Morgunblaðið - 04.05.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.05.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sigla nú himins fley. Menningardagar í Kópavogi Að kynnast bænum sínum NÚ STANDA yfirmenningardagar,svokallaðir Kópa- vogsdagar, í Kópavogi og er boðið upp á margs kon- ar uppákomur. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkir dagar eru haldnir í bæn- um og er ráðgert að um árlegan viðburð verði að ræða hér eftir. Sigurrós Þorgrímsdóttir er formað- ur Lista- og menningar- ráðs Kópavogs og þar með í forsvari fyrir bæjarfélag- ið. Hún svaraði nokkrum spurningum Morgun- blaðsins á dögunum. – Kópavogsdagar, hve- nær byrjuðu þeir, hvenær lýkur þeim og hver er til- urð þeirra? „Kópavogsdagar voru settir formlega við hátíðlega at- höfn föstudaginn 2. maí. Dag- skráin byrjaði síðan með íþrótta- degi fjölskyldunnar á laugar- dagsmorgun og lýkur á afmæli bæjarins 11. maí. Eftir síðustu kosningar, þegar ný stjórn tók við Lista- og menningarráði, var ákveðið að halda árlega menning- ardaga eða Kópavogsdaga í kringum afmæli bæjarins sem er 11. maí. Meginmarkmið Kópa- vogsdaga er að bjóða íbúum bæj- arins upp á fjölbreytta dagskrá þar sem bæði er boðið upp á skemmtun og fræðslu, þar sem ungir sem aldnir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ – Geturðu sagt okkur undan og ofan af því sem boðið er upp á? „Dagskrá Kópavogsdaga er mjög fjölbreytt þar sem boðið er upp á fjölmarga lista- og menn- ingarviðburði s.s. listsýningar, fjölmarga tónleika, hagyrðinga- kvöld og boðið er til menningar- göngu um menningarstofnanir bæjarins undir leiðsögn forstöðu- manna þeirra. Fjölmargir lista- menn starfa í bænum og nokkrir þeirra ætla að vera með opið hús og bjóða fólki að koma í heimsókn á vinnustofur sínar. Allir aldurs- hópar taka þátt í Kópavogsdög- um þar sem jafnt ungir sem aldn- ir sýna verk sem þeir hafa verið að vinna að síðastliðinn vetur. Nemendur í Tónlistarskóla Kópa- vogs munu halda nokkra tónleika í Salnum. Á Kópavogsdögum verður líka opið hús í leikskólum, hjá eldri borgurum í Gullsmára og Gjábakka og einnig verða ýms- ar uppákomur í Félagsmiðstöðv- um ÍTK. Laugardaginn 10. maí verður síðan efnt til fjölskyldu- skemmtunar í Smáralind þar sem fjölmargir ungir listamenn úr Kópavogi koma fram. Hátíðinni lýkur síðan á afmælisdegi bæjar- ins, sunnudaginn 11. maí. Loka- dagurinn hefst með sameiginlegri hátíðarmessu sem haldin verður í Smáralind en prestar úr öllum söfnuðum þjóðkirkjunnar munu taka þátt í henni. Lista- og menn- ingarráð mun veita listamannastyrki í Salnum, Martin Hunger Friðriksson heldur hátíðartónleika í Kópavogskirkju og um kvöldið verða tón- leikar í Salnum, þar sem Snorri Wium, Ólafur Kjartan Sig- urðsson og Jónas Ingimundarson flytja verk eftir íslensk tónskáld.“ – Hvernig líkar Kópavogsbú- um við svona uppákomur? „Þetta er í fyrsta sinn sem slík- ir Kópavogsdagar eru haldnir. Það er von okkar að þeir veiti íbú- um bæjarins tækifæri til að kynn- ast bænum sínum og þeirri fjöl- breyttu starfsemi sem fram fer í stofnunum bæjarins betur.“ – Nú eru óvenjumörg þjóðar- brot í Kópavogi, ber dagskráin einhvern keim af því? Kópavogsbær hélt alþjóðaviku á síðasta ári sem tókst mjög vel. Dagskrá Kópavogsdaga höfðar vonandi til allra íbúa bæjarins hvaðan sem þeir eru ættaðir.“ – Hvað eru svona menningar- dagar lengi að fæðast, þ.e.a.s. hvað er langt síðan skipulagning þeirra hófst og hvað hafa margir komið að þeirri vinnu? „Eins og ég gat um, þá er þetta í fyrsta sinn sem slíkir dagar eru haldnir svo þetta er frumraun. Hugmynd um einhvers konar menningardaga hefur verið til umræðu í nokkra mánuði þar sem ýmsar hugmyndir um uppákomur hafa verið ræddar. Lista- og menningarráð réð síðan verk- efnastjóra, Áslaugu Pálsdóttur, til að halda utanum verkefnið fyr- ir um tveimur mánuðum. Hún hefur síðan unnið þetta í náinni samvinnu við Menningar- og markaðsskrifstofu bæjarins. En það er alveg ljóst að það hefði aldrei tekist að setja upp svona metnaðarfulla dagskrá nema með mjög víðtækri samvinnu, en segja má að flestar ef ekki allar stofn- anir bæjarins komi að þessu, eins og t.d. forstöðumenn allra menn- ingarstofnana í bænum, tónlistar- skólinn, leikskólarnir, grunnskólarnir, íþróttafulltrúi, íþrótta- félögin og eldri borgar- ar. Auk fjölmargra annarra sem lagt hafa sitt af mörkum til að gera dagskrána sem áhugaverðasta.“ – Hvað finnst þér sjálfri skemmtilegast við menn- ingardagana? „Við undirbúning og skipulagn- ingu Kópavogsdaganna var haft að leiðarljósi að dagskráin höfð- aði til sem flestra. Því finnst mér hvað ánægjulegast við dagskrána hve fjölbreytt hún er og hvað það eru margir sem koma að henni.“ Sigurrós Þorgrímsdóttir  Sigurrós Þorgrímsdóttir er fædd í Reykjavík 1947 en hefur búið í Kópavogi frá 1978. Stúd- ent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1986 og lauk BA- prófi í stjórnmálafræði og hag- fræði frá Háskóla Íslands 1990. Lauk prófi í hagnýtri fjölmiðlun haustið 1991 og MA-námi í stjórnsýslufræðum 2002. Sig- urrós er bæjarfulltrúi í Kópavogi og forseti bæjarstjórnar. For- maður Lista- og menningarráðs bæjarins. Sigurrós er gift Guð- mundi Ólafssyni verkfræðingi og eiga þau fjögur börn. …en segja má að flestar ef ekki allar stofnanir bæj- arins komi að þessu KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Fram hélt upp á 95 ára afmæli sitt með opnu húsi og kaffiveitingum í Safa- mýrinni á fimmtudag. Birgir Lúð- víksson, Anný Ástráðsdóttir og bræðurnir Steinn og Karl Guð- mundssynir voru gerð að heiðurs- félögum fyrir störf fyrir félagið. Fjölbreytt dagskrá var í Safamýr- inni fyrir börnin og kom lögreglan við og skoðaði hjól barnanna. Börnin fengu síðan að sjá hvað gerist þegar hjólreiðahjálmur er látinn detta nið- ur úr 6 metra hæð, sem er svipaður hraði og börnin ná þegar þau hjóla hratt niður brekkur. Börnin fengu að skoða hjálminn eftir fallið og sjá hvaða áhrif slíkt fall getur haft. Dofri Hermannsson leikari hefur unnið að því í samvinnu við Umferð- arráð og íþróttafélögin að kynna hjálma með myndum og nafni íþróttafélaganna. Dofri á dóttur sem var í Fram og kynntist því í gegnum hana að á ákveðnum aldri verða börn feimin við að nota hjálmana. „Við bjuggum til mynd fyrir hvert félag til að setja á hjálminn ásamt merki þess, mynd sem börnin gætu verið stolt og ánægð með,“ sagði Dofri. Á hjálmi Fram er til dæmis mynd af ref, KR-hjálmarnir bera mynd af ljónsgini, Þróttara- hjálmarnir mynd af ketti o.s.frv. „Það liggur svolítið djúp pæling að baki þessu. Íþróttakrakkar eru oft foringjar í skólum sínum. Við reiknuðum það út að ef við fengjum þau til að vera með hjálm sem þau væru stolt af, eins og með mynd af félaginu sínu, þá fengjum við hina krakkana til að gera eins. Við not- uðum þessa krakka því svolítið til að ryðja brautina fyrir hina sem var farið að finnast asnalegt að vera með hjálma. Ég held að þetta hafi tekist mjög vel,“ sagði Dofri. Hjólreiða- hjálmar prófaðir á afmæli Fram Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Börnin skoða brot úr hjálminum eftir að hann var látinn falla úr 6 m hæð. HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt karlmann um þrítugt í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir kynferðisbrot gegn eiginkonu uppeldisbróður síns en hún gat ekki spornað við brotinu sökum svefndrunga. Atvikið átti sér stað í september 2001. Konan og eiginmaður hennar fóru á dansleik og eftir að honum lauk fengu þau sér snarl á heimili sínu og fóru að sofa, líklega um klukkan fimm um morguninn. Kvaðst konan hafa drukkið áfengi en aldrei verið mjög ölvuð. Hún sagðist hafa vaknað við að ákærði stóð yfir henni, búið var að færa náttbuxur hennar niður og hneppa náttskyrtu frá og hafði hann sett fingur inn í fæðingarveg hennar. Hún kvaðst hafa kippt hendi hans burtu, tekið sængina og snúið sér undan. Engin orð hefðu fallið en kon- an lýsti því að hún hefði verið algjör- lega frosin. Þegar maður hennar vaknaði sagði hún honum frá því sem gerst hafði og um kvöldið sagði hún systur sinni og mági frá atvikum. Sex mánuðir liðu þar til konan kærði manninn en hún sagðist í upp- hafi ekki geta hugsað sér að kæra hann enda fjölskyldutengsl sterk. Síðan hefði henni liðið sífellt verr og viljað losna við vanlíðan með því að kæra. Enn liði henni illa. Fyrir dómi sagði ákærði að hann hefði verið mjög ölvaður seinni hluta nætur og bar við minnisleysi. Fjölskipaður dómur taldi að þótt konan væri ein til frásagnar þætti ekki varhugavert, þegar málsatvik væru virt í heild, að leggja framburð hennar til grundvallar dómi. Var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa brotið alvarlega gegn persónu- legri friðhelgi, heimilishelgi og kyn- frelsi þolanda brotsins. Auk þess rof- ið trúnað sem ættmenni og fjöl- skylduvinur. Honum til málsbóta var m.a. talið að hafa beðist afsökunar á brotinu, dráttur á kæru hefði verið þungbær auk þess sem fjölskyldu- tengsl rofnuðu. Hann var auk fang- elsisrefsingar dæmdur til að greiða konunni 400.000 krónur í skaðabæt- ur. Erlingur Sigtryggsson, Finnur Torfi Hjörleifsson og Hjördís Há- konardóttir kváðu upp dóminn. Sig- ríður J. Friðjónsdóttir var saksókn- ari ríkissaksóknara, Örn Clausen hrl. var skipaður verjandi og Sif Konráðs- dóttir hrl. réttargæslumaður brota- þola. Gat ekki spornað við sökum svefndrunga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.