Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 20
20 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
OFT verður manni hugsaðtil þess hvað öll þessi fjöl-menna fylking, sem er álaunaskrá fámennrar
þjóðar og segist reka erindi hennar
af áhuga og dugnaði á erlendum vett-
vangi skilar litlum árangri svo sýni-
legt sé. Hvernig hefir t.d. Halldóri
Ásgrímssyni utanríkisráðherra
vegnað í máli Sophiu Hansen? Hann,
sem er trúnaðarvinur og vopnabróðir
utanríkisráðherra Tyrklands og
styður hernað í Írak. Hefir hann ekki
tekið afstöðu með málstað Halim Als,
en látið hagsmuni Sophiu og dætra
hennar lönd og leið? Grettis var hefnt
í Miklagarði svo eftir var tekið, en
hverjum dettur í hug að nefna nafn
Halldórs Ásgrímssonar og Þorsteins
sem nefndur var Drómundur í sömu
andránni. Spes kemur ekki í hugann.
Því aðeins nefni ég utanríkisþjón-
ustu lands vors að ég hripaði grein í
Morgunblaðið sunnudaginn 13. apríl
sl. og nefndi menn og muni, sem
tengjast sögu Íslendinga með minn-
isstæðum hætti. Þar greindi ég frá
einstæðri för Eiríks Ólafssonar
bónda á Brúnum til Kaupmanna-
hafnar, kistlinum góða með galdra-
læsingunni, ljósmyndaskiftum kon-
ungs og bónda, að ógleymdum
hestinum, sem hneggjaði og heilsaði
eiganda sínum. Ég greindi frá til-
mælum til sendiherra um að hann út-
vegaði gögn, sem tengdust för Eiríks
og frásögn hans af ferð þeirri er hann
fór. Nefndi þjóðminjavörð og spurði
hvort unnt væri að fræðast frekar
um muni þá sem nefndir voru. Ekk-
ert svar hefir borist.
Altaristafla í Skarðskirkju á Landi
Fyrir allmörgum árum vakti ég at-
hygli á því í grein í Lesbók Morg-
unblaðsins að dönsk stjórnvöld höfðu
kallað eftir altaristöflu sem gerð var
úr hvalbeins-spjöldum og prýddi
Skarðskirkju á Landi og létu senda
til Danmerkur, en lofuðu málaðri alt-
aristöflu í stað hinnar og spurði þá-
verandi þjóðminjavörð hvernig því
máli hefði reitt af. Beindi einnig
spurningunni til þáverandi biskups
og jafnframt til prófasts Rangár-
valla, sem sat á Breiðabólsstað. Ekk-
ert svar hefir borist. Var loforð
danskra stjórnvalda, sem hremmdu
hina fornu hvalbeinstöflu og héldu í
hartnær heila öld efnt? Ber stjórn-
völdum ekki að gera grein fyrir því
þegar spurt er?
Svo aftur sé vikið að Danmerkur-
för Eiríks á Brúnum má gjarnan
nefna litla, en einkar áhugaverða
kilju, sem Erik Sönderholm samdi og
nefndi „Kongsfærd og bonderejse“
og kom út á vegum Politikens Forlag
1974. Bókin geymir sögu Eiríks og
jafnframt frásögn Erik Sönderholm
um hagi lands og þjóðar ásamt kafla
um skáldsögu Halldórs Laxness um
Mormóna og sögu Steinars bónda í
Steinahlíðum. Bókarkverið er mynd-
skreytt. Það vekur athygli að myndir
þær sem Páll Jónsson ferðagarpur
og ljósmyndari tók á sínum tíma af
húsum undir Eyjafjöllum, sem tengj-
ast sögu Eiríks, sýna listfenga húsa-
gerð íslenskra bænda. Það vekur að-
dáun að sjá hve smekklega þeim
tekst að fella húsin að landslaginu og
jafnframt undrun hver afturför verð-
ur þegar „nýtískuleg“ húsagerð tek-
ur við.
Danskir Íslandskaupmenn
Sigmundur prentari Guðmunds-
son var samskipa Eiríki til Kaup-
mannahafnar og lýkur hann lofsorði
á hann fyrir árangursríka dönsku-
kennslu á siglingunni.
Þá ber að víkja að dönskum Ís-
landskaupmönnum, sem Eiríkur
hittir á ferð sinni og getur að góðu.
Hann minnist einkum þeirra er hann
kannast við að heiman. Svo sem
kunnugt er voru greiðar samgöngur
milli Eyjafjalla, Landeyja og Vest-
mannaeyja um þessar mundir Eirík-
ur mun hafa stundað viðskifti við
Edvard Thomsen faktor en hann var
kvæntur Kristjönu Knudsen, einni
hinna frægu og fögru Landakots-
systra. Bar hann sigurorð af Jónasi
Hallgrímssyni, sem sagt var að felldi
hug til hennar og gerði sér tíðförult
upp stíginn að Landakoti. Edvard
þessi Thomsen átti son með systur
Kristjönu. Var það Kirstín Knudsen,
móðir Lárusar Eðvarðs bæjarfógeta
í Reykjavík, þess er tók á móti Krist-
jáni konungi IX er hann kom á þjóð-
hátíð 1874. Auk þess sem frá var
greint í sunnudagsgrein 13. apríl
segir Eiríkur frá ferð er hann fór
með syni Edvards Thomsen og
Kristjönu Knudsen. Sá var hálfbróð-
ir Lárusar Edvards, samfeðra, hann
var fimmti í röðinni af börnum þeirra
Thomsenshjóna, Hans Edvard
Thomsen, fæddur 24. september
1842 í Kaupmannahöfn.
Hans Edvard Thomsen og Eiríkur
voru viðstaddir hersýningu í Kaup-
mannahöfn. Hann er því tæplega 34
ára þegar hann fylgir Eiríki Ólafs-
syni um götur Kaupmannahafnar til
þess að horfa á hersýningu sem Ei-
ríkur lýsir svo í ferðasögu sinni:
Lýsing Eiríks á hersýningu
„Einn eðallundaður maður, Ed-
vard Thomsen, elzti sonur Thom-
sens, er áður er getið, sótti mig heim
langa leið og bauð mér að koma með
sér á hersýningu á Nörrefælled, og
er það rennsléttur valllendisflötur
hér um bil 400 faðmar í hvert horn,
rétt fyrir utan borgina.
Fyrst kom á völlinn ein fylking,
4.000, allir eins búnir, í dökkum föt-
um með óskemmtilega stórar og
loðnar húfur á höfðinu, gangandi allir
með byssur og báru mikið í bak og
fyrir. Edvard sagði mér, að það væri
um 40 pd. með byssunni, og þetta
verða þeir að bera í stríðunum. Það
er matur og föt, púður og högl. Svo
kom önnur fylking, 4.000, að öllu eins
nema öðruvísi klæddir og á höfðinu
eins og horn eða nýja faldinn, er var
blátt. Svo kom sú þriðja, 4.000, allir
ríðandi. Á meðan voru 20 menn á
ljósum hestum að syngja á hljóðfæri
og halarófan á eftir, og var það lengi
að líða hjá um eitt hlið, og voru þó
alltaf 6 samsíða. Í þessari fylking
mátti sjá stóra og félega hesta og á
þeim unga, frísklega og skrautlega
menn. Það getur engum til hugar
komið, sem ekki sér, hvað sú fylking
gat verið skrautleg, glampandi og
svipmikil, því til dæmis voru beizlin
öll silfurbúin, eða svo skært sem nýj-
ar krónur. Allt höfuðleðrið með
skjöldum og ólartaumarnir með þétt-
um doppum upp að höndum, svo ekki
var nema þumlungur á milli þeirra og
bönd héngu frá hvoru eyra niður með
kjálkum með doppum á og ein stór
doppa ílöng festi saman endana að
neðan, og eftir þessu var búningur-
inn utan á mönnum. Ég hugsaði með
mér, að þessi fylkingarútbúnaður
mundi kosta mikla peninga. Nú var
annar flokkurinn úr borginni og utan
af landinu að koma og horfa á, af
körlum og konum, og sá ég þá marg-
ar laglegar stúlkur. Þegar nú þessir
12.000 hermenn voru komnir á völl-
inn, var þeim raðað í 3 langar fylk-
ingar. Í því bili kemur konungur og
Grikkjakonungur á hægri hönd og
krónprinsinn á vinstri hönd, allir ríð-
andi á jörpum hestum. Var þá kon-
ungur okkar með miklu skrauti, orð-
um og múnderingum og hinir eins, og
drottningar Dana og Grikkja og Þyri
í vagni á eftir, og sá ég þá gjörla allt
þetta fólk í þriðja sinn. Þeir riðu allir
samsíða hægt, innan um allar fylk-
ingarnar, og konungur tók í kaskeitið
og hneigði sig, er hann reið hjá hers-
höfðingjum eða lautinöntum. Að því
búnu fór allt það konunglega í einn
hóp og er þar kyrrt, og 20–30 manns
á móti, allir að syngja á listileg hljóð-
færi, og dálítið bil milli þeirra og kon-
unga, og fóru þar allar fylkingarnar í
gegnum, fram og til baka, og seinast
fór þar í gegnum ein fylking með 32
kanónur á vögnum, og voru 4 hjól
stór undir hverjum og 10 hestar fyrir
hverri kanónu og margir menn með
hverri. Edvard sagði mér, að kúlurn-
ar í Höfn vægi frá 300 til 500 pund, og
þegar skotið væri þeim stærstu, yrði
að láta 50 pund af púðri í hylkið.
Í kringum þessar herfylkingar var
allt ein skjaldborg af áhorfendum, og
var sagt, að þeir hefði verið 8.000.
Svo í allt hefur þá verið 20 þúsundir á
flötinni, og hugsaði ég það myndi
hafa verið þó fleira, því þetta var
mikill grúi. Á meðan fylkingarnar
fóru fram og til baka, sátu konungar
kyrrir á baki, en að því enduðu riðu
þeir hart eftir flötunum heim til sín
og svo smáféll út af flötunum þessi
grúi til baka, þar til bláfjara varð.
Flöturinn er á 3 kanta umgirtur með
skógi, en á eina húsaraðir, og er hann
skemmtilega fagur. Þetta var einn sá
skemmtilegasti dagur, er ég var í
Kaupinhöfn.“
Á matseðlinum voru 67 heitir
réttir og jafn margir kaldir
Hljómsveitarstjórinn sem stjórn-
aði hljómsveit þeirri er lék af list og
prýði á veitingastaðnum Concert
Boulevard var sonur hins fræga tón-
skálds og hljómlistarmanns Hans
Christian Lumbye, Georg Lumbye,
fjölhæfur og vinsæll stjórnandi og
tónskáld. Veitingastaðurinn var í
hjarta borgarinnar, beint á móti
Tívolí, að heita mátti. Teikning af
hinum vinsæla skemmtistað birtist í
blöðum og fræðiritum.
Annar nafnkunnur Íslandskaup-
maður sem sýndi Eyjafjallabóndan-
um vinsemd og þekkti vel til hans að
heiman var Peter Bryde, sonur Niels
Bryde, Íslands-kaupmanns er rak
verslun í Vestmannaeyjum. Peter
Bryde, sem var kaupmaður, grósseri
og etasráð, bauð Eiríki í Tívolí, Cas-
ino og konunglega leikhúsið. Jón Sig-
urðsson forseti og kona hans Ingi-
björg sátu á bekk næst aftan við
Bryde og Eirík. Með þeim Jóni og
konu hans var kona Jóns Hjaltalín
frá Edinborg. Hún var dóttir Jóns
Thorstensens landlæknis. Nafnkunn
fyrir fegurð og glæsileik. Margrét
Guðrún fædd 1833. Hefir því verið 43
ára um þessar mundir.
Sýningin sem fram fór á Casino
var leikgerð af ævintýrasögunni
„Umhverfis jörðina á 80 dögum“ eftir
Jules Verne. Danska skáldið Erik
Bögh, sem samdi m.a. söngvísurnar
frægu „Komdu og skoðaða í kistuna
mína“ o.fl. vinsæla söngva og leikrit,
færði sögu Verne í leikritsform.
Skrautleg og
glampandi
Nýtískuleg hús.
Sigmundur Guð-
mundsson prentari
Eiríkur Ólafsson bóndi á Brúnum og heimsókn
hans til Kaupmannahafnar hefur áður orðið Pétri
Péturssyni að umfjöllunarefni. Hér er rifjuð upp
glæsileg hersýning sem Eiríkur varð vitni að.
Hlíð undir Eyjafjöllum, torfbær.
Hans Edvard
Thomsen
Eiríkur
Ólafsson
Höfundur er þulur.
Bryde
etasráð
Það var á svona veitingastað sem
Edvard Thomsen bauð Eiríki á Brún-
um að velja sér kræsingar. Georg
Lumbye stjórnar hljómsveitinni.
Jón Sigurðsson og Ingibjörg
Einarsdóttir.
Guðrún var dóttir Jóns Thorstensens
landlæknis og konu hans Elínar Stef-
ánsdóttur Stephensens amtmanns á
Hvítárvöllum.