Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku mamma mín. Þú varst burtkvödd úr þessari jarðvist 12. apríl síðastliðinn, eftir að hafa veikst alvarlega þremur vik- um áður. Þú varst búin að vera á E-deild Sjúkrahúss Akraness síðast- liðin ár í góðu yfirlæti hjá yndislegu starfsfólki, sem ég vil þakka af alhug frábæra umönnun og elskulegheit í þinn garð. Þú varst mjög sterk kona sem reyndir margt á þinni ævi. Sú mikla sorg sem knúði dyra hjá þér sex sinnum við missi barnanna þinna, hlýtur að hafa verið mikið að takast á við en þú lést ekki bugast þá og stóðst þig eins og hetja með stolt- inu sem þú hafðir alla tíð. Árið 1977 HELGA JÓNÍNA ÁSGRÍMSDÓTTIR ✝ Helga Ásgríms-dóttir fæddist á Stóra-Ási í Reyk- holtsdal í Borgar- firði hinn 5. mars 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 12. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akranes- kirkju 23. apríl. lést faðir okkar systk- ina eftir erfið veikindi, eins var með það, það bugaði þig ekki. Þú varst kona sem var alla tíð mikil snyrtimann- eskja. Þegar við systk- inin sextán vorum að alast upp var allt í röð og reglu, skóm og fatn- aði var raðað eftir aldri og aldrei sást á neinu. Þú varst aldrei öðruvísi en vel tilhöfð um hárið og vildir seinni árin eiga nóg af ilmvötnum sem margir í fjölskyldunni þinni færðu þér af mikilli gleði að gjöf. Í mínum huga varstu hetja. Elsku mamma ég kveð þig með hjartans þakklæti fyrir allt og votta systkinum mínum og fjölskyldum þeirra samúðar. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Hvíl í friði. Þinn sonur Gylfi Það er sárt að hugsa að þú ert ei lengur hér meðal okkar. Minningar um þig og hversu ynd- isleg amma þú varst eru efst í huga mínum um þessar mundir. Megi guð geyma þig og veita börnum þínum og fjölskyldum þeirra styrk á þessum erfiðum tímum. Ég veit í hjarta mínu að þú ert komin á góðan stað. Ég kveð þig nú, elsku amma. Megi guð fylgja þér til afa og barnanna þinna. Þitt barnabarn, Inga Dóra Halldórsdóttir. Elsku amma mín, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig en ég veit að það verður tekið vel á móti þér og að þér mun líða vel. Það er mér svo mik- ils virði að hafa getað verið hjá þér seinustu sólarhringana, ég mun aldr- ei greyma þeim stundum, elsku amma mín. Ég á svo margar góðar minningar um þig og þær mun ég alltaf geyma. Þegar ég var lítil stelpa fékk ég alltaf að skoða í allar skúffur og þar var sko margt að finna, tölur í hundr- aða tali, lykla af öllum stærðum og gerðum og svo skartið þitt sem ég mátti alltaf leika mér að. Ég man líka allar góðu kvöldstundirnar þegar ég kom til þín og við horfðum saman á sjónvarpið, Dallas eða Nágranna og fleiri þætti sem okkur þótti svo gam- an að horfa á. Alltaf fékk ég mjólk og kex og við spjölluðum svo margt saman. Svo kom ég í heilan vetur til þín, þegar ég var í FVA, og borðaði hjá þér hádegismat, þér þótti það al- veg jafngott og mér, því ég vissi að ef ég kæmi ekki, þá borðaðir þú bara skyr og brauð. Ég fékk alltaf eitt- hvað gott og ég hlakkaði alltaf til að koma til þín. Frá því ég var átta ára komum við til þín á aðfangadags- kvöld og fengum smákökur og mjólk, og eftir að þú fórst á E-deildina héld- um við því áfram og þú beiðst með jólagjafirnar og við hjálpuðum þér að opna þær og að lesa jólakortin. Líka eftir að við Steinar eignuðumst syni okkar komum við öll til þín á að- fangadagskvöld, það var alltaf jafn- yndislegt. Mér er það svo minnisstætt þegar Mikael Máni fæddist og þú komst af E-deildinni til að hitta okkur. Mikael Máni var svo veikur og þú sast og horfðir á hanni í hitakassanum og sagðir síðan að hann væri að tala til þín, aðeins nokkurra klukkustunda gamall. Þér þótti svo vænt um hann og hélst svo mikið upp á hann, það voru alltaf sérstakir straumar á milli ykkar. Hann teiknaði svo fallega mynd til þín sem ég setti í kistuna hjá þér. Þú varst alveg einstök barnagæla, elsku amma, alltaf vildir þú halda á og knúsa drengina mína, þó þú ættir orðið erfitt með að halda á þeim. Þeim þótti líka alltaf gaman að koma til þín og Marvin Darri stóð alltaf á stól við rúmið, eftir að þú varst komin í rúmið, og hélt í hönd- ina þína og kyssti þig. Þeir eiga góð- ar minningar um þig sem þeir geyma. Elsku amma, þú kenndir mér svo margar fallegar bænir, en vænst þykir mér um eina sérstaka og nú er mamma búin að kenna strákunum mínum hana líka og þeim þykir hún svo skemmtileg: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Okkur þótti öllum svo ofurvænt um þig og söknum þín sárt. Hvíl í friði, elsku amma. Vilborg og fjölskylda. ✝ Matthildur Guð-mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 15. október 1955. Hún andaðist 3. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Sigríður Kristjánsdóttir frá Þorpum í Steingríms- firði og Guðmundur Fr. Guðmundsson fv. bifreiðaeftirlitsmaður. Hálfbræður Matthild- ar, samfeðra, eru Þór Guðmundsson og Karl Guðmundsson. Matthildur giftist Matthíasi Mogensen og þau hófu búskap hér í Reykjavík og eignuðust þrjú börn: Pétur Mogensen, Sigríði Ösp Mog- ensen og Guðmund Frey Mogensen. Matthildur hóf stúdentsnám á Ís- landi en þau hjón fluttu til Svíþjóðar og þar lauk hún því námi sínu. Hún vann við kennslu barna nýbúa og flótta- manna. Einnig var hún þýðandi hjá sænsku lögreglunni. Matthildur og Matthías slitu sam- vistum en árið 2000 sneri hún til Íslands og eignaðist heimili í Hátúni 10b í Reykjavík. Útför Matthildar fór fram í kyrr- þey 11. apríl. Það var haustdaga árið 1937 að hópur ungmenna gekk til náms í héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði. Það var heimavistarskóli, nemendur sjálfir sáu um og unnu öll verk, ut- an þess að elda matinn. Skólinn stóð allan veturinn fram á vor í tvö ár. Þarna myndaðist sérstaklega gott og skemmtilegt samfélag. Þótt leið- ir skildu að vori lágu þær margar nálægt á þeirri löngu leið sem síðan hefur borið okkur. Foreldrar Matt- hildar reistu sitt bú í Fellsmúla og við hjón í Safamýri. Börnin okkar gengu í Álftamýrarskóla. Þau voru saman í bekk, Matthildur og sonur minn, f. 11.4. 1955, d. 21.5. 1972. Á afmælisdaginn hans var hún borin til grafar. Hún dvaldi utan- lands langan tíma, átti mann og börn og lauk stúdentsnámi. Hún kom heim til að glíma við veikindi og þá lentum við hlið við hlið svo að segja. Við hittumst oft daglega og áttum margt að tala um yfir kaffibolla. Síðasta kvöldið sem hún lifði fór hún heim til sín og kvaðst mæta að morgni í kaffisopann. En svona er nú komið. Það er yf- ir langa leið að tína minningarnar. Nú er allur tími ofraun, geisla- brotin glóa á litlu andlitunum sem í gleði sinni töltu um Safamýrina. Við horfum fram en finnum engin svör, allt verður svo tómt og óskiljanlegt. Hallgrímur Pétursson sagði svo: Í gegnum Jesú helgast hjarta í heiminn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá, hryggðar myrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. Kæra fjölskylda, ég bið að ykkur megi hlotnast sú náð sem Jesú veitti séra Hallgrími. Ég þakka alla ykkar velvild og góðsemi. Við hitt- umst framvegis og glímum undir birtu vonarinnar. Matta mín, vertu sæl. Jónína Jónsdóttir. MATTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Látin er elskuleg tengdamóðir mín Jó- hanna Guðrún Jónsdótt- ir, en hún lést á Sólvangi þann 11. apríl síðast lið- inn. Þegar ég hugsa til baka koma upp skemmtilegar og hlýj- ar minningar í hennar garð og einnig þakklæti fyrir allt sem hún gaf mér. Okkar kynni hófust fyrir rúmlega þrjátíu árum þegar við Símon eigin- maður minn vorum að kynnast. Þá bjuggu þau heiðurshjón Gulla, eins og hún var alltaf kölluð og Óli tengdarf- aðir minn á Melhaganum. Frá fyrstu tíð var mér alltaf tekið með hlýju og opnum örmum inn á heimili þeirra. Ég hef alltaf dáðst að dugnaði og ákveðni Gullu, en hún var húsmóðir JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ✝ Jóhanna GuðrúnJónsdóttir var fædd í Reykjavík 29. júní 1924. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnar- firði 11. apríl síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Foss- vogskirkju 23. apríl. fram í fingurgóma og bar hennar glæsilega heimili alla tíð vott um það. Við fjölskyldan gleymum aldrei þeim tíma þegar við fengum að búa á heimili þeirra að Heiðvangi 7 er við stóðum í húsabyggingu á sínum tíma. Það voru yndislegir tímar og nutu synir okkar umhyggju ömmu Gullu sem hugsaði um þá eins og eigin börn. Þeir gleyma aldrei hvað það var gott að koma heim úr skólanum til ömmu og fá „ömmu spes súpu“ eða heitt kakó að hætti ömmu, en þannig var hennar umhyggja alla tíð. Ég hef lært mikið af henni og fengið góð ráð í gegnum tíðina, en hún var húsmæðarskóla- lærð frá Húsmæðraskólanum á Laug- arvatni. Alltaf var stutt í glens og grín hjá Gullu og var alltaf jafn gaman að hlusta á hana segja sögur frá því þeg- ar hún var lítil stúlka á Þórsgötunni, en þar fékk hún nafnið hasakerlingin því hún þótti með afbrigðum dugn- aðar stúlka, uppátektarsöm og fjörug. Síðast liðin tvö ár hefur Gulla verið vistmaður á Sólvangi eftir að heilsu hennar fór að hraka eftir áföll sem hún varð fyrir. Starfsfólki Sólvangs verður aldrei nóg þökkuð sú um- hyggja og hlýja sem hún naut þar. Að leiðarlokum kveð ég tengdamóður mína með þakklæti og söknuði. Bless- uð sé minning hennar. María Júlía Alfreðsdóttir. Á fallegum vordegi lést elskuleg mágkona mín Jóhanna Guðrún, alltaf kölluð Gulla. Ég kynntist henni fyrir tæpum 60 árum, er ég giftist bróður hennar. Það bar aldrei skugga á okk- ar vináttu. Gulla var glæsileg kona, hún var skemmtileg, glaðsinna og hafði mikinn húmor. Við vorum sex vinkonur, sem stofnuðum sauma- klúbb saman. Það var mikið hlegið, talað og auðvitað saumað líka. Núna erum við bara tvær eftir, Blía æsku- vinkona Gullu og ég, svona er lífið. Nú eru þau systkinin þrjú öll farin, Sím- on, Diddi og Gulla. Eftir lifir í minn- ingunni yndislegar hugsanir um heil- steypt fólk, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. Með söknuði í hjarta kveð ég þessa vinkonu mína, Gullu. Guð blessi minningu hennar. Samúðar- kveðjur til allra aðstanda. Anna. Faðir okkar og afi, GUÐMUNDUR SIGURBERGSSON, lést á Ljósheimum, Selfossi, mánudaginn 14. apríl. Útförin fer fram frá Strandakirkju laugardaginn 26. apríl kl. 14.00. Einar Guðmundsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Ólafía Erla Guðmundsdóttir, Stefán Sigurður Guðmundsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, ANDRÉS ANDRÉSSON frá Hamri í Múlasveit, Skagabraut 25, Akranesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 22. apríl. Kristgerður Þórðardóttir. Móðir okkar, VILHELMÍNA S. JÓNSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þriðjudaginn 22. apríl. Áslaug G. Nielsen, Jónas Gunnlaugsson, Margrét Pétursdóttir, Hallfríður Gunnlaugsdóttir, Bjarni Þorsteinsson, Lárus Gunnlaugsson, Halla Gísladóttir, Jón Gunnlaugsson, Pálína Karlsdóttir. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma okkar, STEINUNN JÚLÍUSDÓTTIR, Hlaðhömrum, áður í Gerði, Mosfellsbæ, andaðist á Reykjalundi sunnudaginn 13. apríl. Útförin var gerð frá Lágafellskirkju í kyrrþey að ósk hinnar látnu og var hún jarðsett í Lágafellskirkjugarði við hlið eigin- manns síns, Runólfs Jónssonar, sem lést árið 1991. Innilega þökk fyrir hlýhug og samúð. Sveinn Erling Sigurðsson, Kolbrún Björk Hafliðadóttir, Runólfur Bjarki Sveinsson, Guðrún Helga Brynjólfsdóttir, Víðir Már Sveinsson, Steinn Einir Sveinsson, Aina Björk Másdóttir, Arnar Már Runólfsson, Sigrún Björk Runólfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.