Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 10

Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 10
10 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S jálfstæðisflokkurinn hefur nú setið ístjórn í tólf ár. Þú hefur gegnt emb-ætti forsætisráðherra allan þann tíma.Hefur þú og flokkurinn þrek í fjögurár til viðbótar? Það held ég og þó að það væri miklu lengri tími, þetta hefur lítið með þrek að gera. Ég er á besta aldri, er nákvæmlega jafngamall núna og þegar Steingrímur Hermannsson varð fyrst for- sætisráðherra. Eini munurinn er sá að ég er kominn með talsverða æfingu. Reyndar er það nú þannig að takir þú tímabilið frá 1971 hefur Framsóknarflokkurinn setið í ríkisstjórn allan þann tíma ef undanskilin eru fjögur ár. Og ekki er hann að kvarta undan því að hann hafi ekki nægilegt áframhaldandi þrek. Ríkisstjórnarflokkarnir leggja í kosingabar- áttunni ríka áherslu á þann árangur er náðst hefur á síðasta kjörtímabili og fara fram á áframhaldandi umboð. Nú er það þekkt í fjár- málageiranum að ávöxtun í fortíð segir ekkert um ávöxtun í framtíð. Á það sama ekki við í stjórnmálum? Það getur vel átt við í pólitík að þótt vel hafi gengið eitt kjörtímabil muni ekki endilega ganga vel næst. Í þessi tilviki er það þó þannig að menn hafa bæði náð miklum árangri og náð að slétta úr vissum vanda sem upp kom og hefði getað farið úr böndum. Kjarasamningar hefðu getað farið upp í loft. Verðbólgan hefði getað farið úr böndum. Viðskiptahallinn hefði getað orðið óviðráðan- legur. Sumir spáðu því – raunar forystumenn í ákveðnum flokkum – að þetta færi allt á verri veg. En ríkisstjórnin hafði fullt vald á málinu. Nú erum við að fara inn í, ef vel er á haldið, mikla uppsveiflu. Þá þarf einmitt aðila sem hafa styrk, vilja og getu til að stýra af festu. Þannig að ég held að sá árangur sem við byggjum á sé góð leiðbeining um það að þar fari menn sem treystandi er til að halda á málum með þeim hætti að ágóðinn skili sér til Íslendinga. Sjálfstæðisflokkurinn segist vera stoltur af sínum árangri – hvað telur þú að standi upp úr? Það kannski stendur upp úr að þjóðfélagið hugs- ar allt öðru vísi. Það eru gerðar ríkari kröfur til festu og öryggis. Nú fer um menn ef verðbólgan fer á einu ári upp í níu prósent, fyrir daga þess- ara ríkisstjórna sem ég hef leitt hefði talist kraftaverk að hún væri svo lág. Í annan stað hef- ur þjóðfélagið breyst þannig að fyrirtæki og fólk hafa svigrúm til að bregðast við aðstæðum hratt og vel. Í þriðja lagi höfum við verið og stefnum að því að veita enn frekara svigrúm fyrir ein- staklingana til að nýta þá fjármuni sem þeir afla. Við erum að slaka á kló ríkisins á sjálfsaflafé landsmanna en um leið standa fyrir öflugasta velferðarkerfi sem þekkt er, uppbyggingu á flestum sviðum auk þess að lækka skuldir rík- issjóðs. Hagstjórn viðkvæm á næstu árum Yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar um að þeir sem vilja breytingar eigi að kjósa Sam- fylkinguna, vinstri græna eða Frjálslynda flokk- inn má túlka sem ósk um að stjórnarandstaðan taki við stjórnartaumunum að loknum kosning- um. Er það þitt mat að skilin séu þetta skýr í kosningunum? Ég vil ekki fullyrða það. En þó er það svo að formaður Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hann telji það ákjósanlegan kost að mynda stjórn síns flokks, vinstri grænna og frjálslyndra. Stefnuskrár þessara flokka eru nú ekki alltaf skýrar, Samfylkingin er á hlaupum frá hverju stefnumálinu á fætur öðru, en þó virðast þeir geta sameinast um eitt: Að setja allan sjávarútveg á Ís- landi í uppnám með tillöguflutningi sem er ein- stakur í sögunni gagnvart atvinnulífinu. Ég tel að gangi slíkar tillögur fram muni blasa við mikið öngþveiti í íslensku efnahagslífi sem myndi leiða til mikils óróa og stórfelldrar kjara- rýrnunar. Þannig að þetta er ekki gæfulegt. Það er rétt hjá hagfræðingunum að þótt mjög margt geti gengið okkur í hag ef rétt er á haldið á næstu misserum þá verður hagstjórn sérstak- lega viðkvæm á næstu árum. Þessi kokkteill sem formaður Samfylkingarinnar er að boða sem óskastjórn sína, og er reyndar eina ríkis- stjórnin sem hann hefur nefnt, held ég að sé ekki líklegur til að halda af festu utan um nokk- urt mál. Hver verða brýnustu verkefnin á næsta kjör- tímabili fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við? Að halda þannig utan um efnahagsmálin að hægt verði að standa við loforð okkar um skatta- lækkanir. Við förum þá leið að nota lítinn hluta af þeim afrakstri sem verður til í þjóðfélaginu til að lækka skatta. Nú eru sumir skyndilega að finna það út að ríkið hafi ekki efni á þessu. Menn ættu hins vegar að hafa eitt hugfast. Á síðasta kjörtímabili settum við – án þess að hafa nokkurn tímann um það talað – 55 milljarða inn í lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Samt sem áður tókst okkur áfram að standa að því að hækka ekki skatta og greiða niður skuldir og var hagvöxturinn þó mun minni en hann verður núna. Nú er atvinna að aukast og hagvöxtur að vaxa þannig að það er augljóst að við förum var- lega í tillögum okkar um lækkun skatta, þvert á það sem er sagt svona í hita kosningabarátt- unnar. Það blasir algjörlega við og er svo skýrt að varla nokkrum manni getur yfirsést það, þegar lesin eru viðtöl við forystumenn annarra flokka, að verði Sjálfstæðisflokkurinn ekki í næstu rík- isstjórn munu engir skattar lækka. Samfylking- in hefur engan raunverulegan vilja til að lækka skatta. Þeir komu með einhverjar slíkar yfirlýs- ingar á síðustu metrunum en þeir hafa aldrei staðið að lækkun skatta og þekkt er hvernig borgin hefur í tíð þeirra hækkað skatta og öll gjöld í stórum stíl. Höfum afl til að lækka skatta og tryggja velferð Skattamálin eru samkvæmt skoðanakönnun það mál sem kjósendur telja mikilvægast þegar þeir taka afstöðu til stjórnmálaflokkanna. Hins vegar kemur jafnframt í ljós að velferðarmálin fylgja þeim fast á eftir. Andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins segja að skattalækkunartillögur flokksins muni veikja velferðarkerfið. Hefur þú áhyggjur af því? Nei, vegna þess að ég horfi þannig til málanna að við höfum afl til hvoru tveggja. Ég segi stund- um að við séum stödd eins og vel rekið fyrirtæki sem geti greitt hluthöfum sínum arð og allir Ís- lendingar séu hluthafar í fyrirtækinu Íslandi. Maður greiðir aldrei út allan hagnaðinn heldur nýtir hluta til að byggja áfram upp. Við getum lækkað skattana auðveldlega. Þessir 55 millj- arðar er ég nefndi áðan og voru greiddir í lífeyr- issjóð starfsmanna ríkisins eru miklu hærri tala en skattalækkunarhugmyndir okkar á þessu kjörtímabili. Til viðbótar því voru settir miklir peningar í Seðlabankann og fjárframlög til vel- ferðarmála-, félags- og menntamála voru stór- aukin. Hálendi Íslands og virkjanir þar hafa verið mikið til umfjöllunar á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok. Viðbrögð við hugmyndum Landsvirkjunar við Norðlingaölduveitu sýna jafnframt að þessi mál eru enn mjög viðkvæm. Erum við að nálgast þau mörk að ekki verði lengur hægt að ná pólitískri sátt um virkjunar- framkvæmdir? Það held ég ekki. Það er miklu fremur þannig að menn geti náð árangri í þeim efnum. Það er mjög margt óvirkjað, ekki síst í háhita og jarð- gufu og eins í vatnasvæði Þjórsár og víðar. En við höfum náð þeim mörkum að við virkj- um ekki nema menn hafi sannfært sig um það, að rask og spjöll á náttúru hafi verið rannsökuð í þaula og ekki sé farið af stað ef menn telja að þar sé um meiriháttar voðaverk að ræða. Niðurstaða stjórnvalda varðandi Norðlinga- öldu er að það er gengið afar langt gagnvart virkjunaraðilanum að setja honum takmörk. Friðlandið var mjög vítt dregið og í rauninni ekki skylt að halda sig utan þess. En það var ákveðið og í öllum þeim lausnum sem menn skoða núna er það megininntakið. Og inn fyrir friðlandið verður ekki farið. Það liggur alveg klárt fyrir. Nú náðist mjög stór áfangi í stjóriðjumálum á þessu ári sem lengi hefur verið stefnt að ... Það var mjög fróðlegt hvernig þessi áfangi náðist því í raun voru það einungis stjórnar- flokkarnir sem stóðu að þessu máli af heilindum. Vinstri grænir og frjálslyndir voru algjörlega á móti. Formenn þeirra flokka hömuðust á móti málinu. Samfylkingin var á móti málinu í byrjun og vildi gera það tortryggilegt á meðan það var í vinnslu. Borgarstjóri talaði á móti málinu og gekk á fund viðskiptaráðherra til að lýsa því yfir að borgin myndi ekki veita ábyrgðir. Þannig reyndi hún að setja málið í uppnám. Fulltrúi hennar í stjórn Landsvirkjunar lagðist þvert gegn málinu og reyndi að eyðileggja það. Það var ekki fyrr en málið var í höfn og komn- ir átta borgarfulltrúar sem studdu það frá Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki að talsmaður Samfylkingarinnar sagðist ekki vilja „bregða fæti fyrir málið“. Þetta sagði hún ekki fyrr en hún gat ekki sett fótinn fyrir það og skoðana- kannanir sýndu mikinn stuðning þjóðarinnar við það. Svo stilla þeir sér nú upp, samfylkingar- mennirnir, á myndum fyrir framan Alcoa-skiltið fyrir austan. Ég varð var við það á ferð minni um Austurland að þetta þótti mönnum hjákátleg mynd. Samkeppni á háskólastigi er að verða mjög lífleg og einkareknir háskólar eru nú farnir að veita Háskóla Íslands harða samkeppni í nokkr- um greinum. Þessi þróun hefur hins vegar ekki náð til annarra skólastiga í neinum mæli. Telur þú æskilegt að stefna beri að því að svo verði í framtíðinni? Ég held í fyrsta lagi varðandi háskólana að þar séu gerðar mjög merkilegar tilraunir og reyndar kannski komnar af tilraunastigi. En ég er líka sannfærður um það að ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn á ekki aðild að myndi styðja þessa viðleitni með hangandi hendi, svo ekki sé meira sagt. Við sjáum hvernig þetta hef- ur gerst í Hafnarfirði þótt það hafi verið á öðru sviði. Við sjáum hvernig R-listinn hefur sýnt tómlæti gagnvart Ísaksskóla og Landakots- skóla. Allt svona framtak virðist vera eitur í þeirra beinum. Þótt menn tali fjálglega núna þá sögðu þeir heldur ekki fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar að þeir myndu þrengja að Ísaksskóla. Ég tel að Háskóli Íslands eigi að vera sterkur og öflugur og að það þurfi að huga mjög vel að hans skilyrðum. Hann er megin menntastofnun landsins. En við teljum það í þágu hans að skólar á borð við Háskólann í Reykjavík og Bifröst og Háskólinn á Akureyri og fleiri fái þrifist með velvild og helst stuðningi stjórnvalda. Samkeppni gerir þessum skólum og unga fólkinu mjög gott. Ekki síst Háskóla Íslands. Slíka kosti viljum við skoða á fleiri sviðum. Nú hefur frjálsræði í viðskiptalífinu aukist til muna á síðustu kjörtímabilum. Með einkavæð- ingu fjármálafyrirtækja og vaxandi frjálsræðis í viðskiptalífinu hafa jafnframt mikil völd og áhrif verið færð frá hinu opinbera til einkaaðila. Verð- ur ekki samhliða þessu að móta strangari reglur og herða eftirlit með því hvernig þessu valdi er beitt? Ég tel að það sé rétt að mjög mikið hafi verið gert á þessu sviði, ekki einungis varðandi einka- væðingu heldur á mörgum sviðum. Ríkisvaldinu hefur verið settur stóllinn fyrir dyrnar og staða einstaklingana í viðskiptum við ríkisvaldið hefur stórstyrkst. Þessu fylgja langtímaáhrif og ég er mjög ánægður með það. Ég er mjög þakklátur fyrir óvænta grein Davíðs Þórs Björgvinssonar pró- fessors sem hann skrifaði í Morgunblaðið vegna þess að honum höfðu bersýnilega ofboðið full- yrðingar um að afskipti stjórnmálamanna hefðu aukist. Langbest er að leikreglur á markaði séu ein- faldar, ljósar og skýrar og að eftirlit sé sem minnst. Engu að síður er óhjákvæmilegt, því að við búum á samkeppnissvæði sem er heimurinn allur, að við lútum sömu reglum og aðrir hvað það varðar. Aðilar á markaði geta ráðið mjög miklu um það sjálfir hversu fyrirferðarmiklir eftirlits- og reglugerðaraðilar eru. Það geta ver- ið dæmi um það að sumir aðilar á markaði með framgöngu sinni kalli eftirlit og vald yfir alla hina sem engar reglur brjóta og það er mikill skaði. Neikvæði tónninn að mestu horfinn Ekkert lát virðist vera á þeirri þróun að fólk utan af landsbyggðinni flytjist til höfuðborgar- svæðisins. Margar af smærri byggðum landsins eru í tilvistarkreppu en jafnframt eru að mynd- ast sterkir byggðakjarnar í flestum landshlut- um. Er þetta óhjákvæmileg þróun þótt sárs- aukafull sé eða verður að grípa til einhverra aðgerða til að stuðla gegn byggðaröskun? Ég held að þessi þróun hafi um sumt verið þess eðlis að við hana hafi ekki verið ráðið. Hún tók mið af búháttabreytingum og atvinnuhátta- breytingum, tækniframförum eins og alls staðar annars staðar hafa gerst. Það hefur þó ekki breytt hinu að ýmsar þær aðgerðir sem menn hafa farið í munu til lengri tíma stuðla að því að úr þessu dragi. Ég held að við séum komin nálægt botni hvað það varðar. Maður sér gríðarlega víða bendingar í þá átt. Ég hef ferðast mjög mikið um landið í tengslum við kosningarnar og það hef ég gert áður nokkrum sinnum. Það er reginmunur á þessum ferðalögum og þessum fundum nú og meginmunurinn er sá að hinn neikvæði tónn sem var svo hávær áður er horfinn að mestu. Það er bjartsýnt fólk á ferðinni að kynna manni fjölmargar hugmyndir sem það hefur um framtíðina. Það er kraftmikið og lífvænlegt fólk á þessum stöðum sem er að taka forystu víða. Sveitarstjórnamennirnir eru margir ungir og virkir og fullir bjartsýni. Menningarþjónustan er að aukast alls staðar og fjölbreytni atvinnu- lífsins hefur tekið stakkaskiptum. Þannig að ég var afskaplega glaður að finna á þessum fjöl- mennu fundum hvernig fólkið er stemmt. Það finnur að það er komin viðspyrna og að það sjálft er lykillinn að breyttri og bættri stöðu. Opinber- ir aðilar eiga að koma til stuðnings en ekki hafa frumkvæðið nema að að takmörkuðu leyti. Þetta sést um allt land. Þetta er gjörbreytt hugarfar. Menn eru að huga að menntun, fjar- kennsla hefur aukist um 500%. Mér finnst að við séum komin að þeim mörkum að varnarbarátt- unni sé að ljúka og sóknin að hefjast. Þegar efnahagsástandið gengur vel, eins og við ætlumst til að það geri, þá verður góður jarð- vegur fyrir þessar breytingar. Ef menn hins vegar setja meginatvinnugrein landsbyggðar- innar, sjávarútveginn, í uppnám, eins og tillögur eru nú um hjá Samfylkingunni og vinstri græn- um, að ég tali nú ekki um tillögur Frjálslynda flokksins sem ekki er heil brú í þá er ekki bjart framundan. Nú eru 92% kvótans úti á landi. Þessar breytingar myndu setja það allt í upp- nám með stórkostlegum tilflutningi kvótans, væntanlega þangað sem fjármagnið er mest. Það yrði meiri samþjöppun því þeir minnstu ættu ekki möguleika á að kaupa kvóta á upp- boði. Það myndi fækka í sjómannastétt og laun þar hríðfalla vegna þess að útgerðin yrði að setja stórkostlega fjármuni í að endurnýja sína eigin kvóta. Sjávarútvegurinn heldur niðri í sér and- anum vegna þessara tillagna. Menn eru ótta- slegnir víða um land. Þetta er mikið alvörumál. Sjávarútvegskerfið hefur verið mikið til um- ræðu í þessari kosningabaráttu og sumir flokk- ar, líkt og þú nefnir, boðað að þeir vilji gera mjög róttækar breytingar á núverandi kerfi. Það fylgi Skattar ekki lækkaðir án Sjálfstæðisflokksins Það er brýnasta verkefni næsta kjörtímabils að tryggja að haldið verði þannig á stjórn efnahagsmála að hægt verði að standa við áform um lækkun skatta, segir Davíð Oddsson forsætisráðherra í samtali við Steingrím Sigurgeirsson. Hann segir ekki öruggt að skattar verði lækkaðir nema Sjálfstæðisflokkurinn eigi aðild að næstu ríkisstjórn. Hann segir það eina sem stjórnarandstaðan geti sameinast um sé að setja allan sjávarútveg á Íslandi í uppnám. Alþingiskosningar 10. maí 2003

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.