Morgunblaðið - 12.05.2003, Side 40

Morgunblaðið - 12.05.2003, Side 40
DAGBÓK 40 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss kemur í dag. Selfoss og Áskell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Evermeer og Selfoss koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, vinnu- stofa kl. 13, söngstund á morgun kl. 14. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 11 boccia, kl.13– 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handavinnustofa, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 bútasaumur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánudagur kl. 16 leik- fimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð og mynd- list, kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 10, leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13– 16 spilað, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, handavinna kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14, kl. 9–14 hárgreiðsla. Félag eldri borgara Garðabæ. Æfing hjá Garðakórnum, kór eldri borgara Garða- bæ er mánudaga kl 17.30 í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli. Söngfólk er hvatt til að koma og taka þátt í starfi með kórnum. Stjórnandi kórsins er Kristín Pjetursdóttir. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Kóræfingar kl. 10.30, tréskurður kl 13, fé- lagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Í dag vinnu- stofur og spilasalur opinn. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl. 10.50, leikfimi, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 perlusaumur og fóta- aðgerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13.30 sögu- stund og spjall, kl. 13 postulínsmálun og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað, kl. 14.15 spænska, fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga, kl. 9–15 fótaaðgerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 13–16.45 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálun. kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl.11–12 leik- fimi, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð og boccia, kl. 13 handmennt, glerbræðsla og spilað, kl. 15.30 jóga. Gullsmárabrids. Brids í Gullsmára.Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánu- dagskvöld kl. 20. Minningarkort Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálknafirði eru af- greidd í síma 456- 2700. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru afgreidd á skrifstof- unni, Holtavegi 28 í s. 588-8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kredidkorta- þjónusta. Í dag er mánudagur 12. maí, 132. dagur ársins 2003. Pankratíus- messa. Orð dagsins: En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs. (Rómv. 8, 27.)     Stefán Pálsson skrifarpistil á Múrinn í gær og veltir fyrir sér úrslit- um kosninganna. „Í ljósi úrslitanna og að því gefnu að ríkis- stjórnin muni sitja áfram lítið breytt, hefur í raun bara einn flokkur ástæðu til að fagna – Fram- sóknarflokkurinn,“ skrif- ar Stefán. „Hvaða skoð- un svo sem menn kunna að hafa á þeim flokki og verkum hans í gegnum tíðina, þá héldu fram- sóknarmenn sínu frá síð- ustu kosningum og hafa hlutfallslega styrkt sína stöðu í ríkisstjórnarsam- starfinu. Sjálfstæðisflokkurinn missti þingsæti og er fylgi hans með minnsta móti ef tekið er mið af sögunni. Þetta tap hlýtur að vera flokksforystunni sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess að tapið bitnaði einkum á þingkonum flokksins og var staða þeirra ekki beysin fyrir.“     Stefán heldur áfram:„Samfylkingin fjölg- aði um tvo í þingflokki sínum og náði 31% at- kvæða, en það er einmitt einu prósentustigi lægri tala en hreyfingin stefndi að því að ná fyrir fjórum árum – að sögn Sighvats Björgvinssonar þáver- andi leiðtoga hennar. Hvort þingmennirnir séu sautján eða tuttugu er hins vegar bitamunur en ekki fjár komist Sam- fylkingin ekki í ríkis- stjórn.“ Samfylkingin kaus sjálf að láta alla kosn- ingabaráttu sína snúast um persónu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og því hlýtur útkoma henn- ar að vera mælikvarðinn á það hvernig til tókst. Við fyrstu sýn mætti ætla að Frjálslyndi flokk- urinn hefði ástæðu til að kætast, en sá hlátur er blendinn. Vissulega fjölg- ar þingmönnum hans úr tveimur í fjóra, en þar er þó ekki allt sem sýnist. Ef ætlun Frjálslyndra er sú að byggja upp lífvæn- legan flokk til framtíðar, er það hræðileg staða að vera án þingmanns í Reykjavík.“     Loks fjallar Stefán umþann flokk, sem hon- um stendur hjarta næst: „Vinstri grænir endur- tóku nánast árangur sinn frá því fyrir fjórum árum – nema að þá datt sjötti maðurinn inn undir morguninn en að þessu sinni var hann naumlega fyrir utan. Á sama hátt og það breytir ekki miklu fyrir Samfylk- inguna í stjórnarand- stöðu hvort hún hefur sautján þingmenn eða tuttugu, skiptir það litlu máli fyrir Vinstri græna hvort þingmennirnir eru fimm eða sex – þótt hitt sé annað mál að Atli Gíslason hefði átt mikið erindi á þing. Frá sjónarhorni Vinstri grænna hljóta vonbrigðin hins vegar að felast í því að vera þing- mannslausir í tveimur kjördæmum – þ.á m. í því fjölmennasta, Suð- vesturkjördæmi.“ STAKSTEINAR Spáð í kosningaúrslitin Víkverji skrifar... ÞÁ ERU þingkosningar afstaðnarog sjálfsagt verða flestir hvíld- inni fegnir, bæði frambjóðendur flokkanna sem og almenningur í landinu. Auglýsingamagnið hefur verið gífurlegt og þó að kjósendur hafi auðvitað hag af því að sjá flokk- ana kynna menn og málefni þá kem- ur ætíð sá tímapunktur að fólk fer að missa áhugann, verður jafnvel þreytt á öllu saman. x x x TALANDI um auglýsingar í kosn-ingabaráttunni. Þegar Víkverji fletti föstudagsblaði Morgunblaðs- ins fannst honum strax eitthvað bog- ið við mynd í auglýsingu frá Sam- fylkingunni, sem birtist á bls. 29. Myndin þekur hálfa síðuna og er hópmynd af ýmsum helstu fram- bjóðendum flokksins. Ýmislegt skar í augu en kannski var það helst stað- setningin á Björgvini G. Sigurðs- syni, frambjóðanda í Suður- kjördæmi, fyrir miðri mynd sem vakti upp spurningar í huga Vík- verja. Hann tók sig því til og fann sömu auglýsingu frá Samfylking- unni en hún hafði áður birst í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins 4. maí sl. Þar hafði Samfylking keypt heila opnu, bls. 18 og 19, og var umrædd mynd því birt þar öllu stærri en í blaðinu síðasta föstudag. Viti menn: í ljós kemur að átt hef- ur verið við myndina sem upp- haflega birtist – hún hafði verið „fótósjoppuð“, svo notað sé vont ís- lenskt mál. Á stóru myndinni, sem birtist 4. maí, er Björgvin nefnilega ekki fyrir miðju, heldur yst til vinstri. Við hlið hans þar standa þeir Mörður Árnason og Ásgeir Frið- geirsson, en í auglýsingunni sl. föstudag standa þeir hins vegar lengst til hægri! Aukinheldur eru nú allt í einu þrjátíu og fimm manns á myndinni (sem er þó greinilega sú sama), en höfðu verið þrjátíu og fjórir. Við hlið Þórunnar Sveinbjarnardóttur, yst til hægri í fremstu röð, stendur nú allt í einu Margrét Frímannsdóttir – en hana hafði hvergi verið að finna á myndinni þegar hún birtist fyrst! x x x ÞAÐ er ekki meining Víkverja aðgera mikið úr því þótt menn noti sér nútímatæknina í kosningabar- áttunni – auðvitað er erfitt að safna öllum frambjóðendum á sama stað þegar sem mest gengur á. Sumir eru í framboði úti á landi og eiga kannski ekki heimangengt í myndatöku í Reykjavík. Svona „myndafalsanir“ bjóða þó óhjákvæmilega upp á að andstæðingurinn geri sér mat úr þeim í áróðursstríðinu. Það var eitthvað bogið við þessa mynd! Birkiaska náttúrulegt undraefni BIRKIASKA er náttúru- legt undraefni sem við höf- um tekið inn í nokkur ár með góðum árangri. Ástæður þess að við hóf- um að taka birkiöskuna eru margvíslegar, þar má nefna gigt, bólgur, bjúg, höfuð- verk, sykursýki og of háan blóðþrýsting. Hefur birki- askan komið okkur til hjálpar auk þess sem hún gefur okkur mikla orku. Önnur okkar hefur átt við mígreni að stríða og hefur sjúkdómurinn blossað upp þegar hún hefur sleppt úr tímabundið að taka öskuna en þegar hún fer aftur að taka hana þá verður hún strax betri. Hún hefur einnig átt við nýrnasjúk- dóm að stríða og þurft í þrí- gang að fara í aðgerð og nota lyf. Nú hrjá nýrun hana ekki og hún er laus við meðulin. Þakkar hún birki- öskunni þann bata. Auk þess höfum við verið lausar við umgangspestir og kvef eftir að við fórum að taka birkiöskuna. Tök- um við 4–6 hylki af Betus- an/birkiösku á dag og drekkum vel af vatni með. Ef við erum slappar þá tök- um við 8 hylki af birkiösku á dag. Við höfum bent sam- ferðafólki á birkiöskuna og hafa margir notað hana sér til heilsubótar. Sárast þykir okkur þegar við heyrum fólk sem ekki hefur tekið inn birkiösku lýsa því yfir að hún sé gagnslaus. Reynsla okkar er önnur og hvetjum við fólk til að prufa birkiöskuna og sjá hvort hún hafi ekki góð áhrif á það. Soffía Jakobsdóttir, Varmahlíð, Nína Guðnadóttir, Sauðárkróki. Saltausturinn óg- urlegi og endalausi ÞRÁTT fyrir allar þær framfarir sem orðið hafa hérlendis í meðferð mat- væla, t.d. unnum kjötvörum og mjólkurvörum, ríghalda þeir fræðingar sem vinna í kjötvinnslu og mjólkuriðn- aði við þennan gegndar- lausa landlæga saltaustur í íslensk matvæli. Smjör er yfirleitt gert svo brimsalt að ætla mætti að fyrirhugaður sé stór- felldur smjörútflutningur til Namibíu eða Zimbabve í sólsteiktri Afríku – smjör- bragð finnst ekkert lengur af þeirri feiti, bara ólystugt pækilbragð. Beikon og ýmsar áleggs- vörur eru svo saltar að maður fær beinlínis munn- herkjur af að neyta þeirra. Og hjartað tekur kipp og við liggur að hárin rísi á höfði manns. Slátur frá vinnslustöðv- um sem selt er tilbúið til suðu er gert svo salt að allt hefðbundið sláturbragð er með öllu horfið og slátrið líkist einna helst aflóga hökkuðu pækilssöltu salt- kjöti. Þessi landlæga ofnotkun á salti í íslensk matvæli er nánast tilræði við heilsu neytandans og furðulegt að ekki skuli fyrir löngu vera búið að taka í taumana í þessum efnum. Matvælaeftirlitið er eitt- hvað dapurt virðist vera – hollustuvernd sofnuð á verðinum. Neytandi. Tapað/fundið Barnagleraugu í óskilum FUNDIST hafa barnagler- augu í Elliðaárdalnum. Upplýsingar í síma 567 1443. Lyklar í óskilum LYKLAR, bíllykill og hús- lyklar, fundust á bak við Rúmfatalagerinn í Skeif- unni. Upplýsingar í síma 696 0394. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar María Lena Ófeigsdóttir, Hjörvar Þór Ólafsson og Jónas Ágúst Ófeigsson ferðuðust á rafmagnsbíl um Álftanesið á sunnudag. LÁRÉTT 1 vitleysa, 4 stafns, 7 fæð, 8 gorta, 9 beita, 11 þekk- ing, 13 velgja, 14 ólán, 15 handfang, 17 þungi, 20 á húsi, 22 svarar, 23 kjarr, 24 ákveð, 25 vesl- ast upp. LÓÐRÉTT 1 aula, 2 kaðall, 3 bára, 4 þarmur, 5 bráðlyndur maður, 6 kona Njarðar, 10 rækta, 12 hóp, 13 sjór, 15 skjóta, 16 þefar, 18 hitt, 19 þvaðra, 20 óskað ákaft, 21 öngul. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sjálfsagt, 8 áttan, 9 angur, 10 afl, 11 arður, 13 afana, 15 hrúts, 18 kólga, 21 kol, 22 galli, 23 undum, 24 ágiskunar. Lóðrétt: 2 játað, 3 lúnar, 4 svala, 5 gegna, 6 rápa, 7 þróa, 12 urt, 14 fró, 15 hagl, 16 útlæg, 17 skins, 18 klufu, 19 lydda, 20 aumt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.