Morgunblaðið - 25.04.2003, Side 14

Morgunblaðið - 25.04.2003, Side 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur ákveðið að fresta þjóð- aratkvæðagreiðslu um upptöku evru í stað punds, að sögn breska blaðsins Financial Times á miðvikudag. Blað- ið segir að Gordon Brown fjármála- ráðherra hafi í vikunni rætt við Blair á sveitasetri embættis forsætisráð- herra, Chequers, og tjáð honum að fimm skilyrði, sem fjármálaráðu- neytið setti fyrir því að styðja upp- töku evrunnar, væru fjarri því að vera uppfyllt. Er nú talið nær úti- lokað að atkvæðagreiðslan verði á næsta ári eins og margir stuðnings- menn evrunnar höfðu vonað. Fyrir nokkrum vikum fékk Blair skýrslu frá Brown þar sem sagði að fjögur af áðurnefndum skilyrðum væru enn ekki uppfyllt en líklega myndi eitt þeirra, að evran myndi styrkja samkeppnisstöðu breskra fyrirtækja á sviði fjármálaþjónustu, verða í lagi. Nú virðist sem fjármálaráðuneyt- ið hafi verið enn neikvæðara í nýrri umsögn sinni. Í skýrslu Browns, sem ekki hefur enn verið birt opinber- lega, er dregið mjög í efa að efna- hagur evru-ríkjanna sé nægilega sveigjanlegur til að þau geti haldið uppi sameiginlegri peningamála- stefnu sem virki. Einnig er þar sagt að gengi pundsins þyrfti að falla enn meira en reyndin hefur verið gagn- vart evrunni til að Bretar geti hafið þátttöku á næstunni en um leið bent á að lækkað gengi myndi hafa slæm áhrif á efnahag landsmanna. Brown hefur einnig bent á að síðustu tvö ár- in hafi hagvöxtur verið mun meiri í Bretlandi en á evrusvæðinu og at- vinnuleysi mun minna. Einnig segir hann að erfitt geti reynst að samræma kerfi stuttra húsnæðislána í Bretlandi, þar sem vextir eru fljótandi, við kerfi á meg- inlandinu þar sem vextir eru í föstum skorðum. Kostirnir við bresku að- ferðina eru m.a. sagðir þeir að hús- næðislánakerfið sé vegna breytilegu vaxtanna mun fljótara en ella að bregðast við sveiflum í efnahagnum. Ráðherrar ósáttir Líklegt er talið að skýrsla Browns um hugsanlega myntbandalagsaðild verði birt í þinginu seinnipartinn í maí, þ.e. eftir sveitarstjórnarkosn- ingar í byrjun mánaðarins. Blair hef- ur áður viðrað hugmyndir um að efnt yrði til þjóðaratkvæðis á kjörtíma- bilinu sem rennur út 2006. Lengi hefur verið ágreiningur milli Browns og Blairs um þátttöku í evrusam- starfinu sem meirihlutinn af aðild- arríkjum Evrópusambandsins (ESB) á nú aðild að. Brown hefur farið fyrir efasemdarmönnum í rík- isstjórninni en Blair verið talinn hlynntur þátttöku. Ljóst er að ráðherrar sem vilja að Bretar taki upp evruna eru afar óánægðir með að málinu skuli verða frestað. Segir Financial Times að þeir muni reyna að knýja á um að málið verði rætt á næsta ríkisstjórn- arfundi. Munu ráðherrarnir vilja að evran verði rædd í tengslum við um- ræður um ráðstefnu sem ESB efndi til um stjórnarskrá fyrir sambandið en tillögur ráðstefnunnar verða lagð- ar fyrir leiðtogafund ESB, ef til vill fyrir árslok. Aukin samheldni Rætt hefur verið um að Blair gæti hugsað sér að taka við nýju embætti forseta ESB ef slíkt embætti yrði stofnað. En standi Bretar áfram ut- an við evru-samstarfið er ólíklegt að hann fengi til þess stuðning nægi- lega margra aðildarríkja. Sumir stjórnmálaskýrendur segja að deilur milli Blairs og Browns, sem lengi hafa kraumað undir niðri, muni nú aukast en í tímaritinu The Economist er niðurstaðan önnur. Þar segir að alger samstaða þeirra um afstöðuna til hernaðar í Írak hafi eflt samheldnina og Blair hafi nú lát- ið sannfærast af rökum Browns um að ekki sé tímabært að taka upp evr- una. Þar að auki hafi Blair komist að þeirri niðurstöðu að tillagan yrði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Blair hyggst fresta atkvæða- greiðslu um evru Skilyrði Browns fjármálaráðherra fyrir umskiptunum ekki enn uppfyllt Reuters Tony Blair er hlynntur evrunni. ÞAÐ væru auðvitað miklar ýkjur að segja að höfuðborg Kína væru löm- uð. Meira skal til áður en borgarsam- félag, þar sem íbúafjöldinn er fimm- tugfaldur á við allt Ísland, lamast algerlega. En síðustu dagana, eftir að tíðindi sunnudagsins riðu yfir, hef- ur hægt á öllu í lífi 14,2 milljóna Pek- ingbúa. Þótt ótti hafi ekki beinlínis gripið um sig eru menn áhyggjufullir. Ekki aðeins stjórnendur borgarinnar heldur allir, jafnvel götusópararnir. Fyrir helgina var hægt að greina öfl- ugan æðaslátt í atvinnulífi og afþrey- ingu en nú er slátturinn veikari og takturinn hægari. Víst höfðu Pekingbúar heyrt um nýju farsóttina, Heilkenni alvar- legrar og bráðrar lungnabólgu, HABL, sem lagt hafði marga landa þeirra að velli í Guangdong-héraði í suðurhluta Kína og Hong Kong og það voru víst 37 sem höfðu smitast í Peking, þar af voru fjórir látnir. En þetta var ekki helsta umræðuefnið á vinnustöðum og krám. En á sunnudagskvöld birtust fulltrúar ríkisstjórnarinnar á sjón- varpsskjánum og sögðu þjóðinni, alls um 1,3 milljörðum manna, að ástand- ið væri miklu verra en áður hefði ver- ið talið. Að ekki væru aðeins 37 sem hefðu smitast í Peking heldur 339 og jafnvel allt að 741 og 18 væru þegar látnir í borginni af völdum sjúkdóms sem ekki væru til nein ráð gegn og menn vissu ekki af hverju stafaði. Þetta var áfall fyrir borgarbúa. En það sem raunverulega færði fólki heim sanninn um alvöru málsins var að stjórnin aflýsti einnig vikulöngu leyfi í tilefni fyrsta maí, réttindi sem nýlega voru ákveðin með lögum. Og stjórnvöld skýrðu auk þess frá því að heilbrigðismálaráðherrann, sem hafði aðeins setið í mánuð, hefði verið rekinn og sviptur öllum trún- aðarstöðum. Sömu örlög hlaut ný- skipaður borgarstjóri í Peking. Aldrei gerst áður í Kína Þegar á sunnudagskvöld var mannfjöldinn á veitingastöðum og öðrum afþreyingarstöðum borg- arinnar aðeins helmingur þess sem gerist og gengur. Að minnsta kosti eitt fyrirtæki í eigu Norðurlandabúa í Peking lét hringja í alla starfsmenn, norræna jafnt sem kínverska og segja þeim að þeir ættu ekki að mæta til vinnu á mánudeginum heldur halda sig heima í bili. (Páskar eru ekki haldnir hátíðlegir í Kína.) Á mánudagsmorgni var umferðin greinilega minni en venjulega og sumir sem mættu í vinnu eða í skóla fengu er leið á daginn boð um að fara aftur heim til sín …og halda sig þar fyrst um sinn. Háskólarnir miklu í Peking eru lokaðir, aðrir skólar fengu á þriðjudag skipun um að loka. Margir af íbúunum, ungum sem öldnum, hafa lokað sig inni í þröng- um híbýlum sínum. Veitingastaðir eru annaðhvort lokaðir eða rekst- urinn umfangsminni en venjulega. Og frá mánudeginum hefur fnykur af sótthreinsunarefnum breiðst út um verslanir, opinberar skrifstofur, strætisvagna, lestir og leigubíla. Hvarvetna grímuball Áður sást öðru hverju fólk á göt- unum með andlitsgrímu eða grisju fyrir vitunum til að vernda munn og háls fyrir ryki úr sandstormum sem eru hér tíðir. Frá því á mánudag eru grímurnar alls staðar, ekki vegna ryksins heldur til að verjast smiti. Fréttaritari Morgunblaðsins taldi 15 manns með grímu í strætisvagninum í fyrradag en alls var 21 maður í vagninum.Venjulega eru vagnarnir yfirfullir, með 80–90 manns innan- borðs. En borgin er ekki alveg lömuð. „Ég var sendur heim úr vinnunni í gær og sagt að vera heima þangað til farsóttin væri gengin yfir,“ sagði Li Yue Hong sem er 41 árs gamall. Hann stóð í biðröð við kassann í stór- markaði hverfisins, Jinkelong. Li hafði greinilega keypt birgðir til margra daga. „Nú hef ég nógan tíma til að læra ensku,“ segir Xu Jing sem hrindi í fréttaritara en hún er nemi við Pek- ing-háskóla. „Skólinn minn er lok- aður um óákveðinn tíma. Þú verður að koma hingað vegna þess að við megum ekki yfirgefa háskólasvæð- ið.“ Allir gjaldkerarnir í bankanum voru með grímur, enda þótt þeir væru verndaðir fyrir hættulegum viðskiptavinum með þykku, skot- heldu glerinu og flestir aðrir starfs- menn voru einnig með grímu. Þótt kínverska fréttaritarans sé nú orðin þokkaleg var útilokað að skilja hvað gjaldkerinn var að muldra á bak við grímuna. Á endanum varð að nota skrifleg samskipti til að fá að taka út sem svarar 12 þúsund krónum ís- lenskum. Á miðvikudag vogaði fréttarit- arinn sér þrátt fyrir allt á gamla mat- sölustaðinn sinn til að fá sér hádeg- isverð og hann var opinn. Venjulega eru þar þrír kokkar og fjórar af- greiðslustúlkur en nú var þar einn kokkur og ein stúlka …en engir aðrir gestir svo að biðin var ekki löng eftir matnum. Það hefur lítið upp á sig að fara á krána um kvöldið. Önnur hver krá er reyndar lokuð og þar sem menn hafa opið eru gestirnir fáir, því er fátt sem hæft er að snapa af fréttum. Svolítið líflegra var á grænmetis- og kjöt- markaði hverfisins, þar var fjöldi fólks. Nokkrir með grímu, margir grímulausir, reyndar voru fáir af kaupmönnunum með grímu. „Heyrðu Íslendingur, ég er með ágætis lambalæri handa þér í dag. Hvað segirðu um það?“ Allt í lagi. Við höfðum rætt málið nokkrum dögum fyrr. Gott. Rúmlega 200 krónur ís- lenskar og matur sem nægir átta manns. En þá var það farsóttin. „Ég hélt að þú værir farinn heim til þín. Ég hélt að allir útlendingar væru hrædd- ir við HABL,“ sagði Liu Yuo Ye, sem er 38 ára og ættaður frá Sichuan- héraði í sunnanverðu Kína. „Nei, ég er ekki hræddur við að smitast, ég er hræddari um að viðskiptin minnki, að fólk mæti ekki. En ekkert bendir til þess núna,“ sagði hann. Liu þekkir tölur um dauðsföllin, rúmlega hundrað látnir í Kína af völdum HABL. Yfir 2.000 að auki smitaðir. Og fyrstu átta mánuði árs- ins dóu 25.395 í umferðarslysum. Líf- ið heldur áfram í Peking, hvað sem líður HABL en að vísu í rólegri takti. Gríman tekur völdin Íbúar höfuðborgar Kína höfðu framan af litlar áhyggjur af lungnabólgufaraldr- inum. En Niels Peter Arskog, fréttaritari Morgunblaðsins í Peking, segir að nú hafi hún breyst í borg andlitsgrímunnar. Reuters Öryggisvörður við ferðamannagötu í Peking með grímu til að verjast lungnabólgusmiti. Talið er að veiran dreifist einkum við snertingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.