Morgunblaðið - 16.05.2003, Síða 20

Morgunblaðið - 16.05.2003, Síða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KAUPENDUR Blöndalshúss við Suðurgötu í Hafnarfirði hafa farið fram á að bæjaryfirvöld lækki kaup- verð þess um tæpa milljón króna. Ástæður eru m.a. að flatarmál húss- ins hafi verið ofmetið um rúma 118 fermetra auk þess sem kröfur bygg- inganefndar Hafnarfjarðar hafi gert endurbyggingu þess mjög erfiða og kostnaðarsama. Í bréfi kaupendanna er það rakið að þeir hafi keypt húsið af Hafnar- fjarðarbæ í júní árið 2001 en um er að ræða eitt af elstu húsum Hafnar- fjarðar sem byggt var upp úr 1880. Kaupverðið hafi verið 5,5 milljónir króna samkvæmt mati frá fasteigna- sala. Hann hafi haft skráningu hjá Fasteignamati ríkisins til grundvall- ar stærðarmati á húsinu sem var talið vera 319,3 fermetrar en síðar hafi komið í ljós að skráning Fasteigna- matsins var röng og húsið í raun að- eins 200,9 fermetrar að stærð. Til við- bótar hafi deiliskipulag bæjarins gert ráð fyrir að húsið yrði minnkað um 70 fermetra auk þess sem annar bíl- skúrinn, sem því tilheyrði skyldi fjar- lægður. Þá hafi fasteignasalinn ekki komist inn í húsið og því metið það að hluta til í blindni. Bílskúr skyldi rifinn á kostnað kaupenda Segir að húsið hafi verið í mikilli niðurníðslu og erfitt hafi verið að gera það upp, ekki síst vegna skilyrða frá Bygginganefnd Hafnarfjarðar um að húsið yrði endurbyggt eins og um nýbyggingu væri að ræða. Það hafi reynst bæði erfitt og kostnaðar- samt að samræma kröfurnar 120 ára gömlu húsi og jafnframt halda útliti þess í sem upprunalegastri mynd. Þó að kaupendurnir segist hafa vit- að að deiliskipulag gerði ráð fyrir að fjarlægja skyldi annan bílskúrinn segja þeir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar bærinn fór fram á að það yrði gert á þeirra kostnað. Það komi ekki til greina að þeirra mati. Segir að framkoma bæjaryfirvalda í málinu hafi valdið þeim miklum kostnaðarauka og töfum við endur- nýjun hússins. Er því farið fram á að kaupverð hússins verði lækkað á þann hátt að skuld kaupendanna við bæinn, 995.000 krónur, verði látin falla niður auk þess sem bærinn sjái um að rífa bílskúrinn á sinn kostnað. Bréf kaupendanna var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku og ósk- að eftir umsögn bæjarlögmanns um málið. Kaupendur Blöndalshúss vilja lækkun kaupverðs Stærð hússins ofmetin um 118 fermetra Hafnarfjörður ÞÆR virtust hafa nóg að spjalla um, þessar stúlkur, þar sem þær sátu og biðu eftir strætó við Hverfisgötuna, rétt við Stjórnarráðið. Vorið er enda góður tími til skrafs og ráðagerða þar sem þá sér fyrir endann á prófum og hægt að fara að gleðjast yfir fríinu framundan. Hvort það voru próflok, væntanlegt sumarfrí eða jafnvel úrslit kosninganna sem var umræðuefni þeirra stallna skal hins vegar ósagt látið. Rætt um þjóðmálin? Miðborg Morgunblaðið/Kristinn FULLTRÚAR Kópavogsbæjar og skólastjórnendur grunnskólanna í Kópavogi undirrituðu í gær samn- ing um fjárveitingar til skólanna þar sem kveðið er á um hvernig fjármagni til kennslu og annarra starfa við skólann skuli úthlutað og með hvaða hætti fjármagn til vöru- kaupa og þjónustukaupa er reiknað. Þá er í samningnum mælt fyrir um hvernig skólastjórum er frjálst að ráðstafa fjármunum í þágu skólans sem verða til vegna innri hagræð- ingar. Með samningnum, sem undirrit- aður er í framhaldi af samningum frá árinu 2000, er úthlutun fjár- magns til skólanna enn frekar bundið nemendafjölda en áður og flyst með nemandanum skipti hann um skóla. Í tilkynningu frá Skólaskrifsofu Kópavogs segir að markmiðið með samningnum sé að stuðla að auk- inni fjárhagslegri ábyrgð og hag- ræðingu til hagsbóta fyrir skólana og sveitarfélagið. Markmiðið sé einnig að auka jafnræði í fjárveit- ingum og hvetja til faglegrar ný- breytni. Afgangur færist milli ára Helgi Halldórsson, skólastjóri Digranesskóla, segir almennrar ánægju gæta meðal skólastjórn- enda með nýja samninginn. Með honum eykst svigrúm skólastjóra til þess að nýta afgang af fjármunum frá árinu áður í þætti sem þeir vilja efla innan skólans. „Þetta hefur verið í samningnum áður en nú er kveðið sterkara að orði,“ segir Helgi. Samningur um fjárveitingar til grunnskóla Kópavogs Svigrúm skólastjóra aukið Kópavogur Morgunblaðið/Jim Smart Helgi Halldórsson, skólastjóri Digranesskóla, Sigurður Geirdal bæjar- stjóri, Ármann Kr. Ólafsson, formaður skólanefndar, og Árni Þór Hilmars- son, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, við undirritun samninganna í gær. ERLENT PAUL Bremer, hinn nýi yfirmaður hernámsliðs Bandaríkjamanna í Írak, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að Baath-flokkurinn, helsta valdatæki Saddams Husseins, fyrrum forseta, yrði upprættur með öllu í landinu. Þetta var fyrsti fundur Bremers með fréttamönnum frá því hann tók til starfa í Írak fyrr í vikunni. „Við höfum ákveðið að baathismi og saddamismi muni aldrei aftur fá þrifist í Írak,“ sagði Bremer. Kom fram í máli hans að aðgerðir í þessu skyni yrðu kynntar á næstu dögum. Bandaríkjamenn hafa á hinn bóg- inn átt nokkurt samstarf við fyrrum félaga í Baath-flokknum eftir að Saddam var steypt af stóli 9. fyrra mánaðar. Hefur þetta ráðslag víða fallið í grýttan svörð enda margir Írakar þeirrar hyggju að slíkt sam- starf sé með öllu ólíðandi í ljósi þeirr- ar kúgunar sem fylgdi stjórn Baath- flokksins í 35 ár. Bandaríkjamenn hafa hins vegar talið nauðsynlegt að leita til fyrrum Baath-félaga í því skyni að koma á lögum og reglu og endurreisa innviði samfélagsins. „Þeir Baath-félagar sem misnot- uðu völd sín til að kúga þjóðina verða sviptir embættum sínum,“ sagði Bremer. „Við eigum við erfiðan vanda að glíma. Við reynum eftir megni að vinna með Írökum að því að koma á fót grundvallarþjónustu í landinu. Við reynum að vinna með því fólki í ráðu- neytum Íraks sem er hæft til að sinna þeim störfum,“ bætti hann við. Bandarískar hersveitir hafa hand- tekið Abdel Baqi al-Karim Abdullah, sem er á lista Bandaríkjamanna yfir 55 fyrrum íraska embættismenn sem þeir vilja handtaka og yfirheyra. Abd- ullah var handtekinn þegar banda- rískar hersveitir gerðu húsleit í ná- grenni borgarinnar Tikrit í Írak í fyrrinótt og handtóku yfir 200 manns en slepptu flestum aftur. Abdullah mun hafa verið leiðtogi Baath-flokksins í Diyala-héraði. Tikrit er heimabær Saddams Husseins og helsta vígi hans og Baath-flokksins. Baath verður upprættur Bagdad. AFP. Reuters Sjálfboðaliði í Bagdad sópar götur undir eftirliti bandarískra hermanna. DANIR og Grænlendingar hafa náð samkomulagi um að fulltrúar hinna síðarnefndu fái að taka þátt í að móta stefnuna í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn um endurskoðun varnarsamningsins frá 1951. Að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende fannst málamiðlun á fundi sem Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dan- merkur, átti með Hans Enoksen, for- manni landstjórnar Grænlands, í vik- unni í smáþorpinu Itilleq sem er rétt sunnan við heimskautsbaug. Bandaríkjamenn sömdu árið 1951 við Dani um að fá að leggja herflug- völl í Thule sem er norðarlega á vest- urströnd Grænlands. Stjórnvöld í Washington vilja fá að nota stöðina í umdeildri áætlun sinni um gagn- flaugavarnir. Verður þar reist rat- sjárstöð sem mun gegna mikilvægu hlutverki í áætluninni. Ákvæði er í nýjum samningi Dana og Grænlendinga um að danska stjórnin geti nú þegar veitt Banda- ríkjamönnum jákvætt svar til bráða- birgða. Náist endanlegur samningur um málið mun grænlenskur fulltrúi undirrita hann ásamt fulltrúa Dana. Møller sagði eðlilegt að Grænlend- ingar fengju aukin áhrif á þá þætti ut- anríkismála sem snertu þá sérstak- lega. Einnig þyrfti að létta af þjóðinni sársaukanum sem bygging herstöðv- arinnar hefði valdið. Deilur hafa stað- ið árum saman um mengun í tengslum við Thule-stöðina, einnig að þar hafi verið geymd kjarnorkuvopn. Danski ráðherrann sagði að nýi samningurinn gæti orðið fyrirmynd annarra ríkja um tillit sem taka bæri til hagsmuna smáþjóða í ríkjasam- bandi við stærri þjóðir. Gagnkvæm virðing væri mikilvægust. Møller lagði þó áherslu á að ekki væri hægt að semja um að þjóðirnar tvær væru alltaf fullkomlega sammála um stefn- una í utanríkismálum. „Slíkt jafnrétti væri andstætt stjórnarskránni þar sem það er danska stjórnin sem annast utanríkis- málin,“ sagði hann. Fá aukin áhrif á eigin utanríkismál Fulltrúi Grænlendinga mun ásamt Dönum undirrita varnarsamning við Bandaríkin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.