Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 39
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 39
Í MBL. 23. apríl sl. getur að lesa
eftirfarandi texta frá félagsmálaráðu-
neytinu um aðkomu Vestmannaeyja-
bæjar að Þróunarfélagi Vestmanna-
eyja:
„Þá kemst ráðuneytið að þeirri nið-
urstöðu að bæjarstjórn Vestmanna-
eyja hafi verið óheimilt, samkvæmt
sveitarstjórnarlögum, að samþykkja
ábyrgðir fyrir skuldbindingum.“ Í
framhaldinu átelur ráðuneytið
greiðslur án sýnilegs mótframlags
frá ÞV.
Þessi texti vakti sérstaka athygli
mína eftir ráðslag félagsmálaráðu-
neytisins í máli mínu. Ef haldið yrði á
málum með sambærilegum hætti
yrði oddviti Vestmannaeyjabæjar
krafinn persónulega um andvirði
þeirra ábyrgða sem á sveitarfélagið
hafa fallið. Ég bíð þess að ríkissak-
sóknari láti bóka ábyrgðarkröfur á
viðskiptareikninga allra sveitar-
stjórnarmanna þar í bæ. Í ljósi at-
burða þykir mér hæfa að benda á
hvernig gengið var fram gegn mér
einum en þó voru sveitarstjórnar-
menn alls fimm.
Þáttur hinna löggiltu
endurskoðenda
Mikil umræða hefur verið um störf
endurskoðenda í kjölfar mikilla
hremminga stórfyrirtækja í Banda-
ríkjunum. Sýnist lítið fara fyrir op-
inberri umræðu hér en áhrif endur-
skoðenda á líf mitt tel ég til stórslysa.
Ég hef reynt að ná eyrum stéttar-
félags löggiltra endurskoðenda með
mjög alvarlegar ávirðingar á hendur
tveimur löggiltum endurskoðendum
en þar var mér kurteislega vísað á
dyr og passar víst hver sitt.
Magnús Benediktsson var ráðinn
sem löggiltur endurskoðandi Vestur-
Landeyjahrepps en hefur að eigin
sögn einvörðungu stillt upp ársreikn-
ingum og endurskoðaði aðeins eitt ár.
Hann hefur játað fyrir dómi að vera
ókunnugt um gildandi reglur og lög
um bókhald og ársreikningagerð
sveitarfélaga en allt að einu hefur
hann komist upp með að vinna verk
sem hann hefur að eigin sögn ekki
getu til. Hremmingar mínar má rekja
beint til þess að Magnús kunni ekki
til verka. Þegar upp komst um bók-
haldsmistök Magnúsar í árslok 1998
endurgreiddi hann þóknun vegna
vinnu sinnar til Vestur-Landeyja-
hrepps eða tæplega kr. 700.000. Enn
fremur lét hann lögmann sinn greiða
Vestur-Landeyjahreppi inn á við-
skiptareikning minn kr. 500.000 en
meintur þjófnaður minn á þessari
fjárhæð er það eina sem stendur eftir
af ákærum á mig. Ef þetta segir ekki
til um sök þá má langt leita. Það hlá-
lega í málinu er þó að fjárhæðina kr.
500.000 þurfti Magnús ekki að greiða
þar sem nú hefur óyggjandi verið
leitt í ljós að hvorki hann né ég stálu
nokkru. Vinnubrögð Magnúsar eru
ógæfa mín.
Ekki tók betra við þegar hið mikla
endurskoðendafyrirtæki KPMG tók
til hendinni og sendi fulltrúa sinn út
af örkinni, löggilta endurskoðandann
Einar Sveinbjörnsson. Þar tekur
steininn úr og er árangurinn af verk-
um hans meðal annars sá að tvíákært
var fyrir meintan glæp, sem ég var þó
alfarið sýknaður af. Þessi ágæti end-
urskoðandi hefur meðal annars gerst
sekur um ósannsögli, eiðsvarinn fyrir
dómi, og er tvísaga um einföld bók-
haldsatriði. Að geðþótta segir hann
mig skuldlausan í lok árs 1995 en
skulda með óskýranlegum hætti
500.000 í byrjun næsta árs. Á ekki öll-
um löggiltum endurskoðendum að
vera ljóst að bókhaldstölur liðins árs
skuli vera jafnar upphafstölum næsta
árs á eftir?
Einar Sveinbjörnsson var sérstak-
lega ráðinn til að betrumbæta verk
Magnúsar. Það liggur þó skýrt fyrir
nú að flest sem mátti teljast mér í hag
er enn óleiðrétt, svo sem verulega
vanreiknuð oddvitalaun. Samkvæmt
útreikningum Einars sjálfs voru laun
mín árlega vanreiknuð svo nam
hundruðum þúsunda hvert ár. Í bók-
haldi Vestur-Landeyjahrepps færði
Einar þessi vanreiknuðu laun að
hluta til bókar en af einhverjum
ástæðum dregur hann þessa leiðrétt-
ingu til baka. Á sama tíma og Einari
er ljóst að ég á inni vanreiknuð laun
reiknar hann hæstu dráttarvexti á
„viðskiptaskuld“ mína við hreppinn.
Fulltrúi minnihlutans, Hjörtur
Hjartarson, krafðist þess að dráttar-
vextir yrðu reiknaðir með þessum
hætti en ekki liggur fyrir samþykkt
hreppsnefndar um þetta efni. Má þar
glöggt sjá að ekki var réttsýnin ein
höfð að leiðarljósi hjá hinum löggilta
endurskoðanda. Þar til viðbótar færði
Einar að eigin frumkvæði skuldir
hreppsins án vafninga beint á við-
skiptareikning minn. Einar dæmdi
mig þannig til sektar án dóms og laga
og var sektin jafnhá þeim ábyrgðar-
kröfum sem Vestur-Landeyjahrepp-
ur varð að greiða vegna ábyrgða sem
kaup á jörðinni Eystra-Fíflholti
leiddu til.
Einar Sveinbjörnsson þáði 2,7
milljónir króna úr sveitarsjóði við að
reikna út rangar sakir á mig. Eftir
sýknudóma Hæstaréttar liggur fyrir
að ársreikningur 1997 og síðari reikn-
ingar, sem Einar gerði, eru verulega
rangir. Hreppsnefndarmenn og skoð-
unarmenn voru blekktir til aðskrifa
undir. Hvort tveggja er að oddvita-
laun mín eru samkvæmt útreikning-
um Einars sjálfs verulega vanreiknuð
árið 1997 sem og að færslur ábyrgð-
arkrafna á viðskiptareikning minn
eru án stoðar í lögum.
Ég leyfi mér að spyrja: Til hvers er
sú stétt manna sem ekki kann skil á
þeim lögum sem hún á að vinna eftir
og gefur sannleikanum frí þegar eitt-
hvað liggur við? Á hvaða vegferð er
sú stétt manna sem slíkt stundar og
samþykkir með þögninni og aðgerða-
leysi sínu?
Framsóknarmennskan
Níu sveitungar mínir, þar af átta
húskarlar framsóknar í Vestur-
Landeyjarhreppi, flestir þeirra eru
ættingjar fólks sem var á eftir föður
mínum fyrir hálfri öld. Persónulega
átti ég þátt í því að bægja ákæru frá
einstaklingi nátengdum þessum hópi.
Þakkirnar fæ ég í þessari mynd.
Nefndir skulu til sögunnar Hún-
bogi Þorsteinsson, fyrrverandi ráðu-
neytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu,
og Halldór Hróarr, löggiltur endur-
skoðandi frá KPMG. Eftir sífelldar
kærur Hjartar Hjartarsonar til fé-
lagsmálaráðuneytisins kröfðust þeir
þess af mér að Einar Sveinbjörnsson
yrði ráðinn til að taka upp ársreikn-
ing Vestur-Landeyjahrepps fyrir ár-
ið 1997. Endurskoðendur þurfa salt í
grautinn rétt eins og aðrir.
Á þeim tíma taldi ég Húnboga og
Halldór til vandaðra manna en mér
er nú orðið ljóst að Halldór Hróarr
hafði í hæsta máta óeðlileg áhrif á
gang mála á bak við tjöldin meðan
skýrslugerð Einars samverkamanns
hans var í mótun. Húnbogi og Hall-
dór töldu mér trú um að bókhaldsmál
Vestur-Landeyjahrepps væru með
þeim hætti að ég væri kominn í hóp
stórglæpamanna vegna bókhalds-
óreiðu. Hringdu þeir í framhaldinu
ítrekað í mig að kvöldlagi og kröfðust
þess að ég segði af mér oddvitaemb-
ætti. Mín stóru mistök voru að fara að
ráðum þeirra og sér í lagi að hafa
uppsögn mína fyrirvaralausa. Lagði
ég þar óþurftarmönnum mínum
vopnin í hendur og var þeim vægð-
arlaust beitt gegn mér. Ég spyr nú:
Hvað gekk þeim félögum til að koma
mér úr embætti, hvað gekk mönnun-
um yfirhöfuð til?
Bágt á ég að sjá hvar ég leita réttar
míns gagnvart þessum óþurftamönn-
um mínum en samtrygging endur-
skoðenda tryggir þeim trúlega
skálkaskjól hvað svo sem líður að-
gengi að opinberum embættismönn-
um. Félagsmálaráðuneytið lætur sér
sæma að taka afstöðu með ákærend-
um mínum og af bréfaskriftum ráðu-
neytisins má sjá að sýknudómur af
stærstum hluta ákæruatriðanna dug-
ar ráðuneytinu ekki til sinnaskipta í
minn garð, ég skal sekur hvað sem
sýknudómum annars líður.
Fjölskyldumál
saksóknara ríkisins
Þegar litið er til baka virðist sam-
nefnari ógæfu minnar einfaldlega
vera skammstafaður KPMG. Í
DÓMSMORÐ
Eftir Eggert
Haukdal
„Mín stóru
mistök voru
að fara að
ráðum þeirra
og sér í lagi
að hafa uppsögn mína
fyrirvaralausa.“
ANDSTÆÐINGAR Kárahnjúka-
virkjunar verða að játa að fátt virð-
ist geta komið í veg fyrir virkjun og
þó er málið langt frá því útrætt. Þeir
saka stjórnvöld um að hafa brugðist
lýðræðinu en á móti saka stjórnvöld
umhverfisverndarsinna um að
standa í ólýðræðislegri baráttu.
Hvað skyldi vera til í þessum ásök-
unum? Getur orðið lýðræði haft
svona gjörólíka merkingu?
Tvennskonar lýðræði
Lýðræði er annars vegar tiltekin
stjórnskipan, hins vegar aðferð til að
taka bindandi ákvarðanir. Sem
stjórnskipan gerir lýðræðið fólki
kleift að skipta um valdhafa á frið-
saman hátt. Það hefur verið raunin á
Íslandi. Sem aðferð til að taka bind-
andi ákvarðanir snýst lýðræði ekki
um að útdeila valdi heldur um það
hvernig skuli taka ákvörðun í hópi
fólks um atriði sem varða hagsmuni
þess en sem það gæti verið ósam-
mála um.
En hverjar eru leikreglur lýðræð-
islegrar hópákvörðunar? Ef sá sem
er sterkastur ákveður að farið skuli í
fótbolta, vegna þess að hann er
sterkastur og hann langar í fótbolta,
þá kúgar hann aðra í hópnum, óháð
fótboltalöngun þeirra. Ákvörðunin
er í engum skilningi hinna í hópnum
jafnvel þótt hún sé þeim í hag. En er
lýðræðinu fullnægt ef sá sterki leyfir
að kosið skuli á milli fótbolta og
blaks? Ekki endilega. Hvers vegna
þessa kosti en ekki einhverja aðra?
Lýðræðinu er ekki einungis fullnægt
með kosningum, því ef kostirnir eru
ekki þeir sem máli skipta, er ákvörð-
unin ekki sjálfráð ákvörðun þeirra
sem kjósa.
Í lýðræðislegri ákvörðun er kosn-
ing einungis lokaskref á langri leið
og jafnvel þótt lokaskrefið sé tekið
eftir settum reglum dugir það ekki
ef ákvörðunarferlið er að öðru leyti
gallað. En hvernig þarf þá ferlið að
vera til að lokaniðurstaðan sé rétt-
nefnd lýðræðisleg ákvörðun? Upp-
fylla þarf þrjú skilyrði.
(1) Bindandi ákvarðanir skulu ein-
ungis teknar af þeim sem eiga hags-
muna að gæta.
(2) Allir þeir sem málið varðar
skulu hafa sömu tækifæri til að
leggja sínar skoðanir á
vogarskálarnar, bæði um hvaða
kosti valið eigi að standa og hvers
vegna skuli velja einn kost frekar en
annan.
(3) Allir þeir sem málið varðar
skulu hafa jöfn tækifæri til að meta
þá kosti sem kosið er um með tilliti
til eigin hagsmuna og verðmæta-
mats.
Skilyrði (2) segir að áður en til
kosninga kemur skuli hafa farið
fram umræða sem er opin, bæði í
þeim skilningi að fólk geti látið í ljósi
hvort það sé með eða á móti tiltekn-
um kostum, en einnig þannig að fólk
hafi haft um valið á kostunum að
segja. Þegar taka á bindandi ákvarð-
anir er sjaldnast fyrirfram gefið
hverjir kostirnir eru heldur þarf í
umræðunni að setja fram og af-
marka valkosti. Þetta skilyrði gerir
þá sérstöku kröfu til alþingismanna,
að þegar fyrir löggjafarþingi liggja
mál sem fjallað er um í opinberri
umræðu utan þings, þá taki þeir mið
af þeirri umræðu. Við getum orðað
þetta svo að opinber umræða al-
mennings verði að geta náð inn í sali
Alþingis.
Skilyrði (3) leggur sérstakar
skyldur á herðar stjórnvalda, há-
skóla, fjölmiðla og annarra stofnana
sem ráða yfir sérþekkingu og getu
til að miðla upplýsingum og þekk-
ingu. Það gerir einnig þá kröfu til
stjórnvalda að þau haldi úti stofn-
unum eins og háskólum og fjölmiðl-
um og tryggi sjálfstæði þessara
stofnana og þeirra sem þar vinna. Af
þessum sökum vega stjórnmála-
menn beinlínis að stoðum lýðræðis-
ins þegar þeir reyna, í krafti stöðu
sinnar, að þagga niður í vísinda- og
fræðimönnum. En skilyrði (3) gerir
einnig ráð fyrir því að fólk geti skipt
um skoðun á því hvað séu hagsmunir
þess í lýðræðislegri umræðu. Að
þessu leyti er grundvallarmunur á
lýðræðislegum ákvörðunum, þar
sem lokaskrefið er kosning, og ein-
földum atkvæðagreiðslum.
Lýðræði sem stjórnskipan og sem
tæki til að taka bindandi ákvarðanir
skarast þegar lýðræðislega kjörnir
fulltrúar taka bindandi ákvarðanir
um hagsmuni heillar þjóðar. Á hvaða
forsendum eiga hinir kjörnu fulltrú-
ar að taka ákvarðanir? Hér skiptir
hlutverk Alþingis sem umræðuvett-
vangs grundvallarmáli. Það er vett-
vangur til að rökræða ólík sjónarmið
og, þegar um réttlætismál er að
ræða, verða ákvarðanir að vera nið-
urstaða af slíkum rökræðum með
þeim hætti að unnt sé að réttlæta
þær án þess að mismuna fólki m.t.t.
eigin verðmætis eða lífsviðhorfa. Al-
þingi er því ekki einber atkvæða-
greiðsluvettvangur.
Þegar við segjum að ákvörðun Al-
þingis sé lýðræðisleg má líta á það
sem e.k. gæðastimpil. Lýðræðisleg
ákvörðun er niðurstaða af umræðu
sem hefur fullnægt formlegum skil-
yrðum um leikreglur og mismunar
ekki fólki með óréttmætum hætti.
Er barátta náttúruverndar-
sinna ólýðræðisleg?
Lítum nú á þá ásökun, sem m.a.
hefur komið frá Valgerði Sverris-
dóttur iðnaðarráðherra, að barátta
náttúruverndarsinna sé ólýðræðis-
leg. Hún hefur sagt að baráttan sé
ólýðræðisleg vegna þess að hún
skaði íslenska hagsmuni og ákvörð-
un um málið hafi þegar verið tekin af
réttum lýðræðislega kjörnum aðil-
um. Er nóg að réttir aðilar taki
ákvörðun til þess að andstaða við
hana sé ólýðræðisleg? Nei, því þótt
réttir aðilar taki ákvörðun getur ým-
islegt brugðist, t.d. geta annarlegir
hagsmunir ráðið ferðinni.
Hvað með þá ásökun Valgerðar að
gagnrýni náttúruverndarsinna skaði
íslenska hagsmuni? Það er ljóst að
gagnrýnin skaðar það sem íslensk
stjórnvöld telja sína hagsmuni, en
hagsmunir stjórnvalda eru ekki það
sama og hagsmunir Íslendinga. Ein
af grundvallarhugsjónum lýðræðis-
ins er einmitt að hagsmunir stjórn-
valda vegi ekki þyngra en aðrir
hagsmunir. Ef taka á ásökun Val-
gerðar alvarlega verður að vera sýnt
að gagnrýni náttúruverndarsinna
skaði ekki einungis hagsmuni
stjórnvalda heldur almenna íslenska
hagsmuni. Það er raunar eitt meg-
ineinkenni ofríkis, eins og það birtist
t.d. í harðræði Austur-Evrópu á síð-
ustu öld, að stjórnvöld dæma um
hvað séu hagsmunir almennings.
Það er því ekki nóg með að ásakanir
Valgerðar og fleiri missi marks,
heldur eru þær beinlínis ólýðræðis-
legar.
Er virkjun nauðsynleg?
Ákvörðun um virkjun er byggð á
þrennskonar forsendum, (a) að
virkjun sé nauðsynleg eða æskileg,
(b) að arðsemin sé jákvæð og (c) að
umhverfisáhrif séu viðunandi. Það
hefur aldrei verið sýnt fram á að
virkjun sé nauðsynleg, hvað þá
virkjun af þeirri stærðargráðu sem
þarna er ráðist í. Vissulega hafa
Austfirðir átt undir högg að sækja,
en fólk hefur ekki flutt þaðan vegna
þess að þar vantaði álver og virkjun.
Að vísu hafa stjórnvöld komið því
svo fyrir að Austfirðingar hafa beðið
lengi eftir álveri og kannski hefur
það bitnað á annarri uppbyggingu.
Auk þess er ekki ljóst að sú upp-
bygging sem álver á Reyðarfirði hef-
ur í för með sér sé heppilegasta
lausnin á þeim byggðavanda sem
fyrir liggur. Í nýlegri rannsókn kem-
ur fram að menntun umfram stúd-
entspróf er misskipt eftir landshlut-
um. Hlutfall menntafólks hefur
lækkað á landsbyggðinni en hækkað
á Reykjavíkursvæðinu. Það úrræði
að reisa virkjun og álver til að
stemma stigu við fólksfækkun á
Austfjörðum mun gera lítið til að
snúa þessari þróun við og þó er hún
ekki síður varhugaverð en einber
fólksfækkun.
Hver er arðsemin, hver eru
umhverfisáhrifin?
Að því gefnu að arðsemiskrafan sé
fullnægjandi og að aðrar forsendur
séu réttar er arðsemin ekki deilu-
efni. En hverjar eru þessar forsend-
ur? Virkjun við Kárahnjúka nýtir
eina auðlind á kostnað annarrar,
stöðuorka uppsafnaðs vatns úr jök-
ulfljótum er nýtt á kostnað ósnort-
innar náttúru. En er rétt að fórna
náttúrunni án þess að meta hana til
fjár?
Ekki dugir að bera því við að erf-
itt sé að meta náttúruna til fjár. Það
er raunar býsna nærtækt. Íslensk
stjórnvöld stefna að því að stórauka
ferðamannastraum til landsins á
næstu árum og markaðssókn erlend-
is leggur áherslu á hreina og
ósnortna náttúru landsins. Fram-
kvæmd eins og Kárahnjúkavirkjun
gerir þessi áform vissulega ekki að
engu, en hún þrengir kosti þeirra
sem koma til með að vinna við ferða-
mannaþjónustu.
Hvernig skuli meta óumdeilt og
sívaxandi verðmæti ósnortinna víð-
erna er hagsmunamál allra Íslend-
inga og ákvörðun um að fórna þeim
ætti að taka með lýðræðislegum
hætti. Um þessi efni hefur raunar
verið mikil umræða en sú pólitíska
ákvörðun að fórna víðernunum hefur
algerlega sniðgengið þessa um-
LÝÐRÆÐI OG
VIRKJANIR
Eftir Ólaf Pál
Jónsson
„Stjórnvöld
hafa brugð-
ist lýðræð-
inu.“