Morgunblaðið - 16.05.2003, Page 22

Morgunblaðið - 16.05.2003, Page 22
SUÐURNES 22 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT skipulag miðbæjar Sand- gerðis, svokallaðs Miðnestorgs, er til umfjöllunar í fagnefndum Sandgerðisbæjar. Hugmyndir eru uppi um að Búmenn byggi þar hús fyrir íbúðir, bæjarskrifstofur og ýmsa þjónustu. Húsnæðissamvinnufélagið Bú- menn og Sandgerðisbær gerðu í byrjun ársins rammasamning þar sem Búmenn taka að sér að und- irbúa uppbyggingu miðbæjarins með það fyrir augum að félagið byggi og reki meginbyggingar á svæðinu. Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur hefur nú skilað hug- myndum að breyttu deiliskipulagi miðbæjarins og stærsta húsinu sem þar á að rísa. Tillögunum var vel tekið í bæjarráði Sandgerð- isbæjar í vikunni og hafa verið sendar til viðkomandi fagnefnda til umfjöllunar. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri segir að áhugi sé á að flýta umfjöllun sem mest svo unnt verði að hefjast handa við fram- kvæmdir við fyrsta áfanga í haust og gera húsið tilbúið undir tré- verk 3. desember á næsta ári. Býst hann við að ákvarðanir verði teknar fljótlega eftir að Búmenn hafa gert áætlun um kostnað við byggingu hússins. Á næstunni verður einnig gengið til samninga við landeigendur um nýtingu svæðisins. Samkvæmt hugmyndum Teikni- stofunnar að nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir að byggð verði þrjú hús í miðbænum, til viðbótar húsi Sparkaupa sem þegar er ris- ið og komið í notkun. Fyrsti áfangi felst í því að byggja 2.570 fermetra hús, nokkurs konar ráð- hús, þótt í húsinu verði, auk bæj- arskrifstofa og bókasafns, íbúðir Búmanna og önnur þjónustu- starfsemi. Húsið verður upp á þrjár hæðir en stiga- og lyftuturn þess gengur áfram upp og endar í útsýnispalli þar sem sjá má yfir allan bæinn og til hafs. Þetta verður nokkurs konar ráðhústurn með klukku og tilheyrandi. Húsið er annars tvær álmur sem mynda 55 gráðu horn og tengjast saman með gler- inngangi. Á þriðju hæð hússins verða tíu íbúðir Búmanna sem ætlaðar eru fólki sem orðið er fimmtugt. Bæj- arskrifstofurnar verða á annarri hæðinni auk fjögurra þjón- ustuíbúða á vegum bæjarfélags- ins. Á jarðhæðinni er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir bókasafn Sand- gerðis og fjölnota sal með tilheyr- andi eldhúsi. Salurinn er ætlaður til ýmiss konar menningar- starfsemi, leiksýninga, hljómlist- arflutnings, funda og annarrar fé- lagsstarfsemi á vegum sveitarfélagsins eða frjálsra fé- lagasamtaka. Hugmyndin er að eldhúsið verði notað vegna heimaþjónustu við eldri borgara og til að elda mat fyrir leikskól- ann og jafnvel grunnskólann. Á neðstu hæðinni er einnig gert ráð fyrir aðstöðu fyrir þjónustufyr- irtæki, svo sem banka, endurskoð- unarskrifstofu og ef til vill aðra aðila. Framan við húsið, á milli tveggja álma þess og tjarnar sem útbúin verður, myndast torg, svo- kallað Miðnestorg. Unnt á að vera að tengja það beint við fjölnota salinn þannig að torgið verði yf- irbyggt að hluta. Tvö hús til viðbótar Á bak við meginbygginguna, við horn Austurgötu og Vík- urbrautar, er gert ráð fyrir að byggt verði hús með fjórum litlum íbúðum, 70–90 fermetrar hver íbúð. Sigurður Valur segir að tilfinnanlega vanti litlar íbúðir á markaðinn í Sandgerði, ekki síst svo unga fólkið getið hafið búskap í sinni heimabyggð. Hug- myndin er að úthluta lóðinni til verktaka og að húsið verði byggt á sama tíma og meginbygging miðbæjarins. Loks er gert ráð fyrir að í framtíðinni geti risið þarna eitt hús til viðbótar, fyrir heilsugæslu, sérþjónustu og heimilisvernd á vegum Sandgerðisbæjar. Tillögur að nýju skipulagi miðbæjar og byggingum til umfjöllunar í bæjarstjórn og fagnefndum Tjörn og ráðhús við Miðnestorg Við tjörnina fyrir miðri mynd er áformað að byggja tveggja álmu hús fyrir bæjarskrifstofur, íbúðir Búmanna, þjónustuíbúðir og ýmsa þjónustu. Á turni þess verður útsýnispallur. Verslunarhús Sparkaupa er til vinstri og er þegar risið og komið í notkun. Til hægri á líkaninu sést áformað hús fyrir heilsugæslu og heimilisvernd. Sandgerði LOGI Gunnarsson körfuknattleiks- maður var útnefndur íþróttamaður UMFN fyrir árið 2002. Hann tók við viðurkenningu sinni á aðalfundi UMFN sem haldinn var fyrir skömmu. Fleiri viðurkenningar voru veittar fyrir vel unnin störf og góða frammi- stöðu í keppni. Þannig hlaut Hall- dóra Húnbogadóttir Ólafsbikarinn sem veittur er fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Bikarinn var gefinn til minningar um Ólaf Thordersen sem lengi var í forystu félagsins. Stjórn UMFN gaf kost á sér til áframhaldandi setu og var hún ein- róma kjörin. Kristbjörn Albertsson er formaður, Guðmundur Sigurðs- son ritari og Þórunn Friðriksdóttir gjaldkeri. Logi Gunn- arsson íþróttamað- ur UMFN Njarðvík Ljósmynd/Guðmundur Sigurðsson Kristbjörn Albertsson afhenti Hall- dóru Húnbogadóttur Ólafsbikarinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.