Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Netsalan ehf., Garðatorgi 3, 210 Garðabæ
Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is
Heimasíða: www.itn.is/netsalan. Opið á virkum dögum frá kl. 10–18.
Opið í dag, sunnudag frá kl. 11-16
McLOUIS HÚSBÍLAR
Fyrsta sending UPPSELD - önnur á leiðinni
SÖLU- OG KYNNINGARSÝNING
Landsins besta verð!
Fellihýsin eru tilbúin á götuna með bremsubúnaði.
Takmarkað magn. Til afgreiðslu strax
Epic 1906 9 fet.
Verð kr. 798.000
*himinn fylgir ekki
VIKING FELLIHÝSI
*
Eigum til Grand Cherokee jeppa,
Limited og Overland. Splunkunýja!
KÓPAVOGSBÆR stendur um þess-
ar mundir fyrir Kópavogsdögum 2003
sem lýkur 11. maí nk.
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ seg-
ir að í boði séu fjölmargir lista- og
menningarviðburðir, s.s. listsýningar,
menningarganga, tónleikar og hag-
yrðingakvöld, auk þess sem ungir
Kópavogsbúar og eldri borgarar sýna
afrakstur verka sinna frá nýliðnum
vetri. Í tilefni Kópavogsdaga verður
opið hús í félagsmiðstöðvum Íþrótta-
og tómstundaráðs Kópavogs (ÍTK),
hjá listamönnum í bænum, leikskól-
um Kópavogs og hjá eldri borgurum í
Gullsmára og Gjábakka.
Leiðsögn í Gerðarsafni í dag
Kópavogsdögum lýkur með sér-
stakri afmælisdagskrá 11. maí á 48
ára afmæli Kópavogsbæjar. Verður
af því tilefni m.a. boðið upp á gospel-
messu í Vetrargarðinum í Smáralind
með prestum úr öllum söfnuðum
þjóðkirkjunnar í Kópavogi. Í dag kl.
15 gefst fólki kostur á að skoða yf-
irlitssýningu Gerðar Helgadóttur í
Gerðarsafni undir leiðsögn forstöðu-
manns safnsins auk þess sem gengið
verður að Kópavogskirkju og skoðað-
ir steindir gluggar eftir Gerði.
Fjölbreytt
dagskrá á
Kópavogs-
dögum
TENGLAR
..............................................
Heimasíða Kópavogsbæjar:
www.kopavogur.is
VERZLUNARMANNAFÉLAG
Reykjavíkur bauð venju samkvæmt
til kaffisamsætis á Broadway í til-
efni af baráttudegi verkalýðsins 1.
maí, sl. fimmtudag.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, lét sig ekki
vanta og sést hann hér á spjalli við
nokkra gesti, þ.á m. Guðmund H.
Garðarsson, fyrrverandi formann
VR, sem situr fyrir miðju gegnt
Halldóri.
Fjölmenni í
1. maí-kaffi
hjá VR
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir hugmyndir Samfylk-
ingarinnar um breytta úthlutun á
aflaheimildum, útboð veiðiheimilda
og svokallaða fyrningarleið, geta orð-
ið til þess að koma höggi á lands-
byggðina. „Ef Samfylkingin vill
virkilega koma höggi á landsbyggð-
ina þá er þetta leiðin til þess,“ sagði
Árni.
„Yfir 90% þeirra sem eru handhaf-
ar að veiðiheimildunum í byggðarlög-
um utan Reykjavíkur hafa þurft að
taka á sig niðurskurð aflaheimilda á
undanförnum árum. Ef þeir eiga ekki
að fá aflaheimildirnar til baka þegar
betur árar þá er þetta virkilega leiðin
til þess að koma höggi á landsbyggð-
ina og sveitarfélögin úti á landi. Þetta
er ekki leiðin til að gefa öllum al-
menningi hlutdeild í arðinum af auð-
lindinni. Við erum búin að gera það
með lögunum um veiðigjaldið sem
Alþingi er búið að samþykkja og sátt
var um í auðlindanefndinni þótt Sam-
fylkingin hafi hlaupið frá þeirri sátt í
pólitískum tilgangi,“ sagði Árni.
Árni sagði grundvöll þess að sjó-
menn og útvegsmenn hafi verið til-
búnir til að taka á sig skerðingu afla-
heimilda hafa verið þann að þeir
fengju kvótann aftur þegar aflaheim-
ildir yrðu auknar að nýju.
„Ef þessi regla hefði ekki verið í
gildi á undanförnum árum hefði okk-
ur aldrei tekist að ná eins góðu sam-
starfi á milli stjórnvalda, fiskifræð-
inga, sjómanna og útvegsmanna um
það að draga úr aflaheimildum til
þess að byggja fiskistofnana upp. Ár-
angri í uppbyggingu fiskistofnanna
er teflt í hættu með svona tillögum og
aðgerðum,“ sagði sjávarútvegsráð-
herra.
Friðrik Arngrímsson fram-
kvæmdastjóri LÍÚ sagði það sömu
flokka nú, undir nýju nafni, sem
stóðu að setningu laga um stjórn fisk-
veiða með framsali aflaheimilda en
vilja nú taka aflaheimildir af þeim
sem hafa keypt þær og bjóða þær
upp. „Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag ásamt Framsóknarflokki
settu lög um framsal aflaheimilda ár-
ið 1990 með þeim hætti sem það er
núna. Þeir sem eru að nýta kvótann
hafa keypt hann á verði hvers tíma.
Svo ætla þessir flokkar núna, undir
nýju nafni, að koma og taka kvótann
af þessum sömu aðilum. Það er und-
arlegt að þessir flokkar skuli fara
fram með svona lagað,“ sagði Friðrik
og bætti við að fátt kæmi honum orð-
ið á óvart í þessum efnum. „Það voru
þeir sömu sem settu lögin um fram-
salið sem gagnrýna hástöfum núna
og tala um allt óréttlætið. Það er
vegna þess að sumir hafa selt kvót-
ann og hætt í greininni og þá á að
taka af þeim sem eiga kvótann og
bjóða það upp. Ég verð að segja al-
veg eins og er að ég skil ekki svona
siðferði.“
Friðrik sagði fólk í sjávarútvegi
hafa tekið á sig skerðingu aflaheim-
ilda þar sem verið væri að hugsa um
framtíð atvinnugreinarinnar.
„Þess vegna voru menn viljugir að
taka á sig skerðingar, til þess að
byggja upp og umgangast fiskinn af
varfærni því við ætlum að lifa af
þessu um alla framtíð. Ef það á að
fara að bjóða upp kvótann, þá fer öll
langtímahugsun úr greininni. Þá
hafa menn enga hagsmuni af því að
hugsa til lengri tíma, því þeir vita
ekkert hvað þeir hafa á morgun,“
sagði Friðrik.
Varar við uppboðsleið
Samfylkingar
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur VG, sagði hugmyndir Samfylking-
arinnar vera í grundvallaratriðum
frábrugðnar stefnu Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs þrátt fyrir
að sama orðalag væri notað að ein-
hverju leyti, eða orðið fyrningarleið.
„Ég hef goldið talsverðan varhug
við þessari uppboðsleið Samfylking-
arinnar, enda er þar í grundvallarat-
riðum um ólíka nálgun að ræða að
markaðsvæða sjávarútveginn allan í
gegnum uppboð. Við erum á hinn
boginn að tala um að byggðatengja
verulegan hluta veiðiréttarins. Ég er
alls ekkert svartsýnn á það að ein-
hvers konar tengingar við byggðar-
lög gætu komið á nýju aflaheimild-
irnar að því tilskildu að okkur takist
að skipta um ríkisstjórn,“ sagði
Steingrímur.
„Okkar sjávarútvegsstefna er í
grundvallaratriðum ólík og á lítið
sameiginlegt með uppboðsleið Sam-
fylkingarinnar. Okkar sjávarútvegs-
stefna gengur út á það að losa veiði-
heimildir út úr núverandi kerfi, því
það verða engar breytingar öðruvísi.
Hún er í grundvallaratriðum ólík,
hvað varðar endurráðstöfunina og
við myndum að sjálfsögðu vilja
leggja af stað í átt til okkar kerfis
hvort sem það væri gert með því að
taka einhvern hluta kvótaaukningar
og byrja að byggðatengja þær.
Ég veit ekki hversu skynsamlegt
það er að fara að gera greinarmun á
þeim hluta veiðiheimildana sem verð-
ur kannski aukning á í haust. Vissu-
lega eru breytingar auðveldari þegar
þannig stendur á að hægt sé að auka
kvótann,“ sagði Steingrímur.
Hann sagði þó ótímabært að ræða
aukinn kvóta þar sem ekki væri kom-
in endanleg niðurstaða um slíkt frá
Hafrannsóknastofnun. „Það á nátt-
úrulega ekki að vera þannig að menn
finni 30.000 tonn af þorski í ræðustól
norður í landi. Við skulum nú bíða
eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnun-
ar,“ sagði Steingrímur sem vill vera
viss um aukinn kvóta áður en hann
talar um úthlutunarleiðir.
Frjálslyndir andsnúnir
leið Samfylkingarinnar
Magnús Þór Hafsteinsson sem sit-
ur í 1. sæti Suðurkjördæmis hjá
Frjálslyndum er ekki hlynntur nýj-
um leiðum sem Samfylkingin hyggst
fara.
„Ég tel að fyrningarleið Samfylk-
ingarinnar gangi ekki upp því menn
ætla að vera áfram í kvótakerfi. Mér
líst ekki á það, að ef það verður ein-
hver aukning í haust, að það eigi að
fara að leigja það strax út. Ég tel
frekar að menn ættu að fara eftir
okkar tillögum og skipta um kerfi og
taka upp aflaaukningu í gegnum þær
breytingar,“ sagði Magnús.
Andstaða við hugmyndir Samfylkingar að breyttri úthlutun á kvóta
Tillögur sem koma
höggi á landsbyggðina
ÍSLAND hefur verið kosið í nefnd
Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um
stöðu kvenna, en þetta er í fyrsta
skipti sem Ísland tekur sæti í
nefndinni. Fulltrúar félagsmála-
ráðuneytisins og fastanefndar Ís-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum í
New York voru áheyrnarfulltrúar á
síðasta fundi nefndarinnar um miðj-
an mars en tvö meginefni voru á
dagskrá fundarins, útrýming alls
ofbeldis gegn konum annars vegar
og aðild og aðgangur kvenna að
fjölmiðlum og upplýsinga- og sam-
skiptatækni hins vegar. Nefndin
hefur farið fram á að niðurstöður
hennar um aðild og aðgang kvenna
að fjölmiðlum verði hafðar til hlið-
sjónar á leiðtogafundi um upplýs-
ingasamfélagið sem haldinn verður
í Genf í desember á þessu ári. Ekki
tókst að ná samkomulagi um loka-
niðurstöður um útrýmingu alls of-
beldis gegn konum þrátt fyrir um-
fangsmiklar samningaviðræður og
lýstu mörg aðildarríki yfir þungum
áhyggjum vegna þeirrar afgreiðslu
og afleiðinga sem hún hefði við úr-
lausn jafnréttismála á alþjóðavett-
vangi. Næsti fundur nefndarinnar
verður haldinn í mars árið 2004 og
verða meginefni þess fundar hlut-
verk karla og drengja í jafnrétt-
ismálum og þátttaka kvenna í frið-
arviðræðum, friðargæslu og friðar-
uppbyggingu.
Ísland kosið í kvennanefnd SÞ
SAMKVÆMT nýrri skoðana-
könnun sem Gallup gerði fyrir
Ríkisútvarpið í Reykjavík suð-
ur eykst fylgi Framsóknar um
6 prósentustig frá í apríl og
mælist nú 13% eða nærri tvö-
falt meira en þá. Fylgi Sam-
fylkingar í Reykjavík suður
dalar um sex prósentustig og
mælist nú samkvæmt könnun-
inni 30,9%. Fylgi Frjálslynda
flokksins minnkar lítillega og
mælist nú 7,7% en fylgi Vinstri
grænna eykst og mælist 10%.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins
mælist 38,3%.
Samkvæmt þessu fengi
Framsóknarflokkur einn mann
kjörinn í kjördæminu, Sjálf-
stæðisflokkur fengi fjóra menn,
Samfylking fjóra, Frjálslyndir
fengju einn mann og Vinstri
grænir einn. Næstum 86% gáfu
upp hvað þau myndu kjósa yrði
kosið í dag, tæplega 7% voru
óákveðin, 5% neituðu að gefa
upp hvað þau ætluðu að kjósa
og 2% sögðust skila auðu eða
kjósa ekki.
Fram-
sókn bæt-
ir við sig
fylgi
Reykjavík suður