Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ M anneskjan er bundin á klafa tímans. Hún brýtur hann ekki undan sér, en tíminn á sér (a.m.k.) tvær hliðar; fasta og fljótandi. Hann er harð- ur í horn að taka gagnvart him- inhnöttunum en er mjúkur gagn- vart einstaklingunum. Upplifun á tímanum er annars vegar háð hverri persónu og starfinu sem hún sinnir; bóndi, smiður, kennari, skrifstofumað- ur, og hins vegar óháð henni; flóð og fjara, dagur og nótt, vet- ur og sumar …Ég get því ekki tjáð sambandið við tímann og árstíðirnar nema út frá eigin sjónarhorni, og því sem mér virðist aðrir gera. Hver og einn hnýtir eigið net tímans. Veturinn er bundinn í ná- kvæma stundastöflu. Skólarnir hefja stíft starf sitt og fagstéttir, stofnanir og fyrirtæki skipu- leggja málfundi og ráðstefnur. Bókaforlögin sækja bækurnar í prentsmiðjuna og markaðssetja þær með auglýsingum. Veturinn siglir áfram án hiks – önnum linnir ekki og svo hefst aðventan með jólahlaðborðum, glöggi og menningu. Ýmsir pústa um jólin en stundatafla daganna krefst þess að henni sé hlýtt, þannig að at- burðarásin haldi áfram og enda- laus verkefnin; fundir, atburðir, nám, skýrslugerð, verkefnalok … Manneskjan er augljóslega vera í tíma; tímavera. Hún er háð tímanum, en þó ekki bundin honum, því tíminn streymir í tvær áttir; norður og suður, upp og niður eða inn og út. Hver manneskja gerir í raun sam- komulag við tímann: Um að vera stundum í takt við tímann og synda stundum á móti straumi tímans, og jafnvel að hefja sig endrum og eins yfir tímann. Hún getur þrátt fyrir allt skapað per- sónulegt tímaskyn og stjórnað því hvað hvernig hún notar tím- ann sem hún hefur. Ytri tíminn er m.ö.o. fastur, en innri tíminn fljótandi. Þegar tíminn opinberar nokkr- ar vísbendingar um komu sum- arsins með því að leyfa trjánum að bruma og farfuglunum að setjast, finnur maður hvernig hreistur vetrarins flagnar af sál- inni; hún verður svolítið eirð- arlaus. Stundatafla vetrarins verður götótt, og vald hans minnkar. „Gleðilegt sumar!“ segir fólk en enginn segir. „Gleðilegan vet- ur“ eða „Góðan vetur“, í mesta lagi „Hvernig komstu undan vetri?“ Á vorin þiðnar frostið innra með mönnum og lækir og ár taka að streyma á ný um æðarn- ar. Börnin vilja slíta sig frá skólaborðunum og skrif- stofufólkið fer upp á þak í kaffi- tímum og lætur sig dreyma. „Hvert á að fara í sumar?“ er spurt, og svarað: Vestur, austur, norður eða suður – þangað sem sólin skín“. Það hljómar ekki lengur vel að ætla til sólarlanda, enda þær ferðir skipulagðar og keyptar um dimman og hörkulegan veturinn. Nú hljómar betur að fara í mikl- ar göngu-, hjóla-, eða jeppaferðir yfir hálendið eða á sleðum yfir jökla eða í vöðlum í ár að veiða! Á sumrin er verra að koma böndum yfir fólk, það er kæru- lausara og hverfur jafnvel spor- laust og birtist ekki aftur fyrr en um haustið. Það ætlaði að vinna eitthvert verkefni en tíminn missti áhrifamátt sinn og sefjun, svo það settist bara upp í bíl og keyrði út fyrir alla bæi og gleymdi að kveikja á far- símanum. Situr bara einhvers staðar ábyrgðarlaust í sum- arbústað með fætur uppi á borði, bók í hönd og eplasíder í glasi. Hugsar: „Hvað ætti ég að grilla í kvöld? Hvaða dagur er annars?“ Ég held að fátt sé hollara vel skipulögðu fólki en að missa stjórn á tímanum, og finna al- gleymið streyma um nýja húð- ina, verða kærulaust undir bláum himni, leggjast í grænt grasið og hugsa ekkert af viti en hlusta ef til vill á fuglinn fljúg- andi. Sumardagurinn fyrsti! Fram- undan er að klára vetrarverkin sem endast sennilega til maíloka vegna þess að flestir ætla að gera of mikið. Einstaka hunsa sumarið og halda áfram verkum sínum. Þeir hafa ekki farið í sumarfrí í tíu ár, ég vona að þeir viti að þeir lifa bara einu sinni, og að þeir fari þá bara í vetrarfrí í staðinn. Aðrir haldast ekki inni og stökkva á fjöll á kvöldin og í úti- legur um allar helgar. Það er sumarfólkið, það næst ekki í það allan júlí. Verst er þegar sumarið kemur ekki þrátt fyrir dagatalið. Fyrir 10 árum eða svo var ég heilt sumar á Austurlandi en sumarið kom aldrei; börnin voru í vetr- arfötunum allt sumarið með húfu, vettlinga og trefil. Um haustið skein angist úr augum fólks, veturinn framundan; það var orðið þunglynt. Þetta er það versta við íslensk sumur; það stígur ekki nauðsynlega niður úr himinloftunum. Annað er hvað þau geta verið stutt og fljót að líða! Í sumar ætla ég að ganga á fjöll, sofa í tjaldi, hjóla í óbyggð- um í mjög góðu veðri …ástæðan er sennilega sókn eftir gleði. Gleðin er nauðsyn eða hvað er fjallganga án gleði, ást án gleði, starf án vinnugleði eða líf án til- hlökkunar? Hún fullgerir verkin jafnt sumar sem vetur, samt er hún líkari sumrinu því hún skín sem sól. Gleðin er sumarleg því hún er létt á fæti, frísk sem fiskur og kát sem kið. Nú er ég búinn að stilla mig á gleðina fyrir sumarið; leiki, úti- vist, frí, sól og hlýindi. Sumarið er eins og jóga, það stuðlar að vellíðan, losar um spennu og skapar jafnvægi. Ég vona að ég verði ekki fyrir vonbrigðum. Tíminn nemur ekki staðar, en snemma gýtur góður vetur kálfi, og best að búa sig undir sumarið strax, svo ekki þurfi að grípa í endann á því. Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn! Kærulaust sumar Sumarið er eins og jóga, það stuðlar að vellíðan, losar um spennu og skapar jafnvægi. Vona að ég verði ekki fyrir vonbrigðum og það sleppi ekki frá mér. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ÞAÐ er athyglisvert, að stjórnar- flokkarnir vilja láta dæma sig í vænt- anlegum þingkosningum eftir kosn- ingaloforðum en ekki eftir verkum sínum sl. 8–12 ár. Þannig leggja báðir stjórnarflokkarnir höfuðáherslu á kosningaloforð sín í skattmálum en tala minna um aðgerðir sínar í skattamálum. Þeir hafa þó haft næg- an tíma til þess að lögfesta skatta- lækkanir fyrir almenning, ef þeir hefðu haft áhuga á því. En vegna þess, að skattleysismörk hafa ekki fylgt verðlags- og launaþróun, hefur skattbyrði tekjuskatts einstaklinga aukist í stjórnartíð núverandi ríkis- stjórnar. Mest er skattahækkunin hjá lágtekjufólki og bótaþegum. Rík- isstjórnin gleymdi þessum hópum. En hún mundi eftir atvinnurekend- um og fjármagnseigendum. Framsókn talar nú mikið um ný- legt samkomulag við aldraða og ör- yrkja um aðgerðir til þess að bæta hag þeirra. Það liggur fyrir, að bætur aldraðra og öryrkja hafa ekki hækk- að í samræmi við hækkun lægstu launa á vinnumarkaðnum. Sjálfvirk tengsl milli bóta elli- og örorkulífeyr- isþega og launa á vinnumarkaði voru rofin. Síðan hafa bætur dregist aftur úr, þar eð það hefur verið geðþótta- ákvörðun stjórnvalda hversu mikið þær ættu að hækka hverju sinni. Hækkanir bóta hafa ekki verið í takt við breytingar lægstu launa á vinnu- markaði eins og áður var. Nú, nokkr- um vikum fyrir kosningar, gerir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra samkomulag við Öryrkjabandalag Íslands um að hækka bætur öryrkja á næsta kjörtímabili, þ.e. að skila aft- ur hluta skerðingarinnar. Af hverju var slík breyting ekki lögfest á Al- þingi áður en því var slitið? Samfylk- ingin hefur hvað eftir annað flutt til- lögur áAlþingi um að bæta kjör öryrkja en þær tillögur hafa alltaf verið felldar. Var ekki unnt öll 8 ár núverandi stjórnarsamstarfs að bæta kjör öryrkja? Samkomulagið, sem nú hefur verið gert á að koma til fram- kvæmda eftir næstu áramót. Það á eftir að leggja málið fyrir Alþingi. Þetta er í raun aðeins kosningaloforð. Þeir sem gefa þetta loforð vita ekki hvort þeir verða við völd eftir kosn- ingar. Eftir stendur, að á stjórnar- tíma ríkisstjórnarinnar var ekkert gert að frumkvæði stjórnarflokkanna til þess að bæta kjör öryrkja. Það, sem var gert, var knúið fram með dómi Hæstaréttar. Svipaða sögu er að segja af mál- efnum aldraðra. Nú rétt áður en kjörtímabilinu lýkur er gert sam- komulag milli ríkisstjórnarinnar og samtaka aldraðra um aðgerðir í þeirra málefnum. Kjör þeirra eins og kjör öryrkja hafa allan stjórnartíma ríkisstjórnarinnar verið að dragast aftur úr lægstu launum á vinnumark- aðnum. Þegar kjörtímabilinu er að ljúka er gert samkomulag um nokk- urra króna hækkun bóta. Þetta er svo lítil hækkun að hún er til skamm- ar. Eftir sem áður er ókleift fyrir aldraðra að lifa mannsæmandi lífi af bótum Tryggingastofnunar ríkisins. Smánarbætur aldraðra og öryrkja eru skattlagðar. Aldraðir, sem ekki fá lífeyri úr lífeyrissjóði búa við fá- tækramörk. Ný skýrsla um fátækt á Íslandi leiðir í ljós, að fátækt hefur aukist undanfarin ár, eða úr 7% af tölu framteljanda í 13% af tölu fram- teljanda. Það segir sína sögu. Veru- legur hluti nýja samkomulagsins milli aldraðra og stjórnvalda á að koma til framkvæmda á næsta kjör- tímabili. Nú í kosningabaráttunni vilja stjórnarflokkarnir bæta kjör aldraðra og öryrkja og lofa öllu fögru. En það er nokkuð seint. Þeir höfðu 8–12 ár til þess. Framsókn lofar nú að hækka lán til íbúðabygginga í 90%. Áður hefur flokkurinn lagt félagslega húsnæðis- kerfið í rúst. Verkamannabústaða- kerfið (bygging félagslegra íbúða) var lagt niður og sala félagslegra íbúða, sem fólk hafði fengið úthlutað, var gefin frjáls. Afleiðingin er sú, að biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru lengri en nokkru sinni fyrr. Enn á ný lofar Framsókn barnakortum. Þeim var lofað fyrir síðustu kosningar en það loforð var svikið. Samkvæmt lof- orðinu áttu öll börn að fá barnabæt- ur, 30 þús kr. á mánuði, miðað við verðlag 1999. Það var ekki fram- kvæmt. Ótekjutengdar barnabætur greiðast aðeins með börnum yngri en 7 ára. Barnabætur hafa í raun verið skertar um 11,5 milljarða síðan 1995. Þannig mætti áfram telja. Kosninga- loforðin 1999 voru flest svikin. Verð- ur staðið betur við þau nú? Stjórn- arflokkarnir segja, að skuldir ríkissjóðs hafi verið duglega greiddar niður. En staðreyndin er sú, að skuldir hins opinbera (ríkis og sveit- arfélaga) eru meiri nú, árið 2003, sem hlutfall af landsframleiðslu en þær voru 1991. Stjórnarflokkarnir verða ekki dæmdir af kosningaloforðum í kosn- ingunum 10. maí. Þeir verða dæmdir af verkum sínum. Verkin leiða í ljós, að stjórnin hefur látið hag hinna efnameiri sitja í fyrirrúmi en lág- launafólk, aldraðir, öryrkjar og at- vinnulausir hafa verið látnir sitja á hakanum. Verða dæmdir af verkum sínum en ekki loforðum Eftir Björgvin Guðmundsson „Mest er skatta- hækkunin hjá lág- tekjufólki og bótaþegum.“ Höfundur er viðskiptafræðingur. UM 1.200 manns hafa nú skráð sig í Nýsköpun 2003, samkeppni um viðskiptaáætlanir og er það tvöföld- un frá fyrri keppnum. Einnig hafa borist tæplega 700 stuttar hug- myndalýsingar. Haldin hafa verið 13 námskeið á landsbyggðinni og þrjú í Reykjavík. Nálægt 400 manns sóttu námskeiðin á landsbyggðinni og rúmlega 200 í Reykjavík. Þessi mikla þátttaka er í raun dæmalaus. Til gamans má nefna, að ef sami ár- angur næðist í þýskri samkeppni sem svipar til okkar þá þyrfti 360.000 þátttakendur! Markmiðin náðust Við vildum ná til fyrirtækja, frumkvöðla og nemenda. Einnig var stefnt að því að ná vel til lands- byggðarinnar. Þessi markmið náð- ust, t.d. er landsbyggðin með 51% þátttakenda og skýrist það að hluta til af aðkomu Byggðastofnunar og nánu samstarfi við atvinnuþróunar- félög og fleiri aðila. Fólk telur til fjölda ástæðna fyrir þátttöku í Ný- sköpun 2003, en þær sem helst ber á góma eru löngun til að láta gamlan draum rætast, þekkingaröflun, um- sögn eðagagnrýni sérfræðinga og möguleikinn á að starfa sjálfstætt og hrinda hugmynd í framkvæmd. Að Nýsköpun 2003 standa Ný- sköpunarsjóður, Morgunblaðið, KPMG, Háskólinn í Reykjavík, Ís- landsbanki og Byggðastofnun. Einnig styðja framtakið Hf. Eim- skipafélag Íslands, Nýherji, Síminn og Samherji. Rétt er að vekja at- hygli á samsetningu þessa hóps: annars vegar stórir opinberir aðilar og hins vegar nokkur af öflugustu fyrirtækjum landsins. Það sýnir sig víða um lönd, að blanda af þessu tagi skilar oft umtalsverðum ár- angri. Nýsköpun 2003 – hvað svo? Oft fáum við þessa spurningu frá þátttakendum. Nýsköpun 2003 er hugsað til að hvetja og kenna. Vand- inn er sá að hér á landi þyrfti að beina meira fjármagni inn í frum- kvöðlastuðning. Rannsóknir (t.d. hin fjölþjóðega rannsókn GEM sem Ís- land er aðili að) benda til þess að hátt frumkvöðlastig og hagvöxtur haldist í hendur. Þetta er líka skýr- ingin á þeirri miklu áherslu sem víða um lönd er lögð á aðgerðir til að efla stuðning við frumkvöðla og frum- kvöðlafræðslu. Vissulega er ýmislegt gert af hálfu ráðuneyta, Nýsköpunarsjóðs, Byggðastofnunar, Impru, Þróunar- og framtakssjóða víða um land o.fl. En betur má ef duga skal. Í GEM skýrslunni kemur fram að mjög mikil gróska sé í frumkvöðlastarfi á Íslandi. Þar segir m.a.: „Miðað við önnur GEM lönd eru óvenju margir Íslendingar þátttakendur í frum- kvöðlastarfsemi (...). Á sama tíma virðist sem skortur á fjármagni og menntun standi í vegi fyrir því að hægt sé að nýta þessi tækifæri á ár- angursríkan hátt.“ Fjármagn til frumkvöðastuðnings skilar sér margfalt ef það er notað á skynsamlegan hátt. Virkjun hugvits hlýtur að fela í sér blöndu af þekk- ingarmiðlun og virkum stuðningi í formi fjármuna og ráðgjafar. Það er ennfremur brýnt að móta stefnu og hrinda af stað aðgerðum á sviði frumkvöðlafræðslu hér á landi. Aukið fjármagn til frumkvöðla Nýsköpun 2003 sýnir að mikill fjölbreytileiki er í flóru frumkvöðla hér á landi. Við fáum hugmyndir úr sjávarútvegi, landbúnaði, hugbún- aði, heilbrigðisþjónustu, ferðaþjón- ustu, iðnaði, læknisfræði, þjónustu o.s.frv. Þessi mikla breidd undir- strikar nauðsyn þess að menn vinni náið saman á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastuðnings en ekki hver í sínu horni. Til að styðja betur við frumkvöðla og virkja þann kraft sem endur- speglast í mikilli þátttöku í Nýsköp- un 2003, væri æskilegt að stjórnvöld settu meiri fjármuni í frumkvöðla- stuðning. Ef þessum mikla eldmóði er ekki svarað með viðeigandi hætti NÚNA skapast sú hætta að dragi úr áhuganum. Ef hins vegar stjórnvöld svara þessum áhuga tímanlega og af skynsemi er líklegt, að niðurstaðan verði kraftur og uppbygging í ís- lensku atvinnulífi. Gróska í frum- kvöðlastarfi Eftir G. Ágúst Pétursson „Ef þessum mikla eld- móði er ekki svarað með viðeigandi hætti NÚNA skapast sú hætta að dragi úr áhug- anum.“ Höfundur er verkefnisstjóri í Nýsköpun 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.