Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 28

Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 28
28 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýr ilmur frá Blumarine E F þetta er list“ stendur skýrum stöfum á vegg í miðborg Reykja- víkur, en þar eins og víðar má sjá að straumar graffítílistar leika um borgarlandslagið hér líkt og annars staðar í heiminum. Mörg- um þykir þó slík veggjalist – ef list skyldi kalla samanber tvíræðni þeirrar hálf- kveðnu vísu sem vitnað er til hér í upphafi – vera til ama og eiga erfitt með að greina listrænt gildi hennar. Benda jafnvel á þá ógn sem fólgin er í graffítímerkingum glæpagengja erlendis, þar sem yfirráðasvæði eru merkt með torræðum merkjum og ýmsum skilaboðum komið á fram- færi undir formerkjum veggjalistar. Aðrir telja slíka veggjalist eiga fullan rétt á sér; hún hafi gagnrýninn undirtón þar sem ýmislegt sem bet- ur má fara, eða orkar tvímælis í þjóðfélaginu, er tekið til umfjöllunar í þeim tilgangi að vekja al- menna vegfarendur til um- hugsunar um líf sitt og um- hverfi. Spurningin um það hvort graffítí er list, sóðaskapur eða hreinlega glæpur, er auðvitað ekki ný af nálinni. Hún hefur legið í loftinu í þau 30 ár sem formið hefur verið að þróast hvað hraðast og taka breytingum. En upphafið má þó rekja jafnvel enn lengra aftur í tímann, því fyrstu graffítíhóp- arnir komu fram á sjónarsviðið strax á þriðja áratug síðustu aldar, en hreyfing í Los Angeles sem nefndi sig Cholos er líklega frægasta dæm- ið frá þeim tíma. En hvaða skoðun sem fólk kann að hafa á slíkri veggjalist er víst að það sem liggur að baki því besta sem finna má á götunni er ekki síður áhugavert en margt það sem birtist í hinum við- urkennda listheimi stofnanna og gallería. Skör- unin á milli þessara tveggja heima er enda orðin töluverð nútildags, því erlendis starfa nú faglega rekin gallerí sem einvörðungu helga sig verkum graffítílistamanna af ýmsu tagi. Virðulegir fjöl- miðlar, svo sem BBC í Bretlandi, hafa einnig tekið við sér í umfjöllun um þá sem vekja eft- irtekt á þessu sviði, auk þess sem viðurkennd bókaforlög hafa gefið út vandaðar bækur um formið og þann félagslega bakgrunn sem það rís úr. Straumhvörfin í umfjöllun um veggjalist urðu líkast til í Bandaríkjunum árið 1971 þegar The New York Times birti grein um ungling sem nefndi sig TAKI 183 en verk hans, sem blöstu við í neðanjarðarlestakerfi New York- borgar, vöktu forvitni þeirra sem ferðuðust með lestunum um miðborgina. Segja má að með þessari grein hafi athygli umheimsins verið vak- in á þessari iðju, sem áður var fremur einangrað fyrirbrigði er hafði litla skírskotun til annarra en þeirra sem stunduðu það. Skömmu seinna, eða árið 1973, ritaði Richard Goldstein grein í New York Magazine, undir fyrirsögninni The Graffiti Hit Parade (sem útleggja mætti sem Sig- urgöngu veggjalistarinnar), en í þessari grein hans var einna fyrst bent á listræna möguleika þessa miðils. Síðan þá hafa tískufyrirtæki á borð við Aem’kei, Puma, Levi’s, Carhartt, Spiewak og Globe, er höfða til unglinga og ungs fólks með hversdagsfatnaði og sérhæfðum íþrótta- og brettafatnaði, fyrir löngu tekið veggja- listina upp á sína arma við markaðssetningu vöru sinnar. Merki um það sjást t.d. glöggt á heimasíðu Urban- skills; hátíðar sem til- einkuð er tilraunakenndri götulist, en hún verður haldin í Bern í Sviss dag- ana 6.–8. júní næstkom- andi. Þar verða þó örugg- lega ekki unnin nein „skemmdarverk“ á veggj- um Bern-borgar, því til stendur að varpa ljós- myndum af góðum veggj- um víða um heim á fleti í risastórri skemmu, og munu listamennirnir vinna verkin sín ofan í þessa „sýndarveggi“ á meðan á hátíðinni stendur. Þessum heimi fylgir ekki einungis ákveðin fatatíska heldur er orðfærið einnig það sérhæft að tekin hafa verið saman orðasöfn svo þeir sem ekki eru innvígðir geti fótað sig í graf- fítíheiminum. Sá sem kallaður er „toy“ eða „leikfang“ er t.d. óreyndur lista- maður, „crew“ eða „áhöfn“ er hópur einstaklinga sem eiga eitthvað sameiginlegt, svo sem merki eða höfundarnafn, „wall“ eða „vegg- ur“ vísar til ákveðins verks og „tag“ eða „merki“ er áritun ákveðins listamanns eða „áhafnar“. Sum þessara orða hafa verið heimfærð beint upp á íslensku; þannig er talað um að „graffa“ þegar veggur er málaður, en vísað er til verksins sjálfs sem „veggjar“. Á einni þekktustu heimasíðu sem helguð er graffítí er bent á að víðast hvar í heiminum er graffítí bannað. „Við hvetjum ekki til lögbrota, en álítum að list eigi heima á torgum úti og að fleiri löglegir fletir ættu að standa til boða undir þetta heillandi listform,“ segir á síðunni, sem heitir reyndar Art Crimes, eða Listglæpir, sem endurspeglar eðli þessarar umdeildu iðju. Hér á landi virðast margir vera sömu skoðunar og for- svarsmenn þessarar síðu og benda þeir á að ef veggjalist er leyfð á vissum stöðum og þannig beint í ákveðinn farveg, minnka vitaskuld lík- urnar á því að hún rati á miður æskilega staði í formi skemmdarverka. Víst er að megnið af því sem sést áveggjum hér á landi er auðvelt að af-greiða sem sóðalegt krot er vel mættimissa sín, en af og til skjóta upp koll- inum góð verk með sterkum höfundareinkenn- um og efnistökum. Eitt mest áberandi graffítí- verkið í miðborg Reykjavíkur er að finna á gafli húss Máls og menningar við Laugaveg, en það var unnið í samvinnu við Hitt húsið vegna menn- ingarnætur Reykjavíkurborgar árið 1998. Verk- ið hefur fengið að vera í friði síðan þá og má væntanlega draga af því þá ályktun að sátt ríki um „vegginn“. Hefðin erlendis er enda á þá leið að mörg góð verk af þessu tagi eru unnin á veggi sem álitnir eru lýti á borgarmyndinni sem gjarn- an má glæða lífi. Enda má merkja að margir þeirra „graffara“ sem að undanförnu hafa viljað láta taka sig alvarlega bæði í Bandaríkjunum og Evrópu eru skynsamir við val á veggjum og reyna að vinna verk sín í sátt við umhverfið svo þau fái að lifa sem lengst. Í viðtali sem BBC tók við Tristan Manco ný- verið, en hann er grafískur hönnuður og jafn- framt höfundur bókarinnar „Stencil Graffiti“, sem kom út hjá Thames & Hudson-bókaforlag- inu árið 2002, er saga þeirrar tegundar graffítí sem nú færist mjög í aukana rakin, en það eru verk sem gerð eru með skapalónum. Í viðtalinu kemur fram að verk listamannsins Banksy, sem vinnur í Bristol í Bretlandi, hafa átt mikinn þátt í því að vekja athygli á þessu formi, sem fyrst skaut upp kollinum í París á tímum stúd- entabyltingarinnar svonefndu á sjöunda ára- tugnum. Í anda þeirrar byltingar hefur Banksy m.a. unnið verk sem byggjast á þekktum tákn- myndum eða vörumerkjum úr afþreyingariðn- aði sem hann breytir lítillega til að vekja vegfar- endur til umhugsunar um neikvæð áhrif fjöldamenningar – þar sem iðulega skiptir meira máli að falla inn í hópinn en að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Á síðustu misserum hafa einmitt veggmyndir, sem gerðar eru með skapalónum, vakið athygli vegfarenda í miðborg Reykja- víkur, enda skera þær sig mjög úr hinu venjulega kroti, og var m.a. fjallað stuttlega um þær í tímaritinu Sánd fyrir skömmu. Myndir þessar eru af ýmsum gerðum og augljóst virðist að sömu höfundar eru að baki nokkurra þeirra. Skapalóns- mynd sem kennd er við hljómsveitina Sig- ur Rós og sýnir dreng ganga í svefni er mörgum kunn, en hún virðist hafa leyst úr læðingi hugarflug annarra sem siglt hafa í kjölfarið og þróað eigin stíl. Allt er á huldu um höf- unda þessara verka – eða „veggja“ – enda er launungin ríkur þáttur í graffítíhefð- inni þar sem nafnleyndin gagnvart áhorfand- anum er í raun hluti af þeirri hugmyndafræði sem að baki liggur og um leið höfnun á þeirri upphafningu listamannsins sem einstaklings er fremur einkennir hinn viðurkennda og hefð- bundna listheim. Eðlis síns vegna er veggjalist óháð stofn-unum samfélagsins og það er jafnframtmesti styrkur góðra verka af þessu taki.Veggjalistin, eða graffítíið þarfnast engrar umgjörðar til að geta þrifist enda við- fangsefnunum beint að núinu og verkin hverful – í fullu samræmi við þá skírskotun til samtím- ans sem þar er oftast að finna. Í fæstum til- fellum eru verkin eign einhvers; þau birtast ófyrirséð og renna sitt skeið á enda á stöðum þar sem mannlífið er síbreytilegt og kvikt. Þegar vel tekst til, er óhætt að taka undir orð Tristans Manco, er álítur „ekkert annað listform jafn gagnvirkt í okkar daglega lífi“. Hann bendir á að borgarlandslagið sjálft er það yfirborð sem verkin eru unnin á, „án ritskoðunar […] og sem slík bjóða þau upp á afar vítt tjáningarsvið, þar sem kímni og háði er beitt til að koma á fram- færi umhugsunarverðum skilaboðum um sam- félag samtímans.“ Það er vel þess virði að hafa augun hjá sér á ferð um miðbæinn þessa dagana. Þar leynast einstaka „veggir“ með skapalóns-skilaboðum sem smjúga laumulega inn í hugskot manns þegar maður gengur hjá. Litlu skiptir hvort maður er þeim sammála eða ekki; þeir vekja mann óneitanleg til umhugsunar eða vekja í það minnsta með manni óvæntar hugrenningar – og gildir þá einu hvort þeir eru list eða ekki. „Ef þetta er list“ „Ef þetta er [ekki] list“, þá má í það minnsta greina viðsnúning hefðar, bæði í myndmáli og framsetningu. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Ljósmyndir/Elín Hansdóttir SÖNGHÁTÍÐ Hrunamanna, sú fimmta síðan 1997, var haldin á Flúðum að kvöldi 30. apríl. Fram komu Yngrikór Flúðaskóla, Kór Flúðaskóla, Kirkjukór Hruna- prestakalls og Karlakór Hreppa- manna. Þá söng Sigrún Hjálmtýs- dóttir (Diddú) fimm lög við undirleik Miklós Dalmáy. Þar voru á dag- skránni aríur úr óperum og kunn ís- lensk lög. Hún söng einnig einsöng með öllum kórunum sem Edit Moln- ár stjórnaði en Miklós Dalmáy lék undir. Alls telja þessir kórar 130 til 140 manns og var lagavalið fjöl- breytt, eftir innlenda og erlenda höf- unda. Sigurður Ingi Jóhannsson oddviti sveitarinnar flutti ávarp og þakkaði þeim fjölmörgu sem að þessari sönghátíð komu sem var haldin að tilhlutan Kirkjukórs Hrunaprestakalls. Sigurður sagði m.a. að hjá söngfólkinu færu saman hæfileikar, áhugi og metnaður. Mjög góður rómur var gerður að þessari velheppnuðu sönghátíð. Þess má og geta að kór Flúðaskóla flaug til Ungverjalands daginn eftir í söngferðalag og ákveðið er að Kirkjukórinn fari sömu erinda til Ungverjalands í haust. Á myndinni syngur Kór Flúða- skóla undir stjórn Edit Molnár. Söngur á Flúðum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.