Morgunblaðið - 16.05.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 16.05.2003, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kristín Jónsdóttir Verið velkomin að skoða verkin í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 - 16, í dag kl. 10.00 - 18.00, á morgun kl. 10.00 - 17.00 og á sunnudag kl. 12.00 - 17.00. Boðin verða upp um 100 verk, þar á meðal óvenjumörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið á sunnudagskvöld kl. 20.00 á Hótel Sögu, Súlnasal. REIKNAÐ er með að áætlanir de- CODE genetics, móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar, sem greint var frá í byrjun aprílmán- aðar síðastliðins, muni ganga eftir. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að deCODE muni nota um 20 milljónir Bandaríkjadala af þeim 93 milljónum sem félagið átti í hand- bæru fé um síðustu áramótum. Þetta kom fram í svari Hannesar Smárasonar, aðstoðarforstjóra ÍE, við fyrirspurn sem honum barst á símafundi félagsins á Netinu í gær. Á símafundinum gerðu Hannes og Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, grein fyrir afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hannes var spurður hvort áætlanir um að ekki myndi ganga meira á eigið fé deCODE en 20 milljónir dala á þessu ári myndu ganga eftir, þar sem handbært fé félagsins hefði minnkað um 14 milljónir dala á fyrsta fjórðungi ársins, eða um meirihlutann af því sem reiknað er með fyrir allt árið. Þegar afkoma deCODE fyrir árið 2002 var birt í byrjun síðasta mánaðar kom fram í máli þeirra Hannesar og Kára á símafundi á Netinu að félagið áætl- aði að nota um 20 milljónir dala á þessu ári af handbæru fé félagsins á síðustu áramótum. Hannes sagði í gær að þessar áætlanir hefðu ekki breyst. Auknar tekjur og lægri kostnaður Handbært fé deCODE var um 79 milljónir dala í lok fyrsta árs- fjórðungs þessa árs, þ.e. í lok marsmánaðar síðastliðinn, eða um 5,8 milljarðar króna. Handbært fé hafði þá minnkað um 14 milljónir dala frá áramótum, um einn millj- arð króna, er það var um 93 millj- ónir dala, eða um 6,8 milljarðar ís- lenskra króna. Hannes sagði að auk þess sem tekjur deCODE fari vaxandi þá hafi einnig dregið úr kostnaði fé- lagsins. Hinar auknu tekjur end- urspegli vöxt fyrirtækisins eftir kaupin á lyfjaþróunarfyrirtækinu MediChem Life Science í Banda- ríkjunum í mars á síðasta ári. Eftir því sem líða muni á þetta ár muni mismunurinn á tekjum og kostnaði fara minnkandi. Tekjur deCODE rúmlega tvö- földuðust frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs, voru 11,8 milljónir Bandaríkjadala á tímabilinu janúar til mars í ár, um 860 milljónir ís- lenskra króna, en 5,3 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Tap af rekstri deCODE á fyrsta fjórðungi þessa árs var um 2,9 milljónum Bandaríkjadala minna í ár en í fyrra, sem svarar til liðlega 200 milljóna íslenskra króna. Tapið var um 13 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, eða um 950 milljónir íslenskra króna, en um 15,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra, jafnvirði um 1.160 milljóna króna. Ánægja með þróunina Kári Stefánsson sagði á síma- fundinum að deCODE hefði náð góðum árangri á ýmsum sviðum og að hann væri mjög ánægður með þróunina hjá félaginu. Áætlanir fé- lagsins hafi gengið eftir, staða þess sé sterk og félagið sé í þeirri heppilegu stöðu að þurfa ekki að leita eftir fjármagni á fjármála- markaði til að geta haldið rann- sóknum áfram. Kári sagði að afkoma félagsins á fyrsta fjórðungi þessa árs sé til vitnis um þann árangur sem náðst hafi í að rekstrinum. Hann sagði að áfangar muni nást í núverandi rannsóknum á grundvelli núver- andi samstarfssamninga fyrirtæk- isins, auk þess sem nýir samstarfs- samningar muni koma til. Afkoma deCODE rædd á símafundi Reiknað með að áætlanir árs- ins gangi eftir HAGNAÐUR Jarðborana nam 10,7 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, en félagið var rekið með 39 milljóna króna tapi á sama tímabili árið 2002. Samkvæmt upplýsingum frá Jarð- borunum einkennir lítil velta jafnan fyrsta fjórðung ársins í rekstri Jarð- borana, enda hefjast framkvæmdir á vegum fyrirtækisins yfirleitt ekki fyrr en í febrúar eða mars. Heildarvelta Jarðborana nam 159,3 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2003, en var 136,9 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrartap félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins 2003, fyrir fjármagnsliði og skatta, nam 3,4 millj- ónum króna, en tapið var 51,4 millj- ónir á sama tímabili á síðasta ári. Heildareignir félagsins voru bók- færðar á liðlega 1,7 milljarða króna í lok mars 2003. Þær skiptust þannig að fastafjármunir námu 884 milljón- um og veltufjármunir 883 milljónum. Í lok mars 2003 nam eigið fé félags- ins 967,9 milljónum króna. Eiginfjár- hlutfall í lok mars 2003 var 54,8%. Hlutafé Jarðborana er 259,4 milljónir króna. Erlend verkefni 32% af veltu Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2003 námu tekjur samstæðunnar af framkvæmdum erlendis yfir 32% af veltu. Helstu viðfangsefnin á þessum tíma hafa verið verkefni á Azoreyjum sem dótturfélag Jarðborana, Iceland Drilling (UK) Ltd., fékk að undan- genginni þátttöku í alþjóðlegum út- boðum. Unnið er fyrir nokkur bæj- arfélög á Azoreyjum við borun eftir fersku vatni og rannsóknarboranir fyrir orkufyrtækið GeoTerceira eru að hefjast á eyjunni Terceira. Næst í verkefnaröðinni eru umfangsmiklar framkvæmdir fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði, sem áætl- að er að hefjist í maí. Þar verða bor- aðar rannsóknarholur vegna fyrir- hugaðrar jarðvarmavirkjunar. Jarðboranir með hagnað HAGNAÐUR Olíuverzlunar Íslands hf., Olís og dótturfélaga, eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins 2003 varð 260 milljónir króna, en var á sama tímabili í fyrra 340 milljónir króna. Er það 23,5% samdráttur milli tímabila. Hagnaður, fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, nam 219 milljónum króna, samanborið við 257 milljónir á sama tíma í fyrra, sem er 7,9% af rekstr- artekjum, á móti 9,2% á sama tíma ár- ið áður. Arðsemi eigin fjár var 22% samanborið við 40,9% árið áður. Sam- stæðuuppgjör félagsins tekur til dótt- urfélagsins Nafta ehf., sem er að fullu í eigu Olís, en enginn rekstur er í fé- laginu og þar eingöngu haldið utan um eignarhluti í sjávarútvegsfyrir- tækjum. Rekstrartekjur Olís-samstæðunn- ar námu á árinu 2.789 milljónum króna samanborið við 2.803 milljónir á sama tíma á fyrra ári. Rekstrargjöld voru 565 milljónir, samanborið við 535 milljónir á fyrra ári og hækka um 5,6%. Afskriftir eru 79 milljónir, en voru 67 milljónir á fyrsta ársfjórðungi fyrra árs. Eiginfjárhlutfallið 43,8% Heildareignir samstæðunnar 31. mars námu 11.004 milljónum króna og heildarskuldir voru 6.183 milljónir. Skuldir að frádregnum veltufjármun- um námu 2.267 milljónum. Eigið fé 31. mars var 4.822 milljónir og hafði auk- ist um 93 milljónir á ársfjórðungnum eða 2,0%. Eiginfjárhlutfall var 43,8%. Veltufé frá rekstri var 164 milljónir króna, en á fyrra ári á sama tíma 225 milljónir. Veltufjárhlutfall var 1,9 og handbært fé í lok tímabilsins 437 milljónir króna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að rekstur félagsins hafi að mestu geng- ið samkvæmt áætlun á fyrsta árs- fjórðungi 2003 en þó er framlegð heldur undir áætlun vegna minni loðnuveiða og minni sölu til erlendra skipa. Búist er við að áætlun félagsins fyrir árið gangi eftir í meginatriðum en eins og á fyrra ári hefur áfram- haldandi styrking á gengi íslensku krónunnar þó sett verulega mark sitt á afkomuna á fyrsta ársfjórðungi og mun endanleg rekstrarniðurstaða ársins ráðast mjög af þróun á gengi krónunnar það sem eftir er árs. Stærstu hluthafarnir í Olís eru Hydro Texaco með 35,46% og Ker með 35,46%. Landsbankinn fjárfest- ing er þriðji stærsti hluthafinn með 9,71%. Hagnaður Olís dregst saman um tæplega fjórðung FULLTRÚAR Íslands og Noregs ræddu deilu þjóðanna um veiðar á norsk-íslenzku síldinni óformlega í tengslum við fund hjá NEAFC í London í gær og fyrradag. Þær um- ræður báru engan árangur og ljóst að mikið ber á milli. Formlegur samn- ingafundur hefur ekki verið boðaður. Fundur NEAFC, fiskveiðinefndar Norðaustur-Atlantshafsins, fjallaði að þessu sinni um djúpsjávartegund- ir. Gunnar Pálsson, sendiherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að loknum fundinum í gær, að það gengi mjög hægt að vinna í því máli. Verið væri að reyna að afla gagna um umfang veiða á djúpsjávarfiski og útbreiðslu þessara fiska, þau væru af skornum skammti og í mörgum tilfellum hreinlega ekki til. Þá væri það mis- munandi hvernig aðildarþjóðirnar skilgreindu djúpsjávarveiðar og við hvaða svæði ætti að miða. Því yrði langt í það að einhver niðurstaða fengist um stjórnun á veiðum þess- ara fiskitegunda. Gunnar sagði að óformlega hefði verið rætt við Norðmenn um síldina, en árangur hefði verið afar lítill. Að- ilar hefðu borið saman bækur sínar og ljóst að mikið bæri á milli og ekk- ert hefði gengið að brúa bilið. Hins vegar væru veiðarnar byrjaðar og gengju vel. Að auki þyrfti nú að ná nýjum samningi um loðnuveiðarnar og því mætti segja að staðan væri verri en hún hefði verið fyrir mánuði. Enginn formlegur fundur hefði verið boðaður, en ekki væri þó öll nótt úti enn. Síðar í þessum mánuði yrði fundur um loðnuna og þá yrði síldin sjálfsagt rædd líka. Þá skipti það einnig máli að ekki væri búið að mynda nýja ríkisstjórn og því hefðu samningamenn aðeins umboð til samninga frá fráfarandi stjórn, enn sem komið væri. Aðspurður sagði Gunnar að ekkert hefði verið rætt um kolmunna á þess- um fundi, en ekki er samkomulag um veiðar á honum frekar en síldinni. Íslendingar og Norðmenn deila um norsk-íslenzku síldina Viðræður án árangurs KAUPÁS hefur gert samning við Bodumfyrirtækið danska um rekstur verslunar í Húsgagnahöllinnni með Bodumvörur. Hönnun Bodum er vel þekkt og verslanirnar eru yfir 50 talsins um allan heim. Vörur frá Bodum hafa verið seldar hér á landi um skeið en ekki hefur verið hér sérstök Bodumverslun. Að sögn Friðberts Friðbertssonar, framkvæmda- stjóra sérvörusviðs Kaupáss, standa nú yfir fram- kvæmdir í Húsgagnahöllinni. „Það er verið að gera meiriháttar endurbætur á húsnæðinu og við ætlum að fagna nýju og betra húsnæði þann 24. maí næstkom- andi. Þann dag stendur til að opna Bodumverslunina.“ Friðbert segir verslunina fylgja stöðlum Bodumfyr- irtæksins í hvívetna, enda hafi danskir hönnuðir fyr- irtækisins séð um að hanna útlitið og allar innrétt- ingar séu í takt við það sem gerist í öðrum Bodumverslunum. Hann segist bjartsýnn á að versl- uninni verði vel tekið. „Fólk er þegar byrjað að hringja upp í Húsgagnahöll og spyrja hvenær Bod- umbúðin opni,“ segir Friðbert. Efnt verður til opnunarhátíðar þann 24. maí nk. en þá verður, auk Bodumverslunarinnar, opnað kaffihús Bakarameistarans í Húsgagnahöllinni. Í húsnæðinu eru fyrir verslanirnar Intersport og Nevada Bob. Bodum- verslun á Íslandi Rikke Rasmussen, framkvæmdastjóri Bodum-fyrir- tækisins, og Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, inn- sigla samninginn umkringd Bodum-kaffikönnum. BODUM var stofnað árið 1944 af Peter Bodum og var upphaflega innflutningsfyrirtæki. Árið 1958 var svo fyrsta sérhannaða varan undir merkjum Bodum sett á markað. Sú vara var SANTOS kaffi- kannan, ein af mörgum sem Bodum hefur fram- leitt. Sú kanna er enn í framleiðslu, 45 árum eftir að hún kom fyrst á markað. Aðalsmerki Bodum fyrirtækisins hefur í gegn- um árin verið hin klassíska hönnun. Hugmynda- fræði Bodum snýst um að almenningur eigi kost á afburðahönnun á viðráðanlegu verði,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá Kaupási. Klassísk hönnun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.