Morgunblaðið - 24.04.2003, Side 40

Morgunblaðið - 24.04.2003, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÁRFESTING í menntun og mannauði verð- ur aukin verulega á kjörtímabilinu komist Sam- fylkingin til áhrifa. Enda skilar hækkun á al- mennu menntunarstigi auknum hagvexti og meiri tekjum til ríkisins. Nauðsynlegt er að fjár- festa í verulegum umbótum á öllum skólastigum næstu árin. Á meðal brýnustu verkefnanna er að grípa til aðgerða sem sporna við sóuninni á mannauð og fjármagni sem felast í miklu brott- falli á framhaldsskólastiginu. Stórauka þarf námsráðgjöf og auka breiddina á námsframboði á skólastiginu, efla iðn- og verknám með sér- stöku átaki, tækninám og styttri námsbrautir. Brýnustu úrbæturnar Íslendingar hafa lengi varið mun minna fé til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu en aðrar OECD þjóðir. Munurinn á okkur og næstu þjóðum hefur verið um 1 prósentustig. Þegar við vorum með um 5% var 6% algengt í nágrannlöndunum og þegar hlutdeild okkar varð 6% þá voru aðrar þjóðir með 7%. Það er skynsamlegt að setja fram tölulegt markmið í aukningu útgjalda til menntamála á næsta kjör- tímabil. T.d. um 1% aukningu á ári næstu fjögur árin. Meginatriðin í stefnu Samfylkingarinnar í þeirri markvissu menntasókn sem við ætlum að beita okkur fyrir og er að finna í stefnuskrá flokksins sem samþykkt var á Vorþingi hans á dögunum eru að:  Skólavist fimm ára barna verði gjaldfrjáls með sama hætti og fyrstu ár grunnskólans.  Fyrstu ár grunnskólans verði nýtt betur; m.a. með áherslu á sköpun, tungumál og raungreinar.  F v þ li n  F s  S m s e h  R s Fjárfestingar í menntun Eftir Björgvin G. Sigurðsson „Á meðal brýnustu verk til aðgerða sem sporna auð og fjármagni sem fe á framhaldsskólastiginu NÚ hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrver- andi borgarstjóri og talsmaður Samfylking- arinnar, kvartað undan því og látið berast til fjölmiðla, að sér þyki óviðunandi, að fjár- málaráðherra fái vitneskju um útreikninga rík- isskattstjóra á skattatillögum Samfylking- arinnar, en samfylkingarfólk fái ekki upplýsingar um störf ríkisskattstjóra fyrir ráð- herra. Þegar ég heyrði frá þessu sagt í fréttum út- varpsins og í frásögninni glitti í hinn hrokafulla hneykslunartón, sem ávallt setur svip á mál- flutning talsmannsins, var mér hugsað til fundar í borgarráði í vetur, á meðan Ingibjörg Sólrún var enn borgarstjóri og formaður ráðsins. Þá vildi hún beita valdi sínu til að koma í veg fyrir, að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gætum leit- að álits borgarlögmanns á viðfangsefni í ráðinu. Taldi hún sig hafa makt til að bregða fæti fyrir, að tilmæli okkar um álit næðu fram að ganga. Svo reyndist ekki vera. Hvað skyldi Ingibjörg Sólrún segja, ef fjár- málaráðherra vildi ekki, að ríkisskattstjóri reiknaði skattadæmi Samfylkingarinnar? Hún var sjálf að búa sig undir að beita boðvaldi borg- arstjóra, til að koma í veg fyrir, að sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn Reykjavíkur fengju um- sögn borgarlögmanns um álitamál, sem var borið undir þá til ákvörðunar. Þegar á reyndi sá hún að sér, líklega eftir leiðsögn kunnáttumanna í stjórnsýslu. Hitt er, að öll svör, sem við sjálfstæðismenn fáum vegna fyrirspurna um málefni borgarinnar frá embættismönnum borgarinnar, fara í afriti til b Gun tölv ársr svar É hag ára orði fullv ingu unu áæt Vald og upplýsingar Eftir Björn Bjarnason „Hún gerði meira að seg að beita boðvaldi sínu s stjóri til að hindra að sjá menn gætu leitað upplý borgarlögmanni …“ VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð hefur nú kynnt helstu baráttumál sín í kom- andi kosningum og verkefni næsta kjör- tímabils. Ólíkt öðrum flokkum höfum við ekki lofað miklum skattalækkunum sem kalla á niðurskurð í velferðarmálum. Við teljum þvert á móti að öflugt velferðarkerfi sé mesta kjarabótin fyrir tekjulitla einstaklinga. Eitt af því sem vekur athygli og hlýtur að teljast marka tímamót er stefnan um leik- skóla fyrir alla, án endurgjalds fyrir foreldra. Í tíð Svavars Gestssonar menntamálaráð- herra var lögum um leikskóla breytt á þann veg að leikskólinn er nú skilgreindur sem fyrsta skólastigið í landinu. Íslenskir kratar voru andvígir þessari breytingu og vildu setja leikskólann undir félagsmálaráðu- neytið. Leikskólinn hefur enn ekki verið gerður að skyldu, en ýmis sveitarfélög hafa á und- anförnum árum byggt leikskólastarf upp af myndarskap og m.a. haft það að markmiði að bjóða upp á endurgjaldslausa leikskóladvöl hluta úr degi fyrir elstu börnin. Núna hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð tekið næsta skref og útfært tillögur um það. Við teljum að öll börn eigi að hafa kost á því að vera í leikskóla án endurgjalds, rétt eins og í grunnskóla. Rekstur leikskól- anna kostar nú um 8 milljarða króna og greiða foreldrar og forráðamenn barnanna 2,4 milljarða af því. Við leggjum til að ríkið leggi fram 1.800 milljónir króna til að fella niður leikskólagjöldin í áföngum, fyrsta skr bar fell af s H 600 þeim stof tak 900 V á þa hag Leikskóli fyrir alla Eftir Kolbein Proppé „Ólíkt öðrum flokkum h miklum skattalækkunu skurð í velferðarmálum. móti að öflugt velferðar bótin fyrir tekjulitla eins EINS og flestum ætti að vera kunnugt hefur Frjálslyndi flokkurinn lagt mikla áherslu á að hafa að leiðarljósi heildarhagsmuni þjóðarinnar varðandi fiskveiðistjórnun. Flokkurinn lætur sig að sjálfsögðu varða alla aðra almannahags- muni og eru þá fá mál undanskilin. Þannig lítum til fleiri mjög mikilvægra málaflokka s.s. um- ferðaröryggis. Við í Frjálslynda flokknum viljum leggja okk- ar af mörkum til þess að gerð verði bragarbót á umferðaröryggi. Umræðan um umferðaröryggi hefur verið borin uppi af eldhugum eins og Óla H. Þórðarsyni og Ragnheiði Davíðsdóttur sem hafa lagt á sig ómælda vinnu í baráttu fyrir slysavörnum. Það er orðið löngu tímabært að stjórnmálaöfl leggi áherslu á þennan mjög svo mikilvæga málaflokk. Efst á blaði í málefnaskrá Frjálslynda flokks- ins um samgöngur er áhersla á að bæta umferð- aröryggi á þjóðvegum landsins. Í ágætri skýrslu starfshóps um umferðaröryggisáætlun „Um- ferðaröryggisáætlun fyrir 2002–2012“ kemur fram að á árunum 1995–2000 hafi að meðaltali látist 21 einstaklingur á ári í umferðinni og 210 slasast alvarlega. Gögn sýna að banaslysum fjölgaði 2001 og 2002 frá meðaltalinu 1995–2000. Slys sem valda alvarlegum meiðslum og bana- slys í umferðinni eru talin valda fjárhagslegu tj a ö þ k s a a Umferðaröryggi Eftir Sigurjón Þórðarson „Kalt fjárhagslegt mat á umferðarslysa segir einf varnir sem skila árangri varnir sem fækka alvarle spara þjóðfélaginu heila NÝTT HLUTVERK NATO Aðildarríki Atlantshafsbanda-lagsins (NATO) náðu í síðustuviku samkomulagi um að banda- lagið taki í sumar við stjórn friðar- gæslu í Afganistan. Þessi ákvörðun hefur ekki vakið mikla athygli. Hins vegar markar hún tímamót í sögu NATO. Þetta verður í fyrsta skipti sem bandalagið tekur að sér verkefni utan Evrópu og gæti orðið vísir að nýju hlutverki þess í framtíð- inni. Eftir að átökum lauk í Afganistan á sínum tíma var tekin ákvörðun um að alþjóðlegt friðargæslulið (ISAF) myndi sjá um að halda uppi öryggis- gæslu í höfuðborginni Kabúl og ná- grenni hennar. Sveitir ISAF, sem starfa í umboði Sameinuðu þjóðanna, hófu störf í desember 2001 og sem stendur eru um 4.600 friðargæsluliðar frá 30 ríkjum í Afganistan. Aðildarríki NATO hafa verið í lyk- ilhlutverki friðargæsluliðsins frá því það tók til starfa og hafa til dæmis Þjóðverjar, Tyrkir, Hollendingar og Kanadamenn lagt mikið af mörkum. Þjóðverjar, sem sent hafa 2.500 frið- argæsluliða til landsins, hafa að und- anförnu farið með yfirstjórn liðsins en fóru nýlega fram á það við önnur bandalagsríki að NATO tæki við taum- unum er þeir láta af stjórn ISAF í ágúst næstkomandi. Þau fjögur ríki er til þessa hafa farið með stjórn liðsins hafa öll verið NATO-ríki. Það er því að mörgu leyti rökrétt skref að láta bandalagið sjálft taka þetta hlutverk að sér í stað þess að skipta um forystu- ríki á sex mánaða fresti. Að forminu til verður friðargæslulið- ið áfram á vegum Sameinuðu þjóðanna. Yfirmaður þess verður hins vegar skip- aður af æðsta herstjórnanda NATO og aðgerðum stjórnað frá herstjórnarmið- stöð bandalagsins (SHAPE) í Belgíu. Þótt það virðist ekki ýkja stór ákvörðun að NATO taki við stjórn nokkur þúsund manna friðargæsluliðs í Afganistan er hér um að ræða grund- vallarbreytingu á starfsemi bandalags- ins. Um margra ára skeið hefur það verið mikið deiluefni hvort bandalagið eigi að beita sér utan hins skilgreinda athafnasvæðis síns í Evrópu. Með þess- ari ákvörðun er þeirri umræðu lokið. Hugsanlega gæti þetta einnig markað endalok þeirrar tilvistarkreppu sem bandalagið hefur verið í frá lokum kalda stríðsins. Þrátt fyrir ákvarðanir um stækkun bandalagsins á síðustu ár- um hefur mörgum þótt óljóst hvaða til- gangi það ætti að þjóna eftir að Sovét- ríkin heyrðu sögunni til. NATO hefur hins vegar sýnt að ef viljinn er fyrir hendi getur það gegnt mikilvægu hlutverki. NATO er sá vett- vangur þar sem lýðræðisríki Evrópu og Ameríku eiga hvað nánast pólitískt samstarf. Þótt þær hættur sem að okk- ur steðja séu ekki þær sömu og á síð- astliðnum áratugum bendir margt til að bandalagið geti áfram gegnt lykil- hlutverki. Áratugum saman hefur bandalagið unnið að því að tryggja öryggi aðild- arríkjanna og samræma starfsemi her- afla þeirra. Eftir lok kalda stríðsins hafa ríki Austur-Evrópu lagt mikla áherslu á að verða hluti af þessu sam- starfi. Jafnvel Rússar tengjast nú NATO nánum böndum. Þegar Evrópusambandinu og Sam- einuðu þjóðunum hafði mistekist að koma á friði á Balkanskaga reyndist Atlantshafsbandalagið eina stofnunin er hafði burði til að sinna því verkefni. Með því að axla ábyrgð á friðargæslu í Afganistan hafa bandalagsríkin ákveð- ið að taka enn eitt skref í þá átt að tryggja NATO mikilvægt hlutverk í þeirri þróun sem nú á sér stað í heim- inum. Þegar er farið að ræða um hugsan- legan þátt NATO í tengslum við endur- uppbyggingu í Írak og friðargæslu þar, hugsanlega í umboði Sameinuðu þjóð- anna. Hafa fulltrúar bandalagsríkj- anna átt viðræður um það hvaða hlut- verki NATO gæti gegnt í því sambandi. Það má færa rök fyrir því að engin önn- ur samtök eða stofnun hafi burði til að halda utan um það vandasama verk sem við blasir í Írak þótt vissulega muni mörg önnur ríki koma þar að, rétt eins og í Afganistan. RÚV, TEXTUN OG VASAR SKATTGREIÐENDA Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, um aðfjögur ráðuneyti leggi í samein- ingu 4,5 milljónir króna til þess að auka textað innlent efni í Ríkissjónvarpinu, er mikilvægt skref í rétta átt fyrir þann stóra hóp sem þarf á texta að halda til að skilja betur íslenzkt efni í sjónvarpi. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í gær, benti Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra á að þessi hópur væri lík- lega um 30.000 manns, eða meira en tí- undi hluti þjóðarinnar; heyrnarskertir, aldraðir og nýbúar. Það hefur auðvitað verið fráleitt ástand að erlent afþrey- ingarefni í sjónvarpi, sem kostað er m.a. af skatti sem þetta fólk greiðir eins og annað, skuli hafa verið þessum hópi aðgengilegra en innlent efni. Raunar má spyrja hvers vegna Ríkisút- varpið, með tæplega 2,2 milljarða króna í tekjur af afnotagjöldum á ári, getur ekki lagt fram 4,5 milljónir til að texta innlent efni en verður að fara í aðra vasa skattgreiðenda til að sækja þá peninga. Kannski mætti sleppa því að kaupa inn eina eða tvær amerískar afþreyingarþáttaraðir og verja pening- unum fremur í þetta verkefni. Af hverju bentu ráðuneytin fjögur ekki forsvarsmönnum RÚV á þá leið? Aukinheldur er að sjálfsögðu ekki nóg að gert að með þessari ákvörðun. Ekki verður enn um sinn hægt að texta innlent efni í beinni útsendingu, t.d. umræðuþætti og fréttir, sem eru auð- vitað það efni, sem mikilvægast er að allir geti fylgzt með til að geta talizt upplýstir borgarar og fullir þátttak- endur í samfélaginu. Nýlega kom fram hér í blaðinu í sam- tali við framkvæmdastjóra Ríkissjón- varpsins að þetta væri ekki tæknilega framkvæmanlegt vegna þess að tækni- búnaður, sem notaður væri í Bretlandi og Noregi, hefði ekki verið lagaður að íslenzkri tungu. Það er auðvitað fyrir- sláttur; ef nægilegt fé er lagt í slíka að- lögun af hálfu íslenzkra aðila er hægt að texta beinar útsendingar á Íslandi. Af hverju eyðir Ríkisútvarpið tugum milljóna króna í innkaup á afþreying- arefni og flutning á dægurtónlist en telur sig ekki hafa efni á að tryggja að sjónvarpsefni um þjóðfélagsmál sé öll- um notendum þess aðgengilegt? Er þetta rétt forgangsröðun?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.