Morgunblaðið - 16.05.2003, Side 23

Morgunblaðið - 16.05.2003, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 23 FREYSTEINN Jónsson bóndi í Vagnbrekku er tíræður á morgun, 17. maí. Hann fæddist á Arnarvatni en var reiddur í fangi móður sinnar hálfs mánaðar gamall út í Hofsstaði þar sem fjölskyldan átti heimili næstu fjögur árin. Það- an var flutt í Gautlönd til þriggja ára, en næst í Bjarnastaði þar sem fjölskyldan bjó í tvö ár, 1913 er loks flutt í Geirastaði. Þvílíkur flutn- ingur fólks af einni jörð á aðra var algengur á þessum árum. Nánar má lesa um þetta í „Djúpar rætur“ frásögn Helgu Stefánsdóttur frá Geirastöðum. Freysteinn var heilsulítill sem drengur og fram á fullorðinsár. Um tvítugt var hann þrjú ár vinnumaður hjá séra Hermanni Hjartarsyni á Skútustöðum. Árið 1930 gerði hann sér ferð til Reykjavíkur að leita sér lækninga. Í þeirri ferð kom hann á Þingvöll og fór einnig austur í Odda á Rangárvöllum. Hóf búskap á Vagnbrekku 1939 Í Vagnbrekku fluttist hann 1939 er hann hóf búskap með eiginkonu sinni Helgu Hjálmars- dóttur, f. 5.10. 1915. Þá bjó tengdafólk hans þar á leigulóð en Freysteinn náði að kaupa spildu úr landi Geirastaða með góðra manna hjálp. Þar með var Vagnbrekka orðin bújörð, landminnsta jörðin í Mývatnssveit. Þar bjuggu þó um miðja síðustu öld tvær fjölskyldur og voru 11 manns í heimili. Sambýlisfólkið fram til 1982 var Arinbjörn Hjálmarsson, Halldóra Þórarinsdóttir og börn þeirra. Helga Hjálmarsdóttir lést á sl. vetri. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið en barna- börn og barnabarnabörn eru 29. Freysteinn er vel ern og hefur fótaferð. Gengur út á bæjarhólinn þaðan sem einhver fegurst sýn er yfir Mývatnssveit. Hann er hár maður og beinvaxinn, var fullar 3 álnir. Hefur frá mörgu að segja sem fróðlegt er og ótrúlegt fyrir þá sem yngri eru. Hann var refaskytta í mörg ár og veiddi fyrsta minkinn sem felldur var í Mývatnssveit. Það var haustið 1946 út hjá Sandvatni. Þangað fóru þeir Freysteinn og sambýlingur hans Arinbjörn Hjálmarsson og unnu dýrið eftir að Freysteinn hafði áður orðið þess var. Eftir það var hann minkaveiðimaður meira og minna, síðast með Guðmundi á Hofs- stöðum frá 1969 til 1976. Fóru þeir þá meðal annars árlega í Herðubreiðarlindir til veiða. Einhver sumur ól hann yrðlinga og verkaði skinn. Fékk afbragðs verð fyrsta árið en lenti í verðhruni eftir það. Hann stundaði rjúpnaveið- ar og eitt haust, sennilega 1926, veiddi hann 700 fugla. Hann hefur sagt frá því að venjulegt var að sjá keldusvín á svæðinu við Sortulæk og í Belgjarskógi en eftir að minkurinn kom þá hvarf það fljótlega. Sást síðast í sveitinni 1969 svo vitað sé. Freysteinn hefir gaman af hestum og átti góða reiðhesta. Kann margar merkilegar veiðisögur Veiðisögur hans eru merkileg heimild. Sil- ungsveiði slík að skipti þúsundum sem einn maður tók á dorg á vetri. Sem vinnumaður Skútustaðaprests stundaði Freysteinn drátt- arveiði með öðrum. Þannig var alvanalegt að fengjust mörg hundruð silungar á dag. Á þessu lifðu Mývetningar auk þess sem menn komu úr öðrum sveitum og sóttu hestburði af silungi. Eitt ár minnist hann þess að mjólkurinnlegg af 4 kúm þeirra í samlag gerði jafnt og seldur sil- ungur frá Vagnbrekku það árið. Ekki velkist Freysteinn í vafa um ástæðu þess að veiði er nú aðeins svipur hjá því sem áður var. Freysteinn hefur ætíð haft mikinn áhuga á þjóðmálum. Á kjörstað í Skjólbrekku fór hann um síðustu helgi. Hann var kaupfélagsfund- armaður til fjölda ára og minnist þeirra með mikilli ánægju. Á afmælisdaginn verður hann með fjölskyldu sinni heima í Vagnbrekku og tekur þar á móti sveitungum og vinum frá kl. 15. Þangað munu Mývetningar og aðrir leggja leið sína á laugar- daginn og gleðjast með góðum dreng. Freysteinn í Vagnbrekku fagnar hundrað ára afmæli Morgunblaðið/Birkir Fanndal Freysteinn á Vagnbrekku er vel ern og hefur fótaferð. Gengur út á bæjarhólinn þaðan sem er einhver fegurst sýn yfir Mývatnssveit. Mývatnssveit GRÁSLEPPUVERTÍÐIN á Vopnafirði er senn á enda og eru trillukarlar farnir að fækka netum í sjó. Um 35 bátar gera út frá Vopnafirði og Bakkafirði og eru það held- ur fleiri bátar en í fyrra. Þeir trillukarlar sem frétta- ritari hefur talað við segja að þessi vertíð sé heldur rýrari en í fyrra sem var að vísu mjög góð. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Grásleppu- karlar taka upp netin Vopnafjörður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.