Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 8
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? RÖGNVALDUR Hallgrímsson, einn Sportmanna, sem eru leigu- takar neðsta svæðis Grenlækjar, sagði góða daga í vændum á svæð- inu. Góð skot hefðu verið á svæð- inu að undanförnu, en á sama tíma væri það að frétta úr Fitjaflóði og af Seglbúðasvæðinu að þar væri enn allmikill fiskur sem ætti eftir að þoka sér niður ána og til sjáv- ar. „Það hafa verið fín skot hjá okk- ur í Grenlæk 1, það skaust þangað t.d. veiðimaður í vikubyrjun sem fékk fimm fiska á stuttum tíma, 2 til 5,5 punda. Það hafa hins vegar margir veiðimenn afboðað sig með litlum fyrirvara að undanförnu og því kannski veiðst minna en ella. Ég hef á tilfinningunni að það sé einhver ótti í ókunnugum um að menn séu að flana út í ófærur þarna niður frá, en sannast sagna þá var Subarufært þarna fyrst í vor, síðan rigndi heiftarlega og þá varð þetta jeppafæri af því að dýpkaði við það í lónum sem ekið er yfir. Ég frétti af mönnum sem fengu rangar upplýsingar og festu bílana illa, en reglan þarna er sú að ef menn fylgja stikum þá er þetta meinlaus leið og engar sand- bleytur eru í slóðinni. Ég er sjálf- ur búinn að fara þarna tvisvar og ganga úr skugga um þetta,“ sagði Rögnvaldur. Selveiðar Rögnvaldur bætti við að sela- skyttur hefðu farið þarna nokkrar ferðir og skotið nokkur dýr og fælt önnur í burtu. „Snemma í vor urðu menn vitni að miklu sjón- arspili er selirnir voru að veiða fyrir framan tærnar á þeim, gera sér síðan að leik að þeyta sjóbirt- ingum upp í loftið og keppa síðan 2-3 um að ná bitanum. Menn höfðu gaman af þessu, en þeir voru nú komnir þarna til að veiða og stóðu mjög höllum fæti við það. En eftir þetta höfum við sent skyttur niður eftir og vandamálið er nú hverf- andi,“ sagði Rögnvaldur. Martin Kalushke sleppir fyrsta sjóbirtingi vertíðarinnar í Litluá á dögunum. Fiskur að ganga niður Grenlæk FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Manstu ekki eftir okkur, herra? Við börðumst með þér í Írak. Færeyingafélagið í Reykjavík 60 ára Hlutverkið að auka samskipti EKKI kemur á óvartað starfrækt er öfl-ugt félag Færey- inga á höfuðborgarsvæð- inu enda fjöldi Færeyinga búsettur hér á landi. Fær- eyingafélagið í Reykjavík á 60 ára afmæli um þessar mundir og verður eitt og annað á döfinni í tilefni af- mælisins. Elin Svarrer Wang er tannlæknir í Reykjavík, en Færeyingur í húð og hár og hún er for- maður félagsins og í for- svari fyrir það í viðtali sem Morgunblaðið átti við hana í vikunni. – Segðu okkur fyrst eitt- hvað um sögu Færeyinga- félagsins í Reykjavík, hvernær var það stofnað og af hverjum? „Færeyingafélagið í Reykjavík var stofnað 15. maí 1943. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Her- borgu Sigurðsson, Maríu Olafs- son, Sofur Jakobsen, Peter Wirg- lund og Hönnu Sigurgeirsson. Varamenn voru Jens Kjeld, Ás- laug Lingdal og Anna Einarsson. Fyrstu árin stóð félagið fyrir hóp- ferðum um Ísland ásamt ýmsum hátíðarhöldum á færeyskum há- tíðardögum, svo sem Ólafsvöku og Jóansvöku (Jónsmessu), auk ann- arra skemmtana. Snemma fór fé- lagið að sjá um upptöku á jóla- kveðjum sem eru sendar út rétt fyrir jólin í Útvarpi Færeyja. Sú hefð er enn við lýði og gerum við þetta árlega. Annar árlegur við- burður sem á sér langa sögu í fé- laginu er jólaball fyrir börnin.“ – Hvert er hlutverk félagsins og á hvað leggur það helst áherslu? „Hlutverk félagsins er að auka samskipti á milli Færeyinga á Ís- landi og reyna að gera sitt besta til að aðfluttum Færeyingum líði vel hér. Við leggjum áherslu á fær- eyska tungu og færeyskar hefðir, svo sem færeyska matargerð, fær- eyskan dans og fleira. Í vetur var hafin kennsla í færeysku fyrir börnin og einnig sýnum við reglu- lega færeyska barnasjónvarps- þætti til þess að auðvelda ungu kynslóðinni að læra tungumálið. Íslenska og færeyska eru mjög skyld og það þarf dugnað og góða kennslu til þess að börnin rugli ekki saman tungumálunum. Þar sem þau heyra svo miklu oftar ís- lensku en færeysku, bitna erfið- leikarnir fyrst og fremst á fær- eyskukunnáttunni og því erum við mjög ánægð með að hafa komið á kennslu í færeysku fyrir börnin okkar.“ – Er félagið fjölmennt – og eru einhverjir Íslendingar í því? „Í félaginu eru um 260 manns, flestir Færeyingar á höfuðborgar- svæðinu, en einnig nokkrir búsett- ir annars staðar, því önnur Fær- eyingafélög og -klúbbar á landinu eru ekki starfandi eins og er. Einnig höfum við þó nokkra ís- lenska Færeyingavini í félaginu.“ – Fyrir hverju stendur félagið helst? „Árlega eru að minnsta kosti tvær veislur, með færeyskum mat og oft færeyskri tónlist. Auk jóla- skemmtunarinnar fyrir börnin og upptöku á jólakveðjunum má síðan nefna að starfandi er dansfélag sem hittist tvisvar í mánuði og æfir og dansar fær- eyskan þjóðdans. Einnig er fær- eyski skólinn sem ég nefndi og barnasjónvarpið tvisvar í mán- uði.“ – Nú er stórafmæli, eitthvað stórt og mikið hlýtur að vera í bí- gerð í tilefni dagsins, eða hvað? „Á morgun, laugardaginn 17. maí, verður menningardagskrá í Fjörukránni í Hafnarfirði. Þar verða fyrirlestrar og færeyskur dans á vegum Havnar dansifélag. Dagskráin hefst klukkan 14 með því að dr. Eyðunn Andreassen prófessor í þjóðháttafræði við Fróðskaparsetur Föroya fjallar um færeyska dansinn frá ýmsum sjónarhornum. Klukkan 14.45 sýnir Havnar dansifélag ýmsa dansa og gefst gestum tækifæri til að taka þátt. Klukkan 15.15 fjallar Vésteinn Ólason prófessor í þjóð- háttafræði við Háskóla Íslands um þau kvæði á Íslandi sem hafa sama grunn og færeysku kvæðin. Klukkan 15.30 talar Ragnvald Larsen um upphaf flugsamgangna milli Færeyja og Íslands. Klukkan 15.45 hefst síðan færeyskur dans með þátttöku allra sem vilja, en dagskránni lýkur klukkan 16. Um kvöldið höldum við áfram og verð- um með 60 ára hátíðarveislu í Vík- ingasal Hótels Loftleiða. Eftir borðhaldið spilar færeyska hljóm- sveitin Twilight fyrir dansi.“ – Verður eitthvað fleira á dag- skrá? „Já, þetta verður í raun meiri- háttar færeysk helgi, því auk áð- urnefndrar afmælisdagskrár heldur Eyvör Pálsdóttir tónleika í kvöld, 16. maí, klukkan 22 í Iðnó og færeyskur kór úr Klakksvík er með tónleika í Salnum í Kópavogi klukkan 17 á morgun.“ – Er hátíðin bara ætluð Færeyingum, eða mega innfæddir líka koma? „Allir sem hafa áhuga á Færeyjum eru velkomnir í Fjöru- krána, enda eru fyrir- lestrarnir á íslensku og skandinavísku. Veislan og ball- ið á Hótel Loftleiðum er einnig fyrir þá sem áhuga hafa, en þá fer þetta meira fram á færeysku eins og eðlilegt er. En skilja ekki allir Íslendingar nokkuð vel fær- eysku?“ Elin Svarrer Wang  Elin Svarrer Wang er fædd í Þórshöfn í Færeyjum 16. nóv- ember 1970. Bjó í Hoyvik í Fær- eyjum til ársins 1990, en flutti þá til Reykjavíkur til að stunda nám við Háskóla Íslands. Elin útskrif- aðist úr tannlæknadeild Háskóla Íslands í júní 1998 og hóf þá störf á Tannlæknastofunni í Vegmúla 2 þar sem hún rekur nú eigin stofu.. Eiginmaður hennar er Atli Atlason viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Elvar fjög- urra og hálfs árs og Evu Margit rúmlega eins árs. …og góða kennslu til þess að börn- in rugli ekki saman tungu- málunum SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að samningar Baugs og Kaupáss við ísframleiðend- urna Kjörís og Emmessís takmarki möguleika annarra fyrirtækja sem dreifa ísvörum í heildsölu á að bjóða umræddum verslunum ísvörur til kaups. Hefur samkeppnisráð beint þeim tilmælum til Baugs og Kaupáss að við gerð viðskiptasamninga við Kjörís og Emmessís verði samanlagt að hámarki ekki ráðstafað meira en 80% af því frystirými, sem ætlað er fyrir framstillingu á ísvörum í mat- vöruverslunum Baugs og Kaupáss. Kaupás hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun Samkeppnisráðs. Samtök verslunarinnar töldu að fyrirtækin Emmessís og Kjörís ann- ars vegar og Baugur og Kaupás hins vegar hefðu brotið gegn samkeppn- islögum með því að gera með sér samninga, sem fólu í sér að Emmess- ís og Kjörís höfðu nánast allt hillu- rými fyrir ís í verslunum Baugs og Kaupáss. Þessir samningar fælu m.a. í sér að nýir framleiðendur og inn- flytjendur á erlendum ís væru útilok- aðir frá viðskiptum við keðjurnar. Í tilkynningu samtakanna er vísað í úrskurð Samkeppnisráðs þar sem fram kemur að samanlagt hafi Baug- ur samið við umrædda ísframleið- endur um að þeir fái undir vörur sín- ar 95% af því frystirými sem til ráðstöfunar er undir ísvörur í mat- vöruverslunum Baugs. Þá hafi Kaupáss samið við þessa tvo ísfram- leiðendur um að þeir fái undir vörur sínar nær allt frystirými sem til ráð- stöfunar er undir ísvörur í verslunum Kaupáss. Samkeppnisráð telur að umræddir samningar takmarki möguleika ann- arra fyrirtækja sem dreifa ísvörum í heildsölu á að bjóða verslunum Baugs og Kaupáss, og þar með neyt- endum, ísvörur til kaups og hindri því samkeppni á markaðnum fyrir dreif- ingu á ísvörum til matvöruverslana. Horft framhjá álagningu Kaupás segir í tilkynningu frá fyr- irtækinu að í ákvörðun Samkeppn- isráðs sé í veigamiklum atriðum horft framhjá meginskýringu þess að inn- lendir framleiðendur hafi allt að 95% markaðshlutdeild á ísmarkaði. Eru háar álögur á innfluttan ís nefndar til sögunnar, á honum sé allt að 40% verndartollar og vörugjöld allt að 110 kr. á kíló. „Nauðtúlkun ákvörðunarinnar þýddi í reynd að allt að 15% hillurým- is fyrir ísvörur væri annað hvort tómt eða fyllt vörum sem döguðu uppi þar sem viðskiptavinurinn kærði sig ekki um þær sökum opinberrar verndar- verðstýringar,“ segja Kaupássmenn. Kaupás ætlar að áfrýja ákvörðun Samkeppnisráðs Samningar við Emmess og Kjörís brjóta samkeppnislög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.