Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 21 VEITINGAHÚSIÐ Rauða húsið á Eyrarbakka og knattspyrnuliðið Freyr, sem er sameiginlegt lið Umf. Stokkseyrar og Umf. Eyrarbakka og mun keppa í 3. deild Íslandsmótsins í sumar, hafa gert með sér samkomu- lag um að Rauða húsið verði aðal- styrktaraðili liðsins. Samkomulag þess efnis var undirritað föstudaginn 16. maí á Rauða húsinu en þar voru saman komnir leikmenn og stjórn- armenn Freys ásamt eiganda Rauða hússins, Inga Þór Jónssyni. Ýmis önnur fyrirtæki styðja einnig við bakið á Frey en þau eru Skipamiðl- unin Bátar og kvóti, Eyrarfiskur, Fiskiver og veitingahúsið Potturinn og pannan. Það er von allra þeirra sem að lið- inu koma að það eigi eftir að verða Eyrarbakka og Stokkseyri til mikils sóma nú í sumar. Rauða húsið styrkir Frey Gunnar Valberg Pétursson og Guðfinnur Harðarson í nýju búningunum. Stokkseyri Morgunblaðið/Gísli Gíslason ÞEGAR bændurnir Karl Sig- urjónsson og Sigurjón Sig- urðsson á Efstu-Grund undir Eyjafjöllum voru að hreinsa upp jarðveg undan gömlu bæj- arstæði kom upp með moldinni að því er virtist sérkennileg oddmjó steinnibba. Þegar skóflublaðið slóst í nibbuna söng hátt í. Kom þá í ljós að þetta var sérkennilegt fornt járn, sem ber greinilegt spjótslag í oddinn og í hinn endann eins og festingu fyr- ir skaft. Það sérkennilega er, að auð- velt er að sjá fyrir sér að axarblað hafi verið fyrir neðan spjótsoddinn og þá má spyrja: Er þetta atgeir? Karl Sigurjónsson bóndi með atgeirinn. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Er þetta atgeir? Vestur-Eyjafjöll ÞRJÁTÍU leikskólanemar af leik- skólanum Klettaborg voru útskrif- aðir við hátíðlega athöfn sl. fimmtudagskvöld. Útskriftarhá- tíðin var haldin í félagsmiðstöðinni Óðali og léku krakkarnir og sungu fyrir fullu húsi af gestum. Eftir formlega afhendingu útskrift- arskjala var boðið upp á veitingar á vegum foreldrafélagsins. Krakk- arnir, sem eru fæddir árið 1997, munu flest halda áfram í leikskól- anum fram að sumarfríi og hefja skólagöngu í Grunnskólanum í haust. Morgunblaðið/Guðrún Vala Landafræði handa lengra komnum – nemendur á leikskólanum Sjónarhóli í Borganresi flytja rímleik. Leikskóla- nemar útskrifast Borgarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.