Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ V ink, vink í pottinn fyrir Gumma! er kallað glaðlega úti í garði og í kjölfarið þramma 40 fætur í allar áttir. Það er komið sumar á ný í Hlíðunum þar sem ég bý og tölvuleikirnir fá frí fram á haustið. Þess í stað leika krakk- arnir í götunni sér úti langt fram á kvöld í ýmsum eltinga- og feluleikjum. Það er geðveikt fjör og ekkert barn fer sjálfvilj- ugt inn í háttinn. Samstaðan meðal barnanna í Hlíðunum kom mér á óvart er ég flutti þangað fyrir nokkrum árum. Ég hef síðan heyrt að Hlíðarnar hafi einmitt verið þekktar fyrir þetta í gegnum árin (eða það segja mér uppkomnir Hlíð- arbúar!). Í hverri götu og hverj- um garði er leikið fram eftir kvöldi allt sumarið og einnig þeg- ar vel viðrar á veturna. Ég get ekki annað en verið himinlifandi með þetta, þó að það þýði að ég þurfi að hrópa og kalla á son minn í háttinn á hverju kvöldi og hlusta á hann malda í móinn þegar ég segi að það sé kominn háttatími. Ef leikgleði krakka í öðrum hverfum í Reykjavík er eitthvað í líkingu við þá sem fyrirfinnst meðal ungra Hlíðarbúa er ég handviss um að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að þeir breytist í tölvuleikja-svefn- gengla. Sonur minn, sem er mjög hrifinn af tölvuleikjum, lít- ur vart við tölvunni á sumrin. Í það minnsta var það svoleiðis síðasta sumar og ég vona að svo verði einnig þetta sumarið. Ósk mín virðist ætla að rætast því sá stutti hefur vart sést inni frá því fyrstu fíflarnir sprungu út. Hver sagði að börnin okkar væru sjónvarps- og tölvu- leikjakynslóðin? Hver sagði að þau kynnu ekki leiki á borð við Fallin spýtan og Eina krónu? Krakkarnir í Hlíðunum eru alla vega vel með á nótunum þegar kemur að þessum gömlu og góðu leikjum. Ein króna er vin- sælust að ég tel þessa dagana og sömuleiðis Vink, vink í pottinn sem er nokkurs konar nútíma útfærsla af þeim leik. Það er reyndar líka farið í einhverja furðulega Harry Potter-leiki og nú nýverið hefur Matrix- leikurinn litið dagsins ljós en allt eru þetta útileikir og koma tölvum og sjónvarpi lítið við að öðru leyti en því að þangað eru fyrirmyndirnar sóttar. En börn- in búa sjálf til leikina, fara í hlutverk hetja sinna með það að markmiði að sigrast á hinu illa. Þetta eru fyrstu persónu-leikir eins og þeir gerast bestir. Ég og vinkona mín tókum okkur til í fyrrasumar og brugð- um á leik með börnunum. Eða réttara sagt við gengum til liðs við þau, lékum okkur í Vink, vink í pottinn og Útilegumaður fundinn í heilan dag. Fyrst vor- um við smátíma að komast inn í leikina og vorum mikið skamm- aðar fyrir að vera á augljósum felustöðum en svo fór slægðin að ná yfirhöndinni og fyrr en varði vorum við orðnar tíu ára á ný, í hörkubaráttu við „jafn- aldra“ okkar og bárum meira að segja stundum sigur úr býtum. Dagurinn endaði á því að það vorum VIÐ sem suðuðum í krökkunum að halda leikjunum áfram. Þessi dagur er alveg örugglega einn skemmtilegasti dagur síðasta sumars, og kemst sennilega á topp-tíu lista yfir skemmtilegustu daga allra tíma! En aftur að Hlíðunum. Ég get ímyndað mér að fyrir fimmtíu árum síðan, þegar hverfið var að byggjast upp, hafi börnin sippað á götunum, farið í Fallin spýtan og aðra eltinga- og feluleiki. Það gleður mig mikið að í dag fara krakkarnir í hverfinu í nákvæm- lega sömu leiki, fela sig á sömu stöðunum og þramma sömu gangstéttirnar. Það er gott til þess að hugsa að ekkert af þessu hefur breyst nema að barn hefur komið í barns stað. En eitt hefur vissulega breyst og það er að mömmurnar eru ekki heima til að fylgjast með leikjum barnanna allan daginn og gefa þeim kannski kakó og brauðsneið þegar hungrið steðj- ar að í miðjum klíðum. Núna eru nefnilega allar mömmur að vinna (eða svona hér um bil all- ar) og þegar þær koma þreyttar heim á kvöldin eru þær nú sennilega fæstar æstar í það að sletta í form og bjóða götugeng- inu í kökuveislu þó að það væri reyndar rosalega svalt! Tíu ára krakkar vilja ekki vera í „pössun“ á skóladagheim- ili fram á vor og eru því margir hverjir einir heima lungann úr deginum, eða hjá eldri systk- inum þar til mamma og pabbi koma heim úr vinnunni. Svoleið- is er það altént í mínu tilfelli. Sonurinn tók það ekki í mál að fara á skóladagheimilið enn eina önnina. En hvernig fer þá fyrir uppeldinu? Er að vaxa úr grasi sjálfstæðasta kynslóð allra tíma eða kannski „uppalninga- kynslóðin“ ógurlega? Erum við nútímamæður alveg brjálaðar að skilja börnin okkar eftir ein heima klukkutímum saman á þessum viðkvæma aldri? Hvern- ig í ósköpunum vitum við hvað þau eru að bralla þegar við er- um ekki við eldhúsgluggann all- an daginn að fylgjast með þeim? Nú, við hringjum bara í þau! Biðjum þau að hringja reglulega og gefum þeim fyrirmæli, mis- vinsamleg, með hjálp fjarskipta- tækninnar. Með samskiptum í gegnum símann ráðlegg ég drengnum mínum t.d. hvað best sé að snæða þegar skóla lýkur, hvernig öruggast sé að klæða sig með tilliti til veðurs og brýni fyrir honum að koma á skikk- anlegum tíma heim. Þetta „fjar- uppeldi“ hentar okkur mæðg- inum ágætlega og samviskusamlega hringjumst við á daglega. Hann tilheyrir því kannski ekki tölvuleikjakynslóð- inni heldur „fjaruppeld- iskynslóðinni“ og mun árangur hennar fyrst skýrast innan fárra ára. En þegar upp er staðið erum við mæður allar sífellt að reyna að gera okkar besta. Það voru heimavinnandi mæður í götunni minni líka að reyna fyrir fimm- tíu árum. Það er eitt af því sem hefur alls ekki breyst. Krakkarnir í hverfinu Börnin búa sjálf til leikina, fara í hlut- verk hetja sinna með það að markmiði að sigrast á hinu illa. Þetta eru fyrstu persónu-leikir eins og þeir gerast bestir. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ✝ Róslaug Þórðar-dóttir fæddist á Griphaldi í Reyðar- firði 26. febrúar 1926. Hún lést 7. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þórð- ur Kristinn Sveins- son, f. í Hvammi í Fáskrúðsfirði 28. júlí 1893, d. 29. mars 1981, og Sigríður Þórdís Eiríksdóttir, f. 22. okt. 1893, d. 2. mars 1949. Systkini Róslaugar eru Sveinn Snjólfur, Rósbjörg, látin, Eiríkur, látinn, Ellert, látinn, Magnea, Sölver, Haukur og Helga. Eiginmaður Róslaugar var Vil- hjálmur Sigurðsson, f. á Hóli í Nes- kaupstað 2. feb. 1923, d. 10. júlí 1984. Börn Vilhjálms og Róslaug- ar eru: Halldóra, f. 27. maí 1947, sambýlismaður Haraldur Bjarna- son, f. 13. sept. 1945, börn þeirra eru Vilhjálmur Bjarni, f. 25. jan- úar 1965, maki Lena Jonsson, þau eiga eina dóttur, Jós- efín, f. 18. apríl 2003, þau búa í Svíþjóð; Hafdís, f. 20. mars 1966, gift Per Wist- röm, þau eiga tvær dætur, Önnu, f. 21. feb. 1994, og Lindu, f. 4. nóv. 1996, þau búa í Svíþjóð; Sig- urður Þór, f. 9. júlí 1949, kvæntur Rob- yn Elisabeth, f. 26. janúar 1956, börn þeirra eru Rósa Dóra, f. 12. nóv. 1989, og Vilhjálmur Þór, f. 25. sept. 1991, þau eru bú- sett í Neskaupstað; og Sigríður Þórbjörg, f. 7. ágúst 1952, gift Gunnari Ólafssyni, f. 12. júlí 1958, börn þeirra eru Davíð, f. 18. júlí 1984, Gísli, f. 7. des. 1986, og Una, f. 4. jan. 1991, þau eru búsett í Nes- kaupstað. Útför Róslaugar verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma mín, ég vil bara þakka þér fyrir samveruna og ég sakna þín rosalega mikið. Ég er náttúrulega bú- inn að alast upp við það að hafa þig alltaf hjá mér og alltaf til staðar, þess- vegna er þetta svo erfitt fyrir mig. Ég minnist þess þegar ég var lítill og þú hér hjá okkur, þegar ég gisti hjá þér á Nesbakkanum og þegar við fórum í alla göngutúrana saman. Þú varst mér alltaf svo góð og ég man það líka hve mér fannst þú alltaf sæt og góð og besta amma í heimi. Núna þegar þú ert farin voru mér gefnir fullt af munum sem þú áttir, eins og kertastjakarnir þínir, borðið og alls konar leirtau sem ég mun passa fyrir þig alla mína ævi. Takk fyrir alla góðu og hlýju sokk- ana og peysurnar sem þú prjónaðir á okkur systkinin og hvað það var gam- an að spila við þig, þú þreyttist aldrei á því. Hvíl í friði. Kveðja, Davíð Gunnarsson. Elsku amma. Takk fyrir sam- veruna, nú ertu búin að fá hvíldina eftir langvarandi veikindi sem voru þér erfið og sigruðu þig að lokum. Takk fyrir allar góðu stundirnar, það var alltaf gott að koma til þín og fá eitthvað gott í svanginn. Og sokkana og peysurnar sem þú prjónaðir á okk- ur systkinin, það yljaði okkur. Takk fyrir mig, elsku amma. Hvíl í friði. Gísli Gunnarsson. Elsku amma. Nú ert þú farin frá okkur. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman eins og þegar að við sát- um saman og spiluðum rommý og kasínu og þú kenndir mér að prjóna. Það var alltaf svo gott að koma til þín eftir skóla og fá góðan mat og ég fór fyrir þig í búðina. Við fórum líka oft í berjamó því þú varst svo fljót að tína og fylltir föturnar fyrir mig. Takk fyrir allt, elsku amma, nú líð- ur þér vel hjá afa. Kveðja, Una Gunnarsdóttir. Eftir því sem aldurinn færist yfir verða minningar frá æskudögunum skýrari og jafnvel verðmætari, hafi maður á annað borð átt góða æsku og uppvaxtarár. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast að miklu leyti upp í Steinsnesi í kringum Laugu og Villa, þótt langmest hafi ég verið með Sigga syni þeirra í stöðugu rollustússi. Lauga fóstra mín var eins og svo margt fólk af hennar kynslóð, sam- viskusemin, dugnaðurinn og áreiðan- leikinn holdi klædd. Og rétt eins og önnur mannanna börn var Lauga mótuð af aðstæðum sínum og gat virkað nokkuð hörð og köld í sam- skiptum. En skelin hennar var ör- þunn og næstum gegnsæ á köflum. Því kynntist ég vel og fékk í ríkum mæli að njóta þess hlýja hjarta sem sló í brjósti hennar. Allt sem ég gerði og gat til að létta undir með Steins- nesfólkinu var mikils metið og þakk- lætið sýnt af heilum hug. Hún leiddi hjá sér hin ýmsu strákapör okkar Einsa Manna eins og þegar við tókum hárkolluna hennar sem var nýkomin úr greiðslu fyrir þorrablót sem var um kvöldið, og fórum í kúrekaleik með hana á hausnum. Eða þegar við RÓSLAUG ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Jóna KarítasEggertsdóttir fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1913. Hún lést á hjúkrun- ardeild Hrafnistu í Reykjavík 7. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Eggert Bjarnason vélstjóri, f. 6. ágúst 1887 á Björgum á Skaga- strönd, d. 2. október 1966, og Ólafía Þóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1892, d. 9. ágúst 1955. Systkini Jónu Karítasar voru 16 talsins og var hún þeirra elst, þrjú þeirra dóu í frumbernsku: Guðrún Kristjana, f. 2. febrúar 1915, d. 24. desember 1990, Sigrún Svala, f. 24. apríl 1920, Guðrún Sigríður, f. 18. febrúar 1922, Ólafía Svanhvít, f. 11. júlí 1925, d. 4. október 1963, Eggert, f. 5. júlí 1926, Hafsteinn, f. 14. apríl 1928, d. 6. febrúar 1946, Ingólfur, f. 16. nóvember 1929, d. 9. maí 2001, Hafdís Erla, f. 8. maí 1932, Inga Hulda, f. 16. október er Ásta Hauksdóttir og eiga þau eitt barn og eitt fósturbarn. Líney Björk, f. 26. apríl 1966, eiginmað- ur hennar er Ólafur E. Ólafsson, f. 5. apríl 1966 og eiga þau þrjú börn. Dagný, f. 30. nóvember 1967, á tvö börn. 3) Rafn Guðmundsson, tré- smiður, f. 16. mars 1940, eigin- kona hans var Guðbjörg Guð- mundsdóttir og eiga þau eina dóttur, Guðlaugu, f. 22. maí 1966, eiginmaður hennar er Baldur Baldursson, f. 21. ágúst 1967 og eiga þau tvö börn. Einnig á Rafn börnin Hafdísi Ingu, f. 21. septem- ber 1973, sambýlismaður hennar er Tómas Ágústsson, f. 18. febrúar 1974 og eiga þau eitt barn. Ingi Freyr, f. 14. september 1976, og Rafn Stefán, f. 13. október 1978. 4) Svanberg Guðmundsson, blikksmíðamaður, f. 4. maí 1949, eiginkona hans er Jakobína Eygló Benediktsdóttir sjúkraliði, f. 7. maí 1952, þeirra börn eru Guð- mundur Þór, f. 5. september 1978, og Helga Rut, f. 29. desember 1982. Fyrir átti Jakobína Eygló dótturina Sigríði Dögg Guðjóns- dóttur, f. 21. desember 1973, sam- býlismaður hennar er Gunnar Magnússon, f. 22. nóvember 1973 og eiga þau eitt barn. Útför Jónu Karítasar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1934, Hreiðar Bragi, f. 4. apríl 1937, Svan- hildur Jóna, f. 21. október 1939. Hinn 18. september 1933 giftist Jóna Kar- ítas Guðmundi Krist- jánssyni, matsveini og síðar fisksala, frá Bræðramynni í Bíldu- dal, f. 25. júní 1908, d. 25. janúar 2003. Börn Guðmundar og Jónu Karítasar eru: 1) Randver S. Guð- mundsson, f. 28. októ- ber 1932, d. 22. októ- ber 1936. 2) Ívar S. Guðmundsson vélstjóri, f. 29. júní 1937, eigin- kona hans var Lovísa Tómasdótt- ir, f. 13. júní 1938. Börn þeirra eru Jóna Karítas, f. 4. janúar 1958, eig- inmaður hennar er Árni Harðar- son, f. 29. október 1956 og eiga þau fjögur börn. Tómas, f. 6. ágúst 1959. Aldís, f. 9. október 1961, eig- inmaður hennar er Flosi Karlsson, f. 26. mars 1960 og eiga þau fimm börn. Guðmundur Birgir, f. 11. október 1964, sambýliskona hans Elsku amma mín. Ég vil fá að þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst og ert enn í mínum huga stórglæsileg kona. Hafð- ir sterkan persónuleika og stórt hjarta. Þú lifðir í nær níutíu ár sem segir margt um dugnað þinn og hve lífsreynd manneskja þú varst. Ég átti margar og ómetanlegar stundir með þér og afa í gegnum árin. Við Róbert Nökkvi viljum sérstaklega þakka þér og afa fyrir jólin 2001. Þau eru okkur mjög kær. Það var alltaf mikil gleði og húmor í kringum ykkur afa. Guð geymi þig og varðveiti þig, amma mín. Sigríður Dögg Guðjónsdóttir og Róbert Nökkvi Gunnarsson. Þegar við hugsum til þess að þú sért farin frá okkur, elsku amma, þá fyllist hugur okkar miklum söknuði, því þú varst okkur systkinunum svo mikils virði. Þú áttir góðu lífi að fagna og hugsaðir ætíð vel fyrir ástvinum þínum og þeim sem voru þér nærri. Við erum þér ævinlega þakklát fyrir allar þær samverustundir sem við átt- um saman, elsku amma. Við minn- umst þess helst hversu gestrisin þú varst og fór enginn heim á leið nema saddur og sællegur á svip. Ávallt varstu tilbúin að hjálpa okkur og fylgdist þú vel með hvað var að gerast í lífi okkar hverja stundina. Við vitum að þú munt halda áfram að fylgjast með, bara úr fjarlægð héðan í frá. Stutt er síðan afi kvaddi okkur í sinni jarðnesku mynd og gott er að þú sért nú komin aftur í návist hans. Því ætíð áttuð þið erfitt með að vera að- skilin enda búin að vera gift í rúmlega 70 ár. Við trúum í hjarta okkar að þið séuð nú saman komin á betri stað. Með söknuði kveðjum við þig með þessum orðum, elsku amma: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð Far þú í friði, friður Guðs þig blessi , hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi Guð geyma þig að eílífu. Þín barnabörn, Guðmundur Þór og Helga Rut. JÓNA KARÍTAS EGGERTSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.