Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 59
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 10.20. B.i 12
www.regnboginn.is
HK DV
X-97,7
HJ MBL
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 4 og 6. B.i 16.
HOURS
Sýnd kl. 4 og 6.
SV MBL
HK DV
Kvikmyndir.com
Vegna fjölda
áskorana aukasýningar
á þessari mögnuðu hrollvekju
FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINSPOTTING
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Heims
frumsýning
Sagan
heldur áfram.
Enn stærri og
magnaðri en fyrri
myndin.
Missið ekki af þessari!
Sýnd kl. 3, 5.30, 8.30 og 11 ( Power sýning). B.i 12.
Powe
rsýni
ng
kl. 1
1.
Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. B.i 12.
Sýnd kl. 8. B.i. 12.
...Þetta er fyrsta stóra
hasarmynd sumarsins
2003 og gæti hæglega
endað sem ein sú besta ...
Kvikmyndir.com
... tt r fyr t t r
r y r i
ti l
i t ...
vik y ir.c
Kvikmyndir.is
X-men 2 er mynd
með boðskap, brellur
og brjálaðan hasar...
Hvað viltu meira?
- r
, r ll r
rj l r...
il ir
400
kr
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
www.laugarasbio.is
Brjálaður hasar og
geggjuð áhættuatriði.
Heims
frumsýning
Sagan
heldur áfram.
Enn stærri og
magnaðri en fyrri myndin.
Missið ekki af þessari!
...Þetta er fyrsta stóra
hasarmynd sumarsins
2003 og gæti hæglega
endað sem ein sú besta ...
Kvikmyndir.com
... tt r fyr t t r
r y r i
ti l
i t ...
vik y ir.c
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 2. Ísl. tal. 400 kr.
Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15.
400
kr
X-men 2 er mynd
með boðskap, brellur
og brjálaðan hasar...
Hvað viltu meira?
- r
, r ll r
rj l r...
il ir
DAÐUR við ofbeldi ogglæpi hefur verið snarþáttur í hiphopinu ognýst mörgum vel við að
selja plötur; bófarapparinn með
gullkeðjurnar, byssurnar, húðflúrið
og gellurnar upp á arminn er löngu
orðinn teiknimyndafígúra, mörgum
skrípamynd. Ekki verður þó á móti
því mælt að oftar en ekki eru rapp-
arar einmitt sprottnir úr slíku um-
hverfi, búa í blökkumannahverfum
þar sem obbinn er atvinnulaus, ein-
stæðar mæður algengasta fjöl-
skylduformið og lífsbaráttan einatt
hörð og hættuleg. Úr slíku um-
hverfi var Biggie Smalls, sem var
myrtur fyrir rétt rúmum sex árum,
og Jay-Z, sem er nú með helstu
rapphetjum heims, svo dæmi séu
tekin. Aðrir hafa gert út á erfitt líf,
nefni þá félaga Ice Cube og Ice-T,
þó deila megi um það hversu erfitt
líf þess fyrrnefnda hafi verið, og
Eminem (sem átti þó helst erfitt
fyrir það hve hann átti vonda móð-
ur). Fáir hafa þó átt eins erfiða ævi
og rapparinn 50 Cent, en fyrsta
breiðskífa hans sló öll sölumet þeg-
ar hún kom út vestanhafs fyrir
nokkru.
50 Cent heitir fullu nafni Curtis
Jackson og ólst upp hjá einstæðri
móður sinni líkt og svo margir litir
Bandaríkjamenn. Hann naut þó
móður sinnar ekki lengi því þegar
hann var átta ára var hún myrt, lík-
lega vegna starfa síns, en hún fram-
fleytti sér og syninum með krakk-
sölu. Drengurinn ólst því upp hjá
ömmu sinni og með tímanum tók
hann við sölusvæði móður sinnar og
vann sig upp í að selja fyrir hálfa
milljón á dag. Sagan segir að hann
hafi aldrei verið gripinn vegna þess
að hann faldið efnið í skónum, en
þegar hann fór í vitlausum skóm í
skólann var hann gripinn og næstu
ár var hann meira og minna í fang-
elsi.
1994 var 50 Cent búinn að fá nóg
af bófalífinu og ákvað að gerast
rappari, sem hefur reynst mörgum
vel við að auðgast á heiðarlegan
hátt. Hann fór að semja rímur og
taka þátt í rímnastríði hvar sem
hann komst að og komst þannig í
kynni við Jam Master Jay, einn liðs-
manna Run DMC, sem tók piltinn
að sér, kenndi honum að ríma við
takt og að flytja rímurnar. Jay
gerði samning við 50 Cent, en ekk-
ert varð af plötu að svo stöddu en
sambandið við Jay kom honum á
framfæri við útsetjaragengi sem
kallar sig Trackmasters, þá Poke og
Tone. Þeir sömdu við 50 Cent fyrir
hönd Columbia og tóku upp með
honum bunka af lögum sem síðan
var valið úr á plötuna Power of the
Dollar. Áður en sú kom út komu
þrjár smáskífur, þar á meðal ein
sem átti eftir að vekja mikið umtal,
How to Rob (An Industry Nigga).
Snar þáttur í textum Jay-Z, Bigg-
ie og 50 Cent er gamansemi, víst
hafa þeir átt erfiða daga, 50 verið
stunginn og skotinn, en hann er
ekki síst þekktur fyrir gamansemi
og How to Rob (An Industry Nigga)
var einmitt gamanvísa, en í því seg-
ir hann frá því er hann rænir alla
helstu rappara þess tíma. Ekki
kunnu allir þó að taka gamninu, og
þannig svöruðu þeir Jay-Z, Big
Pun, Sticky Fingaz og Ghostface
Killah harkalega fyrir sig – Ghost-
face Killah lét víst hendur skipta –
og komu 50 Cent rækilega á kortið,
því betra er illt umtal en ekkert.
Ekki þó bara umtalið illt, því
margur vildi piltinn feigan eins og
kom í ljós skömmu áður en platan
kom út, fyrir nærfellt þremur árum,
því þá veittist óþekktur maður að 50
Cent þar sem hann sat í bifreið
sinni fyrir utan heimili ömmu sinn-
ar og skaut hann níu skotum.
50 Cent lifði tilræðið af eftir
nokkra dvöl á sjúkrahúsi, en Col-
umbia-samningurinn ekki; menn
þar á bæ vildu ekki vera með slíkan
nagla á mála hjá sér og sögðu upp
samningnum án þess að breiðskífan
kæmi nokkurn tímann út.
50 Cent var kominn aftur á byrj-
unarreit en var þó kominn með orð-
spor sem átti eftir að reynast hon-
um dýrmætt. Næstu mánuði sendi
hann frá sér lög á snældum og
brenndum diskum sem ýtti enn
undir áhugann og smám saman
spannst mikill áhugi útgáfufyrir-
tækja á að gera við pilt samning. Á
endanum samdi hann við nýja út-
gáfu Eminem og fékk fyrirfram
milljón dali að því hermt er. Þeir
Eminem og Dr. Dre véla líka um á
fyrstu eiginlegu plötu 50 Cent,
nokkuð sem nánast gulltryggir
milljónasölu. Allt varð þetta til að
ýta undir gríðarlegan áhuga fyrir
plötunni, Get Rich or Die Trying, og
hún sló líka öll sölumet þegar hún
kom út; fyrstu vikuna seldust af
plötunni ríflega 872.000 eintök og
vikuna á eftir 822.000 – 1,7 milljónir
eintaka á tveimur vikum er met sem
seint verður slegið en í dag hafa
selst af plötunni fjórar milljónir ein-
taka vestan hafs, hún er í öðru sæt-
inu eftir tólf vikur á lista.
Get Rich or Die Trying er fín
bófarappplata en það er líka þess
virði að hlusta á plötuna Guess
Who’s Back, sem kom út fyrir
stuttu. Á henni eru lögin sem 50
Cent gaf út á mixsnældum og
brenndum diskum áður en hann
komst á samning hjá Eminem.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Hæfileikaríkur bófi
Í hiphopinu vestan hafs skiptir miklu máli að vera
harður. Í því kemst enginn með tærnar þar sem 50
Cent hefur hælana.