Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Sylvia, Dellach og Eld-
borg koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss kemur til
Straumsvíkur í dag.
Kleifarberg og Flor-
inda koma í dag.
Mannamót
Aflagranda 40. Vinnu-
stofa og leikfimi kl. 9,
boccia kl. 10, vinustofa
kl. 13, söngstund á
morgun kl. 14.
Árskógar 4. Kl. 9-12
opin handavinnustofa,
kl. 11 boccia, kl.13-
16.30 opin smíðastofa/
útskurður, opin handa-
vinnustofa, kl. 13.30 fé-
lagsvist, kl. 16 mynd-
list.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9-
16 handavinna, kl. 9-12
bútasaumur, kl. 9-17
fótaaðgerð, kl. 10-11
samverustund, kl.
13.30-14.30 söngur við
píanóið, kl. 13-16 búta-
saumur.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ, Kjal-
arnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið opið mánu-
og fimmtudaga. Mánu-
dagur kl. 16 leikfimi.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 kl. 20.30.
Fótaaðgerð frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára
9 er opin kl. 16.30-18, s.
554 1226.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð og mynd-
list, kl. 10-12 verslunin
opin, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsstarfið Dalbraut
18-20. Kl. 10, leikfimi,
kl. 13 brids.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 9-16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9-12
myndlist, kl. 13-16
körfugerð, kl. 11-11.30
leikfimi, kl. 13-16 spil-
að, kl. 10-13 verslunin
opin.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Bað kl. 9-
12, handavinna kl. 9-
16.30, félagsvist kl. 14,
kl. 9-14 hárgreiðsla.
Félag eldri borgara,
Garðabæ. Æfing hjá
Garðakórnum, kór
eldri borgara Garða-
bæjar, mánudaga kl.
17.30 í safnaðarheim-
ilinu Kirkjuhvoli.
Söngfólk er hvatt til að
koma og taka þátt í
starfi með kórnum.
Stjórnandi kórsins er
Kristín Pjetursdóttir.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Kl. 9.30,
10.15 og 11.10 leikfimi,
kl. 13 tréskurður í
Garðabergi.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Pútt kl.
10, kóræfingar kl.
10.30 tréskurður kl. 13
og félagsvist kl. 13.30
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Brids kl. 13.
S. 588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Fjölbreytt
dagskrá alla virka daga
kl. 9-16.30. S. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, kl. 9.30 gler- og
postulínsmálun, kl.
10.50 leikfimi, kl. 13
skák og lomber, kl. 20
skapandi skrif.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55
stólaleikfimi, kl. 10
ganga, kl. 13 brids, kl.
20.30 félagsvist.
Hraunbær 105. Kl. 9
perlusaumur og fótaað-
gerð, kl. 10 bænastund,
kl. 13.30 sögustund og
spjall, kl. 13 postulíns-
málun og hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56-58. Kl. 9
föndur, kl. 9 og kl. 10
jóga, kl. 13 spilað, kl.
14.15 spænska. Fóta-
aðgerðir.
Norðurbrún 1. Kl. 10-
11 ganga, kl. 9-15 fóta-
aðgerð, kl. 9-12 mynd-
list, kl. 13-16.45 opin
handavinnustofa.
Vesturgata 7. Kl. 9-16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15-12
postulínsmálun, kl.
9.15-15.30 handavinna,
kl. 9.30-10.30 boccia,
kl.11-12 leikfimi, kl.
12.15-13.15 dans-
kennsla, kl. 13-16 kór-
æfing.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerð og boccia, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla og spilað, kl.
15.30 jóga.
Gullsmárabrids. Brids
í Gullsmára. Skráning
kl. 12.45, spilamennska
hefst kl. 13.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu, Vallarbraut 4,
Njarðvík, öll mánu-
dagskvöld kl. 20.
Kvenfélag Lágafells-
sóknar. Gönguferð
verður farin í Grasa-
gaðinn mánudaginn 5.
maí, mæting við Nóa-
tún kl. 19.30.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Kl. 19
brids.
Minningarkort
Líknarsjóður Dóm-
kirkjunnar, minning-
arspjöld seld hjá
kirkjuverði.
Í dag er mánudagur 5. maí, 125.
dagur ársins 2003. Orð dagsins:
Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú
eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yð-
ur eins og börn ljóssins.
(Efes. 5, 8.)
Vefþjóðviljinn fjallarum þá stjórn, sem
hann segir að líklegust
sé, missi núverandi
stjórnarflokkar meiri-
hluta sinn. Hann vill
meina, að henni muni
ekki fylgja mikil end-
urnýjun í íslenskum
stjórnmálum.
Í pistlinum segir: „Þaðer kominn tími til að
breyta. Það er vor í lofti.
Tími breytinganna. Nýir
vendir sópa best. Ferska
og fríska takk. Verðum
að fá nýtt blóð. Það er
ekki eins og þær séu
innihaldslausar klisjunar
sem streyma frá auglýs-
ingastofu Samfylking-
arinnar þessa dagana.
Við síðustu þingkosn-ingar fór Jóhanna
Sigurðardóttir fyrir Sam-
fylkingunni í Reykjavík
og lýsti því yfir að hún
væri „fjármálaráðherra-
efni Samfylkingarinnar“.
Nú fer hún fyrir Sam-
fylkingunni í Reykjavík-
urkjördæmi syðra og er
engin ástæða til að ætla
að hún hafi slegið af
kröfum um áhrifamikinn
ráðherrastól.
Ekki mun hún þó verðafjármálaráðherra í
yfirvofandi vinstri stjórn,
því þar sem vinstri græn-
ir munu ekki fá utanrík-
isráðuneytið verður
Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra. Og
þarf þá ekki að hafa
fleiri orð um skattalækk-
anir.
Össur Skarphéðinssonverður utanrík-
isráðherra og mun
tryggja að Ísland njóti
virðingar á alþjóðavett-
vangi, Mörður Árnason
verður svo mennta-
málaráðherra og mun
bregða Birtu sinni yfir
mannlífið.
Þetta er allt mjögferskt fólk. Jóhanna
Sigurðardóttir hefur
þannig setið á þingi í ald-
arfjórðung. Steingrímur
Sigfússon hefur setið
samfleytt síðan hann var
27 ára gamall. Og það er
langt síðan það var.
Þegar Steingrímur J.Sigfússon settist á
þing var Andropov ný-
orðinn leiðtogi Sovétríkj-
anna, það var langt í
Chernenko og enginn
hafði heyrt Gorbatshovs
getið. Nýir vendir sópa
best,“ segir Vefþjóðvilj-
inn.
Að lokum segir Vef-þjóðviljinn að Sam-
fylkingin, vinstri-grænir
og Frjálslyndi flokkurinn
hafi allir lýst því yfir, að
stefnt sé að stjórnarsam-
starfi þessara þriggja
flokka.
Því skipti ekki málihver þeirra sé kos-
inn; þessi ríkisstjórn fáist
með því að kjósa hvern
þeirra sem er.
STAKSTEINAR
Yrði vinstri stjórn
skipuð nýliðum?
Davíð
Oddsson
ÞÚ segir í DV hinn 28. apríl
sl. að fátækt hafi farið
minnkandi, það komi fram
hjá Félagsþjónustu
Reykjavíkurborgar.
Veistu ekki að það þýðir
ekki að biðja um aðstoð
þar, ef maður hefur yfir
67.000 kr. til framfærslu?
Hver einstaklingur á að
geta lifað af því. Þú verður
að fylgjast með, Davíð. Það
er ekki nógu gott að lifa
bara á núðlum og gömlu
brauði t.d. vegna þess að í
núðlupökkunum er yfirleitt
MSG sem eykur verki, en
það er sennilega ódýrasta
fæða sem völ er á. Þeir sem
ekki geta unnið vegna lík-
amlegra veikinda eiga mjög
erfitt með að standa í 2–3
klukkutíma í von um ein-
hverja mataraðstoð hjá
Mæðrastyrksnefnd.
Öryrki.
Fyrirspurn
MIG langar að koma fyr-
irspurn á framfæri til
þeirra sem sjá um dagskrá
sjónvarpsstöðvanna í
Morgunblaðinu. Er ekki
hægt að þýða á íslensku
nöfn þeirra mynda sem
sýndar eru á Bíórásinni?
Því miður eru svo margir
hér á landi sem ekki kunna
ensku. Margt eldra fólk
sem ekki hafði tök á því að
menntast og svo þeir sem
ekki hafa þroska til þess að
læra ensku, en skilja vel
sitt móðurmál. Með von um
skjóta úrlausn.
Öryrki.
Nói albínói
KRISTÍN hafði samband
við Velvakanda og langaði
að hvetja fólk til þess að sjá
myndina Nói albínói. Hún
er hreint alveg stórkostleg,
það ætti enginn að láta
hana framhjá sér fara.
Sefjunin hefur
borið árangur
ÉG er sammála þeim sem
halda því fram að sumir
stjórnmálaflokkar keyri
mikið út á fátækt um þess-
ar mundir. Fjölmiðlamenn
störtuðu fátæktarsíbylj-
unni sem síðan hefur ekki
linnt og nú er svo komið að
margir sem spjöruðu sig
ágætlega finnst nú ágætt
að sníkja hjá hjálparstofn-
unum. Sefjunin hefur borið
árangur.
Eldri borgari.
Áskorun
ÉG undirritaður skora hér
og nú á yfirstjórn lögreglu
að fara að gera eitthvað
róttækt í umferðarómenn-
ingunni hér á Reykjavíkur-
svæðinu. Það er alveg
hryllilegt að sjá hversu
kærulaus almenningur er
og hraðinn vaxandi vanda-
mál. Umferðarlögreglan er
ekki sjáanleg. Ökumenn
aka jafnvel eftir einstefnu-
götum til þess að stytta sér
leið, hafa ekki tíma til þess
að bíða eftir græna ljósinu
og stefnuljósa notkun er í
algjöru lágmarki. Vonandi
verður eitthvað gert í þess-
um málum strax og lögregl-
an gerð sýnilegri í umferð-
inni.
Hafliði Helgason.
Ísland í þúsund ár
Í MORGUNBLAÐINU 29.
apríl sl. skrifaði Ursula
Giger grein sem heitir Ís-
land í þúsund ár. Mig lang-
ar að þakka henni fyrir frá-
bæra grein. Þetta eru orð í
tíma töluð.
Sonja.
Tapað/fundið
Húslyklar í óskilum
HÚSLYKLAR fundust í
Melgerði í Reykjavík. Upp-
lýsingar í síma 897-3133.
Dýrahald
Kasper er fundinn
ÉG vil þakka öllum kær-
lega fyrir hjálpina við leit-
ina að Kasper. Sérstaklega
starfsfólkinu á hárgreiðslu-
stofunni Grímu í Álfheim-
um.
Kisumamma.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Gréta, Barbara, Svana og Sigrún í MK dimmitera.
LÁRÉTT
1 stúlka, 4 þjófnaður, 7
gól, 8 niðurfelling, 9 reið,
11 anga, 13 rækta, 14
drekkum, 15 hörfi, 17
heylaupur, 20 beiðni, 22
regnið, 23 skolli, 24 svar-
ar, 25 skjóða.
LÓÐRÉTT
1 vangi, 2 huldumönnum,
3 nytjalandi, 4 mas, 5
alda, 6 slá, 10 spjarar,
12 hraði, 13 bókstafur, 15
bein, 16 kóngssonur, 18
þung, 19 gremjast, 20
eldstæði, 21 misklíð.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 tækifærið, 8 músin, 9 illur, 10 iðn, 11 teinn, 13
náðin, 15 stúss, 18 kasta, 21 trú, 22 Guddu, 23 liður, 24
kardínáli.
Lóðrétt: 2 ærsli, 3 iðnin, 3 ærinn, 5 illúð, 6 smit, 7 Frón,
12 nes, 14 áta, 15 siga, 16 úldna, 17 studd, 18 kúlan, 19
seðil, 20 aðra.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
STJÓRNMÁLAFLOKKAR kepp-ast við að auglýsa sína menn og
hvað þeir hafa fram að bjóða þessa
dagana og hafa margar auglýsing-
arnar vakið athygli. Það eru fleiri
sem auglýsa. Atli Eðvaldsson, lands-
liðsþjálfari, kom heldur betur á
óvart eftir landsleik gegn Finnlandi
í Vantaa, sem tapaðist 3:0 – hann
lýsti eftir leiðtoga í landsliðs-
hópnum, sem hann sjálfur valdi fyrir
leikinn.
Atli sagði að það sem stæði upp úr
eftir þennan leik væri að þegar á
bjátaði væri enginn í liðinu sem
bretti upp ermarnar og drifi félaga
sína áfram. „Þegar á móti blæs þarf
einhver leikmannanna að taka að
sér forystuhlutverkið, og ég lýsti
eftir því þegar ég talaði við þá eftir
leikinn. Það verður einhver að stíga
fram sem leiðtogi hópsins, geta bar-
ið hann saman þegar við lendum í
vandræðum, og ég vona að þeir
hugsi vel um þetta á næstu dögum
og vikum.“
Þessi ummæli þjálfarans eru væg-
ast sagt með ólíkindum.
x x x
ÞAÐ voru spaugarar sem auglýstuí smáauglýsingum DV í vikunni,
undir flokknum Tapað – fundið.
Fyrst mátti sjá þessa smáauglýs-
ingu:
„Stefnumál Samfylkingarinnar!
Auglýst er eftir stefnumálum
Samfylkingarinnar sem týndust 3
vikum fyrir kosningar. Finnandi
hafi samband við Sollu.“
Síðan kom þessi auglýsing:
Frambjóðendur Samfylking-
arinnar!
Þingframbjóðendur Samfylking-
arinnar týndust í janúar þegar nýr
talsmaður var skipaður. Finnandi
hafi samband við Sollu.“
Gárungar töldu að ungir sjálf-
stæðismenn hefðu líklega komið
þessum auglýsingum á framfæri.
Ekki var talið að ungir framsókn-
armenn ættu hlut að máli, þar sem
gárungar töldu að þeir hefðu hvorki
húmor né hugmyndaflug til þess.
Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu fagna á góðum degi.