Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAKAR HANDTEKNIR Fjórir menn, sem voru hátt settir í fallinni stjórn Saddams Husseins Íraksforseta, gengu í greipar banda- rískra hermanna í Írak í gær, þar á meðal fyrrverandi yfirmenn loft- varna og leyniþjónustu Írakshers. Bankamenn færa sig Fjórtán starfsmenn Búnaðar- bankans hafa sagt upp störfum sín- um hjá bankanum síðan á mánu- dagskvöld og verða þeir flestir ef ekki allir ráðnir til starfa hjá Lands- bankanum. Fjórir hafa þegar hafið störf hjá bankanum en Sólon R. Sig- urðsson, bankastjóri í Búnaðarbank- anum, segir að hinir 10 geti ekki haf- ið störf hjá samkeppnisaðila fyrr en í júní, samkvæmt ráðningarsamningi. Aukin textun í Sjónvarpi Stjórnvöld hafa ákveðið að 4,5 milljónir króna verði lagðar í að auka við textaða dagskrá Sjónvarps- ins á þessu ári og eykst framboð textaðs efnis í Sjónvarpinu þar með úr eitt þúsund mínútum á síðasta ári í fjórtán þúsund mínútur í ár. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra segir að með framlaginu verði hægt að texta alla þætti sem ekki eru sendir beint út. Arafat lætur undan Leiðtogi Palestínumanna, Yasser Arafat, og forsætisráðherraefni nýrrar heimastjórnar þeirra, Mahmoud Abbas, bundu í gær enda á deilur um skipan stjórnarinnar og skiptingu ráðherraefna. Brautin er þar með rudd fyrir gildistöku nýrrar alþjóðlegrar áætlunar um lausn á átakalotu sem staðið hefur fyrir botni Miðjarðarhafs síðustu þrjá áratugina. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F VIÐSKIPTI KRÓNAN ÞORSKELDI Líklegt er að Ísland verði meðal tilrauna- samfélaga um rafræn viðskipti. Íslenska krónan kemur til með að haldast sterk næstu sex árin sem er slæmt fyrir útflutning. Með arðbæru eldi á villtum þorski næst mun betri nýting afla- hlutdeildanna. ÍSLAND/3 STYRKUR/6 200 TONNA/11 GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði á fundinum að sam- ræmdar reglur um reikningsskil sem ESB hefur samþykkt og teknar verða upp hér á landi mundu hafa mikil áhrif. „ESB hefur nú ákveðið að innleiða al- þjóðlega reiknings- skilastaðla frá og með árinu 2005 og Ísland mun væntanlega inn- leiða þá frá sama tíma vegna skuldbind- inga sinna samkvæmt EES samningum. Þessar samræmdu reglur munu hafa mik- il áhrif hér á landi og þá einkum fyrir skráð félög í Kauphöll Íslands,“ sagði Geir. Hann sagðist fagna umræðu um árs- reikninga og það hvað betur mætti fara á því sviði. Hann sagði að á síðustu vikum hefði komið fram gagnrýni á íslensku árs- reikningalögin, en gagnrýnt hefði verið meðal annars að lögin væru ekki í nægi- legu samræmi við alþjóðlega reiknings- skilastaðla og að íslensku lögin héldu ekki í við þá þróun sem ætti sér stað erlendis. „Það er nauðsynlegt að stjórnvöld skapi traust umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa í. Hluti af því er að til séu skýrar og sanngjarnar reglur um rétt reiknings- skil fyrirtækja. Vegna þeirrar þróunar sem verið hefur erlendis er aukin krafa gerð til gagnsæis og samanburðarhæfni ársreikna fyrirtækja,“ sagði Geir H. Haarde á morgunverðarfundi Láns- trausts. V I Ð S K I P T I Samræmdar reglur munu hafa mikil áhrif Geir H. Haarde fjármálaráðherra. REYNIR Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Lánstrausts hf., sagði á morgunverðarfundi Láns- trausts á Grand hóteli í gær þar sem fjallað var um ársreikninga, birtingu þeirra og uppgjörsað- ferðir, að af þeim 16–17.000 fyr- irtækjum sem skila eiga árs- reikningum til ríkisskattstjóra hafi aðeins 1.800 fyrirtæki skilað á réttum tíma á síðasta ári, eða um 10%. Alls eiga 90–92% fyrirtækja hér á landi að skila ársreikning- um til ríkisskattstjóra að hans sögn og skal þeim skilað í síðasta lagi 8 mánuðum eftir lok reikn- ingsárs. Reynir sagði að reglur varð- andi ársreikninga væru brotnar í einhverjum tilvikum og sagði t.d. að upplýsa skyldi í ársreikningi um þá sem ættu yfir 10% hlut í félagi en eftir því væri farið í inn- an við 50% tilvika. Ábyrgð endurskoðenda Um það hver beri ábyrgð á því að skila inn ársreikningi sagði Reynir að skilaskylda hvíldi á stjórn og framkvæmdastjóra. „Ég tel hins vegar eðlilegt að endurskoðunarskrifstofur taki þetta að sér eins og annað er lýt- ur að gerð og frágangi ársreikn- ings. Er ástæðan sú að ég held að stjórnum fyrirtækja og fram- kvæmdastjórum sé oft ekki kunnugt um skyldu sína til að skila ársreikningi. Endurskoðun- arskrifstour eru eftir sem áður að skila alltof seint. Eru vinnubrögð endurskoðenda hér gagnrýnd og talin ein ástæða þess að ákvæði laga um ársreikninga varðandi skilaskyldu eru brotin með þeim hætti sem hér hafa verið nefnd dæmi um.“ Reynir taldi upp nokkur úr- ræði til úrbóta og sagði m.a. að Ríkisskattstjóri þyrfti að auka eftirlit og reyna að beita þeim viðurlögum sem fyrir hendi væru. Í fjórða lagi sagði hann að setja þyrfti skýrari heimildir í lög um viðurlög við því að skila ekki ársreikning með réttum hætti. „Að mínu mati rétt að taka upp dagsektir t.d. 20 þúsund krónur á dag og setja í lög heimild til að slíta félögum sem ekki hafa skil- að með fullnægjandi hætti innan árs frá því að frestur rann út,“ sagði Grétar í erindi sínu. Stefán Svavarsson, endurskoð- andi og dósent við Háskóla Ís- lands, sagði að misræmi væri of mikið í afkomu- og efnahagsmæl- ingum fyrirtækja á markaði. Hann sagði að til að minnka mis- ræmið væri besta lausnin í stöð- unni að fyrirtæki á markaði beittu reglum alþjóðareiknings- skilaráðsins strax frá og með árinu 2003 og Kauphöll Íslands fyrirskipaði að þeim reglum skyldi beitt. Jafnframt sagði hann að óskráð fyrirtæki ættu að beita sömu reglum og fyrirtæki á markaði og benti á að í Banda- ríkjunum væri enginn greinar- munur gerður á stórum og litlum fyrirtækjum að þessu leyti. Vantar meiri sundurliðun Almar Guðmundsson, forstöðu- maður greiningardeildar Íslands- banka, sagði að enn vantaði mikið upp á að fyrirtæki sundurliðuðu rekstrarupplýsingar í ársreikn- ingi nægilega vel og sagði að mik- ilvægt væri fyrir fjárfesta að geta áttað sig á tekjum, framlegð, sjóðstreymi og fjárbindingu í rekstri einstakra rekstrarein- inga. Sagði hann að erlend fyr- irtæki stæðu mun framar í þess- um efnum. Karl Þorsteins, forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá Búnaðar- banka Íslands, sagði að ársreikn- ingar veittu lykilupplýsingar þegar metin væri útlánaáhætta en mat á henni er mikilvægasta atriðið þegar tekin er ákvörðun um útlán að hans sögn. Um 10% fyrirtækja skila á réttum tíma Framkvæmdastjóri Lánstrausts telur að auka þurfi eftirlit og beita viðurlögum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Karl Þorsteins, framkvæmdastjóri fyrirtækjaviðskipta í Búnaðarbankanum, í pontu. Við háborðið sitja Árni Tómasson, fundarstjóri og bankastjóri í Bún- aðarbankanum, Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri Lánstrausts, og Almar Guðmundsson, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka.  Miðopna: Styrkur krónunnar veikir atvinnuvegina SAMTALS hafa fjórtán starfsmenn sagt upp hjá Búnaðarbanka Íslands frá því á mánudagskvöld. Fjórir þeirra hófu störf hjá Landsbankanum í gær, líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu fleiri ný- ir starfsmenn koma þar til starfa í júní. Uppsögnum fjölgar hjá Búnaðarbanka  Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 38/50 Erlent 16/20 Minningar 50/55 Höfuðborgin 22 Kirkjustarf 55 Akureyri 24 Brids 57 Landið 28/29 Bréf 62 Suðurnes 30 Dagbók 64/65 Neytendur 31 Íþróttir 66/69 Listir 32/37 Fólk 70/77 Forystugrein 40 Ljósvakamiðlar 78 Viðhorf 44 Veður 79 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Sund & sumarfrí“ frá Speedo. Blaðinu er dreift um allt land. NÝJAR höfuðstöðvar Orkuveitunnar á Bæjarhálsi 1 voru vígðar við hátíðlega athöfn í gær. Nýja húsið sem er fjórtán þúsund fermetrar er byggt á verð- launatillögu arkitektastofunnar Hornsteina og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Húsið verður opið almenningi í dag og fram á sunnudag milli klukkan 14 og 18 alla dagana. Gefst fólki þá tækifæri til að skoða húsakynnin og kynna sér starfsemi fyrir- tækisins. Þórólfur Árnason borgarstjóri flutti ávarp í opnunarhófi í nýjum aðalstöðvum Orkuveitunnar. Morgunblaðið/Jim Smart Opið hús hjá Orkuveitunni FORSVARSMENN nýs fjölmiðils á Netinu, tunga.is, segja í erindi sem þeir hafa sent menntamálaráðu- neytinu, Ríkisútvarpinu og Alþingi að Ríkisútvarpið hafi hvorki laga- heimild til fréttamiðlunar á Netinu né heimild til sölu auglýsinga á Net- inu. Vilja þeir að á þessu verði tekið án tafar. Forsvarsmenn Ríkisút- varpsins segja þessar fullyrðingar hins vegar á misskilningi byggðar. Í fréttatilkynningu bendir tunga.is á að Ríkisútvarpið hafi þeg- ar hafið sölu auglýsinga á Netinu. Að auki reki stofnunin vefverslun. „Ríkisútvarpið hefur eytt miklum fjármunum í að byggja upp vef sinn og nýtur afnotagjalda sem eiga að fara í hljóð- og sjónvarpsrekstur auk ókeypis ríkisauglýsinga til að kynna vefinn.“ Einnig er á það bent að Ríkisútvarpið hafi „ítarlegar textafréttir á vef sínum,“ og fari það því í samkeppni, m.a. við mbl.is. „Samkvæmt lögum um Ríkisútvarp- ið hefur stofnunin ekki heimild til vefmiðlunar og á því verður að taka án tafar,“ segir í fréttatilkynning- unni. „Ljóst er að málið er lykilat- riði í uppbyggingu þekkingariðnað- ar á Netinu.“ Afdráttarlaus skylda Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri segir hins vegar að það sé misskilningur að Ríkisútvarpið hafi ekki lagalega heimild til að miðla fréttum á Netinu. „Í lögum um Rík- isútvarpið frá árinu 2000 er til- greind afdráttarlaus skylda þess til að senda út tvær hljóðvarps- dagskrár og hið minnsta eina sjón- varpsdagskrá til landsins alls og næstu miða. Þetta vilja for- ráðamenn fjölmiðlafyrirtækisins tunga.is hins vegar túlka sem bann við því að Ríkisútvarpið aðhafist meira. Það er mikil rangtúlkun á ákvæðum laga um Ríkisútvarpið því að í þeim er enn fremur tekið fram eftirfarandi: „Veita skal alla þá þjónustu sem unnt er með tækni út- varpsins.“ Hugtakið útvarp hefur víðtæka merkingu skv. útvarpslög- um. Þar er átt við hvers konar út- sendingu dagskrárefnis sem ætluð er almenningi til beinnar móttöku og dreift er með rafsegulöldum, um þráð eða þráðlaust, læst eða ólæst,“ segir í frétt frá útvarpsstjóra. Enn fremur segir að Netið hafi fengið að þróast sem opinn fjölmiðill hér á landi og að það sé aðgengilegt öllum. „Það væri háskaleg og and- lýðræðisleg öfugþróun ef setja ætti boð og bönn um aðgang að Netinu; úthluta sumum leyfum og öðrum ekki.“ Segir síðan að Ríkisútvarpið hafi lagt metnað sinn í að veita nýja þjónustu í samræmi við þróun tækninnar. Það eigi bæði við um textavarpið og Netið. Deilt um hvort RÚV hafi heim- ild til að miðla fréttum á Netinu Samið við Héraðsverk um Kára- hnjúkaveg LANDSVIRKJUN hefur sam- ið við verktakafyrirtækið Hér- aðsverk á Egilsstöðum um vegagerð á Fljótsheiðar- og Kárahnjúkavegi. Nemur samn- ingsupphæðin 245 milljónum króna en Héraðsverk átti á sín- um tíma lægsta tilboð í verkið, sem nam 80% af kostnaðaráætl- un. Framkvæmdir eru þegar hafnar í hlíðunum við Bessa- staði, þar sem vegurinn liggur inn á Fljótsdalsheiði. Einkum er um endurgerð fyrri vegar að ræða sem lagður var inn að Laugará fyrir um tíu árum en þaðan verður gerður nýr vegur, Kárahnjúkavegur, að Fremri- Kárahnjúk. Verður með bundnu slitlagi Alls er um 55 km langan veg- arkafla að ræða sem allur verð- ur lagður bundnu slitlagi. Sam- kvæmt áætlun á framkvæmd- um að vera lokið í september næstkomandi. DANÍEL Jónsson var einn þeirra sem reru til fiskjar frá Ólafsfirði síðasta vetrardag en hann fiskar sér eingöngu í soðið nú orðið. Báturinn sem Daníel rær á er aðeins 1 tonn að stærð og er hann smíðaður í Hafnarfirði árið 1969. Þetta er eini báturinn af þessari gerð sem enn er til á landinu en þegar Daníel byrjaði til sjós 12 ára gamall átti hann sams konar bát. Hann hefur not- að veturinn til að gera bátinn upp og er ánægður með útkomuna. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Fiskað í soðið HANDBÆRT fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 4,3 milljarða króna fyrstu þrjá mánuði ársins en var neikvætt um 0,5 milljarða á sama tíma í fyrra að því er kemur fram í tölum fjármálaráðu- neytisins. Greidd gjöld ríkissjóðs námu tæpum 62 milljörðum króna og hækkuðu um sex milljarða milli ára eða um 10,7% eða um ca 7,4% að raunvirði milli ára. Þar munaði mest um tveggja milljarða króna hækkun vaxtagreiðslna sem er í samræmi við áætlun fjárlaga. Hækkun annarra gjalda milli ára, þ.e. án vaxta- greiðslna, nam því fjórum milljörðum króna eða rúmum 7%. Greiðslur til sjúkrahúsa, sjúkratrygginga og heilsu- gæslu hækka um 1,5 milljarða króna og hækkun almannatrygginga nemur tæpum 1,8 milljörðum, þar af eru 0,5 milljarðar vegna meira atvinnuleysis en í fyrra. Fjármunahreyfingar voru jákvæðar um 10,7 milljarða króna sem er 10,1 milljarði betri staða en árið á undan en það skýrist af sölu á hlutabréfum ríkisins í viðskipta- bönkunum. Hreinn lánsfjárafgangur nam því 6,4 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra var um hálfs milljarðs króna af- gangur. Greidd út- gjöld ríkis- sjóðs jukust um nær 11% milli ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.