Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 21

Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 21 VEITINGAHÚSIÐ Rauða húsið á Eyrarbakka og knattspyrnuliðið Freyr, sem er sameiginlegt lið Umf. Stokkseyrar og Umf. Eyrarbakka og mun keppa í 3. deild Íslandsmótsins í sumar, hafa gert með sér samkomu- lag um að Rauða húsið verði aðal- styrktaraðili liðsins. Samkomulag þess efnis var undirritað föstudaginn 16. maí á Rauða húsinu en þar voru saman komnir leikmenn og stjórn- armenn Freys ásamt eiganda Rauða hússins, Inga Þór Jónssyni. Ýmis önnur fyrirtæki styðja einnig við bakið á Frey en þau eru Skipamiðl- unin Bátar og kvóti, Eyrarfiskur, Fiskiver og veitingahúsið Potturinn og pannan. Það er von allra þeirra sem að lið- inu koma að það eigi eftir að verða Eyrarbakka og Stokkseyri til mikils sóma nú í sumar. Rauða húsið styrkir Frey Gunnar Valberg Pétursson og Guðfinnur Harðarson í nýju búningunum. Stokkseyri Morgunblaðið/Gísli Gíslason ÞEGAR bændurnir Karl Sig- urjónsson og Sigurjón Sig- urðsson á Efstu-Grund undir Eyjafjöllum voru að hreinsa upp jarðveg undan gömlu bæj- arstæði kom upp með moldinni að því er virtist sérkennileg oddmjó steinnibba. Þegar skóflublaðið slóst í nibbuna söng hátt í. Kom þá í ljós að þetta var sérkennilegt fornt járn, sem ber greinilegt spjótslag í oddinn og í hinn endann eins og festingu fyr- ir skaft. Það sérkennilega er, að auð- velt er að sjá fyrir sér að axarblað hafi verið fyrir neðan spjótsoddinn og þá má spyrja: Er þetta atgeir? Karl Sigurjónsson bóndi með atgeirinn. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Er þetta atgeir? Vestur-Eyjafjöll ÞRJÁTÍU leikskólanemar af leik- skólanum Klettaborg voru útskrif- aðir við hátíðlega athöfn sl. fimmtudagskvöld. Útskriftarhá- tíðin var haldin í félagsmiðstöðinni Óðali og léku krakkarnir og sungu fyrir fullu húsi af gestum. Eftir formlega afhendingu útskrift- arskjala var boðið upp á veitingar á vegum foreldrafélagsins. Krakk- arnir, sem eru fæddir árið 1997, munu flest halda áfram í leikskól- anum fram að sumarfríi og hefja skólagöngu í Grunnskólanum í haust. Morgunblaðið/Guðrún Vala Landafræði handa lengra komnum – nemendur á leikskólanum Sjónarhóli í Borganresi flytja rímleik. Leikskóla- nemar útskrifast Borgarnes

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.