Morgunblaðið - 16.05.2003, Page 18

Morgunblaðið - 16.05.2003, Page 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÖNSK stjórnvöld hafa sakað bandaríska embættismenn um „skipulega blekkingarherferð“ gegn Frakklandi með óhróðri og tilhæfu- lausum ásökunum um að landið hafi stutt stjórn Saddams Husseins. Í bréfi frá sendiherra Frakklands í Washington, Jean-David Levitte, til embættismanna Bandaríkja- stjórnar og þingmanna eru tíundað- ar fréttir um Frakkland, sem birst hafa í bandarískum fjölmiðlum og hafðar eru eftir ónafngreindum emb- ættismönnum í Washington. Stjórn- völd í París hafa vísað öllum frétt- unum á bug og franskur embættismaður í Washington sagði að þær væru liður í „óhróðursher- ferð til að eyðileggja ímynd Frakk- lands“. Franskir stjórnarerindrekar sögðu að enginn vafi léki á því að embættismenn stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta kæmu röngum upplýsingum um Frakkland á framfæri við fréttamenn og töldu líklegast að þeir væru í varnarmála- ráðuneytinu. Engum embættis- mannanna hefði verið refsað og Bandaríkjastjórn virtist ekki hafa reynt að komast að því hverjir þeir væru. Frönsku embættismennirnir sögðu að Frakkar hefðu reynt að bæta samskiptin við Bandaríkja- menn eftir harkalegar deilur um stríðið í Írak en stjórn Bush hefði sýnt lítinn áhuga á sáttum. Sagðir hafa hjálpað íröskum leiðtogum að flýja Bandarískir embættismenn segj- ast enn vera reiðir Frökkum vegna andstöðu þeirra við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna styddi hernað- inn í Írak og tilraunir Frakka til að koma í veg fyrir aðstoð Atlantshafs- bandalagsins við Tyrkland í tengslum við stríðið. Í bréfinu er meðal annars bent á frétt í New York Times í september þar sem því var haldið fram að Frakkar og Þjóðverjar hefðu selt Írökum hátæknirofa, sem notaðir eru til að sprengja kjarnorku- sprengjur, árið 1998. Frönsk stjórn- völd sögðu að Írakar hefðu reyndar pantað slíka rofa en þau hefðu bann- að söluna og gert þýskum yfirvöld- um viðvart um málið. The Washington Post birti í nóv- ember frétt um að Frakkar ættu bönnuð afbrigði af bólusóttarveiru í sýklavopn og vitnaði í „bandarískar leyniþjónustuheimildir“. Frakkar sögðu að enginn fótur væri fyrir þessu. Sama blað kvaðst í mars hafa „leyniþjónustuheimildir“ fyrir því að tvö frönsk fyrirtæki hefðu selt Írök- um varahluti í flugvélar og þyrlur, en fyrirtækin og franska stjórnin neit- uðu því. Svipaðar fréttir um meinta sölu Frakka á búnaði í langdrægar eld- flaugar, brynvögnum, ratsjárbúnaði og varahlutum í orrustuþotur voru birtar í apríl og þeim var öllum vísað á bug. Washington Times birti síðan frétt 6. þessa mánaðar þar sem haft var eftir ónafngreindum „heimildar- manni í bandarísku leyniþjónust- unni“ að Frakkar hefðu hjálpað íröskum leiðtogum að komast undan til Evrópu. Franskir stjórnarerind- rekar í Sýrlandi hefðu séð Írökum, sem Bandaríkjaher hefur leitað, fyr- ir frönskum vegabréfum. Í fréttinni sagði að embættismenn í varnarmálaráðuneytinu, utanríkis- ráðuneytinu og Hvíta húsinu í Wash- ington væru ævareiðir út í Frakka vegna þessa máls. Franski sendi- herrann hafði strax samband við embættismenn í Hvíta húsinu og þeir fullvissuðu hann um að þetta væri rangt. Seinna sagði franska sendiráðið að ekkert væri hæft í fréttinni. Saka Bandaríkjamenn um blekkingarherferð Frakkar segja bandaríska embættis- menn bera út óhróður um Frakkland The Washington Post. FJÓRIR Palestínumenn voru í gær drepnir á Gaza-svæðinu þegar ís- relski herinn réðist inn í bæinn Beit Hanoun. Þetta var önnur innrás her- aflans á tveimur dögum. Á meðal þeirra sem féllu var 12 ára gamall drengur. 16 voru sagðir hafa særst. Talsmaður herstjórnar Ísr- aela kvað tilgang aðgerðanna hafa verið þann að hafa hendur í hári eft- irlýstra palestínskra öfgamanna. Sakaruppgjöf í Tétsníu? VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti lagði í gær frumvarp fyrir þing lands- ins þar sem gert er ráð fyrir því að þeir skæruliðar sem leggi niður vopn í Tétsníu geti fengið uppgjöf saka. Skæruliðum gefst tækifæri til að leggja niður vopn fyrir 1. ágúst og af- henda þau yfirvöldum. Hafi þeir gerst sekir um morð, mannrán eða aðra alvarlega glæpi mun sakarupp- gjöfin ekki taka til þeirra. Ákvörðun Pútíns kemur í kjölfar tveggja sjálfsmorðsárása í vikunni sem kostuðu alls um 80 manns lífið í Tétsníu. Líklegt er talið að neðri deild þingsins, Dúman, greiði at- kvæði um frumvarp Pútíns í næstu viku. Fjórir drepnir á Gaza ÍTALSKUR maður myrti tvo lækna og framdi síðan sjálfs- morð í gær í borginni Lud- wigshafen í vesturhluta Þýskalands. Maðurinn var 69 ára. Ekki er vitað hvernig hann tengd- ist læknunum. Að sögn lögreglu ruddist maðurinn inn á stofur læknanna snemma í gær. Á annarri biðstofunni var fyrir nokkur hópur fólks. Maður- inn spurði um lækninn og þegar hann birtist tók morð- inginn fram byssu og skaut lækninn til bana. Hann var 45 ára. Um 20 mínútum síðar barst tilkynning um að 37 ára læknir hefði verið særður í skotárás. Hann lést skömmu síðar. Morðinginn var eltur er hann reyndi að komast undan í bifreið. Þá skaut hann sig í hjartastað og lést skömmu síðar. Í íbúð mannsins fannst lát- in eiginkona hans. Hún var 71 árs. Læknar myrtir í Þýskalandi Ludwigshafen. AFP. SVISSLENDINGURINN Erich von Däniken hefur selt tugmilljónir ein- taka af bókum sínum þar sem hann reynir að sannfæra fólk um að verur utan úr geimnum hafi haft úr- slitaáhrif á þróun mannlífs á jörð- inni. Hann segir m.a. að hinir ýmsu guðir hafi í reynd verið geimfarar sem hafi útrýmt stórum hluta þess mannkyns sem eitt sinn hafi lifað. Von Däniken, sem nú er orðinn 68 ára gamall, er lítill og þybbinn og áður en hann gerðist spámaður for- tíðarinnar rak hann hótel. Nokkrum sinnum sat hann inni fyrir svindl. Hann gaf út bók sína „Voru guðirnir geimfarar?“ árið 1968 og hún varð þegar í stað metsölurit, einkum í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Bók- in hefur verið þýdd á 32 tungumál. Hann rekur fjölmörg dæmi um gát- ur sem fræðimenn hafa ekki fundið viðhlítandi skýringu á og ávallt er niðurstaða hans sú að þar hafi geim- fararnir dularfullu verið að verki. „Stóri píramídinn í Giza var stærri en dómkirkjurnar í Mílanó, Róm og Flórens samanlagt,“ segir von Dän- iken. „Hvers vegna og hvernig var steinblokkunum miklu í píramíd- anum, þær eru alls 2,5 milljónir, hlaðið upp? Þær stærstu vega um 400 tonn. Hver lét byggja píramíd- ana?“ Nú er verið að hleypa af stokk- unum sjónvarpsþáttaröð í 22 þáttum um kenningar hans sem von Dän- iken segir að muni slá út allt sem áð- ur hafi sést. Beitt verði fullkomnustu tækni og áhorfendum veitt innsýn í stórkostlega leyndardóma. Auk þess verður á laugardag opnaður skemmtigarður, Undragarðurinn, á yfirgefnum herflugvelli í Sviss og þar geta gestirnir kynnst hvers kyns furðuverkum sem von Däniken segir að sanni réttmæti kenninganna. Vantrúaðir fræðimenn Von Däniken er ekki háskóla- menntaður og fornleifafræðingum, stjörnufræðingum og öðrum vís- indamönnum finnst lítið til kenning- anna koma, að sögn AP-fréttastof- unnar. „Þessi goðsagnaframleiðsla er svo bjánaleg, það er svo auðvelt að afsanna sögurnar og þetta er heldur vandræðalegt,“ sagði David Brin, stjörnufræðingur og höfundur vísindaskáldsagna. Hann hefur skrifað um líkurnar á lífi á öðrum hnöttum. „Þetta fólk hatast við op- inskáar, vísindalegar umræður sem þróast hafa í takti við útbreiðslu menntunar. Þau vilja leyndarmál, forn og ný, sem aðeins þau þekkja.“ Von Däniken segir að þetta sé ekkert nema öfund og minnir á að hann hafi víða fengið nafnbótina heiðursdoktor sem sýni að hann sé tekinn alvarlega. Og margir aðdá- endur hans eru yfir sig hrifnir. Diana Al Hazard, sem býr í París, sendi honum heillaóskir á 68 ára af- mælinu. „Þú hefur svo sannarlega náð takmarki þínu á þessari plán- etu,“ sagði hún. Annara lesandi bóka von Däni- kens, Jack Greenfield, sem býr í New York, sagðist hafa gaman af þeim en væri svolítið tortrygginn á kenningarnar. Von Däniken hafi grætt vel á bókunum, þær séu spennandi og veki fólk til umhugs- unar. „Vandinn er að ég veit ekki til þess að nokkuð af því sem hann seg- ir sé í tengslum við sannleikann,“ segir Greenfield. Undragarður nýrra goðsagna Erich von Däniken fullyrðir að geim- verur hafi ráðið örlögum manna AP Svisslendingurinn Erich von Däniken í nýjum skemmtigarði sínum í Int- erlaken í Sviss. „Undragarðurinn“ verður opnaður á morgun, laugardag. ÞRJÁTÍU og átta manns létu lífið þegar eldur kviknaði í yfirfullri far- þegalest í norðurhluta Indlands í gær. Hér sjást lögreglumenn horfa inn í einn vagninn. Margir farþeg- anna voru sofandi þegar eldurinn breiddist út. Yfirvöld segja orsök brunans ókunna en útiloka að um hermdarverk hafi verið að ræða. Sjónarvottar segja að lestin, sem var á leið frá Bombay til Amritsar, hafi verið ofhlaðin og að farangri hafi verið komið fyrir við útgönguleiðir. Sumir reyndu að flýja eldinn með því að loka sig inni á salerni en köfnuðu. Borgarstjóri í Ludhiana, Anurag Ag- arwal, sagði 10–12 börn vera meðal hinna látnu. Hann sagði að nokkur lítil lík og líkamshlutar væru svo brunnin að þau væru óþekkjanleg. Þess vegna væri einnig erfitt að henda reiður á fjölda látinna.Reuters Mannskætt lestarslys í Indlandi Flugumferðarstjórn Bandaríkjanna (FAA) ætlar að banna allt lágflug yf- ir Manhattan eftir að lágflug þotu, sem var að flytja bandaríska her- menn heim frá Írak, vakti skelfingu meðal íbúa borgarinnar í vikunni. „FAA harmar þau neikvæðu áhrif sem þetta flug hafði á suma af íbúum New York-borgar. FAA hefur síðan sett reglur um að slíkt verði ekki heimilað í framtíðinni,“ segir í yfir- lýsingu sem stofnunin sendi frá sér. Þá segir að flugmenn þotunnar hafi fengið sérstaka heimild til að fljúga lágflug yfir borginni í tilefni af heim- komu farþeganna. Þotan sem um ræðir flaug lágflug yfir borgina og fór m.a. nærri Frels- isstyttunni og yfir rústasvæði World Trade Center. Skelfing á Manhattan ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.