Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 64
STEINGRÍMUR J. Sigfússon,
formaður vinstri grænna, er
andsnúinn hugmyndum Samfylk-
ingarinnar um breytingar á úthlut-
un aflaheimilda. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, talsmaður Samfylk-
ingarinnar, sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að hún vildi að
strax í haust yrði sú aukning á afla-
heimildum, sem talað hefur verið
um að verði heimiluð á næsta fisk-
veiðiári, boðin til leigu.
Steingrímur segir hugmyndir
Samfylkingar í grundvallaratrið-
um ólíkar stefnu VG þrátt fyrir að
sama orðalag sé notað að ein-
hverju leyti. Magnús Þór Haf-
steinsson, varaformaður Frjáls-
lynda flokksins, lýsir einnig yfir
andstöðu við tillögu Samfylkingar-
innar.
Steingrímur J. segist vilja
tengja aflaheimildir við ákveðin
byggðarlög. Til þess að það gerist
þurfi að mynda nýja ríksstjórn þar
sem Sjálfstæðisflokkurinn sé harð-
astur í vörninni fyrir óbreyttu
kerfi.
Frjálslyndir andvígir
stefnu Samfylkingar
„Ég skrifa að sjálfsögðu ekki
upp á þetta því þetta [hugmyndir
Samfylkingar] er ekki okkar
stefna og ég hef þvert á móti goldið
talsverðan varhug við þessari upp-
boðsleið Samfylkingarinnar,“
sagði Steingrímur J. „Við erum að
tala um verulega byggðartengingu
réttarins sem skapar sjávarbyggð-
unum allt aðra stöðu heldur en að
keppa um hvert einasta kíló á upp-
boði. Maður spyr sig að því hvort
afl peninganna muni ekki ráða úr-
slitum þegar allar veiðiheimildir
fara á uppboð. Okkar sjávarút-
vegsstefna er í grundvallaratrið-
um ólík og á í raun ekkert sameig-
inlegt með uppboðsleið Samfylk-
ingarinnar nema þá helst þetta
nafn sem mikil tilhneiging er til að
skella sem samheiti á allar hug-
myndir um breytingar, það er að
segja nafnið fyrningarleið,“ sagði
Steingrímur.
Steingrímur sagði ótímabært að
ræða aukinn kvóta þar sem ekki
væri komin endanleg niðurstaða
um slíkt frá Hafrannsóknastofnun.
Magnús Þór Hafsteinsson, vara-
formaður Frjálslynda flokksins, er
heldur ekki hlynntur hugmyndum
Samfylkingarinnar. „Ég tel að
fyrningarleið Samfylkingarinnar
gangi ekki upp því menn ætla að
vera áfram í kvótakerfi. Mér líst
ekki á það, ef það verður einhver
aukning í haust, að það eigi að fara
að leigja það strax út. Ég tel frekar
að menn ættu að fara eftir okkar
tillögum og skipta um kerfi og taka
upp aflaaukningu í gegnum þær
breytingar,“ sagði Magnús.
Andstaða við til-
lögu Samfylkingar
Morgunblaðið/Alfons
ÞAÐ hefur færst í vöxt að eiginkonur trillukarla skreppi á sjóinn með
bóndanum til þess að taka þátt í vinnunni um borð. Ingibjörg Stein-
þórsdóttir brá sér á dögunum í róður með eiginmanni sínum, Ómari
Maríassyni, en þau gera út trilluna Rakel SH frá Ólafsvík.
Saman á trillunni
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
FYLGNI er á milli hasarleikjanotkunar ís-
lenskra unglinga og beitingar þeirra á lík-
amlegu og andlegu ofbeldi. Þetta er nið-
urstaða nýrrar íslenskrar rannsóknar á
tengslum notkunar tölvuleikja og árás-
arhneigðar unglinga sem dr. Guðbjörg Hild-
ur Kolbeins, lektor við Háskóla Íslands,
vann.
Þá sýnir rannsóknin að einn af hverjum
tíu unglingum er beittur líkamlegu ofbeldi á
heimilinu af foreldri eða forráðamanni og
einn af hverjum fimm verður vitni að ofbeldi
heima fyrir.
Guðbjörg segir að niðurstöðurnar séu í
samræmi við erlendar rannsóknir sem gerð-
ar hafa verið á áhrifum tölvuleikjaofbeldis á
börn. „Við getum ekki sagt til um hvað er
orsök og hvað afleiðing hér þótt tengslin
séu ljós. Sumir vilja meina að ofbeldisfullir
tölvuleikir kenni börnum að ofbeldi sé
skemmtilegt og að þeir geri þau ónæm fyrir
ofbeldi. Við getum hins vegar ekkert fullyrt
um það út frá þessari rannsókn.“
Rannsóknin var gerð í 15 grunnskólum
haustið 2002 og fór þannig fram að 965 ung-
lingar á aldrinum 13-15 ára svöruðu spurn-
ingalistum.
Guðbjörg segir að sumir telji að tölvu-
leikir þjálfi börn í að drepa. Þannig hafi
bandaríski herinn notað lítillega breytta út-
gáfu af sjónvarpstölvuleiknum Duck Hunt í
skotþjálfun hermanna sinna. „Vakið hefur
athygli í Bandaríkjunum hvað börn og ung-
lingar eru ótrúlega leikin í að skjóta úr
byssum. Komið hefur í ljós að þau eru jafn-
vel betri í að hitta með skambyssum en
þjálfaðir hermenn og lögreglumenn þrátt
fyrir að hafa aldrei komið nálægt skamm-
byssum áður.“ Hún nefnir dæmi af dreng í
Bandaríkjunum sem fór með byssu í skólann
og skaut á skólafélaga sína fyrir nokkrum
árum. „Menn voru forviða á því að hann
skaut átta skotum og hitti úr þeim öllum,
auk þess sem athygli vakti að öll skotin fóru
í efri hluta líkamans. Hann hafði aldrei
snert á skammbyssu áður en hins vegar leik-
ið sér mikið í skottölvuleikjum.“
Rannsóknin sýnir að 10% barna spila
tölvuleiki meira en 10 tíma á viku, 20% í 3–
10 tíma, en 20% spila aldrei tölvuleiki. Guð-
björg bendir á að samkvæmt sínum rann-
sóknum og annarra séu tengslin á milli
áhorfs á ofbeldisfullt sjónvarpsefni og árás-
arhneigðar sterkari en tengslin á milli
tölvuleikjanotkunar og árásarhneigðar. Ef
til vill megi skýra það með því að börn eyði
meiri tíma í að horfa á sjónvarp og það skipi
stærri sess í lífi þeirra.
Tengsl ofbeldis og heimilisaðstæðna voru
könnuð í rannsókninni og kom í ljós að
heimilisaðstæður hafa gífurlega mikil áhrif
á hvort unglingur beitir ofbeldi. Það á við
hjá báðum kynjum en tengslin eru þó mun
sterkari hjá stúlkum. Þá sýnir rannsóknin
að strákar beita frekar líkamlegu ofbeldi en
stelpur en stelpur beita andlegu ofbeldi
jafnmikið og strákar.
Tengsl milli tölvuleikja og árásar-
hneigðar hjá íslenskum unglingum
AP
Um 20% vitni að
ofbeldi heima fyrir
TÖLVURUSLPÓSTUR sem netþjónustan
Snerpa hefur hafnað fyrir hönd viðskipta-
vina sinna hefur aukist úr 7,63% í septem-
ber árið 2001 í 49,7% af almennum tölvu-
pósti í liðnum mánuði. Svipuð almenn þróun
kemur fram í upplýsingum frá fyrirtækinu
Brightmail í nýjasta hefti tímaritsins Econ-
omist. Hlutfall ruslpósts virðist vera á
bilinu 45-70% af allri tölvupóstumferð að
því er fram kemur í grein undir yfirskrift-
inni Kæfa eða kræsingar í sunnudags-
blaðinu.
Í greininni kemur fram að ruslpóstur er
álitinn sífellt alvarlegra vandamál í Banda-
ríkjunum. Um helmingur allra ríkja Banda-
ríkjanna hefur mótað sér löggjöf til að
stemma stigu við ruslpósti og sífellt meiri
þrýstingur myndast á stjórnvöld um mótun
heildarlöggjafar fyrir ríkið allt.
Fyrirbyggjandi bann hérlendis
Hér á landi hefur samkvæmt lögum um
húsgöngu- og fjarsölusamninga aðeins ver-
ið leyfilegt að senda almennum töluvunot-
endum ein óumbeðin skilaboð með tölvu-
pósti í markaðsskyni. Ef notandinn veitir
ekki samþykki sitt fyrir fleiri skilaboðum úr
sömu átt eru áframhaldandi sendingar
óheimilar samkvæmt lögunum. Á þessu
verður breyting þegar ný lög um fjarskipti
taka gildi í júlí í sumar. Lögin segja fyrir
um að notkun sjálfvirkra uppkallskerfa,
símbréfa eða tölvupósts fyrir beina mark-
aðssetningu sé aðeins heimil þegar áskrif-
andi hafi veitt samþykki sitt fyrirfram.
Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu,
segir bannið fyrst og fremst fyrirbyggj-
andi. „Þó að ruslpóstur af íslenskum upp-
runa sé afar sjaldgæfur er ekkert óeðlilegt
miðað við þróunina að setja inn í íslensk lög
fyrirbyggjandi bann um ruslpóstsending-
ar.“
Í Kæfu og kræsingum er fjallað um fyr-
irbærið ruslpóst og til hvaða ráða er gripið
til að stemma stigu við honum hérlendis og
erlendis.
45–70% af
sendum
tölvupósti
ruslpóstur
Kæfa/12
BANDARÍSKI
leikarinn og leik-
stjórinn Tim
Blake Nelson,
sem þekktur er
m.a. fyrir leik
sinn í O Brother
Where Art Thou
og The Good
Girl, hefur tekið
að sér aðal-
hlutverkið í
Hvíslaranum, kvikmynd eftir Ragn-
ar Bragason, en handrit hennar var
tilnefnt til verðlauna á Sundance-
hátíðinni í ár þar sem Nelson var
formaður dómnefndar. Að sögn
Ragnars eru ýmsir fleiri þekktir
leikarar vestra að íhuga þátttöku í
myndinni, m.a. fyrir milligöngu
Nelsons.
„Ég hafði ekki gert mér neinar
stórar grillur um að Hvíslarinn yrði
mynd sem ég fengi fjármagnaða á
næstu árum enda mjög viðamikið
verkefni og kostnaðaráætlun hljóð-
ar upp á rúmar 500 milljónir
króna,“ segir Ragnar í samtali við
Morgunblaðið. „En eftir að ég var
tilnefndur til Sundance-verð-
launanna fór boltinn að rúlla.“
Hvíslarinn verður þó ekki gerður
í ár, en í sumar mun Ragnar taka
bíómynd í samstarfi við Vesturport,
sem hefur vinnutitilinn Kvikyndi.
Tim Blake með meðleikkonu sinni í
The Good Girl, Jennifer Aniston.
Tim Blake
Nelson í
Hvíslaranum
Ragnar Bragason:
500 millj. verkefni.
Vil bæta/Sunnudagur 20
VG og frjálslyndir gagnrýna tillögu Samfylk-
ingar um úthlutun á 30 þúsund tonna þorskkvóta
Tillögur/4