Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 34
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi, kl. 14 Borgarbóka- safn 80 ára – afmælishátíð. Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, kl. 13–17 Guðrún Helgadóttir les úr verkum sín- um. Lína langsokkur skemmtir. Söngur, breikdans, hljóðfæra- leikur og upplestur úr barnabók- um. Harmonikkuleikarinn Þórður Marteinsson þenur dragspilið. Borgarbókasafnið í Gerðu- bergi kl. 13–16 Boðið upp á veit- ingar í tilefni af afmæli safnsins. Bókasafn Grindavíkur kl. 14 Sýning í Kvennó á barnaleikrit- inu Skuggaleik. Vika bókarinnar Fimmtudagur LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÓLSTAFIR, sögur frá Sól- heimum heitir leiksýningin sem frumsýnd verður í Sólheimum í Grímsnesi í dag. Það er leikfélag Sólheima, sem hefur verið starf- rækt síðan árið 1931, sem sýnir en leikstjórn er í höndum Margrétar Ákadóttur, leikstjóra og leiklist- armeðferðarfræðings. „Sólstafir eru geislar sólar sem þrengja sér niður um skýin og lýsa upp þann stað sem þeir lenda á. Það felst því ákveðin tilvísun í nafninu, því það eru ákveðin minningabrot sem lýsast upp í leikritinu,“ segir hún. Leikritið er sem sagt spunaverk- efni, samið af leikurunum sjálfum og byggt á lífsreynslusögum og minningabrotum íbúa Sólheima. „Á sviðinu höfum við sett upp markaðstorg og út úr því koma þessi minningabrot. Þar verður jafnframt boðið upp á hinar fal- legu vörur úr smiðjum Sólheima sem áhorfendur geta keypt að sýn- ingu lokinni. Til dæmis bjó hver og einn þátttakandi í sýningunni til bolla og verða þeir seldir fullir af kaffi leikfélaginu sjálfu til styrktar eftir sýningu. Það er von okkar að með þessu móti varpi leikritið ljósi á margbrotna starf- semi Sólheima og líf íbúanna á staðnum.“ Margbreytileg minningabrot Margrét hefur nýlokið námi í leiklistarmeðferðarfræðum og hef- ur hún nýtt slíkar aðferðir að nokkru leyti í starfi sínu með leik- félagi Sólheima. „Þó að hér sé ekki um eiginlega meðferð að ræða er pláss fyrir tilfinningahvörf og ann- að sem fólk er að upplifa, í leikrit- inu hjá okkur. Sköpunin felst í því að fólk tjáir sig og við vinnum út frá því á þeirra forsendum. Í stað þess að þvinga þau til að læra eitt- hvað 100% hjálpa ég þeim til að læra á þann hátt sem þeim er eig- inlegt,“ segir hún. Aðferðin sem notuð er í sýningunni við að koma minningabrotunum á framfæri kallast „play-back theatre“, þar sem sögumaður segir söguna, en aðrir leikarar endursegja hana í leik. „Með þessu móti fær viðkom- andi tækifæri til að skoða tiltekinn atburð, sem hann hefur lifað, á hlutlægan hátt og í því felst oft á tíðum ákveðin úrvinnsla. Til dæm- is þróast leikurinn stundum þann- ig að sagan endar vel þrátt fyrir að hafa upphaflega haft sorglegri endi. Það svigrúm leyfir sögumað- ur í flestum tilfellum og fær við það annað sjónarhorn á minn- ingabrot sitt,“ segir Margrét og bætir við að minningabrotin sem notast er við í leikritinu séu afar margbreytileg. „Við hófum ferlið á hugarflugsfundi í janúar. Þar lét- um við gamminn geisa og hvöttum alla til að skrá sögurnar sínar.“ Bæði fatlaðir og ófatlaðir Hilmar Örn Hilmarsson hefur gert tónverk við leikritið þar sem notast er við flautur úr smiðju Katrínar Valgerðar Karlsdóttur, leirlistakonu á Sólheimum. „Það er trú manna hér um slóðir að sitt hvorum megin við Sólheima búi annars vegar álfar og hins vegar dvergar. Oft ríkir ósætti milli þeirra og við segjum þessa sögu í leikritinu. Lokakaflinn snýst hins vegar um það að flautað er til frið- ar. Þá spinna leikararnir í verkinu yfir tónverk Hilmars á flaut- urnar,“ útskýrir Margrét. Hún segir vinnuna við sýn- inguna hafa verið mjög skemmti- lega og gengið afskaplega vel. „Það er auðvitað vel þjálfað fólk sem tekur þátt í þessu leiklist- arstarfi hér á Sólheimum. Svo taka börn starfsmanna líka þátt í því og það er ótrúlega gaman að þeirra innleggi í sýninguna,“ segir hún, en leikfélagið hefur þá sér- stöðu að þar starfa saman bæði fatlaðir og ófatlaðir. „Í leikfélagi Sólheima hafa gegnum tíðina verið sett upp gríðarlega mörg spenn- andi verk, og það er alltaf verið að leita nýrra leiða. Þessi leið var far- in núna og er því enn eitt inn- leggið í þá flóru.“ Leiklistarstarf fer fram á Sól- heimum allan ársins hring og skiptist það í vetrarleikhús undir stjórn Margrétar Ákadóttur og sumarleikhús undir stjórn Eddu Björgvinsdóttur. Sýningin Sól- stafir markar lok vetrarstarfsins og verður sýnt til loka maí, en 1. júní tekur sumarleikhúsið við. Leikritið Sólstafir er hluti af framlagi Sólheima til listahátíð- arinnar Listar án landamæra sem er haldin í tilefni af því að árið 2003 er Evrópuár fatlaðra og er stefnt að fjölbreyttri dagskrá í tengslum við hana allt árið á Sól- heimum, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Sem annað framlag Sól- heima á hátíðinni má til dæmis nefna kabarettsýningar um helgar í sumar, margvíslegar listsýningar og margt fleira. Sólheimar hafa nýverið opnað heimasíðu, þar sem nálgast má upplýsingar um hina fjölbreyttu starfsemi sem þar sem fram. Slóð- in er www.solheimar.is. Sólstafir í Sólheimum Morgunblaðið/Jón Svavarsson Í leikfélagi Sólheima, sem stofnað var 1931, starfa fatlaðir sem ófatlaðir saman á jafnréttisgrundvelli. Hver þátttakandi í sýningunni Sólstafir, sögur frá Sólheimum hefur búið til kaffibolla en þeir verða seldir til styrktar leikfélaginu að sýningu lokinni. FJÖLMENNT var á páskatón- leikum kammerkórsins Scholae cantorum föstudaginn langa á veg- um Listvinafélags Hallgrímskirkju. Á dagskrá voru þrjú stutt a cappella kórverk um krossfestinguna, stað- sett fremst, síðast og í miðju. Enn- fremur voru tvær síðrómantískar þýzkar mótettur, einnig án undir- leiks, og Stabat Mater, tíþætt kór- verk eftir Domenico Scarlatti. Fyrst á dagskrá var sex radda Crucifixus-mótetta eftir ítalska meistarann Antonio Lotti (1667– 1740). Lotti var mikilsvirtur fagmað- ur á sínum tíma. Hljómfærsla hans og kontrapunktur þóttu með af- brigðum hnitmiðuð og gegnsæ, enda varð hann kennari tónskálda eins og Albertis, Galuppis, Marcellos, Hass- es o.fl. Sex radda Crucifixusinn var stutt en mögnuð smíð af ekki ósvip- uðum tærleika og Miserere Allegris, og sama gilti um hinar mótettur hans við þennan texta er síðar komu, Crucifixus fyrir 10 raddir og ekki sízt þá fyrir 8 er myndaði lokaperlu tónleikanna. Hægferðugt endur- reisnarskotið tónferlið skilaði sér all- vel í öguðum söng kórs- ins er gerði nokkuð út á klukkudýnamísk slétt- tónsris en þó sjaldan um of. Aðeins bar á einstaka yfirskoti í inntónun á hástökksinnkomum, einkum í mið-Crucifix- usnum og auðheyrileg- ast í sópran, og þætti það tíðindi til næsta bæjar um oftast nærri því klínískan hreinsöng SC. Stabat Mater eftir Domenico Scarlatti (1685–1757), ítalskan jafnaldra Bachs og Händels, var skv. tón- leikaskrá flutt í fyrsta skipti á Ís- landi við þetta tækifæri. Viðamikið verk en afar lítið þekkt, enda var Domenico fyrst og fremst kunnur fyrir sónötur sínar og „æfingar“ fyr- ir sembal. Í samanburði við sam- bærileg síðbarokkkórverk var verk- ið m.a. sérkennilegt fyrir að vera samið fyrir 10 raddir – þ.e. í þessu tilviki tvær á mann auk fylgi[bassa]- raddar, m.ö.o. orgel, selló og kontra- bassa. Kórnum var stillt upp í hálf- hring – að manni skilst af forkynningum í blöðum og útvarpi til að þétt slungin pólýfónían skilaði sér skýrt – og kann svo að hafa verið í fyrstu fimm metra nálægð, jafnvel þótt æ fleira færi fyrir ofan garð og neðan eftir því sem aftar dró. Átti það sérstak- lega við í hröðustu þátt- um eins og Fac ut animae (IX.). Hæggeng- ari þættir komu aftur á móti nokkuð vel út og má segja að hér hafi meistaraverk lifnað við úr óverðskulduðu þagn- argildi í innlifuðum flutningi SC. Þó að þær bæru með sér að vera samdar fyrir nokkru stærri kór, voru þýzku mótetturnar í seinni hluta engu að síð- ur gullfallegar. Sérstak- lega hreif mann Christ- us factus est eftir Anton Bruckner í allri barnslegu sannfæringu sinni, þrátt fyrir svolítið ýkta dýnamík á köflum. Hið hlédrægara mótmæl- endatrúarverk Jóhannesar Brahms, Warum ist das Licht gegeben dem Müheseligen?, samið í fyrsta hluta við texta Jobsbókar, var hlutfalls- lega áhrifaminna „hér og nú“, en hef- ur í staðinn reynzt eitt af þessum tónverkum sem vinna hægt og bít- andi á við endurheyrn. Nutu bæði verkin góðs af oftast hæggengri hómófóník sem skilaði sér ágætlega í Hallgrímskirkju undir skeleggri stjórn Harðar Áskelssonar. TÓNLIST Hallgrímskirkja Kórverk eftir D. Scarlatti, A. Lotti, Brahms og Bruckner. Schola cantorum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Föstudag- inn 18. apríl kl. 21. KÓRTÓNLEIKAR Krossfestingartónlist Ríkarður Ö. Pálsson Hörður Áskelsson Á SUMARDAGINN fyrsta er yf- irskrift tónleika Kórs Mennta- skólans í Reykjavík í Salnum í dag kl. 17. Kórinn er skipaður ungu fólki sem ber með sér kraft og lífs- gleði, sem á einkar vel við á þessum degi. Eins og hjá öllum skólakór- um er end- urnýjun söngv- ara mikil þar sem hvert haust markar upphaf kórstarfsins og hvert vor er einskonar uppskeru- hátíð. Í vetur hélt kórinn jóla- tónleika í Dómkirkjunni, söng við tvær messu í kirkunni þar sem annarri var útvarpað, söng á menningarhátíð Nemendafélagsins og tók þátt í kóramóti framhalds- skólakóra. Eftir að prófum lýkur í vor fer kórinn í tónleikaferð til Lundúna þar sem hann mun syngja í kirkjum, skólum og á torgum úti. Efnisskráin á tónleikunum tekur mið af væntanlegri utanlandsferð. Kórinn syngur þjóðlög, ættjarð- arlög, stúdentasöngva og mótettur og gefur hér að heyra brot af öll- um þeim lögum sem hann hefur æft og sungið í vetur. Atli Heimir Sveinsson hefur samið tónverk handa kórnum sem heitir Maður og vegir við ljóð eftir Guðberg Bergsson. Verkið er ný- stárlegt rapp með fjörugum píanó- leik. Stjórnandi MR kórsins er Mar- teinn H. Friðriksson dómorganisti. Kór MR í Salnum Atli Heimir Sveinsson ÉG átti kind sem hét Prýði. Hún átti tvö lömb. Prýði var ákaflega hænd að mér og leit- aði að mér ef hún sá mig ekki. Hún var mikill sælkeri og vildi alltaf borða sælgætismola, og kaus þá yfirleitt frekar en til dæmis brauð. Hún átti það til að leita í vösum mínum eftir góðgæti. Eitt sinn var ég með sam- loku í vasanum og Prýði gerði sér lítið fyrir og nappaði henni án þess að ég tæki eftir því og borðaði hana. Um haustið stóð til að senda lömbin hennar til slátrunar. Prýði bað mig þá með tárin í augunum að passa lömbin sín. Ég gerði það og afi lofaði mér að leyfa þeim að lifa. Þá var Prýði glöð. Minningabrot Eddu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.