Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf., Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan. Opið á virkum dögum frá kl. 10–18. Lagan 251 aðeins kr. 3.990.000 stgr. Lagan 410 aðeins kr. 4.170.000 stgr. Opið í dag, sumardaginn fyrsta, frá kl. 11-17 McLOUIS HÚSBÍLAR Fyrsta sending UPPSELD - önnur á leiðinni SÖLU- OG KYNNINGARSÝNING Innifalið í verði 100.000 kr. úttektarávísun í nýrri verslun sem verður opnuð í maí. Fellihýsin eru tilbúin á götuna með bremsubúnaði. Takmarkað magn. Til afgreiðslu strax Epic 1906 9 fet. Verð kr. 798.000 *himinn fylgir ekki STÓRTILBOÐ VIKING FELLIHÝSI * NEMENDUR í Vesturbæjarskóla létu ekki sitt eftir liggja á dögunum þegar þeir söfnuðu dósum og flöskum heima við í tiltekinni viku og fóru svo með kennurum sínum í Sorpu til að endurheimta skilagjald fyrir þær. Það var svo Mæðrastyrks- nefnd sem naut góðs af söfnuninni en hún er til húsa í sömu götu og skólinn. Var ágóði sölunnar afhentur í gær. Söfnunin fór fram í tengslum við vinnu nem- enda með hugtakið eða kjarnagildið „samkennd“ en í hverjum mánuði í vetur hefur verið tekið fyr- ir eitt slíkt kjarnagildi sem foreldrar og starfsfólk völdu í sameiningu. Gildin sem sammælst var um að einkenna ættu skólann eru: virðing, jákvæðni, samkennd, traust, ábyrgð, metnaður og gleði. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Söfnuðu dósum fyrir Mæðrastyrksnefnd Samkomu- lag um hönnun Fjölskyldu- vogar RANNSÓKNASTOFNUN Háskól- ans á Akureyri, félagsmálaráðu- neytið og fjölskylduráð hafa undir- ritað samkomulag um hönnun og þróun Fjölskylduvogar sem ætlað er að verða safn lykiltalna, nokkurs konar mælitæki fyrir vísitölu mál- efna fjölskyldunnar. Í tilkynningu frá þeim sem standa að samningnum segir að fullyrða megi að á Íslandi séu upplýsingar um lífskilyrði fólks, lífsaðstæður þess og fleiri atriði, af skornum skammti. Löggjafann og sveitar- stjórnir skorti þar af leiðandi upplýs- ingar og almenna vitneskju um hvaða áhrif ýmsar pólitískar aðgerð- ir og ákvarðanir hafa á heilsufar fólks, almennan hag þess og velferð. Að sögn Grétars Þórs Eyþórsson- ar, forstöðumanns Rannsóknastofn- unar Háskólans á Akueyri, mun vog- in m.a. nýtast opinberum aðilum sem grundvöllur viðmiðana til mótunar stefnu í málefnum fjölskyldunnar. Rannsóknastofnunin sér um hönn- un og þróun Fjölskylduvogarinnar sem áætlað er að verði lokið í júní. Drífa Hjartardóttir, formaður fjölskylduráðs, segir gerð Fjöl- skylduvogarinnar mikið framfara- skref enda sé henni ætlað að veita stjórnmálamönnum og öðrum grundvöll sem stuðlað geti að því að markmið fjölskyldustefnunnar náist. Með Fjölskylduvoginni verði unnt að mæla hvort velferð fjölskyldunn- ar hafi aukist eða hvort dregið hafi úr henni. Upplýsingar misaðgengilegar Að sögn Grétars Þórs er ljóst að upplýsingarnar, sem safna á saman, eru misaðgengilegar og fyrirsjáan- legt að hluta þeirra verði safnað saman með könnunum. Meðal upp- lýsinga sem Fjölskylduvogin tekur til eru félagsleg tengsl, vinnuum- hverfi, vinnutími, fjölskyldutími, að- gengi að heilbrigðis- og félagsþjón- ustu, fjárhagsleg afkoma fólks og aðgengi að afþreyingu og menningu. STJÓRNVÖLD hafa ákveðið að fjögur ráðuneyti leggi samtals 4,5 milljónir kr., eða rúmlega 1,1 milljón kr. hvert, af því fé sem þeim er ætlað af sameiginlegu ráðstöfunarfé ríkis- stjórnarinnar til að auka við textaða dagskrá Sjónvarpsins á þessu ári. Þar með eykst framboð textaðs efnis í Sjónvarpinu úr eitt þúsund mínút- um á síðasta ári í fjórtán þúsund mínútur í ár. Hefði þessi fjárveiting ekki komið til hefði framboð textaðs efnis í Sjónvarpinu verið 5.000 mín- útur í ár. Ráðuneytin sem um ræðir eru forsætisráðuneytið, mennta- málaráðuneytið, félagsmálaráðu- neytið og heilbrigðisráðuneytið. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra og Páll Pétursson félags- málaráðherra kynntu þessa ákvörð- un á blaðamannafundi í Þjóðmenn- ingarhúsinu í gær. Tómas Ingi sagði að stjórnvöld hefðu lagt á það áherslu að unnið yrði að bættu að- gengi allra að íslensku efni í Sjón- varpi og minnti á að Alþingi hefði samþykkt þingsályktun, hinn 19. maí 2001, þess efnis að menntamálaráð- herra yrði falið að stuðla að því að ís- lenskt sjónvarpsefni yrði textað eftir því sem við yrði komið. Með fyrr- greindu framlagi ráðuneytanna verður hægt að texta alla þætti Sjón- varpsins á árinu, sem ekki eru sendir beint út, en árlegur kostnaður við slíka textun er 7 milljónir kr. Ýtir undir bætta lestrargetu „Á Textaþingi sl. haust kom fram að stór hópur landsmanna gæti ekki nýtt sér innlenda dagskrá í sjónvarpi og er talið að þessi hópur heyrnar- skertra, eldri borgarar og nýbúar, sé alls um 30.000 manns,“ sagði Tómas Ingi. Ráðherra lagði einnig áherslu á að textun íslensks efnis ýtti mjög undir bætta lestrargetu heyrnar- skertra barna og unglinga. Auk þess væri slík textun mikilvægur stuðn- ingur við Íslendinga af erlendu bergi brotna sem væru að læra íslensku. Páll Pétursson fagnaði einnig þessu átaki en tók þó fram að Sjón- varpið ætti einnig að sjá til þess að allir landsmenn nytu þess efnis sem þar væri framleitt. Sagði hann að enn væru um 70 til 80 bæir á landinu sem ekki næðu Sjónvarpinu. „Þetta er að mínu mati til skammar,“ sagði hann. Framboð text- aðs efnis eykst í 14.000 mínútur Morgunblaðið/Halldór Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra kynntu átak ríkisvaldsins í textun á sjónvarpsefni. AUÐUR Laxness opnaði í gær Lax- nesslykilinn á veraldarvefnum en hann markar tímamót í aðgengi les- enda að verkum Halldórs Laxness. Í tilkynningu frá Eddu útgáfu segir að lykillinn opni fræðimönnum, grúskurum og öllu áhugafólki um verk Halldórs Laxness nýjar dyr að einum af hornsteinum íslenskrar menningar. „Þarna er að finna texta allra helstu skáldverka Halldórs, auk orðastöðulykils að þeim sem unninn var af Orðabók Háskólans. Halldór Laxness hefði orðið 101 árs í gær, á Alþjóðlegum degi bókarinnar. Með opnun lykilsins var Gagna- safni Eddu formlega hleypt af stokkunum en slóð þess er www.edda.is. Það verður opið fyrst um sinn en þar verður í framtíðinni hægt að kaupa áskrift á Netinu að margvíslegu efni sem útgáfan hefur yfir að ráða, s.s. Orðstöðulykli Ís- lendingasagna, Íslenskri orðabók og fleiri orðabókum, auk uppsláttar- verka.“ Laxnesslykillinn veitir aðgang að öllum texta úr fjórtán verkum skáldsins en þau eru Atómstöðin, Barn náttúrunnar, Brekkukotsann- áll, Gerpla, Guðsgjafaþula, Heims- ljós, Íslandsklukkan, Kristnihald undir Jökli, Paradísarheimt, Salka Valka, Sjálfstætt fólk, Smásögur, Undir Helgahnúk og Vefarinn mikli frá Kasmír. Alls eru verkin yfir átta megabæt á tölvutæku formi en þess má geta að allar Íslendingasögurnar eru rúm fimm megabæt. Skáldsög- ur og smásögur Nóbelsskáldsins eins eru þannig helmingi meiri að vöxtum en allar Íslendingasögurnar og eru þá ótalin leikrit og ritgerða- söfn Halldórs. Gagnasafn Eddu opnað Laxnesslykillinn er fyrsta stór- virkið í Gagnasafni Eddu, sem þar með hefur verið opnað. Ætlunin er að á þeim stað verði hægt að nálg- ast eitthvað af þeim miklu upplýs- ingum og gögnum sem finna má í bókum sem komið hafa út á vegum Eddu og forlaga þess. Það mun stórauka möguleika fræðimanna og almennings á að nálgast einstæðar upplýsingar og fróðleik hratt og vel. Meðal þess sem þarna verður að finna í framtíðinni eru Íslendinga- sögurnar og orðstöðulykill þeirra, tölvuorðabækur og margs konar önnur uppflettirit. Gagnasafnið verður opið og ókeypis fyrst um sinn en síðan verð- ur hægt að gerast áskrifandi að því. Laxnesslykill opnaður á Alþjóðlegum degi bókarinnar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Auður Laxness og Pétur Már Ólafsson opnuðu lykilinn að verkum Laxness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.