Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Kan- ada brugðust í gær illa við þeirri ákvörðu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO, að bæta kan- adísku borginni Toronto á listann yfir þá staði í heiminum sem fólki er ráðið frá því að fara til vegna hættu á að smitast af heilkennum bráðrar og al- varlegrar lungnabólgu, HABL. Pek- ing og Shanxihérað í Kína var einnig bætt á listann í gær, en fyrir á honum voru Hong Kong og Guangdonghér- að. Viðvörunin hvað Kína og Toronto varðar gildir til þriggja vikna og verður síðan endurmetin. Kanadískir heilbrigðisfulltrúar sögðu að almenningur í Toronto, þar sem búa um fjórar milljónir manna, væri í lítilli hættu varðandi smit. 15 dauðsföll í Kanada, öll í Ontario-fylki, hafa verið rakin til HABL. Í gær voru smittilfelli í Kanada talin vera 324, þar af 261 í Ontario. Á fréttamannafundi sem borgar- stjóri Toronto, Mel Lastman, hélt eft- ir að tilkynningin barst frá WHO var hann ævareiður. „Ég hef aldrei á æv- inni verið svona reiður,“ hefur blaðið The Globe and Mail eftir honum. Skoraði hann á fulltrúa WHO að koma til borgarinnar „á morgun“ til að kynna sér ástandið með eigin aug- um. Yfirmaður heilbrigðismála í borg- inni, dr. Sheela Basrur, kvaðst telja að mat WHO væri rangt. „Að mínu mati gefa staðreyndir málsins ekki tilefni til [þessara viðbragða],“ sagði hún. Öllum skólum í Peking lokað Þess sáust engin merki í gær að HABL væru í rénun í Kína og létust níu manns til viðbótar af völdum sjúkdómsins. Kínversk stjórnvöld fyrirskipuðu lokun allra barnaskóla í Peking. Eitt hundrað fjörutíu og sjö tilfelli til viðbótar voru skráð í Kína í gær, flest í höfuðborginni, en yfirvöld reyna nú eftir mætti að ná tökum á ástandinu eftir að hafa í fyrstu reynt að þagga málið niður. Alls hafa 106 manns látist í Kína af völdum HABL, þar af 35 í Peking, og 1.475 tilfelli hafa verið staðfest eða eru talin líkleg í höfuðborginni, 2.305 eru sýktir í landinu öllu. Lokun barnaskólanna mun standa í mánuð, en alls eru 1,7 milljónir barna á skólaaldri í Peking. Í stór- mörkuðum var fólk tekið að sanka að sér hverskyns vörum í óðagoti þar sem orðrómur var á kreiki um að höf- uðborgin yrði einangruð. Gro Harlem Brundtland, fram- kvæmdastjóri WHO, sagði í gær að nauðsynlegt væri að bæta lýðheilsu- gæslu til að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins. Enn sem komið væri hefðu vísindarannsóknir ekki leitt til neinn- ar lausnar, en Brundtland hrósaði þeim vísindamönnum sem gert hefðu hvað þeir gætu til að finna orsök sjúkdómsins. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá WHO hafa alls 217 manns látist af völdum HABL í heiminum, en dag- lega berast fregnir af nýjum dauðs- föllum og tilkynningar um staðfest eða meint tilfelli. Hefur sjúkdómur- inn borist til 25 landa síðan hans varð fyrst vart í Suður-Kína fyrir hálfu ári. WHO varar við „ónauðsyn- legum“ ferðum til Toronto Toronto, Peking, Róm. AFP. Kanadísk heilbrigðisyfirvöld segja tilmælin algerlega ástæðulaus BANDARÍSKIR hermenn í Afganistan skutu sl. mánudags- kvöld til bana mann sem talinn er hafa myrt starfsmann Al- þjóðanefndar Rauða krossins, Ricardo Munguia, í lok mars. Munguia var verkfræðingur, ættaður frá frá El Salvador og var skotinn til bana í Uruzgan- héraði en afgönskum félögum hans hlíft. Meintur morðingi var stadd- ur í búðum skammt frá borg- inni Kandahar í suðurhluta landsins á mánudag. Hópur bandarískra sérsveitarliða, 36 menn, réðst til inngöngu í búð- irnar en umræddur maður hóf þá skothríð á sérsveitarmenn- ina sem felldu hann. Daginn eftir var gerð árás með tveim Blackhawk-herþyrlum á svæði skammt sunnan við borgina Kandahar og þar voru sjö menn handteknir. Í fórum þeirra fundust tveir kassar með skot- færum, þar á meðal í eldflauga- byssur. Kandahar var helsta vígi talibana sem hraktir voru frá völdum í árslok 2001. Afganistan Morðingi felldur Bagram í Afganistan. AFP. STARFSMENN sóttvarnamiðstöðvar Hainan-héraðs í Kína og vopnaður lögreglumaður fylgja manni (fremst í hvítri skyrtu) til lands í Haikou í gær. Áhöfn farþegaskips sem maðurinn var um borð í tilkynnti sóttvarnamiðstöðinni um manninn, en óttast var að hann væri með heilkenni alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu þar sem hann var með háan hita og hósta. Fékk skipið ekki að leggjast að fyrr en maður- inn hafði verið fluttur frá borði og farið með hann í einangrun á næsta sjúkrahús. Reuters Grunur um smit STJÓRNARANDSTAÐAN í Níg- eríu neitar að viðurkenna úrslit for- setakosninga í landinu, sem fram fóru um helgina, en í fyrrakvöld lýsti yfirmaður kjörstjórnar því yfir að Olusegun Obasanjo hefði verið endurkjörinn forseti. Stjórnarand- staðan sakar stjórnarflokk Obas- anjos um umfangsmikið kosninga- svindl og hefur krafist nýrra kosninga. Obasanjo, sem hefur verið forseti Nígeríu frá 1999, var sagður hafa fengið 62% greiddra atkvæða í for- setakjörinu en helsti andstæðingur hans, Muhammadu Buhari, aðeins 32%. Sam Nda-Isaiah, talsmaður Buharis, sagði kosningasvindl hins vegar hafa einkennt kjörið og að röng úrslit hefðu verið tilkynnt í 15 af 36 ríkjum Nígeríu. Buhari sagði í gær að kosninga- svindlið hefði verið það umfangs- mesta frá því að Nígería fékk sjálf- stæði. „Þeir sem töpuðu voru lýstir sigurvegarar,“ sagði hann og krafð- ist þess að nýjar kosningar yrðu haldnar. Fór hann fram á að erlend ríki viðurkenndu ekki Obasanjo sem réttkjörinn forseta Nígeríu. Embættismenn Evrópusam- bandsins, sem fylgdust með fram- kvæmd kosninganna, tóku að hluta til undir gagnrýni stjórnarandstæð- inga, en þeir sögðu að þeir hefðu víða orðið varir við kosningasvik. Þarf að taka til hendinni Í sigurræðu sinni í fyrrakvöld hafði Obasanjo hins vegar atyrt andstæðinga sína og sagt þeim að leita til dómstóla landsins með um- kvartanir sínar. Búið væri að lýsa hann réttkjörinn forseta. Bað Obas- anjo stjórnarandstöðuna um að æsa ekki til óeirða og ofbeldis í Nígeríu vegna niðurstaðna kosninganna. Obasanjo hefur reynt eftir megni að skapa sér gott orð á erlendri grundu og hefur jafnan verið mál- svari þess að betri stjórnarhættir verði teknir upp í ríkjum Afríku. Fréttaskýrendur segja að forsetinn verði því að bregðast skjótt við til að má af sér þá bletti, sem fallið hafa á orðstír hans við ásakanir um kosn- ingasvindl. Fæstir fréttaskýrenda telja raun- ar að Obasanjo, sem ávallt var talinn líklegur sigurvegari kosninganna, hafi sjálfur fyrirskipað kosninga- svikin. Mikilvægt sé hins vegar fyrir forsetann að taka nú frumkvæðið og sýna og sanna að honum sé alvara er hann segist vilja taka til í nígerísk- um stjórnmálum, m.a. að því er við- kemur kosningasvikum sem margir vonuðu að tilheyrðu liðinni tíð í land- inu. Saka Obasanjo um víð- tækt kosningasvindl Stjórnarandstaðan í Nígeríu fer fram á að erlend ríki viðurkenni Obasanjo ekki sem réttkjörinn forseta Lagos, Abuja. AFP. TALSMAÐUR Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, sagði í gær að Blair liti mjög alvarlegum augum ásakanir á hend- ur þingmanni Verkamanna- flokksins, George Galloway, þess efnis að hann hafi fengið greiddar umtalsverðar fjárhæðir árlega frá ríkisstjórn Saddams Huss- eins í Írak. Fyrr um daginn hafði The Daily Tele- graph fullyrt að Saddam hefði í maí árið 2000 sjálfur hafnað beiðni sem borist hafði frá Galloway um enn meiri peninga. Höfðar meiðyrðamál Galloway hefur höfðað meiðyrða- mál á hendur The Daily Telegraph en blaðið fullyrti í fyrradag að hann hefði fengið sneið af tekjum af olíu, sem svarar tæplega 45 milljónum króna frá ríkisstjórn Íraks árlega. Í frétt blaðsins kom fram að á minn- isblaði sem hefði fundist í utanrík- isráðuneytinu íraska í Bagdad mætti ráða að Galloway hefði beðið Íraka um meiri peninga. „Rétt að veita sérstaka aðstoð“ Í frétt The Daily Telegraph í gær er greint frá því að Saddam hafi talið að ekki væri hægt að verða við ósk- um þingmannsins. Í minnisblaði frá Saddam sem dagsett er 2. maí 2000 og sem dreift var til fjögurra helstu embættismanna í Írak, þ.á m. Tariq Aziz varaforsætisráðherra, kemur fram að Galloway sé vissulega maður sem „haldi á lofti réttum málum“ og að „rétt sé að veita honum sérstaka aðstoð“. Íraksstjórn hafi þó „ekki efni“ á því að verða við óskum hans. Galloway, sem beitti sér mjög gegn stríðinu í Írak, neitar því að hafa þegið fé frá Íraksstjórn. Stað- festi Charles Moore, ritstjóri The Daily Telegraph, í gær að blaðinu hefði verið stefnt fyrir meiðyrði. Hann fullyrti hins vegar að upp- ljóstranir blaðsins væru réttar og að blaðið myndi því verja starfshætti sína í þessu máli af fullum krafti. Sagður hafa fengið neitun frá Saddam London. AFP. George Galloway Í FYRSTA sinn í nærri þrjá áratugi gátu íbúar Níkosíu, höfuðborgar Kýpur, í gær gengið milli gríska og tyrkneska borgarhlutans, en á markalínunni milli þeirra er eins konar „Berlínarmúr“, gætt af frið- argæzluliði Sameinuðu þjóðanna. Múrinn var reistur á markalínunni í kjölfar innrásar tyrknesks hers árið 1974. Um 3.000 Kýpverjar nýttu sér möguleikann á að fara yfir marka- línuna í gær, en hann opnaðist eftir að stjórn Kýpur-Tyrkja á norður- hluta eyjarinnar, sem nýtur ekki við- urkenningar neins annars ríkis en Tyrklands, ákvað að slaka á hömlum á ferðafrelsi íbúanna. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Kýpur, Zbigniew Wlosovicz, sagði þetta mikilvægan áfanga, þótt ágreiningur sé enn djúpstæður milli þjóðarbrotanna tveggja sem hingað til hafa hindrað allar tilraunir til að sameina eyna á ný. Ferðafrelsi í Níkosíu Nikosíu. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.