Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 71
orískum tökum í Bekkjarboð- inu. Magnus er 36 ára og hon- um leiðist. Þegar hann fær bréf um að 9. bekkurinn hans ætli að hittast, hefur hann litla löngun til að mæta, ekki fyrr en hann man eftir æsku- ástinni sinn Hillevi, sem hann var næstum búinn að strjúka með til Amsterdam. Líkt og í þeirri fínu mynd Romy and Michelle’s High School Reunion, eru flestir í bekknum enn í sömu hlut- verkunum, Magnusi til mik- illa hrellinga. Mér fannst þessar persónur fullýktar, og hefði mátt gera ráð fyrir að þær hefðu þroskast eitthvað örlítið á 20 árum, en svo virtist ekki vera. Sá hluti myndarinnar var því svona einum of. Annars er myndin bæði nokkuð fyndin og ósköp dramatísk á víxl. Maður skilur vel tilfinningar og örvæntingu Magnusar og Björn Kjellman er mjög fínn í hlutverki hans. Framan af er myndin þó- nokkuð fyrirsjánleg, en undir lokin tekur hún óvænta og ánægjulega sveigju, og endar með bravúr þrátt fyrir örlitla væmni. ÞAÐ er ósjaldan að kvikmynda- gerðarmenn og aðrir listamenn tjá sig um þá krísu, sem fólk lendir í á fertugsaldri þegar allt í lífinu orðið settlegt, staðlað og leiðilegt. Þeir ósundurstíanlegu félagar Hern- gren og Holm taka það efni húm- Karl í krísu KVIKMYNDIR Regnboginn – 101 kvikmyndahátíð Leikstjórn og handrit: Måns Herngren og Hannes Holm. Kvikmyndataka: Göran Hallberg. Aðalhlutverk: Mikael Almqvist, Inday Ba, Urban Bergsten, Oscar Taxén, Björn Kjellman og Ingrid Luterkort. 103 mín. Svíþjóð. Buena Vista Int. 2002. Bekkjarboðið er fyndið og dramatískt á víxl. Hildur Loftsdóttir BEKKJARBOÐIÐ/KLASSFESTEN  FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 71 Í skugganum (In the Shadow) Spennumynd Bandaríkin 2001. Myndform VHS/DVD. Bönnuð innan 16 ára. (95 mín.) Leik- stjórn Ric Roman Waugh. Aðalhlutverk Matthew Modine, James Caan, Cuba Gooding yngri. EINA sem mér dettur í hug er, mikið óskaplega hljóta þeir að vera góðhjartaðir Modine, Caan og Good- ing, að hafa fengist til að leika í þess- ari mynd. Þannig er að sá sem gerir hana er frægur áhættuleikari í Hollywood og vel liðinn sem slíkur. Eflaust hefur hon- um tekist vegna þeirra tengsla sinna að fá þekktari leik- ara en ella til að leika í fyrstu mynd sinni – mynd sem sýnir ískalt að góðir leikarar geta ekki bætt upp ömurleg vinnubrögð allra annarra er að kvikmynd koma, allra síst lélegt handrit og lamaða leik- stjórn. Þó er leikstjórinn á heimavelli, því sögusviðið er áhættuleikara í bíó- borginni. Modine er harðsvírað hand- bendi mafíunnar sem sendur er þang- að til að komast inn undir hjá gömlum jaxli í faginu (Caan) og ráða hann af dögum. En auðvitað tekur hann ást- fóstri við karlinn, sér í honum föður- inn sem hann aldrei átti að, gömul og margtuggin flétta það. Ég segi það ekki, það er ein ástæða fyrir bíógrúskara að leigja hana þessa. Handritið er nefnilega skóla- bókardæmi um hvernig á ekki að skrifa handrit og má vel gamna sér yfir því hversu yfirgengilega leiðandi það er, hvernig hver setning er þving- uð til að þjóna framvindunni, fléttunni um leið og þráðurinn fer út og suð- ur. ½ Skarphéðinn Guðmundsson Áhættulítið Í þokunni (Fogbound) Drama Holland/Bretland 2001. Sam myndbönd. VHS (97 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjóri: Ate de Jong. Aðalleikendur: Luke Perry, Ben Daniels, Orla Brady, Jeroen Krabbé EITTHVAÐ mikilfenglegra en blasir við áhorfandanum hefur sjálf- sagt vakað fyrir Ate de Jong, hand- ritshöfundi og leikstjóra myndarinn- ar – sem stendur óvænt undir nafni. Það er nánast allt strandað í þokunni sem er yfir og allt um kring. Frá- sögn, leikur, hug- myndir og niður- staða. Þrír vinir, Leo (Daniels), Bob (Perry) og Anna (Brady), halda upp hlíðar Alpanna en verða að leggja bílaleigubílnum þegar á skellur nið- dimm þoka. Þau stytta sér stundirn- ar við að segja hvert öðru sínar leyndustu hugsanir og lífsreynslu. Til að byrja með reynist þetta sæmi- legasta dægrastytting en hún verður smám saman æ nærgöngulli og skil- ur að lokum eftir sig ógræðandi sár. Hér er í gangi gamli ástarþríhyrn- ingurinn, milli hjónanna Leós og Önnu og Bob, sem er besti vinur þeirra. Þau Bob og Anna virðast dragast hvort að öðru og Leo grunar þau um samdrátt sem hefur ekki enn átt sér stað. Inní þríhyrninginn er blandað áhugaverðari sögu af fyrra lífi Leos á 18. öld. Hún verður aðeins til að teygja lopann og eftir stendur nokkuð frábrugðin og metnaðarfull mynd, óglögg og áttavillt einsog per- sónurnar og bakgrunnurinn. P.S. Lýst er eftir hollenska stór- leikaranum Jeroen Krabbé. Grunur leikur á að hann hafi villst af töku- stað í dimmviðrinu. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Þrjú í þoku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.