anja Andersen er við stjórn- völinn, þykir sigurstranglegt en það vann mótherja sína frá Úkraínu með 21 marks mun í heimaleik sín- um í undanúrslitunum. HAUKAR og Valur höfðu betur í báðum leikjunum á móti KA og ÍR í deildarkeppninni í vetur.  Deildarmeistarar Hauka unnu báða leikina á móti Íslandsmeist- urum KA nokkuð sannfærandi. Í september á Akureyri í miklum markaleik, 37:27, og að Ásvöllum í febrúar, 31:26. Liðin mættust einn- ig í undanúrslitunum í fyrra og þar fögnuðu KA-menn sigri í báðum leikjunum.  Valur hafði betur á móti ÍR í fyrri leiknum að Hlíðarenda í sept- ember, 25:23, og Valsmenn burst- uðu svo ÍR-inga í Austurbergi í nóv- ember, 31:19. Haukar og Valur höfðu betur Haukar  Robertas Pauzuolis er allur að koma til eftir ökklameiðsl og að öðru leyti eru allir við góða heilsu og klárir í slaginn að sögn Viggó Sigurðssonar, þjálfara Hauka, sem var eina liðið sem þurfti odda- leik til að komast í undanúrslitin. KA  Íslandsmeistarar KA mæta til leiks á Ásvelli með allt sitt sterk- asta lið. „Menn eru með einhverja smápústra en það háir þeim ekki neitt og við erum tilbúnir í hörku- leik,“ sagði Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA. ÍR  Hreiðar Guðmundsson mark- vörður leikur ekki þar sem hann er með slitið krossband. „Það eru engin önnur meiðsl hjá okkur. Við höfum æft vel og mætum vel und- irbúnir til leiks,“ sagði Júlíus Jón- asson, þjálfari ÍR. Valur  Sigurður Eggertsson og Frið- rik Brendan Þorvaldsson hafa verið með smá magakveisu eftir ferð 20 ára landsliðsins til Búlg- aríu, þar sem það keppti á heims- meistaramóti um páskana, en eru að hressast. „Það eru engin meiðsl að angra okkur, smápústrar kannski, en ekkert alvarlegt,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals. Gott ástand leikmanna liðanna í því einvígi afar illa, en náðu sér síð- an virkilega vel á strik. Þeir eru með sterkara lið en KA og heimavöllur- inn mun gera útslagið þegar og ef til oddaleiks kemur. KA á hrós skilið KA-menn eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína gegn HK í átta liða úrslitunum og þó lið þeirra sé mikið breytt frá því í fyrra, er hefðin hjá þeim geysilega sterk og þeir eru aldrei betri en þegar í svona úrslita- keppni er komið. Það má því búast við hörkurimmu milli þessarra liða, bæði hafa spilað með framliggjandi varnir í síðustu leikjum og gert það Deildarmeistarar Hauka taka ámóti Íslandsmeisturum KA á Ásvöllum í kvöld kl. 19.15. Þetta er hrein endurtekning á viðureign liðanna í fyrra en þá var stað- an svipuð - Haukar voru deildarmeistar- ar en KA hafði hafnað í 5. sæti, 14 stigum á eftir þeim. Samt vann KA einvígið, 2:0, og varð síðan meistari. Guðmundur býst ekki við því að Akureyrarliðið endurtaki leikinn. „Haukarnir eru með sterkasta liðið á landinu um þessar mundir. Þeir lentu heldur betur í ógöngum gegn Fram og léku þrjá fyrstu hálfleikina vel, og þó ég spái Haukum sigri er ég viss um að KA-menn gefa sig ekki fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Guð- mundur. Valsstrákarnir hafa gengið í gegnum þetta áður Valsmenn taka á móti ÍR-ingum að Hlíðarenda klukkan 19.15 og þar eigast við gömlu félagarnir úr Val og landsliðinu, Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson, sem stýra þessum tveimur efnilegu liðum. Valur hafnaði í öðru sæti 1. deildar í vetur, tveimur stig- um og einu sæti á undan ÍR, en bæði liðin lögðu andstæðinga sína, FH og Þór, í tveimur leikjum í 8 liða úrslit- unum. „Ég held að bæði heimaleikjarétt- urinn og hefðin vinni með Valsmönn- um í þessum slag. Liðin eru áþekk að styrkleika og bæði skipuð ungum og bráðefnilegum leikmönnum. Vals- strákarnir hafa það framyfir að þeir hafa gengið í gegnum þetta áður en það er nýtt fyrir ÍR-inga að vera komnir svona langt og þeir eiga eftir að stíga ákveðin skref áður en þeir ná að fara alla leið. Valsmenn afgreiddu FH á afger- andi hátt og virðast vera komnir með réttan takt í sinn leik eftir slaka frammistöðu í lok deildakeppninnar og ef markvarslan og vörnin verða í lagi verða þeir of sterkir fyrir ÍR- inga. Hjá ÍR er skarð fyrir skildi þar sem Hreiðar Guðmundsson er ekki í markinu en Hallgrímur Jónasson hefur reyndar leyst hann vel af hólmi. En Valsstrákarnir eru ein- faldlega komnir lengra á þroska- brautinni og því tel ég þá sigur- stranglegri,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson. Liðin mætast að nýju á sunnudag- inn kl. 16.15 á Akureyri og í Selja- skóla. Ef til oddaleikja kemur verða þeir miðvikudaginn 30. apríl. Morgunblaðið/Golli ÍR-ingurinn Kristinn Björgólfsson reynir að koma knettinum framhjá „múr“ Valsmanna – Ás- björn Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Ragn- ar Ægisson, Friðrik B. Þor- valdsson, Markús Máni Michaelsson og Þröstur Helgason eru til varnar. Guðmundur Þ. Guðmundsson spáir Haukum og Val sigri gegn KA og ÍR Heimavöllurinn hefur mikið að segja GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, spáir því að Haukar og Valur leiki til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik. Guðmundur reyndist sannspár þegar Morgun- blaðið fékk hann til að meta einvígin fjögur í átta liða úrslitum Ís- landsmótsins og nú telur hann að Haukar og Valur hafi betur gegn KA og ÍR en þó þurfi í báðum tilvikum oddaleiki til að knýja fram úrslit. Eftir Víði Sigurðsson Helga í eftirliti á úrslitaleik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.