Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 2
Sunnudagur
4.maí 2003
ferðalögBorðað í briminusælkerarAlta VistabörnRisaverurnarbíóRagnar Bragason
Fjölmiðlun í fleiri litum
Nauðsyn að ná til innflytjenda
Sjóstöng og
súlukast við
Vestmanna-
eyjar.
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Uppskeruhátíð lýðræðisins
Það setur svip á þjóð-
lífið þegar líður að
kosningum. Þá skýtur
kosningaskrifstofum upp
eins og gorkúlum. En
hvers konar fyrirbæri
eru það? Pétur Blöndal,
ásamt ljósmyndurunum
Halldóri Kolbeins og Jim
Smart, sótti heim alla
stjórnmálaflokka á
landsvísu og rýndi í
baráttuna.
Húsasmiður óskast
sem fyrst
Upplýsingar gefur Magnús
í síma 898 8572.
Viðskiptafulltrúi
Viðskiptafulltrúi óskast.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
merktar: „Traust—13641“, fyrir 12. maí.
Hlutastarf/Fullt starf
Framsækið sölufólk með há markmið og góða
samskiptahæfileika óskast til starfa hjá fyrir-
tæki í mikilli uppsveiflu. Erum að fara af stað
með spennandi og krefjandi verkefni á auðselj-
anlegri vöru fyrir íslenskan markað sem gefa
góð laun í hlutastarfi - tilvalið með skóla og
í sumarfríi. Laun eru árangurstengd með háum
bónusum. Einnig er möguleiki á fullu starfi við
sama verkefni, það skal tekið fram að ekki er
um síma, fæðubóta- eða tryggingasölu að
ræða.
Æskilegur aldur 18-30 ára.
Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar
Mbl. merkt: „Markmið" eða á box@mbl.is fyrir
kl. 16.00, 7. maí 2003.
AKTU TAKTU
óskar eftir að ráða duglegt, hresst og áreið-
anlegt starfsfólk til starfa við afgreiðslu og
á grill.
Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri
og með framtíðarstarf í huga.
Umsóknareyðublöð á staðnum.
AKTU TAKTU ehf., Skúlagötu 15, 101 Rvík.
aktutaktu@simnet.is
Utanríkisráðuneytið
Íslenska friðargæslan
Utanríkisráðuneytið óskar eftir einstaklingum
til að vera á viðbragðslista Íslensku friðargæs-
lunnar vegna friðargæslustarfa á alþjóðavett-
vangi á vegum Íslands. Leitað er eftir einstakl-
ingum sem eru reiðubúnir til að hefja störf með
skömmum fyrirvara.
Umsækjendur skulu vera að minnsta kosti
25 ára og hafa:
Háskólapróf, aðra sérmenntun eða með
öðrum hætti aflað sér sérhæfðrar þekkingar
og reynslu.
Mjög góða enskukunnáttu.
Hæfni í mannlegum samskiptum, sérstaklega
við fólk úr ólíkum menningarheimum og
með margvísleg trúarbrögð.
Þolgæði undir álagi.
Öguð og sjálfstæð vinnubrögð.
Hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum
og frumstæðu vinnuumhverfi.
Þekking og/eða reynsla af störfum að neyðar-
og mannúðarmálum er æskileg, sem og kunn-
átta í öðrum tungumálum, s.s. Norðurlanda-
málum, frönsku og þýsku.
Íslenskir friðargæsluliðar eru almennt ráðnir
til starfa í 6—12 mánuði. Einnig er leitað eftir
einstaklingum, sem reiðubúnir væru til að
starfa í styttri tíma og gætu hafið störf með
mjög skömmum fyrirvara.
Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu ráðuneyt-
isins. Þau ásamt ferilsskrá á ensku, þarf að
senda með tölvupósti á netfang Íslensku friðar-
gæslunnar, sjá slóð og netfang að neðan.
Umsóknarfrestur er til 8. maí nk.
Utanríkisráðuneytið,
Íslenska friðargæslan,
www.utanrikisraduneytid.is
fridargaesla@utn.stjr.is
sími 545 9900.
Í Íslensku friðargæslunni eru þeir starfsmenn sem starfa að friðar-
gæslu á vegum utanríkisráðuneytisins og allt að 100 einstaklingar
sem gefið hafa kost á sér til að vera á viðbragðslista. Umsjón með
Íslensku friðargæslunni er í höndum sérstakrar einingar á alþjóða-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Alifuglabú
Góður starfsmaður óskast til starfa á ali-
fuglabúi.
Umsóknir sendist á box@mbl.is merktar:
„A — 13636“.
„Au pair“ Stokkhólmur
Íslensk hjón búsett í Stokkhólmi óska eftir „au
pair“ til gæslu tveggja barna auk léttra heimil-
isstarfa. Ráðið verður til eins árs frá 1. ágúst
nk. Möguleiki til náms. Þarf að hafa bílpróf.
Áhugasamir vinsamlega sendið skeyti á
soley@telia.com eða hafið samband í síma
+46-8-623 0929 fyrir 10. maí.
Sunnudagur
4.maí 2003
atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð
mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.124 Innlit 15.374 Flettingar 66.352 Heimild: Samræmd vefmæling
PÁFI HEIMSÆKIR SPÁN
Jóhannes Páll páfi kom í gær-
morgun í tveggja daga opinbera
heimsókn til Spánar og er þetta 99.
utanlandsferð páfans. Mun hann í
dag messa í Madríd og er búist við
að allt að ein milljón manna muni
sækja messuna.
Ekki leitað til SÞ
Ekki verður leitað stuðnings Sam-
einuðu þjóðanna við myndun al-
þjóðlegs gæsluliðs sem á að koma á
stöðugleika í Írak í kjölfar átakanna
í landinu, að því er haft var eftir
ónafngreindum, bandarískum emb-
ættismanni. Verður landinu skipt
upp í þrjú svæði sem Bandaríkja-
menn, Bretar og Pólverjar munu
stjórna.
Styðja ekki uppboð á kvóta
Frálslyndir og vinstri grænir
styðja ekki tillögur Samfylkingar
um að bjóða upp aukinn þorskkvóta
á næsta hausti.
Tálsýn eða friður?
Vonir eru bundnar við að svo-
nefndur „friðarvegvísir“ sem birtur
var forystumönnum deiluaðila fyrir
botni Miðjarðarhafs í vikunni geti
orðið fyrsta skrefið í að koma aftur á
friðarumleitunum. Hafa Palestínu-
menn þegar fallist á tillögurnar í
vegvísinum, en Ísraelar vilja gera á
honum breytingar.
Ofbeldi tengt tölvuleikjum
Tengsl eru á milli tölvuleikja og
árásarhneigðar hjá íslenskum ung-
lingum samkvæmt niðurstöðum
nýrrar íslenskrar rannsóknar.
Y f i r l i t
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í dag
Skissa 6 Hugvekja 49
Sigmund 8 Myndasögur 50
Listir 28/31 Bréf 50/51
Af listum 28 Dagbók 52/53
Forystugrein 32 Leikhús 56
Reykjavíkurbréf 32 Fólk 56/61
Minningar 34/38 Bíó 58/61
Skoðun 39/40 Sjónvarp 62
Umræðan 41/48 Veður 63
* * *
Morgunblaðinu í dag fylgir aug-
lýsingablað frá FÍH. Blaðinu er
dreift um allt land.
VORSALA
FÖSTUDAG LAUGARDAG
ÚTSALA Í ÞRJÁ DAGA
SUNNUDAG
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
RI
2
06
45
04
/2
00
3
REYNIR Tómas Geirsson, deildarforseti
læknadeildar Háskóla Íslands, segir að kostn-
aður við að setja á fót læknadeild við Háskólann
á Akureyri yrði mikill og upptökusvæði Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri sé það lítið að
það stæði ekki undir læknakennslu.
Bergur Guðmundsson, frambjóðandi Sjálf-
stæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, lýsti
þeirri skoðun sinni á fundi frambjóðenda í
Menntaskólanum á Akureyri í vikunni að skoða
ætti möguleika á að opna læknadeild við Há-
skólann á Akureyri. Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs, tók í sama streng og taldi að stefna
ætti að því að taka upp nám í læknisfræði við
FSA og Háskólann á Akureyri og einbeita sér
að heimilislækningum og dreifbýlislækningum.
Reynir Tómas taldi að þessi ummæli hefðu
verið sett fram í hita kosningabaráttunnar og
ekki af nægri þekkingu á því hvað þyrfti til að
reka nútíma læknadeild við háskóla.
Hann nefndi að kostnaður við nám lækna-
nema væri um 300 milljónir á ári, en útgjöld
læknadeilda víða erlendis væru mun hærri. Alls
væru teknir inn 40-48 læknanemar á ári og
væru nemar af Norðurausturlandi 12-15% þess
hóps. Það þýddi 5-6 manns, en kostnaðurinn
næmi eftir sem áður 300 milljónum, þannig að
menn sæju hvílíkar upphæðir færu í að mennta
einn lækni í svo lítilli deild. Hann sagði einnig
að upptökusvæði FSA væri ekki það stórt að
það gæti staðið undir læknakennslu.
Reynir Tómas nefndi að nú í vikunni hefði
verið skrifað undir samstarfssamning milli Há-
skóla Íslands og Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri um kennslu og rannsóknir í heilbrigðis-
vísindum, en samningurinn gerir ráð fyrir að
fleiri læknanemum en áður gefist kostur á að
stunda sitt verklega nám við FSA og að sjúkra-
húsið verði eflt sem kennslusjúkrahús fyrir
læknadeild HÍ. Sagði Reynir Tómas að meiri
viðdvöl læknanema norðan heiða gæti stuðlað
að því að fleiri myndu eflaust kjósa að starfa í
þessum landshluta. Hann nefndi að ekki hefði
verið viðvarandi læknaskortur á Norðurlandi
eystra; það væri meira vandamál í öðrum lands-
hlutum.
Reynir Tómas sagði FSA vel í sveit sett varð-
andi verklega kennslu og eins myndu starfs-
menn sjúkrahússins að einhverju marki taka
þátt í formlegri kennslu. Þá hefur einnig komið
til tals að kennsla í heimilislækningum, þar með
talið í framhaldsnámi lækna, muni í meiri mæli
geta farið fram á Norðurlandi.
Forseti læknadeildar HÍ um hugmyndir um læknadeild við HA
Ummæli sett fram án þekking-
ar á námi í nútíma læknadeild
FJÓRIR menn slösuðust, þar af
einn alvarlega, í umferðarslysi á
Reykjanesbraut í nótt. Ökumaður
bifreiðarinnar missti stjórn á henni
með þeim afleiðingum að hún enda-
stakkst. Við það kastaðist einn far-
þegi út úr bifreiðinni og slasaðist
alvarlega.
Fjórir varnarliðsmenn af Kefla-
víkurflugvelli voru í bifreiðinni, sem
var bílaleigubíll. Voru þeir allir
fluttir undir læknishendur á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi.
Óhappið átti sér stað á Strand-
arheiði og barst lögreglunni til-
kynning um slysið kl. 1:45 í nótt.
Segir lögreglan í Reykjanesbæ
að aðstæður hafi verið góðar og
ekki sé nánar vitað um tildrög
slyssins annað en það að svo virðist
sem bílstjórinn hafi skyndilega
misst stjórn á bifreiðinni. Fór bíll-
inn lítillega útaf vinstra megin veg-
arins, en ökumaður hefur þá vænt-
anlega reynt að rétta hann af og fór
bíllinn þá útaf veginum hægra meg-
in með þeim afleiðingum að hann
valt.
Bíllinn skemmdist mikið og var
fluttur á brott með kranabíl.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
John Hill, rannsóknarlögreglumaður í lögreglunni í Keflavík, skoðar aðstæður við aðkomu slyss á Reykjanesbraut
í nótt. Sigurður Bergsson varðstjóri stendur á móts við hann og lýsir vasaljósinu að bílnum.
Fjórir slösuðust í bílveltu
RAUNÁVÖXTUN Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins, stærsta líf-
eyrissjóðs landsins ef miðað er
við eignir, var neikvæð um 1,38%
á síðasta ári samanborið við já-
kvæða raunávöxtun upp á 0,01%
árið 2001. Það er ávöxtun er-
lendra hlutabréfa sem dregur
ávöxtun sjóðsins niður á síðasta
ári, en hún var neikvæð um
36,2%.
Fram kemur að ávöxtun inn-
lendra skuldabréfa og hlutabréfa
hafi hins vegar verið góð á árinu.
Raunávöxtun skuldabréfa hafi
verið 6,4% og innlendra skulda-
bréfa í eigu sjóðsins 15,5%.
Á heimasíðu sjóðsins kemur
fram að gripið hafi verið til geng-
isvarna á síðasta ári til að koma í
veg fyrir neikvæð áhrif af styrk-
ingu krónunnar á erlendar eignir
sjóðsins og skiluðu aðgerðirnar
sjóðnum rúmum einum milljarði
króna.
Af verðbréfaeignum sjóðsins
eru 74,7% í innlendum skulda-
bréfum, 12,1% í innlendum hluta-
bréfum og 13,2% í erlendum
hlutabréfum
Meðaltal hreinnar raunávöxt-
unar síðustu 5 ár er 2,81% og
síðustu 10 ár 4,12%.
Heildareignir Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins í árslok
2002 námu 116,1 milljarði króna.
Eignir A-deildar námu 24,4 millj-
örðum um áramót og jukust um
32,2% milli ára. Eignir B-deildar
námu 90 milljörðum og jukust
um 10,9% milli ára. Eignir Líf-
eyrissjóðs hjúkrunarfræðinga
námu 10,5 milljörðum um síðustu
áramót.
Neikvæð raunávöxt-
un LSR um 1,38%
LÖGREGLAN á Blönduósi handtók
í fyrradag mann á þrítugsaldri sem
kom með hópferðabifreið á Blöndu-
ós. Lögreglan, sem var við hefðbund-
ið eftirlit, taldi ástæðu til að kanna
ferðir mannsins en hann hefur
tengst fíkniefnamálum.
Við leit á manninum fundust á
honum u.þ.b. 100 grömm af hassi,
sem var vandlega pakkað í sölu-
pakkningar. Við yfirheyrslur viður-
kenndi maðurinn að hafa ætlað að
selja fíkniefnin á Norðurlandi. Eftir
að yfirheyrslum lauk var manninum
sleppt og telst málið upplýst.
Með 100 g
af hassi
til sölu
ATVINNULAUSUM fækkaði
um 291 í aprílmánuði sam-
kvæmt upplýsingum frá Vinnu-
málastofnun. Um síðustu mán-
aðamót voru 5.840 atvinnu-
lausir, en voru 6.131 fyrir
mánuði. Atvinnulausum fækk-
aði í öllum landshlutum nema
Austurlandi.
Atvinnulausum körlum fækk-
aði mun meira en atvinnulaus-
um konum. Karlar eru þó enn
fjölmennari á atvinnuleysisskrá
en konur. Langflestir sem eru
án vinnu búa á höfuðborgar-
svæðinu eða 3.838 af 5.840.
300 færri
á atvinnu-
leysisskrá