Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 57
KEN THOMAS ólst upp áferðalagi eins og hann lýsirþví sjálfur, í Afríku; Zimb-
abve, Malaví og Mósambík, og einn-
ig Írlandi og Wales, en faðir hans
var bílahönnuður og starfaði fyrir
Ford víða um heim að því. Hann
segir að Ísland minni sig að nokkru
leyti á árin í Afríku, víðáttan sé sú
sama. Sem unglingur fór Thomas
að fást við tónlist, spilaði á tromm-
ur í hljómsveitum með vinum sín-
um, en hann hafði þó fyrst og
fremst áhuga á hljóðum og hljóm-
um. Tólf ára gamall segist hann
þannig hafa haft mikinn áhuga á
djasstónlist og tónlist án söngs al-
mennt en smám saman fóru hljóðin
sjálf að skipta hann meira máli en
tónlistin.
Thomas segist ekki hafa verið í
neinni hljómsveit af alvöru og það
hafi aldrei heillað hann að starfa
sem tónlistarmaður. „Ég gat ekki
hugsað mér að fara að læra á hljóð-
færi eða fara í skóla að læra eitt-
hvað yfirleitt,“ segir hann og kímir.
„Ég átti aftur á móti marga félaga
sem voru í hljómsveitum og um-
gekkst því tónlistarmenn mikið.“
Byrjaði á Queen
Thomas segir að meðfram áhuga
á hljóðum hafi hann ekki haft minni
áhuga á listsköpun yfirleitt, enda
voru vinir hans að fást við listir
hvort sem það var tón- eða mynd-
list, og hönnun. „Ég komst síðan að
í Trident-hljóðverinu í Lundúnum,
sem var vel af sér vikið því ekki
voru þá nema sex hljóðver í Lund-
únum og mjög erfitt að komast þar
að.“ Hjá Trident byrjaði hann sem
aðstoðarmaður við upptökur á
fyrstu Queen-plötunum, en sveitin
var einskonar hússveit hjá Trident
framan af. Síðar kom pönkið og þá
segist hann hafa meðal annars unn-
ið með þeim Martin Rushent og
Martin Hamnett og tekið upp fjölda
af pönkskífum, meðal annars með
Buzzcocks, Wire og Public Image
Limited.
„Í næsta húsi við hljóðverið var
fyrirtæki sem steypti í Perspex-
plast og ég fór að hirða afganga hjá
þeim, fór með þá heim og bjó til
skúlptúra. Þá gerðist það að Glen
Matlock, bassaleikari Sex Pistols,
kom heim til mín eitt sinn og sá eitt
verkanna og hreifst af. Kærasta
hans var tískuhönnuður og bað mig
að búa til fyrir sig allskyns skraut
úr plasti og áður en varði var ég
orðinn myndhöggvari í fullu starfi,“
segir Thomas og skellir uppúr að
minningunni. „Ég vissi að þetta var
bölvað rugl, að verkin voru ekkert
sérstök, en þetta var ágæt vinna.“
Aftur í tónlist
Thomas segist hafa verið svo
upptekinn af skúlptúrunum að hann
sagði upp vinnunni hjá Trident, en
sneri sér síðan að tónlist aftur er
hann kynntist liðsmönnum hljóm-
sveitarinnar Throbbing Gristle, tók
að starfa við útgáfu sem kallaðist
Fetish Records og gaf út plötur
með ýmsum af framsæknustu
hljómsveitum þess tíma, undir lok
áttunda áratugarins, hljómsveitum
eins og Bongos, Bush Tetras og 23
Skidoo og einnig industrial-sveitum
eins og Test Department og Ein-
stürzende Neubauten.
Á þessum tíma voru menn ekki
bara að hugsa um tónlistina, sem
var vissulega byltingarkennd, held-
ur var hún bara hluti af þeirri bylt-
ingu sem aðstandendur útgáfunnar
og hljómsveitanna voru að reyna að
hrinda af stað og fólst meðal annars
í nýjum viðhorfum í myndlist, hönn-
un og lífsstíl almennt. „Þetta var
mjög skemmtilegur tími og tónlist-
armennirnir voru flestir á kafi í
allskyns hönnun og listsköpun, til
að mynda þeir Peter Christopher-
son og Genesis P-Orridge sem voru
báðir í Throbbing Gristle og síðar í
Psychic TV, en Christopherson var
í Hipgnosis-hópnum sem hafði gríð-
arleg áhrif á hönnun plötuumslaga
og Genesis var á kafi í allskyns list-
sköpun, báðir snillingar að mínu
mati.“
Hilmar Örn kemur
til sögunnar
Hilmar Örn Hilmarsson var með-
al meðlima Psychic TV um tíma og
Ken Thomas segist hafa kynnst
honum þá og síðar Einari Erni
Benediktssyni, sem þá var í Kukli
og síðar Sykurmolunum, en Einar
var úti við nám. Thomas segist
muna vel eftir Kuklinu því hann sat
eitt sinn við takkana er hljómsveitin
var að spila ytra, en hann komst
fyrst í tæri við Sykurmolana er
hann var að setja upp hljóðver fyrir
félaga sinn 1987, en um það leyti
sem þeirri vinnu lauk hringdi Der-
ek Birkett, stjóri útgáfunnar One
Little Indian og vinur og einskonar
umboðsmaður Sykurmolanna, í leit
að ódýru hljóðveri til að hljóðblanda
breiðskífu Molanna. „Ég man að ég
var steinhissa á músíkinni og
hreifst sérstaklega af þessari sér-
íslensku hráslagalegu galsakímni
sem ég kunni vel að meta.“
Næstu kynni hans af íslenskri
tónlist voru svo annarrar tegundar:
„Í ársbyrjun 1989 hringdi Hilmar
Örn svo í mig og spurði hvort ég
væri ekki til í að koma til Íslands
og hjálpa til við að taka upp plötu
með Bubba Morthens,“ segir
Thomas og hann sló til. Platan var
Nóttin langa sem tekin var upp í
febrúar 1989, en þeir Ken Thomas,
Hilmar Örn og Christian Falk
stýrðu upptökum og útsetningum.
Síðan hefur Thomas komið að
nokkrum plötum sem hann segir
allar hafa verið skemmtilegar þó
ólíkar séu. Hann minnist á upp-
tökur á breiðskífunni Fame and
Fossils með Risaeðlunni sem hann
segir hafa verið sérstaklega gaman;
allt unnið á tíu dögum sem upp full-
ir voru með fíflagang og íslenska
kímni. „Þau unnu allt meira og
minna jafnóðum, spiluðu nánast allt
beint inn, man sérstaklega hvað
trommuleikarinn var snjall, og svo
voru þessir óborganlegu textar,
margir skrifaðir rétt áður en þeir
voru sungnir. Frábær skemmtun.“
Féll fyrir Sigur Rós og Mínus
Kynni Ken Thomas af Sigur Rós
segir hann hafa hafist er hann sat
yfir skál með Þór Eldon eitt sinn og
Þór spilaði fyrir hann fyrstu plötu
Sigur Rósar, Von. „Ég varð strax
mjög hrifinn af því sem ég heyrði
og eftir að ég hafði séð hljómsveit-
ina á tónleikum í fyrsta sinn bað ég
þá um að fá að stýra upptökum á
næstu plötu.“ Það gekk og eftir, því
Ken Thomas var við takkana þegar
Ágætis byrjun var tekin upp og svo
aftur þegar kom að því að taka upp
(). Áður en að því kom tók hann
þátt í að koma upp hljóðveri með
Sigur Rós og hjálpaði meðal annars
til að finna stað fyrir hljóðver
hljómsveitarinnar í Álafossi, velja
tæki og koma þeim upp.
Nú síðast stýrði Ken Thomas
upptökum á Halldóri Laxness,
þriðju plötu Mínus, og kom reyndar
einnig við sögu á plötunni Jesus
Christ Bobby sem kom út fyrir
tveimur árum. Í stuttu spjalli við
hann á síðasta ári, eftir að vinnu
lauk við (), var hann einmitt spurð-
ur hvaða hljómsveit íslenskri hann
vildi helst vinna með og svaraði án
umhugsunar: Mínus, en það var áð-
ur en hann var beðinn um að taka
það verk að sér.
Alltaf átt nóg af peningum
Ken Thomas segir brosandi að ís-
lenskir útgefendur hafi sennilega
leitað til sín vegna þess hvað hann
var ódýr. „Ég hef alltaf átt nóg af
peningum og þó mér hafi stundum
verið boðin verkefni sem gáfu vel í
aðra hönd þá tek ég ekkert að mér
sem mér finnst ekki skemmtilegt
og áhugavert að gera; ég vil ekki
fást við upptökustjórn nema það sé
við tónlist sem gefur mér eitthvað
annað og meira en bara peninga.
Ég hef líka verið ótrúlega heppinn
og það eru örugglega margir sem
hefðu viljað fá að vinna með Sigur
Rós. Það er mér heiður að fá að
koma hingað til Íslands, ég kann af-
skaplega vel við mig, og þegar ég
fæ að vinna með frábærum lista-
mönnum í þokkabót er ég þakk-
látur fyrir hvern dag.“
Bubbi Morthens og „Lamarnir ógurlegu“, Christian Falk, Hilmar Örn Hilm-
arsson og Ken Thomas, við upptökur á Nóttinni löngu snemma árs 1989.
Ken Thomas með Georg Hólm í hljóðveri Sigur Rósar í Mosfellsbæ.
Björg Sveinsdóttir
Þegar Ken Thomas fór af landi brott eftir að hafa lokið við síðustu plötu
Sigur Rósar, (), sagðist hann langa mest af öllu til að taka upp aðra plötu
með Mínus. Honum varð að ósk sinni því hann sat við takkana á Halldóri
Laxness. Frá tónleikum Mínuss í Austurbæ.Þakklátur fyrir
hvern dag
Breski upptökustjórinn Ken Thomas hefur
komið við sögu á ansi mörgum íslenskum
skífum síðustu árin og nægir að nefna
plötur með Risaeðlunni, Botnleðju,
Sigur Rós og Mínus. Árni Matthíasson
ræddi við hann í tilefni af því að hann
hefur nýlokið við væntanlega plötu með
Mínus sem kallast Halldór Laxness.
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Moggabúðin
Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.