Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 35 PIA Rakel Sverrisdóttir opnar sýn- ingu á glerlistaverkum í Baksaln- um í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16, í dag kl. 14. Sýninguna nefn- ir listakonan Tíminn og vatnið og helgar hana minningu móður sinn- ar, Kaino Annikki Hjálmarsson sem lést 23. mars sl. Pia Rakel hefur starfað við list sína í Danmörku undanfarin 25 ár. Hún er finnsk-íslensk að uppruna. Hún fór til Kaupmannahafnar í arkitektanám en fékk fljótlega áhuga á glerlist. Hún byrjaði sem gestanemandi á Danmarks Design- skole og hélt áfram námi í Dan- mörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hún hefur unnið sem hönnuður hjá Holmegårds Glasværker og kennt á ýmsum hönnunarskólum og lýðhá- skólum þar í landi. Pia Rakel hefur sýnt víða um lönd, þar á meðal Ís- landi. Nú síðast tók hún þátt í sýn- ingunni Spor í Sívala turninum í Kaupmannahöfn, þar sem sýnd var íslensk nútímahönnun og hand- verk. Verk hennar er að finna á virtum söfnum og opinberum bygg- ingum í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Þýskalandi og Íslandi. Gler- listaverk Piu Rakelar eru ýmist nytjahlutir eða listgripir. Margir þekkja sandblásin glös hennar, skálar, föt og glermyndir sem skreyttar eru ýmsum undrum ís- lenskrar náttúru. Norræna goða- fræðin er henni einnig hugleikin. Fyrir tveimur árum veitti umhverf- issjóður Kaupmannahafnarborgar Piu Rakel styrk til að hrinda af stað verkefni sem fólst í að endurnýta rúðugler. Piu blöskraði að sjá hve miklu gleri var hent í ruslið. Gler fuðrar ekki upp þegar það er brennt, heldur verður það að óþægilegum sorphaugi. Hún fékk þá hugmynd að endurnýta gler sem glerskerar höfðu hent og búa til úr því veggflísar og gluggaskreyt- ingar. Aðaláhugamál Piu Rakelar er þó að tengja gler- og byggingarlist. Hún vill samræma glerverkin og byggingarnar með því að hanna glerverkin samhliða teiknivinnunni hjá arkitektunum. Dæmi um slík verk er að finna hjá Pharmaco í Garðabæ og hjá Dagfinni dýra- lækni á Skólavörðustíg. Í fyrra vann Pia Rakel glerverk fyrir fyr- irtækið Velux á Ítalíu, Belgíu og Þýskalandi. Ljósmyndasýning Inger Helene Bóasson opnar ljós- myndasýningu í Galleríi Fold í dag. Inger Helene er fædd árið 1954 í Noregi, en ættuð frá Stuðlum í Reyðarfirði. Myndirnar sem hún sýnir eru af Esjunni, teknar frá sama stað, af sama „mótífi“, klukkan 11 alla daga febrúarmánaðar og sýna breyting- ar á birtunni frá degi til dags. Sýningarnar standa til 11. maí. Pia Rakel Sverrisdóttir sýnir verk sín í Galleríi Fold á næstunni. Tíminn og vatnið Vortón- leikar Karla- kórs Selfoss VORTÓNLEIKAR Karlakórs Sel- foss eru nú framundan. Fyrstu tón- leikarnir verða haldnir í dag í Sel- fosskirkju kl. 20.30. Föstudaginn 25. apríl syngur Karlakórinn ásamt Jórukórnum í Tónleikahúsinu Ými í Reykjavík kl. 20.00. Fimmtudaginn 1. maí, verkalýðsdaginn, verður kór- inn með aðra tónleika í Selfosskirkju kl. 20.30 og laugardaginn 3. maí verða tónleikar og ball á Flúðum kl. 21.00. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda. Stjórnandi Karlakórs Selfoss er Loftur Erlingsson og undirleikari Julian Edward Isaacs. Einsöngvarar með kórnum eru tveir kórfélagar, Gunnar Þórðarson og Jónas Lillien- dahl, og einnig syngur Helga Kol- beinsdóttir einsöng með kórnum. ♦ ♦ ♦ Sumargla›ningur Afskorin blóm Garðskálaplöntur 20% fimmtudag til sunnudags í tilefni sumarkomu. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 09 34 04 /2 00 3 Potta- plöntur 20% afsláttur afsláttur af öllum blómum Hlíðasmári 1-3 – TIL LEIGU Stórglæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað í Smár- anum í Kópavogi. Um er að ræða allt að 8.000 fm. Hvort hús um sig ca 4.000 fm. Möguleiki á að skipta í minni einingar. Næg bíla- stæði. Frábært útsýni. Sérlega vönduð og fullbúin sameign. Allar nánari upplýsingar gefur Andres Pétur eða Ellert Bragi á skrifstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.