Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 15
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
IR
2
09
86
05
/2
00
3
Lagadeild
Við skipulagningu laganáms við HR var
tekið mið af laganámi við marga af virtustu
háskólum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Námið er hagnýtt og nútímalegt en byggir
um leið á traustum fræðilegum grunni.
„Líflegar umræður í tímum, kraftmiklir
nemendur og framúrskarandi kennarar eru
einkenni laganáms í HR.“
Erna Mathiesen, lagadeild HR,
stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík
Viðskiptadeild
Viðskiptanám í HR skilar sér ekki einungis í
formi aukinnar þekkingar – þú þjálfar hæfni í
greiningu, ákvarðanatöku og samskiptum.
Þannig eykur þú samkeppnishæfni þína
sem einstaklingur og margfaldar möguleika
þína í starfi og frekara námi.
„Ég valdi Háskólann í Reykjavík því ég taldi að hér
væri meiri metnaður en gengur og gerist í öðrum
íslenskum háskólum. Í þeim efnum hef ég
sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum.“
Kolbeinn Friðriksson, 1. ári í viðskiptadeild HR,
stúdent frá VMA
Tölvunarfræðideild
Sérhæfð námskeið undir leiðsögn færustu
sérfræðinga, viðamikil verkefnavinna í lok
hverrar annar og rannsóknir í fremstu röð
eru á meðal þess sem einkennir nám við
tölvunarfræðideild HR og veitir nemendum
grunn sem býr þá jöfnum höndum undir
störf og framhaldsnám.
„Róbótanámskeiðið, þar sem við lærðum af
einum færasta sérfræðingi heims á þessu sviði
var ómetanleg reynsla.“
Jóhann Ari Lárusson, tölvunarfræðideild HR,
stúdent frá Verzlunarskóla Íslands
Opið hús Háskólanum í Reykjavík,í dag kl. 13–15
Vertu velkomin(n) á Opið hús þar sem stúdentar,
námsráðgjafar og kennarar kynna námið og aðstöðuna
– og smita þig af metnaðinum sem ræður ríkjum
í skólanum. Léttar veitingar í boði.
Auk hefðbundins háskólanáms bjóðum við:
• Háskólanám með vinnu í viðskiptafræði
• MBA nám
• Fjarnám í tölvunarfræði
• Meistaranám í tölvunarfræði
Viltu fá sendan bækling? Sendu póst á ru@ru.is
Umsóknarfrestur er til 5. júní
Félag stúdenta við Háskólann í Reykjavík www.ru.is