Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 109. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Sólstafir í Sólheimum Spunaverk byggð á lífsreynslusögum Listir 34 Veitt athygli í Cannes Mynd Sólveigar Anspach í sérstakri dagskrá Fólk 72 ÞESSAR stúlkur létu fara vel um sig í Suður- bæjarlaug í Hafnarfirði ásamt öðrum sundlaug- argestum. Margir vita fátt betra en að skella sér í sund þegar vel viðrar, synda nokkrar ferð- ir og styrkja útlimi og líkama. Aðrir slappa af í heitu pottunum, liðka málbeinið og kjósa að hvíla aðra líkamsparta. Þeir sem yngri eru eru gjarnan hrifnari af óhefðbundnu sundsprikli og njóta sín þá best í grunnu lauginni. Morgunblaðið/RAX Gleðilegt sumar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann myndi þiggja að sitja í embættinu fimmta fjögurra ára skipunartímabilið í röð. Kom yfirlýsingin í kjölfar þess að George W. Bush Bandaríkjaforseti lét óvænt þau orð falla á þriðjudag, að hann hygðist endur- skipa Greenspan er núverandi skipunar- tímabil hans rennur út, um mitt næsta ár. Greenspan fyllti nýlega 77. aldursárið. Greenspan vill sitja áfram Washington. AFP, AP. YASSER Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, og forsætisráðherraefni nýrrar heimastjórnar þeirra, Mahmoud Abbas, bundu í gær enda á deilur sínar um mannaskip- an stjórnarinnar og skiptingu ráð- herraembætta. Með samkomulag- inu var brautin rudd fyrir gildistöku alþjóðlegrar áætlunar um lausn á þeirri lotu átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs, sem nú hefur staðið sleitulaust í meira en 30 mánuði. Ráðamenn Bandaríkjanna, Evr- ópuríkja, Rússlands og arabaríkja höfðu þrýst mjög á Arafat að láta undan helztu kröfum Abbas, og lét hann loks undan þeim í gær. Ara- fat hyggst þar með una því að for- sætisráðherraefnið taki jafnframt yfir ráðuneyti innanríkismála og tilnefni Mohammed Dahlan í emb- ætti yfirmanns öryggismála heimastjórnarinnar. Leiðtogar ríkja heims fögnuðu samkomulaginu í gær. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust hlakka til að vinna með hinni nýju heimastjórn Palestínumanna og boðuðu að hinn margumtalaði „vegvísir“ að friði milli Ísraela og Palestínumanna yrði lagður fram mjög fljótlega, eða strax eftir að palestínska þingið hefði staðfest skipun nýju stjórnarinnar. „Strax og það gerist, eða fljótlega eftir það, munum við leggja vegvísinn fyrir deiluaðila,“ sagði Ari Fleisch- er, talsmaður Hvíta hússins. Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta og ísraelska ríkis- stjórnin vilja sniðganga Arafat, sem bæði ísraelski forsætisráð- herrann Ariel Sharon og banda- rískir ráðamenn hafa sakað um tengsl við hryðjuverkamenn, og vonast til að skipun palestínsks forsætisráðherra auðveldi þeim það. Höggvið á hnút Fram að því að Arafat lét skyndilega undan í þessari valda- togstreitu milli sín og forsætisráð- herrans tilvonandi, stefndi allt í að sá frestur sem Abbas, eða Abu Mazen eins og hann hefur verið kallaður, hafði til að leggja fram ráðherralista sinn rynni út. Aðeins sex tímar voru eftir af frestinum þegar Arafat hjó á hnútinn. Hefði það ekki gerzt, hefði þurft að út- nefna nýtt forsætisráðherraefni og deilan innan forystu Frelsissam- taka Palestínu, PLO, hlaupið í enn harðari hnút. Palestínskir embættismenn sögðu sennilegt að þingið myndi koma saman á sunnudag eða mánudag til að greiða atkvæði um nýju stjórnina, sem umbótasinnar og alþjóðasamfélagið bindur vonir við að muni taka til við að uppræta spillingu, handtaka öfgamenn og opna leiðina að nýrri friðarsamn- ingalotu við Ísraela. Þótt leiðtogarnir tveir, Arafat og Abbas, hefðu loks komið sér saman um ráðherralistann og skiptingu ráðuneyta sögðu emb- ættismennirnir það taka einn til tvo daga að ganga til fullnustu frá listanum til að tryggja að hann hljóti samþykki þingsins. Nabil Abu Rudeina, einn aðstoð- armanna Arafats, skoraði á George W. Bush Bandaríkjafor- seta að efna loforð sitt hið snarasta um að birta „vegvísinn“, en sam- kvæmt honum er stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki Palestínu- manna í áföngum til ársins 2005. Ehud Olmert, varaforsætisráð- herra Ísraels, brást varfærnislega við tíðindunum frá Ramallah. „Það er hyggilegra að dæma af gerð- unum en orðunum,“ sagði hann í samtali við CNN-sjónvarpsstöð- ina. Arafat lætur und- an kröfum Abbas Fjölþjóðlegur „vegvísir“ að friði milli Ísraela og Palestínumanna lagður fram fljótlega Ramallah. AFP, AP. BANDARÍSK stjórnvöld vöruðu í gær Ír- ana við „hvers kyns íhlutun“ í Írak, en fregnir herma að útsendarar Íransstjórnar séu þegar að verki í Írak, hugsanlega í því augnamiði að stuðla að íslamskri byltingu. „Við höfum vel þekktar samskiptaleiðir við Íransstjórn og höfum gert henni það ljóst að við munum beita okkur gegn hvers konar íhlutun í þróun Íraks í lýðræðisátt,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Hvíta húss- ins. „Að gera út útsendara til að kynda undir ólgu meðal sjíta í Írak myndi ótví- rætt flokkast undir slíkt,“ sagði hann. Dagblaðið The New York Times birti í gær grein, þar sem það er haft eftir stjórnarerindrekum að útsendarar, þjálf- aðir í Íran, kæmu þessa dagana yfir landa- mærin inn í Suður-Írak og reyndu að hjálpa sér vinveittum sjía-klerkum til áhrifa. Bandaríkja- stjórn varar Írana við Washington. AFP, AP.  Garner segir/18 COLIN Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkj- anna, tjáði hinum franska starfsbróður sínum, Dominique de Villepin, í símtali í gær að Frakkar fengju að gjalda þess með áþreif- anlegum hætti, að hafa beitt sér gegn hernað- aríhlutun Bandaríkja- manna og Breta í Írak. Í viðtali við banda- rísku sjónvarpsstöðina CBS var Powell spurður að því hvort Frakkar myndu fá að kenna á því að hafa sett sig upp á móti Bandaríkjamönn- um innan Sameinuðu þjóðanna, og svaraði hann því játandi. Eftir því sem AP hef- ur eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni í Washington hefur m.a. verið rætt um að útiloka Frakka frá fundum bandarískra ráðamanna með bandamönnum sínum og sniðganga Norð- ur-Atlantshafsráðið, þ.e. ráðherranefnd NATO, sem Frakkar eiga aðild að. Frakkar fái að gjalda stríðsandstöðu Washington. AFP, AP. Dominique de Villepin Colin Powell FJÓRIR menn sem voru hátt settir í fallinni stjórn Saddams Husseins Íraksforseta gengu í greipar banda- rískra hermanna í Írak í gær, þar á meðal fyrr- verandi yfir- menn flug- hersins og leyniþjónustu íraska hers- ins. Hæst setti maðurinn af fjórmenning- unum er Muzahim Sa’b Hassan al-Tikriti, sem stýrði loft- vörnum Íraks. Hann var 10. mað- urinn á listanum sem Bandaríkja- menn hafa dreift yfir þá 55 ráðamenn sem þeir leggja mesta áherzlu á að finna. Zuhayr Talib Abd al-Sattar al- Naqib, fyrrverandi yfirmaður leyni- þjónustu Írakshers, gaf sig fram við bandaríska hermenn í gær. Naqib var nr. 21 á lista Bandaríkjamanna. Hinir tveir, sem handsamaðir voru í gær, eru Muhammad Mahdi al-Salih, fyrrverandi viðskiptaráð- herra, og Said Khalaf al-Jumayli, sem var reyndar ekki á 55 manna listanum, en kvað hafa verið meðal æðstu stjórnenda njósna Íraka í Bandaríkjunum. Hátt settir Írakar hand- samaðir Washington. AP. Zuhayr al Naqib Æfir með Lemgo til reynslu Íþróttir 68 Logi til Þýskalands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.