Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 65 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þér er annt um hvað fólki finnst um þig, metur fjöl- skyldu þína og ert sagður góður uppalandi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú leiðir hugann að því hverju þú hefur áorkað að undanförnu, einkum sam- skiptum þínum við fjöl- skylduna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Undanfarin tvö ár hefur þú leitt hugann að því hvað skiptir þig máli í lífinu. Sömu hugsanir leita enn á þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá þér hvað vinnu varðar á liðnum árum. Nú ríður á að komast í öruggt starf. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta ár mun að öllum lík- indum verða þér hagstætt, einkum í ljósi þess að þú hefur þurft að fórna mörg- um hlutum á liðnum árum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það getur tekið tímann sinn að finna svör við sumum spurningum og svörin fara eftir því hversu vel þeirra er leitað. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur lengi reynt að ná athygli vinnufélaga þinna. Nú er komið að því að þér takist það og þá er brýnt að kynna málin af festu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Miklar annir eru framundan hjá þér og nú skiptir máli að gefa ekki eftir. Þú munt uppskera þótt síðar verði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gerðu breytingar á vinnu- staðnum og reyndu að miðla málum þegar samstarfs- félagar þínir eru annars vegar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Góður vinur leitar stuðnings hjá þér og þú verður að gefa þér tíma til þess að sinna honum. Erfið verkefni krefjast oft nýrra leiða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Margir telja sig þurfa á aukinni ábyrgð að halda, einkum hvað varðar ábyrgð í tengslum við börn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Nú skiptir máli að halda út því betra starf er hugsanlega í boði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Spennandi tímar eru fram- undan. Sumir fá tækifæri til þess að kynnast börnum sínum betur. Aðrir sjá fram á rómantíska tíma með maka sínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SUMARKVEÐJA Sjá! nú er liðin sumartíð, hverrar ljómi blíðu blómi hruman áður hressti lýð. Nú sjáum vér hve fastan fót allt það hefur gæfan gefur. Gráts eru hér og gleði mót. Óðfluga á tímans vagni vær öllum stundum áfram skundum; enginn honum aftrað fær. Þannig smám saman líður leið, sem bát siglandi ber að landi bára hver, sem yfir skreið. Hver mæðustund, sem fram hjá fer, ei að hendi aftur vendi, styttir svo það eftir er. Jón Þorláksson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 40 ÁRA afmæli. Í dag,24. apríl, sumardag- inn fyrsta, er fertug María Þórðardóttir, húsmóðir, Heiðarbrún 41, Hvera- gerði. Eiginmaður hennar er Hörður Vignir Vil- hjálmsson. María og Hörð- ur taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 26. apríl frá kl. 15. 70 ÁRA afmæli. Í dag,24. apríl, er sjötugur Þorvaldur Sigurðsson, elli- lífeyrisþegi og fyrrverandi meðferðarfulltrúi, til heim- ilis að Einigrund 2 á Akra- nesi. Hann og eiginkona hans, Guðrún Magnús- dóttir, verða að heiman á af- mælisdaginn en óska öllum vinum og vandamömum gleðilegs sumars með þakk- læti fyrir allt gott á liðnum árum. SAGNHARKA er vöru- merki íslenskra spilara og því kom ekki á óvart að nokkur pör skyldu reyna fjóra spaða í þessu spili Ís- landsmótsins: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁG64 ♥ K1072 ♦ K102 ♣105 Vestur Austur ♠ K5 ♠ 98 ♥ DG3 ♥ 964 ♦ 9853 ♦ ÁDG64 ♣ÁK84 ♣G63 Suður ♠ D10732 ♥ Á85 ♦ 7 ♣D972 NS eiga aðeins 19 há- punkta sín á milli, en ef norður doblar opnun vest- urs á laufi eða tígli gæti suður látið vaða í geim. Þetta var ein sagnröðin: Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Dobl 2 tíglar 4 spaðar Pass Pass Pass Tveir spilarar sögðu og unnu fjóra spaða, aðrir tveir fór niður, en þeir sem voru í bút fengu allir tíu slagi. Oftast var það vörnin sem brást. Á einu borði kom út laufás og austur vísaði frá með gosa. Sem var of dýrt spil. Á öðru borði lét austur duga að vísa frá með sexu og vestur skipti yfir í tígul í öðrum slag. Austur tók slaginn og spilaði laufgosa – drottning og kóngur. Vestur ákvað að spila makker upp á G6 tvíspil og spilaði enn laufi frá 84 upp í 97. Það gaf líka tíu slagi. En hvað gerist ef vörnin stendur sig vel? Segjum að vestur spili út laufás, skipti yfir í tígul, austur spili laufgosa og vestur aftur tígli. Sagnhafi virðist þá hljóta að gefa slag á hjarta, en svo er ekki. Hann svínar í trompinu og stingur þriðja tígulinn. Hendir svo hjarta í laufníu og klárar trompin: Norður ♠ 6 ♥ K107 ♦ -- ♣ -- Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ DG3 ♥ 964 ♦ -- ♦ 6 ♣8 ♣ -- Suður ♠ -- ♥ Á85 ♦ -- ♣7 Blindur á út í þessari stöðu. Síðasta trompinu er spilað og hjarta hent heima. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það – vestur er „bullandi skvís“. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 Rbd7 9. Dd2 b5 10. O-O-O Be7 11. Df2 Db8 12. g4 b4 13. Re2 a5 14. Kb1 a4 15. Rbc1 b3 16. cxb3 axb3 17. a3 d5 18. g5 Staðan kom upp á ofurmóti sem lauk fyrir skemmstu í Búda- pest. Christopher Lutz (2640) hafði svart gegn Sergei Movsesjan (2659). 18...Bxa3! 19. gxf6 Bxb2 20. Kxb2 Db4 21. Ba7 O-O 22. Bh3? 22. Rd3 hefði verið betra og væri þá óljóst hvort svartur hefði næg færi fyrir menn- ina tvo. 22...Bxh3 23. Rxb3 d4 24. Dg3 g6 25. Rexd4 Hxa7 26. Rc2 Dc4 27. Df2 Hb7 28. Rca1 Rc5 29. De3 Be6 30. Hc1 Rd3+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik.       Pabbi veit nú töluvert um kynlíf, svona miðað við aldur! SMS FRÉTTIR mbl.is Aðalfundur Samtaka um tónlistarhús verður haldinn miðvikudaginn 14. maí nk. kl. 17.15 í fundarsal FÍH, Rauðagerði 27. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórn Samtaka um tónlistarhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.