Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 41
Síðustu sætin til Rimini þann 20. maí í eina
eða tvær vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum
vinsælasta áfangastað á Ítalíu. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu
sætin, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum
þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu
nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan
tímann.
Síðustu 18 sætin
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 29.963
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, flug,
gisting, skattar.
Verð kr. 39.950
M.v. 2 í stúdíó/íbúð, flug, gisting,
skattar.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 2.800.
Stökktu til
Rimini
20. maí
frá kr. 29.963
ÞEGAR nær dregur kjördegi er
mikilvægt að fara yfir hvað hefur
verið sagt í kosningabaráttunni og
hvernig flokkarnir
eru í stakk búnir að
taka við stjórn lands-
mála að loknum
kosningum. Augljóst
er að stjórnarflokk-
arnir hafa yfirburði í
slíkum samanburði
hvað varðar ábyrgð og trúverð-
ugleika.
Frjálslyndir
Kosningabarátta Frjálslynda
flokksins er byggð að mestu á einu
máli – fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Lítil vinna er lögð í önnur málefni
enda kemur í ljós þegar að er gáð að
skattatillögur flokksins voru mis-
reiknaðar um 12 milljarða króna.
Augljóst var að grundvallarhug-
tökum var ruglað saman í tillögunum
og því eðlilegt að flokkurinn við-
urkenndi að um mistök væri að ræða
og leiðrétti þau. Hefði það verið í
samræmi við auglýsingar flokksins
um að betra væri að lofa litlu og
standa við það. Engu að síður hefur
flokkurinn haldið sig fast við mis-
skilninginn og lætur sig litlu varða
þótt kostnaðurinn verði 12 millj-
örðum hærri en gert hafði verið ráð
fyrir. Flokkur sem byggir baráttu
sína nánast eingöngu á einu máli get-
ur ekki talist trúverðugur kostur við
stjórn landsins.
Samfylkingin
Barátta Samfylkingarinnar er
lygasögu líkust. Svo margar breyt-
ingar hafa verið gerðar á stefnu
flokksins á nokkrum mánuðum að lít-
il von er til að ætla að stöðugleiki ríki
í landinu ef vinstristjórn kemst að
völdum. Evrópumálið sem átti að
vera eitt aðalkosningamál Samfylk-
ingarinnar var sett undir stól þegar
skoðanakannanir sýndu að mikill
meirihluti landsmanna var á móti að-
ild. Þrátt fyrir að þaggað sé niður í
talsmönnum Evrópuaðildar í kosn-
ingabaráttunni er ljóst að þær raddir
munu rísa upp strax að loknum kosn-
ingum. Fjölþrepaskattkerfi Samfylk-
ingarinnar var sturtað niður í einu
vetfangi og tekin upp ný stefna sem
byggist á hækkun frítekjumarks. Þá
hefur fyrningarleiðin við stjórnun
fiskveiða ekki fengist útfærð ná-
kvæmlega. Þetta er einkennilegt
stefnuleysi þegar um jafn viðamikla
málaflokka er að ræða. Til þess að
draga athyglina frá þessum hringl-
anda þarf aðaltalsmaður flokksins
ítrekað að koma fram með hvers
kyns óhróður og dylgjur sem ekki
eiga við nein rök að styðjast. Það
hlýtur að vera krafa kjósenda að
flokkur sem væntanlega vill láta taka
sig alvarlega setji fram skýra stefnu
sem líklegt er að haldi a.m.k. nokkra
mánuði í senn.
Vinstri-grænir
Það verður ekki sagt um Vinstri-
græna að þeir hafi ekki skýra stefnu.
Fyrir það eiga þeir skilið hrós. Stefn-
an er hins vegar arfavitlaus í vel-
flestum aðalatriðum og byggist á aft-
urhaldi og lítilli trú á einstaklingana í
landinu. Sem betur fer er flestum Ís-
lendingum ljóst hvað Vinstri-grænir
standa fyrir og velja þá ekki til for-
ystu við stjórnun landsins.
Óánægjuframboð
Nú sem í fyrri kosningum bjóða
nokkur óánægjuframboð fram krafta
sína. Þegar þetta er ritað má finna
þau bæði í Reykjavík og í Suður-
kjördæmi. Slík framboð hafa að að-
almarkmiði að koma ákveðnum ein-
staklingum áfram en málefni hafa
minna vægi. Saga óánægjuframboða
á alþingi Íslendinga hefur nær und-
antekningalaust sýnt að ein-
staklingar sem þannig komast inn
verða áhrifalitlir og geta sér lítið
beitt. Einstaklingar sem ekki geta
unnið í hópi eru vart til þess fallnir að
vinna við stjórnun landsins.
Sjálfstæðisflokkurinn
Í þessum samanburði hafa stjórn-
arflokkarnir tveir augljósa yfirburði.
Skýrar stefnuskrár og yfirlýsingar
sem eiga við rök að styðjast og menn
munu standa við. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur í grunninn byggt á sömu
hugmyndafræði í rúm 70 ár þótt ein-
stök verkefni hafi breyst í áranna
rás. Undir forystu Sjálfstæðisflokks-
ins hefur þjóðin færst framar í röð
þeirra þjóða heims sem hafa það best
og þar sem lífskjör eru best. Sjálf-
stæðisflokkurinn er trygging fyrir
áframhaldandi velferð fólksins í land-
inu, stöðugleika og staðfestu við
stjórn landsmála.
Þann stöðugleika skulum við
tryggja með atkvæði okkar 10. maí.
Hvað á að kjósa?
Eftir Böðvar Jónsson
Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykja-
nesbæ og frambjóðandi Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
MIKILVÆGT er að karlar og
konur sitji við sama borð þegar
kemur að stjórn landins. Konur eru
stöðugt að sækja fram bæði í at-
vinnulífinu og á al-
þingi. Það sem
skiptir mestu máli
er að fullkomið jafn-
rétti sé á milli karla
og kvenna á öllum
sviðum. Ef litið er
til baka hefur sókn
kvenna inn í atvinnulífið og alþingi
átt sér langan aðdraganda. Frá
1923 til 1970 hafði þátttaka kvenna
á þingi verið um eða innan við 2%
en frá 1970 til 1983 jókst þátttakan
í um 5%, fór í 20% 1987 og tæp
35% 1999.
Áhrif kvenna á alþingi
Aukin þátttaka kvenna á alþingi
hefur orðið til þess að afgreidd
hafa verið ýmis mál sem karlarnir
höfðu einfaldlega sneitt hjá að af-
greiða, t.d. lög um sifjaspell,
nauðganir og heimilisofbeldi. Án
þess að halda því fram að karlarnir
á alþingi hafi verið að gæta sinna
hagsmuna sérstaklega með því að
taka ekki á þessum málum sýnir
þetta berlega að þátttaka kvenna á
þingi er mikilvæg.
Jafnréttisflokkur
Framsóknarflokkurinn, einn ís-
lenskra stjórnmálaflokka, tók upp
þá reglu 1999 að við framboð til al-
þingis skyldu fjórir efstu frambjóð-
endur í hverju kjördæmi vera tveir
af hvoru kyni. Þessi regla hefur
gjörbreytt aðstöðu kvenna innan
Framsóknarflokksins þannig að í
dag eru konur virkir þátttakendur
í ákvarðanatöku og stefnumörkun
innan flokksins. Í dag er það stefna
flokksins að Framsóknarflokkurinn
sé og verði pólitískur vettvangur
fyrir konur jafnt sem karla, fólk
sem vill hafa áhrif í íslenskum
stjórnmálum með fólk í fyrirrúmi
og vinna að hagsmunum þess sama
hvar það býr og við hvað það starf-
ar.
Fjórar konur og fjórir
karlar í efstu sætum
Vegna reglu Framsóknarflokks-
ins um helmingaskiptingu
kynjanna til þingframboðs eru fjór-
ar konur og fjórir karlar í átta
efstu sætunum í Reykjavík-
urkjördæmunum og er enginn
flokkur með betri niðurröðun fyrir
hönd kvenna.
Eyðum launamisrétti kynjanna
Fjöldi kvenna í lykilembættum
innan Framsóknarflokksins hefur
án efa leitt til þess að flokkurinn
hefur í dag á stefnuskrá sinni
marga málaflokka sem ætlaðir eru
sérstaklega til að bæta hag kvenna
í landinu. Þetta eru málaflokkar
eins og launajafnrétti kynjanna en
konur þurfa oft að þola misrétti í
launum. Þrátt fyrir að lög um
launajafnrétti hafi verið sett 1973
ríkir enn aldalangt vanmat á störf-
um kvenna í landinu sem Fram-
sóknarflokkurinn vill leiðrétta taf-
arlaust. Einnig berst flokkurinn
fyrir hækkun barnabóta um helm-
ing, niðurfellingu virðisaukaskatts
af barnafötum, lækkun tekjuskatts
um 3,35 prósentustig, eflingu
menntunar og jafnrétti til náms,
m.a. með því að hafna skólagjöld-
um í ríkisháskólum, afnámi ábyrgð-
ar þriðja aðila á námslánum LÍN
og breytingum á endurgreiðslu-
hlutfalli námslána í samræmi við
eldri lánaflokka. Það er sannfæring
mín að áhrif kvenna innan Fram-
sóknarflokksins hafi ráðið úrslitum
um þær úrbætur sem gerðar voru
á fæðingarorlofi á yfirstandandi
kjörtímabili. Sú breyting er talin
hafa mikil áhrif á baráttu kvenna
gagnvart launamisrétti.
Aukið réttlæti
Framsóknarflokkurinn getur
verið stoltur af framlagi sínu til
réttindabaráttu kvenna þótt enn
megi gera betur með því að koma
fleiri konum á þing og er það ótví-
rætt stefna flokksins og mun verða
honum til framdráttar. Þátttaka
kvenna í stjórnmálum er nauðsyn-
leg en hafa ber í huga að umburð-
arlyndi milli kynjanna er forsenda
góðrar samvinnu.
Lífssýn kvenna er óneitanlega
ekki sú sama og karla. Konur eiga
því mikið erindi inn á alþingi til að
endurspegla áherslur kvenna varð-
andi framtíð lands og þjóðar. Í dag
er Framsóknarflokkurinn líkleg-
astur íslenskra stjórnmálaflokka til
að hafa í heiðri jafnt brautargengi
karla og kvenna, sem er forsenda
aukins réttlætis.
Konur og karlar
hlið við hlið í
Framsóknar-
flokknum
Eftir Svölu Rún Sigurðardóttur
Höfundur skipar 3. sæti
í Reykjavík suður fyrir Fram-
sóknarflokkinn.
NÝLEGA var sýnd í Ríkissjónvarpinu áhrifamikil heimildarmynd sem
veitti innsýn í heim spilafíkla. Hér á landi hefur ekki mikið verið fjallað um
spilafíkn en kannanir hafa sýnt að margir hafa ánetjast fjárhættuspili og
hefur það leitt af sér mikla ógæfu fyrir þessa einstaklinga
og fjölskyldur þeirra. Spilakassar og spilavíti virðast hins-
vegar vera ein öflugasta leið ýmissa samtaka til þess að
halda úti starfsemi sinni.
Síðustu ár hefur íslenska ríkið dregið úr fjármagni til
þeirra aðila sem sinna heilbrigðis- og félagsmálum. Það
hefur í för með sér að margar stofnanir og samtök hafa
gripið til þess ráðs að afla sér rekstrarfjár með því að reka
spilakassa eða spilavíti. Ágóðinn lætur ekki á sér standa.
Hundraða milljóna króna hagnaður er af þessum spilaköss-
um og spilavítum á ári hverju. Spilakassar og önnur fjár-
hættuspil virðast því vera orðin nauðsynlegur hlekkur í
rekstri heilbrigðis- og félagsstofnana á Íslandi. Spurningin
er því: Hverjir eru það sem fjármagna hagnað spilakassa og
spilavíta hér á landi?
Því hefur verið haldið fram að stærsti hluti ágóða spila-
kassanna og spilavítanna komi frá „venjulegu“ fólki sem
hefur ánægju af því að spila í kössunum. Það er nöturlegt til þess að hugsa
að stór hluti þessara frjálsu viðskiptavina býr við bág kjör og á erfitt með
að fóta sig í hringiðu lífsins. Það er þess vegna ekki ásættanlegt að stofn-
anir eins og SÁÁ, Rauðikrossinn og Háskóli Íslands skuli nýta sér veikleika
einstaklinga til þess að afla sér tekna. Talsverð umræða hefur farið fram
um þessa leið til fjármögnunar og hvaða siðferðisrök leiða til þess að talið
er ásættanlegt að hvetja fólk annarsvegar til þess að spila í spilakössum og
spilavítum og hinsvegar að reka á sama tíma meðferð fyrir þá einstaklinga
sem verða spilafíkn að bráð. Er það draumur hins „frjálsa“ samfélags að
láta þannig fíklana sjálfa fjármagna meðferð sína? Óneitanlega eykur
þetta „hagvöxtinn“ og leiðir til fjölgunar starfa hjá meðferðarstofnunum.
Forsvarsmenn þeirra stofnana sem hlut eiga að máli hafa hingað til sleg-
ið á alla gagnrýni og reyna að telja fólki trú um að verið sé að gera úlfalda
úr mýflugu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að kannanir benda til þess að
1700 einstaklingar á Íslandi séu haldnir spilafíkn. Sérfræðingar á þessu
sviði áætla hins vegar að vegna þess hversu fólk eigi almennt auðvelt með
að leyna vanda sínum megi varlega margfalda þessa tölu með tíu.
Við búum í samfélagi sem virðist ganga út á skyndilausnir á ýmsum svið-
um og rekstur spilakassa og spilavíta í góðgerðarskyni er ein tegund slíkra
lausna. Bilið milli þeirra fátæku og þeirra ríku er að aukast í þjóðfélaginu.
Fyrir þá sem minna mega sín er það því mikil freisting að taka þátt í lottói
eða spila í kassa. Vonin um skjótfengin auðæfi, sem rekstraraðilar spila-
kassa og lottós auglýsa svo vel (án þess að taka fram hversu litlar líkur eru
á vinningi), leiðir til þess að margir eyða peningum, sem þeir mega illa
vera án, í að spila. Stöðugar auglýsingar á vegum rekstraraðila um auð-
fengnar milljónir og blikkandi ljósaskilti um stóran „pott“ eru ekki ætlaðar
til þess að fæla fólk frá. Eru ekki rök rekstraraðilanna um að „ef við gerum
það ekki, þá gerir einhver annar það“, sá málflutningur sem fylgir sam-
félögum sem eru að verða siðferðilega gjaldþrota?
Það er jákvætt að viðvaranir hafa verið settar á spilakassa, að upplýs-
ingar um spilafíkn eru orðnar aðgengilegar á netinu og að meðferð hefur
verið skipulögð fyrir spilafíkla. En það er ekki nóg þegar jafnframt er rek-
inn öflugur áróður fyrir fjárhættuspili.Við þurfum því að standa saman og
útrýma opinberum spilakössum og spilavítum í samfélagi okkar vegna þess
að velferð og hamingja fjölmargra veltur á því. Því skorum við á stjórnvöld
og þær stofnanir, sem standa að rekstri spilakassa og spilavíta, að taka
höndum saman um að byggja upp annars konar fjármögnunarleiðir fyrir
stofnanirnar. Þessar leiðir eiga ekki að vera til þess fallnar að auka á þá
eymd sem þessir sömu aðilar eru í einlægni að berjast gegn.
Fíkill í mína þágu?
Eftir Grím Atlason og H. Ölmu Árnadóttur
Höfundar eru áhugamenn gegn spilafíkn og fé-
lagar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.
Á SL. tólf árum hefur mörgu hrak-
að í samfélagi okkar. Stéttaskipting,
sem var í minna lagi hér á landi, hefur
stóraukist og bilið á
milli fárra ríkra og
margra fátækra hef-
ur breikkað. Við vor-
um þjóð sem deildi
kjörum en gerum
það ekki lengur. Búið
er að gefa kvótann og
selja útvöldum eigur þjóðarinnar á
umdeildu verði og boðað er að vatn og
rafmagn fari sömu leið. Andvirðið á
m.a. að nota til þess að byggja jarð-
göng í fámennum héruðum. Þá eru
íburðarmikil sendiráð í byggingu og
fyrirhugað er að byggja menningar-
hús á stöðum úti á landi þar sem
menninguna vantar ekki hús heldur
rekstrarfé. Atvinnuleysi er mikið og
sennilega mun meira en tölur um
skráð atvinnuleysi segja til um. Dag-
lega fréttum við af uppsögnum fólks,
einkum á miðjum aldri og eldra. Við-
brögð ráðamanna eru ráðstöfun fjár í
fleiri vélar og ýtur.
Viðskiptasjónarmið eiga að vera
allsráðandi. Betur ef svo væri í raun.
Ef skynsemi og hagræðingar hefði
verið gætt og ráðamenn viðhaft
stefnumótun og áherslur í takt við
þarfir heildarinnar, í hvers umboði
þeir starfa, væri staðan ekki sú að
mörg hundruð manns væru á biðlist-
um eftir að fá heyrnartæki, aldraðir í
brýnni þörf kæmust ekki á hjúkr-
unarheimili, sjúklingar væru vistaðir
úti á göngum spítalanna vegna þess
að þá skortir rekstrarfé til þess að
hafa deildirnar opnar. Þá mundu
sjúklingar einnig fá betri og öruggari
þjónustu. Ennfremur væri hægt að
borga elli- og örorkubætur svo fólk
gæti lifað.
Nýtt afl er hópur fólks sem styður
frelsi og rétt einstaklingsins í sam-
félaginu en vill afnema forréttindi út-
valinna. Nýtt afl hefur á að skipa fólki
með langa reynslu af viðskiptum og
stjórnsýslu sem vill leggja aðrar og
jafnari áherslur við skiptingu þjóð-
arkökunnar. Við hvetjum aðra sem
hugsa líkt og við, þ.e. að skattfé al-
mennings renni til sameiginlegra
þarfa en ekki fárra útvalinna, að
greiða okkur atkvæði á kjördag.
Aðra forgangs-
röðun
Eftir Mörtu Bergmann
Höfundur er fyrrverandi félags-
málastjóri og annar maður á lista
Nýs afls í Suðvesturkjördæmi.