Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 47

Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 47 EINBÝLI Hlíðarhjalli - glæsilegt Tvílyft glæsilegt um 280 fm einbýli með samþ. 2ja herb. íbúð á neðri hæð. Á götuhæð (efri hæð) er forstofa, gott sjónvarpshol, hol, borðstofa, dagstofa, arinstofa, eld- hús, búr, snyrting, þvottahús og bílskúr. Á neðri hæðinni er gott hol, baðherb., barnaherbergi, hjónaherbergi með sérbaðherbergi auk fataherb. Gengið er úr holi í um 30 fm vinnurými sem er með sérinnkeyrsludyrum að vestanverðu. 2ja herb. íbúðin skiptist í forstofu, stofu, eld- hús, herb., baðh. og geymslu. Lóðin er mjög falleg, að norðanverðu er hún hellulögð en að sunnanverðu er stór ver- önd þar sem m.a. lagt fyrir heitum potti o.fl. 3126 HÆÐIR Valhúsabraut - útsýni Vorum að fá í einkasölu sérstaklega fallega 4ra herbergja íbúð á efstu hæð í 3-býli. Hæðinni tilheyrir 25 fm bílskúr. Íbúðin hefur verið mikið standsett. Glæsilegt útsýni. Verð 15,6 millj. Laufásvegur - 147 fm 5-6 herb. vönduð óvenju björt hæð með glæsilegu útsýni. Hæðin skiptist í stórar stofur og mjög rúmgóð herbergi. Stórt eldhús með nýlegri mikilli innréttingu. Hæðin hefur mikið verið standsett. 3307 4RA-6 HERB. Safamýri Vorum að fá í einkasölu mjög fallega og bjarta 100 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Íbúðinni fylgir 21 fm bíl- skúr. Yfirbyggðar flísalagðar svalir með hita í gólfi. V. 14,3 m. 3293 Laugarnesvegur - glæsilegt útsýni Falleg og björt 4 herbergja 94 fm íbúð á 3. hæð með vestursvölum og fallegu útsýni. Íbúðin skiptist í hol, eld- hús, baðherbergi, 2 svefnherbergi, stofu og borðstofu (sem er notuð sem 3ja svefnherbergið). Nýlegt parket á gólfum. V. 11,9 m. 3294 3JA HERB. Safamýri Vorum að fá í sölu fallega 82 fm íbúð á 4. hæð í nýlega standsettu fjölbýli. Svalir til vesturs. Fallegt útsýni. V. 12 m. 3238 SUMARBÚSTAÐUR Á ÞINGVÖLLUM Vorum að fá í einkasölu glæsilegan sumarbústað í þjóðgarðinum. Sumarbústað- urinn er um 92 fm auk 35 fm tengibyggingar. Sumarbústaðurinn, sem hvílir á steinsteyptum stólpum, skiptist í stofu, eldhús, bað, forstofu, hol og þrjú svefn- herbergi. Gólfborð eru úr furu. Gengið er úr stofu út á stóra verönd/pall. Í við- byggingu er sólstofa, gufubað, sturta o.fl. Stór sólverönd. Bústaðurinn stendur á 5.600 fm landi. Þar er að finna kjarr, krækiberjalyng og bláberjalyng auk þess er mikið af trjágróðri og all hávöxnum trjám: birki, lerki, greni og aspir. Sandkassi og rólur eru við bústaðinn. Upplýstur malarborinn göngustígur með hellum ligg- ur frá malarbornu bílastæði að bústaðnum. Glæsilegt útsýni er úr sumarbú- staðnum yfir vatnið og fjallahringinn frá Botnsúlum að Hengli. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofunni - ekki í síma - hjá Sverri Kristinssyni. 2506 OPIÐ HÚS - Grenimelur 35 - kj/jarðhæð. Glæsileg 5 herb. 148 fm íbúð í mjög fal- legu húsi. Íbúðin skiptist í forstofu, stór- ar stofur, þrjú herb., nýtt bað með nuddbaðkari og nýtt eldhús. Ný gólfefni eru á allri íbúðinni (parket, flísar) og raf- magn, lagnir o.fl. endurnýjað. Stór af- girtur garður með sólverönd. Þvotta- herb. inn af íbúð. Verð 17,5 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-17. 3306 ./jarðh ð Sumarbústaður við Heiðmörk Hér er um að ræða glæsilegan sumar- bústað sem er aðeins í 15 mín. akstursfjarlægð frá amstri höfuðborgar- svæðisins yfir í kyrrð sveitasælunnar. Bústaðurinn stendur við vatn og í mjög grónu landi. Bústaðurinn er allur stand- settur af miklum myndarskap. 3303 JÖRÐIN HRÍSDALUR I OG II ER TIL SÖLU Jörðin, sem er á sunnanverðu Snæfellsnesi, er talin um 900 ha. Ræktað land er um 35 ha. Á jörðinni er íbúðarhús og einnig fjárhús fyrir 400 fjár, auk hlöðu og fleiri útihúsa. Veiðiréttur í Straumfjarðará fylgir og gefur hann góðar tekjur. Mikil landfegurð og fallegt útsýni. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir og Stefán Hrafn. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Sjávarjörð á sunnanverðum Vestfjörðum Höfum til sölu sjávarjörð (eyðijörð) á sunnanverðum Vestfjörðum með þremur veiðivötnum. Möguleiki á fiskirækt. Sjóbirtingsveiði og hrognkelsaveiði. Malartekja og flögugrjótsnáma. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Opið hús í dag Bræðraborgarstígur 34 Á þessum eftirsótta stað, falleg og vel standsett 123,6 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli sem nýlega er búið að taka í gegn. Sameign til fyrirmyndar. Parket á gólfum. Íbúðin skiptist í forstofu, 3 stofur, 3 svefnherb., rúmgott baðherbergi lagt fyrir þvottavél og þurrkara, gott eldhús og stórar steyptar svalir. Frábær eign á frábærum stað. Verð 16,7 millj. Gígja og Guðmundur taka á móti ykkur í dag frá kl. 14–16. Opið virka daga kl. 9-18 laugard. kl. 12-14 Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is www.holl.is S KJÓSENDUR landsins standa frammi fyrir því innan fárra daga að velja hvaða stjórnmálaflokki þeir vilja greiða at- kvæði sitt. Sumir kjósenda eru, og hafa jafnvel lengi verið, með það al- veg á hreinu hvaða stjórnmálaflokki þeir vilja veita sitt umboð til að stjórna landinu. Aðr- ir kjósendur eru óákveðnir enda þótt þeir hafi ef til vill oft áður á lífsleiðinni aðhyllst einhvern ákveðinn stjórnmálaflokk eða stjórnmálamann. Síðan eru það nýju kjósendurnir sem hljóta nú sumir hverjir að vera ein augu og eyru til að safna upplýsingum um stefnur og loforð stjórnmálaflokk- anna. Hvaða upplýsingar ná síðan að festa sig í sessi og verða hrá- efni í ákvarðanatöku er mjög ein- staklingsbundið. Ferlið sem ein- staklingur gengur í gegnum áður en honum finnst hann tilheyra einu stjórnmálaafli fremur en öðru er flókið og margslungið. Fjöldi atriða spilar þarna inn í sem m.a. má rekja til sálfræði- og fé- lagsfræðilegra þátta. Bakgrunnur einstaklingsins er ekki síður áhrifaþáttur og má þar fyrst nefna þær fyrirmyndir sem einstakling- urinn hefur haft á heimilinu. Þeir foreldrar sem hafa það að venju sinni að ræða opinskátt um pólitík á heimilinu hafa án efa mikil áhrif á skoðanamyndun barna sinna. Það flókna sálfræðilega ferli sem á sér stað við myndun persónulegra skoðana og viðhorfa sem leiðir síð- an til ákvarðanatöku er fræðigrein út af fyrir sig en verður ekki rak- in hér. Hins vegar er það spenn- andi verkefni fyrir hvern og einn að líta í eigin barm og spyrja sig, á hvaða grunni byggi ég mína pólitísku sannfæringu? Í öllu þessu kraðaki upplýsinga í auglýsingum, fréttapistlum, við- tölum, umræðum, kappræðum og svo mætti lengi telja má finna endalausar mótsagnir. Eitt af þeim málefnum sem t.d. hafa verið í umræðunni að undanförnu er jafnréttismálin. Af hálfu Samfylk- ingarinnar er til dæmis engu til- sparað þessa dagana við að aug- lýsa meint launamisrétti kynjanna eða annað meint kynjamisrétti ef því er að skipta. Í þessu sambandi má benda á auglýsingu í Mbl. 28. apríl sl. Þar er tölum fleygt fram um launamisrétti kynjanna en hvergi er hægt að finna í um- ræddri auglýsingu hvar þessar töl- ur eru fengnar eða hvað felst yfir höfuð í þeim. Því er ekki hægt að segja að auglýsing sem þessi sé mjög trúverðug ekki hvað síst vegna þess að þegar þær kannanir sem hafa verið gerðar á launa- mismun kynjanna eru skoðaðar koma í ljós allt aðrar niðurstöður. Nærtækast er til dæmis að nefna launakönnun sem gerð var í sept- ember 2002 á vegum nefndar í forsætisráðuneytinu en hún sýndi að munurinn á launum kynjanna væri á bilinu 7–11%. Þessar tölur hafa verið einangraðar frá breyt- um eins og stöðu og vinnutíma og eru því sá launamismunur sem er óútskýrður af öðru en kyni. Fleiri kannanir hafa sýnt sambærilega niðurstöðu. Ef umræða á að vera trúverðug þarf að benda á staðreyndir eða einfaldlega „verkin sjálf“. Launa- mismunur kynjanna hefur farið æ minnkandi og samanborið við ná- grannalönd okkar er Ísland með sambærilegan launamun. En betur má ef duga skal og þarf því að halda áfram að minnka og að sjálfsögðu eyða þeim mismun sem enn er þó fyrir hendi. Það hefur einmitt verið eitt af meginmark- miðum Sjálfstæðisflokksins sem hefur í sinni stjórnartíð lagt heil- mikið af mörkum í viðleitni sinni í þá átt. Má til dæmis nefna endur- skoðun jafnréttislaga, alþjóðlega ráðstefnu um konur og lýðræði og ráðherraskipaða nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Síðast en ekki síst skal nefna jafnan rétt foreldra til töku fæðingarorlofs og lengingu orlofs úr 6 mánuðum í 9 mánuði. Konur eru nú í síauknum mæli ráðnar til að gegna ábyrgð- arstöðum enda víða í opinbera geiranum verið sérstakt átak til að tryggja aukið jafnrétti í starfs- mannahaldi ríkisins. Staðreyndir tala sínu máli og oft mikið betur en einhverjar óskil- greindar tölur án heimilda sem fleygt er fram í heil- eða hálf- síðuauglýsingum. Ótrúverðugar jafnréttisaug- lýsingar Sam- fylkingarinnar Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Höfundur er sálfræðingur og skip- ar 9. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. SAMFYLKINGIN birti nýlega auglýsingu í Morgunblaðinu undir stríðsfyrirsögn: „33 milljarðar á silfurfati“. Er látið að því liggja að aukning þorsk- veiðikvótans um 30 þúsund tonn sé gjöf til útgerðarfyr- irtækja sem geti selt þennan kvóta fyrir 33 milljarða og „haft það náðugt á Spáni“, eins og segir í auglýsingunni. Þetta er óvenju óheiðarlegur málflutningur sem ætlað er að höfða til lægstu hvata. Um 80% hafa skipt um hendur Með kvóta er átt við rétt til þess að veiða tilgreinda hlutdeild af leyfðri heildarveiði. Sá sem á kvóta þarf því að þola tekjutap ef samdráttur verður í veiðum og ávinninginn af betra ástandi fisk- stofnanna. Það er ekki síst mik- ilvægt til þess að tryggja að fisk- veiðiflotinn hafi hvata til þess að ganga vel um auðlindina. Stað- reyndin er sú að kvóti hefur geng- ið kaupum og sölum um langt skeið á Íslandi og er svo komið að um 80% aflaheimildanna hafa skipt um hendur frá upphaflegri úthlutun. Að miklu leyti hafa því fyrirtækin sem nú eiga kvóta keypt hann á markaði og í flestum tilvikum skuldsett sig verulega til þess að standa undir fjárfesting- unni. Gagnvart þessum útgerð- arfyrirtækjum er auglýsingin því augljóslega svívirðileg aðdróttun sem jaðrar við atvinnuróg. Upphafleg úthlutun var réttlætanleg Þau fyrirtæki sem enn eiga kvóta sem þeim var festur í ár- daga aflamarkskerfisins eiga ekki að þurfa að þola málflutning af þessum toga. Staðan á þeim tíma var sú að draga þurfti verulega úr veiðum og hið nýja kerfi fól í sér verulegar takmarkanir á mögu- leikum þeirra til þess að stunda útgerð. Kvótinn var því engin gjöf heldur takmörkun á atvinnurétt- indum sem fyrirtækin höfðu notið þegar sóknin var frjálsari. Það lá beint við að veita starfandi út- gerðum þessar heimildir til veiða, þær höfðu fjárfest í atvinnutækj- unum og tekið áhættu í rekstri. Með því að fara aðrar leiðir, svo sem með uppboði veiðiheimilda, hefði rekstrargrundvelli verið kippt undan fjölda útgerða um land allt. Vinstrimenn og öfundin Það er gömul saga og ný að vinstrimenn reyni að gera út á öf- undina. Og það er sannarlega það sem til stendur með fyrrnefndri auglýsingu. Staðreyndin er sú að sjávarútvegurinn á Íslandi hefur breyst í arðsama atvinnugrein með kvótakerfinu, sem tryggt hef- ur aukna hagkvæmni í greininni. Víðast í nágrannalöndum okkar þarf að veita útgerðinni stuðning af skattfé, en svo er ekki hér á landi. Sjávarútvegurinn stendur undir sér og skilar arði. Það kem- ur auðvitað allri þjóðinni til góða, en einnig þeim sem reka fyr- irtækin sem ganga vel og ekkert er óeðlilegt við að þeir njóti þess að hafa byggt upp blómleg fyr- irtæki. En svo virðist sem Sam- fylkingarfólk sofi ekki vært á nótt- unni ef það grunar einhvern um að hafa það náðugt vegna góðs gengis í atvinnurekstri. Það er vissulega svo að fiskveiðistjórnun hefur um hríð verið umdeild á Ís- landi og hefur núverandi rík- isstjórn leitað sátta með tillögum um sérstakt gjald á útgerðina um- fram annan atvinnurekstur. Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt að deilt sé um leiðir og fyrirkomulag í þessari mikilvægustu atvinnu- grein þjóðarinnar. En þá kröfu verður að gera að málflutning- urinn sé reistur á staðreyndum og rökum. Eftir það sem á undan er gengið á ekki að þurfa að koma á óvart að Samfylkingin leggist lágt í áróðri sínum. En það er sorglegt að íslensk stjórnmálaumræða sé komin á þetta lága plan. Höfðað til öfundarinnar Eftir Ingva Hrafn Óskarsson Höfundur skipar 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- víkurkjördæmi norður og er for- maður Sambands ungra sjálf- stæðismanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.