Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 63 HERDÍS Þorvaldsdóttir hefur verið dugleg við skriftir að undanförnu, um uppblástur, ofbeit og þátttöku okkar landsmanna í ferlinu, með bein- greiðslum til bænda. Ég er henni innilega sammála og þakka henni þessi skrif. Hér með skora ég á alla landsmenn að lesa þessar greinar og einnig vil ég taka undir með lokaorðum Herdísar í Morgunblaðsgreininni frá því á sunnudaginn var, og auglýsi hér með líka eftir stjórnmálaflokki sem vill taka þessi ótrúlegu mál inn í kosn- ingabaráttuna, með því að upplýsa okkur um hvað þeir ætlast fyrir á næstu árum. Á að halda áfram á þess- ari braut, að borga með ofbeit og um- framframleiðslu og fórna þar með enn frekar viðkvæmum gróðri landsins? Svo eru það líka hrossin. Hvað með þau? Ætlum við að halda áfram að láta þau naga gróðurinn niður í rót um leið og þau hola jarðveginn? Er ekki kominn tími á beitarhólf fyrir öll húsdýr? Er ekki tími hjarðbúskapar liðinn undir lok hjá flestum menning- arþjóðum? MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. Lýst eftir stjórnmála- flokki Frá Margréti JónsdótturÍ MORGUNBLAÐINU þann 17. apríl sl. var að mörgu leyti ágætis grein eftir Kristin H. Gunnarsson framsóknarmann. Svar Kristins við dylgjum Þorsteins Más sem oft er kenndur við Samherja. Ekki ætla ég að dæma hvort Þor- steinn Már sé hrokagikkur eða ekki, hans aðgerðir og ummæli um Vest- firðinga og aðra dæma sig sjálf. Það er leiðinlegt þegar framámenn bæði í stjórnmálum og atvinnulífi eru að etja landsfjórðungunum saman, ég er viss um að meirihluti fólks kærir sig ekki um það og það er ekki landsbyggðinni til framdráttar. En eitt veit ég að Þorsteinn og hans félagar hafa skilað þeim ábyrgðum margfalt til baka sem þeir fengu hjá sínu bæjarfélagi, það er meira en hægt er að segja um marga aðra, eflaust á kostnað ann- arra bæjarfélaga, en svona er nú kvótakerfið einu sinni byggt upp. Þetta eru menn sem dansa eftir músíkinni sem spiluð er af stjórn- völdum í hvert sinn, og þeir dansa í takt eftir henni. Aðalatriðið er það að Samherji hefur alloft verið á undan öðrum að sjá glufur í kvótakerfinu, aðallega frálsa framsalinu (löglegt en sið- laust), sem er því miður að ganga að kerfinu dauðu, því við verðum að hafa stjórn á okkar fiskveiðum. Varðandi Vestfirðinga þá tel ég að við höfum ekki unnið okkar heima- vinnu þegar kvótakerfið byrjaði. Það er kannski gott að vera vitur eftir á, en hér á Ísafirði voru mörg mjög stöndug fyrirtæki í sjávarút- vegi, en nú er einungis eitt eftir sem eitthvað kveður að. Þeir menn sem stjórnuðu þessum fyrirtækjum voru komnir vel yfir miðjan aldur og voru hreinlega ekki tilbúnir í þennan óþverraslag sem kvótakerfið bauð upp á og þar af leiðandi fjöruðu okk- ar aflaheimildir út, til annarra bæj- arfélaga, vegna sinnuleysis fyrrver- andi stórútgerðarmanna og bæjar- yfirvalda. Og eflaust hafa banka- stofnanir spilað stóran leik í þessu líka og gera enn með alvarlegum af- leiðingum. Mörg þúsund tonn af aflaheimild- um hafa farið úr fjórðungnum, ég tel að þessir menn, hvorki fyrrverandi bæjarstjórnir með Kristján Þór Júl- íusson í broddi fylkingar né fyrrver- andi stórútgerðarmenn, hafi staðið sína plikt gagnvart okkar annars fal- lega bæ og fjórðungi. Við þig vil ég segja, Kristinn, að mér finnst þú vera röggsamur stjórnmálamaður, en bara í röngum flokki; fórst úr öskunni í eldinn þeg- ar þú söðlaðir um. Finnst að þú ætt- ir að eyða púðrinu í að brjóta niður þetta óréttlæti sem kvótakerfið býð- ur upp á, það er illa farið með tím- ann að vera að hnýtast út í Þorstein Má sem hefur unnið eftir kvótakerfi ykkar framsóknarmanna. Kristinn, ég er viss um að þú myndir sóma þér vel við hlið Adda Kitta Gauj við að koma einhverju lagi á þetta rangláta kerfi. Nú er lag að stokka spilin upp á nýtt og gefa aftur, því hinum smáu byggðum allt í kringum landið er að blæða út. Með bestu kveðju. MAGNÚS H. JÓNSSON, fv. 2. stýrimaður á Guðbjörgu ÍS 46, núverandi húsasmiður. Góð og þörf grein hjá Kristni H. Gunnarssyni? Frá Magnúsi H. Jónssyni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Skólavörðustíg 8 Sími/fax 511 3555 Myndlistarsýning Bjarni Ragnar Doktor Willys er til sölu Þessi nær 44 ára gamli læknisbíll er allur eins og nýr, ryðlaus og allur yfirfarinn. Tegund Willys Overland Station Wagon 4x4. Vél er 4 cyl Hurricane. Skráður fornbíll, tryggingagjöld ca 11 þús. Þungaskattur 0. Uppl. í síma 898 8577. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Mjög gott og mikið endurnýjað 121 fm tvílyft einbýlishús auk 27 fm bílskúrs. Á neðri hæð er flísal. forst., eldhús m. nýrri innréttingu og nýjum tækum, parketl. stofa, 1 herb. og flísal. baðherbergi, rúm- gott þvottaherb. Uppi eru 3 svefn- herb. og flísal. baðherb. Stór og fallegur garður með hellulagðri verönd og skjólvegg. Áhv. húsbr. 4,8 millj. Verð 22,3 millj. Húsið verður til sýn- is í dag, fimmtudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Hvammsgerði 14 - Opið hús frá kl. 14-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.