Morgunblaðið - 16.05.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 16.05.2003, Síða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 27 FYRIRTÆKI mitt, Ultima Thule, er fyrst og fremst í útflutn- ingsstarfsemi, rekur ferðir um Ís- land og Grænland, sem seldar eru á alþjóðlegum mark- aði. Ferðaskrifstofur leggja ekki virð- isaukaskatt (vsk) á sínar afurðir en flest aðföng þeirra bera vsk eða er íþyngt af vsk. Vsk nemur 8 til 20 prósentum af flestum aðföngum, s.s. akstri, bílaleigu, gist- ingu, veitingum, bátum og búnaði. Húsnæði, og allt skrifstofu- og markaðsúthald ber vsk. Í rauninni eru það einungis beinn launaliður okkar afurða sem ekki er íþyngt af vsk. Við kostnaðargrein- ingu kemur fram að vsk er tíundi hluti af útgjöldum vegna reksturs og sölu ferða. Þessi kostnaður leggst að fullu á endanlegt verð okkar útflutnings- afurða og við erum því í raun að selja á alþjóðamarkaði íslenskan vsk fyrir beinharðan gjaldeyri. Þetta þýðir í raun að ríkið tekur nær allan arð af þessari starfsemi til sín fyrirfram sem vsk – án tillits til afkomu fyrirtækja og án þess að greinin njóti sannmælis fyrir fram- lag sitt til sameiginlegra sjóða. Útflutningur Íslendinga á áli og fiski hefur hefur hingað til ekki skil- að krónu í vsk. Afurð í alþjóðlegri samkeppni Því má ekki gleyma að íslensk ferðaþjónusta á í bullandi al- þjóðlegri samkeppni. Íslensk ferða- þjónusta hefur á brattann að sækja á þessum markaði vegna mikils til- kostnaðar og frumstæðra innviða, t.a.m. er lítið tillit tekið til ferða- þjónustu við skipulag og vegagerð. Hjá Ultima Thule erum við meira að segja í svo undarlegri aðstöðu að ferðum sem við rekum um hið virð- isaukaskattslausa Grænland og selj- um til þriðja lands er íþyngt af ís- lenskum vsk! Samkeppni í ferðaþjónustu snýst ekki einungis um verð, – samkeppni snýst líka um gæði og ímynd. Gæði íslenskrar ferðaþjónustu og í raun tilvera hennar felst í náttúru lands- ins og þeirri menningu, viðmóti og aðbúnaði sem mætir gestum. Íslensk náttúra á ekki upp á pall- borðið hjá ráðamönnum sem virðast sjá hana sem námu sem ekki þurfi annað en að moka af. Í raun er nátt- úran ferli sem ekki þolir nema óverulegt rask, svo afrakstur henn- ar skaðist ekki verulega. Verðmæt svæði eru í hættu vegna einnota opinberra framkvæmda. Önnur svæði sem nýst hafa frábær- lega til ferðaþjónustu, og þar með skapað ómæld störf og skatttekjur í formi vsk, fá ekki þá aðhlynningu sem þarf til að þau nýtist til verð- mætasköpunnar á komandi tíð. Aðrar áherslur stjórnvalda Oft hefur mér fundist að yfirvöld skilji ekki atvinnugreinina íslenska ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta er ung grein og fæstir þingmanna eiga rætur sínar innan hennar. Markaðs- setning og tilvera ferðaþjónustu byggist á því að ímynd seljanda hæfi margslungnum væntingum kaupanda. Því má velta upp að fæst- ir íslenskra þingmanna sl. aldar- fjórðung tilheyri þeim markhópum ferðamanna sem sóttu Ísland heim á sama tímabili. Þingmannahópurinn á líklega auðveldara með að skilja eitthvað áþreifanlegt eins og blokkir af áli og freðfiski. Þingmenn eiga gjarnan rætur í sveitarstjórnum og sveitarfélög njóta lítils hluta af skatttekjum greinarinnar. Ferðaþjónustan á sér ekki fag- ráðuneyti sem atvinnugrein. Fram á síðustu ár var engin fagmenntun í boði og rannsóknir eru nær engar. Af arðsemi þjóðgarða Á Íslandi eru fjórir, litlir og fjár- vana þjóðgarðar. Yfirvöld virðast líta á þjóðgarða sem nokkurskonar ómaga, – sem séu svosem ósköp skemmtilegir ásýndar í fallegu veðri en réttast væri að innheimta þar að- gangseyri svo ómagarnir sligi ekki þjóðarskútuna. Yfirvöldum skipulags og fjárveit- ingarmála (ég tiltæki yfirvöld ferða- mála ef ferðaþjónusta væri af yf- irvöldum álitin alvöru atvinnuvegur og málaflokkurinn ekki geymdur í nettri skúffu í ráðuneyti samgöngu- og fjarskiptamála) virðist ekki um- hugað að flagga tekjuhlið þjóðgarða og ferðaþjónustu. Sannleikurinn er sá að ríkissjóður hefur meiri skatt- tekjur af ferðaþjónustu en nokkurri annarri útflutningsgrein. Það sem yfirvöld gera til að bæta rekstrar- og markaðsstöðu ferða- þjónustunnar er líklegra til að skila sér til baka betur og fyrr en í nokk- urri annarri útflutningsgrein. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að stofnun stærsta þjóðgarðs Evr- ópu sé ódýrasta og áhrifaríkasta markaðsátak sem hugsast getur fyr- ir íslenskt hagkerfi, og gagnist öll- um útflytjendum á neytendamark- aði. Ég get ekki svarað því hvaða tekjumöguleikar eru af þjóðgarði norðan Vatnajökuls. Það fer eftir því hvernig er að honum staðið, um skipulag, kynningu, rekstrarform, og ekki síst hvernig þjónustuaðilar nýta sér tækifærið. Þessu er ekki auðsvarað. – Þetta er ekki ferkönt- uð patentlausn þar sem svara má fyrirfram hvað bræða skal á ári hverju. Þjóðgarður er gæðastimpill, – tækifæri líklegra en flest annað til að auka hér atvinnu og tekjur rík- issjóðs og rekstraraðila, innangarðs sem utan. Er ekki tímabært að öðrum út- flutningsgreinum verði gert að sanna sig með sama hætti og ferða- þjónustan og lagt verði auðlinda- gjald á útfluttan fisk og ál. Gjaldið nemi tíund af veltu. Útflutningur á virðisaukaskatti Höfundur er starfsmaður Ultima Thule. Karl Ingólfsson Til hamingju! ...óska eftirfarandi samtök stjórnmálaflokkum, sem fengu fulltrúa á Alþingi í nýafstöðnum kosningum. Samtökin vænta þess að við gerð stjórnarsáttmála verði eftirfarandi kosningaloforð flokkanna til endurgreiðenda námslána höfð í huga: Allir flokkarnir lofuðu að framkvæma breytingarnar í samráði við fulltrúa eftirfarandi samtaka sem vænta þess að eiga fulltrúa í nefnd um málið: • Bandalag háskólamanna (BHM) • Bandalag íslenskra sérskólanema (BÍSN) • BSRB • Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) • Félag prófessora • Félag unglækna • Iðnnemasamband Íslands (INSÍ) • Kennarasamband Íslands (KÍ) • Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands (KTFÍ) • Lyfjafræðingafélag Íslands • Prestafélag Íslands • Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) • Starfsmannafélag Ríkisendurskoðunar • Stéttarfélag verkfræðinga (SV) • Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) • Vélstjórafélag Íslands (VSFÍ) Framsóknarflokkurinn: Hvað: Lækka endur- greiðsluhlutfallið um 1 prósentustig, úr 4,75% í 3,75% af heildartekj- um - einnig fyrir þann hóp sem tekið hefur lán frá lagabreytingunni 1992. Hvenær: Á kjörtímabil- inu. Frjálslyndi flokkurinn: Hvað: Endurgreiðslu- byrðin verði lækkuð. Flokkurinn vill afnema verðtryggingu náms- lána. Hvenær: Fljótlega eftir að ný stjórn tekur við völdum. Samfylkingin: Hvað: Fjórðungur endurgreiðslu verði frádráttarbær frá skatti í 7 ár eftir að námi lýkur, þ.e. 5 fyrstu endurgreiðsluárin. Hvenær: Á fyrsta ári nýrrar stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn: Hvað: Sjálfstæðisflokk- urinn er opinn fyrir því að ræða endurskoðun endurgreiðsluhlutfalls- ins. Hvenær: Á kjörtímabil- inu. Vinstrihreyfingin- grænt framboð: Hvað: Fylgjandi lækkun endurgreiðslubyrði námslána og telur koma til greina að endurgreiðslur verði að hluta til frádráttar- bærar frá skatti. Hvenær: Strax.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.