Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 34
MINNINGAR
34 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR,
Rauðalæk 67,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju mánu-
daginn 5. maí kl. 15.00.
Jón Erlendsson,
Ingileif Jónsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson,
Erlendur Jónsson, Anna Jóna Hauksdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Þórarinn Eyfjörð,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær amma okkar og systir,
BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Lindargötu 61,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 5. maí kl. 13.30.
Ásgeir Guðnason, Elín Gróa Guðjónsdóttir,
Anna Sigríður Guðnadóttir, Hörður Lárusson,
Kristín Guðmundsdóttir, Guðmundur Ófeigsson.
ESTHER BJARNADÓTTIR,
Hvassaleiti 58,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn
17. apríl sl.
Útför hennar hefur farið fram.
Aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN JÓNSDÓTTIR,
Köldukinn 11,
Hafnarfirði,
sem lést sunnudaginn 25. apríl á St. Jósefs-
spítala Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víði-
staðakirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.30.
Ásgeir Kr. Sörensen, Renate Sörensen,
Jón Aðalsteinsson, Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kær bróðir okkar,
KONRÁÐ S. MAGNÚSSON,
Uppsölum,
Svíþjóð,
lést sunnudaginn 20. apríl sl.
Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna.
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Kristjana Magnúsdóttir.
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR MAGNÚSSON,
frá Breiðavaði,
Ljósárbrekku 1,
Eskifirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup-
stað föstudaginn 18. apríl síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur hlýju og velvild.
Sérstakar þakkir til starfsfólks FSN fyrir frábæra umönnun og hlýju í
veikindum hans.
Oddný Gísladóttir,
börn og fjölskyldur.
✝ Esther Olsenfæddist í Hrísey
14. apríl 1932. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
17. apríl síðastliðin.
Foreldrar hennar
voru Andreas Jo-
hann Olsen vélstjóri,
f. í Noregi, og Jón-
ína Rósa Jónasdóttir
Olsen, húsmóðir, f. í
Syðri-Villingadal í
Saurbæjarhreppi í
Eyjafjarðarsýslu.
Systkini Estherar
eru tvíburasystir
hennar, Valborg, Arvid, og
Gunnvor, sem eru búsett í Nor-
egi, og Andreas Viðar, búsettur í
Reykjavík.
Esther giftist 1. janúar 1950
Baldri Árnasyni, skipstjóra og
vélstjóra, f. í Kolbeinsvík í Ár-
neshreppi í Strandasýslu 7. maí
1930. Foreldrar hans voru hjónin
Árni Ólafur Guðmonsson, bóndi,
f. á Gautshamri í Kaldrananes-
hreppi í Strandasýslu, og Halla
Júlíusdóttir húsmóðir, fædd á
Kambi í Árnessókn í Stranda-
sýslu. Börn þeirra eru: Andreas
Árni, f. 16. júní
1950, hann á þrjú
börn og eitt barna-
barn, Jónína Hrönn,
f. 18. febrúar 1954,
hún á fjögur börn,
Sólveig Björk, f. 18.
febrúar 1954, d. 18.
febrúar 1954, Hörð-
ur, f. 14. október
1958, hann á þrjú
fósturbörn og fimm
barnabörn, og Viðar
Arnar, f. 22. sept-
ember 1964, hann á
fjögur börn.
Esther er fædd í
Hrísey, fer til Noregs 14 vikna
gömul og elst þar upp til 14 ára
aldurs er hún flytur með fjöl-
skyldu sinni aftur til Íslands,
fyrst í Hrísey, síðan Akureyri og
svo á Skagaströnd. Esther og
Baldur hófu búskap sinn á
Skagaströnd en fluttu um 1964 á
Suðurnesin, fyrst í Garðinn og
síðan Sandgerði þar sem þau hafi
búið síðan, að frátöldum tveimur
árum er þau voru í Garðabæ.
Útför Estherar var gerð 25.
apríl frá Hvalsneskirkju í kyrr-
þey, að ósk hinnar látnu.
Okkar elskulega móðir og amma er
farin yfir móðuna miklu. Við söknum
þín sárt og orðin „enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur“ sanna sig
vel á þessari stundu. Allir tala um fal-
lega heimilið sem þú og pabbi eigið og
þegar við komum þar inn eftir að þú
fórst þá liggur við að maður læðist á
tánum og helst megi ekki snerta neitt
eða hreyfa sig, svo mikil er virðing
okkar fyrir því sem þú skildir eftir þig
og þannig allt í röð og reglu og hver
hlutur á sínum stað. Þú skilaðir okkur
börnunum vel út í lífið með því að vera
ákveðin við okkur en samt svo ástrík
og góð móðir, kenndir okkur að gefast
ekki upp þótt á móti blési og að erf-
iðleikarnir væru til að sigrast á.
Elsku mamma, enn eru minning-
arnar ljóslifandi í huga mér um fínu
kjólana sem þú saumaðir á mig og
alltaf voru slaufur í stíl sem þú bast í
hár mitt, og alltaf leið mér eins og
prinsessu þegar þú varst búin að
punta mig upp. Næsta aðfangadags-
kvöld verður eflaust frábrugðið, þá
verður engin elskuleg amma til stað-
ar, eingöngu elskulegur afi okkar með
ístertuna sem við fáum alltaf hjá
þeim.
En nú kveðjum við elsku hjartans
mömmu og ömmu og þökkum fyrir
allt sem hún gaf okkur í lífinu.
Kveðja, þín dóttir
Jónína og börn.
Elsku mamma mín, nú ertu farin í
annan og betri heim, eftir stundum
erfiða göngu í gegnum lífið, nú ert þú
laus við þín veikindi og líður vel. En
þrátt fyrir allt varst þú alltaf kát og
glöð og alltaf var brosið til staðar.
Alltaf tókstu á móti mér með opinn
faðminn og einn eða tveir kossar með,
og alltaf spurðirðu hvernig ég hefði
það.
Heima var alltaf svo fínt og fágað
og alltaf var passað uppá að við
krakkarnir værum hrein og fín, hvort
sem við vorum að fara í skólann eða
eitthvað annað, sem var líklega oft
erfitt þar sem um þrjá fjöruga stráka
og tápmikla stelpu var um að ræða.
Alltaf man ég eftir fyrstu bíóferð okk-
ar saman, bara við tvö, fórum að sjá
„Kofi Tómasar frænda“, ég var
klæddur í mitt fínasta púss og þú
varst svo fín og falleg þennan dag og
ekki minnkaði spennan við það að
þurfa að fara með rútunni inní Kefla-
vík.
Fyrir 4 árum eignaðist ég dá-
samlega fjölskyldu, sem þú tókst
opnum örmum, samgladdist mér inni-
lega og varst alltaf að minna mig á að
vera góður við Biddý, börnin og
barnabörnin, þau væru svo dásamleg.
Þú kenndir mér mamma mín að
elska og virða náungann og hvað kær-
leikur er, trúa á Guð og líf eftir
dauðann og hversu máttug bænin er.
Þetta hjálpar mér mikið núna þar
sem að ég sakna þín mikið en ég veit
að þú lifir áfram í minningunni og
hjarta mínu.
Elsku mamma mín, mig langar að
þakka þér fyrir að hafa fengið að eiga
þig sem mömmu og njóta þeirrar
ánægju sem við áttum saman.
Elsku pabbi minn og systkini, megi
góður Guð gefa ykkur styrk í sorg
ykkar.
En vit þú það, sem þreyttur er,
og þú, sem djúpur harmur sker,
þótt hrynji tár og svíði sár,
að mest er miskunn Guðs.
(Sig. Einarsson.)
Kveðja, þinn sonur
Hörður.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Mig langar með fáum orðum að
kveðja þig Esther mín. Ævi þín var
ekki alltaf dans á rósum, fékkst löm-
unarveikina innan við ársgömul, og
stór var skerfur þinn af sjúkdómum,
upplifðir hörmungar seinni heims-
styrjaldarinnar í Noregi og núna síð-
ast illkynja vágest sem slökkti þitt
síðasta ljós.
En þrátt fyrir allt þetta varst þú
umhyggjusöm og hjálpsöm við allt og
alla, og aldrei var langt í brosið þitt
eða kímnigáfu. Fylgdist vel með öllu
sem gekk á í fjölskyldunni.
Og þakkir sendi ég þér fyrir hvað
þú tókst mínum börnum vel, fylgdist
með þeim eins og þau væru þín eigin
barnabörn, varst orðin jafn spennt og
við Hörður þegar yngsta barnabarnið
okkar fæddist.
Esther mín, það sem við ræddum
saman tveimur dögum fyrir andlát
þitt verður vel geymt í hjarta mér og
mun ég af fremsta megni standa við
loforð mitt við þig.
Elsku Baldur, megi Guð styrkja
þig og fjölskyldu þína í þessari sorg.
Nú kveð ég þig tengdamóðir mín,
megi Guð ávallt geyma þig.
Þá ég hníg í djúpið dimma,
Drottinn, ráð þú hvernig fer.
Þótt mér hverfi heimsins gæði, –
hverfi allt, sem kærst mér er:
Æðri heimur, himnafaðir,
hinumegin fagnar mér.
(M. Joch.)
Þín tengdadóttir
Jóhanna (Biddy).
Elsku amma.
Ég hef ekki þekkt þig mjög lengi
en þú tókst mjög vel á móti mér er ég
flutti til móður minnar og þessi þrjú
ár sem ég hef þekkt þig hefur þú verið
mér svo indæl. Nú hugsa ég með mér
að þessi ljúfa, indæla kona er farin og
það eina sem eftir lifir eru minning-
arnar og eru það allt góðar minning-
ar. Ég mun aldrei gleyma því síðasta
sem þú sagðir við mig þegar ég kom
og heimsótti þig á spítalann, þá vorum
við báðar nýbúnar að vera í hár-
greiðslu, þú fékkst þér krullur og ég
litaði hárið mitt og þér fannst það svo
fallegt. Og svo vorum við að tala um
hann Baldur afa, ég sagði að við ætt-
um að fá hann til að leggja bílnum svo
hann fengi smáhreyfingu. Og þú
sagðir: „Hildur, þú tekur hann afa
þinn undir handlegginn og ferð bara í
göngutúr með hann.“ Þá fóru allir að
hlæja sem voru þar inni. Ég veit að
fólk les þetta nú og skilur ekkert hvað
er fyndið við þetta, en þá eigum við
bara eitthvað sameiginlegt sem við
getum hlegið að þegar við hittumst
seinna. Takk fyrir að vera sú ljúfasta í
lífi mínu síðustu þrjú árin.
Elsku Baldur afi, megi Guð vera
með þér og styrkja þig í gegnum
sorgina.
Hildur Byström.
Á föstudag 25. apríl fylgdi ég elsku-
legri systur minni til grafar. Kom
andlát hennar ekki alveg á óvart þar
sem Esther hefur átt við veikindi að
stríða undanfarin ár og var nýlega
greind með ólæknandi sjúkdóm.
Systkini okkar Gunvor og Arvid
gerðu sér sérstaklega ferð frá Noregi
til þess að hitta hana áður en um sein-
an yrði og reyndist það vera heillaráð
þar sem þau áttu góða daga saman.
Valborg sem er tvíburasystir Esther-
ar varð eftir í Noregi og átti ekki að
heimangengt. Þegar þau komu var
Esther bara mjög hress og þótti gam-
an að hitta systkini sín, sem hún hafði
ekki séð í nokkur ár. Hún gantaðist
með að hún mundi nú hafa af þeim
jarðarförina í þetta sinn, sem svo og
varð. En þegar þau voru farin út aft-
ur, versnaði Esther til muna aftur og
viku síðar andaðist hún svo.
Mínar fyrstu minningar af Esther
eru frá Skagaströnd, þegar ég og
móðir okkar komum í heimsókn frá
Noregi. Var þá Esther komin í sam-
búð með Baldri og man ég vel eftir
þeirri heimsókn sem varð þess að mig
langaði alltaf að koma aftur. Svo liðu
nokkur ár og þegar ég fermdist kom
hún til Noregs í ferminguna. Þegar ég
var 18 ára kom ég aftur í heimsókn til
Íslands í nokkra mánuði. Þá bjuggu
hún og Baldur í Glaumbæ í Garðinum.
Var mjög vel tekið á móti litla bróður
og ekkert var of gott fyrir hann og var
hann alltaf sem einn af heimilisfólk-
inu. Þetta var eftirminnilegur og góð-
ur tími. Tími sem ég aldrei gleymi og
er þakklátur fyrir.
Esther var hrjáð af sjúkdómum á
síðari árum ævinnar og var oft á spít-
ölum á milli þess sem hún dvaldist
heima og hefði litli bróðir kannski átt
að koma oftar í heimsókn. Nú þegar
ég kveð þig í síðasta sinn elskulega
systir mín bið ég Guð föður um að
taka sérstakega vel á móti þér.
Þinn bróðir
Vidar.
Elskulega mágkona mín Esther.
Nú ertu farin í þína hinstu ferð úr
þessu jarðlífi inn í annan heim. Mér
þótti gott að geta kvatt þig og tekið ut-
an um þig síðast þegar við hittumst og
finna vináttu og hlýju streyma frá þér.
Ég átti samt von á að hitta þig aftur
um páskana, en úr því varð ekki. Megi
góður Guð varðveita þig og veita fjöl-
skyldu þinni styrk í þeirra sorg.
Nanna.
ESTHER
OLSEN
MINNINGARGREINUM þarf
að fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina