Morgunblaðið - 29.05.2003, Page 12

Morgunblaðið - 29.05.2003, Page 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG eru liðin 50 ár frá því að Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og sherpinn Norgay Tenzing klifu á tind Everest-fjalls fyrstir manna. 44 árum síðar klifu Björn Ólafsson, Hallgrímur Magnússon og Einar K. Stefánsson fjallið fyrstir Íslendinga. Fjórði Íslendingurinn til að klífa fjallið var svo Haraldur Örn Ólafs- son sem kleif Everest í fyrra. Björn sagði í samtali við Morg- unblaðið að aðstæður til að klífa fjallið hefðu breyst mikið á und- anförnum 50 árum. „Það er gjör- ólíku saman að jafna,“ sagði Björn. „Þeir vissu ekki hvort hægt væri yf- ir höfuð að klifra fjallið, fjölmargir hópar höfðu reynt en ekki haft er- indi sem erfiði. Fjarskipti voru líka afskaplega takmörkuð. Það var ekki hægt að búast við neinni að- stoð á fjallinu, frekar en í dag, reyndar. Leiðangrar voru gríð- arlega stórir í þá daga. Það má segja að þetta hafi verið líkt og hernaðaraðgerðir. Hillary og Tenz- ing voru einna seinastir í röðinni að reyna við tindinn. Þeir voru með mjög góðan búnað miðað við þeirra tíma. Þeir notuðu mikið súrefni og leiðangurinn var vel undirbúinn. Upplifunin var örugglega ótrúleg því það var enginn á fjallinu nema þeir. Miðað við þær aðstæður sem þá voru og búnaðinn sem þeir höfðu var þetta náttúrulega ótrúlegt af- rek,“ sagði Björn. Undanfarið hafa ýmis met verið slegin í klifri á tindinn. Sherpinn Appa kleif tindinn í þrettánda skipt- ið á dögunum og Lakpa Gyelu sló hraðamet er hann var 10 klukku- stundir og 56 mínútur á tindinn frá grunnbúðum. Þá komst sjötugur Japani upp á tindinn og varð um leið sá elsti til að klífa fjallið. „Ég klíf fjöll af því að ég hef gam- an af því. Ég hef gaman af því að takast á við sjálfan mig og það við- fangsefni sem klifið er hverju sinni. Sumir telja að það sé verið að van- virða hinn mikla risa með öllum þeim hraðametum, aldursmetum eða öðrum metum sem er verið að setja. Ég held þó að hvort sem klifr- arinn er sextán ára eða sjötugur þá sé upplifunin alltaf einstök og per- sónulegur sigur fyrir viðkomandi. Þó svo að það sé komið nokkuð langt frá minni hugmynd um há- fjallaklifur með þessu metabrölti þá hafast mennirnir misjafnt að og í sumum tilfellum eru þetta menn sem hafa atvinnu af háfjallaklifri og eru að auglýsa styrk sinn og færni. Við höfum tvívegis klifið með Lakpa Gyelu og þar fer gríðarlega öflugur fjallamaður. Þetta getur þó leitt út í skrípaleik og það sem verra er að í sumum tilfellum hefur þetta kostað mannslíf. Fyrsta bandaríska konan sem reyndi að komast upp án súrefnis, hafði ekki mikla reynslu í farteskinu, komst á toppinn en lést á leiðinni niður,“ sagði Björn. Hann sagði aðferðirnar við að komast á tindinn komnar í nokkuð fastan farveg. „Menn vita orðið hvað er vænlegast til árangurs. Það er stöðug þróun á búnaði og súrefn- istækjum. Einnig eru veðurspár öruggari og fjarskipti betri. Menn hafa lært af reynslunni og meta fjallið betur með betri sögulegum upplýsingum,“ sagði Björn. Helsta breytingin sem orðið hef- ur síðan þremenningarnir klifu tindinn er sú að nú eru fyrirtæki í ríkara mæli farin að selja vel efn- uðu fólki pláss í leiðöngrum sínum. „Þarna er að fara fólk sem getur verið óvant klifri. Það er kannski líkamlega sterkt og leiðangurinn getur heppnast vel ef ekkert kemur uppá. Hins vegar er voðinn vís ef eitthvað bjátar á, eins og til dæmis ef veður versnar. Vorið áður en við klifum fjallið fórst fjöldi manns í slæmu veðri og var reynsluleysi um að kenna í mörgum tilfellum. Á sama tíma og við reyndum við fjall- ið týndu 9 manns lífi af slysförum þannig að Everest er ekkert lamb að leika sér við,“ sagði Björn. Ferð þeirra félaga á tindinn er Birni enn í fersku minni. „Við vor- um svo til einir á ferð. Við vorum þrír saman ásamt einum Breta og tveimur sherpum og var fámennið okkar lukka í þessu og gerði upplif- unina öðruvísi. Oft eru fleiri tugir manna að reyna við tindinn á sama tíma og þá er upplifunin allt öðru- vísi, held ég. Það er erfitt að lýsa tilfinning- unni að standa á hæsta tindi heims. Bara það að horfa á heiminn frá þessu sjónarhorni var undarlegt og við vorum ógurlega þreyttir en glaðir þegar upp var komið. Sig- urinn fólst samt á endanum í því að komast á toppinn eftir allt erfiðið og allan þann mikla undirbúning og vinnu sem búið var að leggja í verk- efnið. Það eiga eflaust allir sitt Everst-fjall, hversu hátt sem það nú er og sigurinn er alltaf sætur. Upp- lifunin að klífa Everest lifir vel í minningunni,“ sagði Björn. 50 ár eru liðin frá því að Hillary og Tenzing klifu Everest fyrstir manna „Það eiga allir sitt Everest-fjall“ Fyrsti íslenski Everest-leiðangurinn á tindinum hinn 21. maí 1997: Hall- grímur Magnússon, Björn Ólafsson og Einar Stefánsson. UM 600 ungmenni eru á skrá at- vinnulausra hjá vinnumiðlun skóla- fólks í Hinu húsinu og álíka mörg hjá Atvinnumiðlun stúdenta. Útlitið varðandi sumarvinnu fyrir þetta unga fólk er ekki gott, að sögn Auðar Kristínar Welding, verkefnastjóra Vinnumiðlunarinnar, og Hönnu Maríu Jónsdóttur, rekstrarstjóra Atvinnumiðstöðvar stúdenta. Vinnumiðlunin tók við umsóknum vegna sumarvinnu til 30. apríl sl. og skráðu sig 2.588 einstaklingar, en alls hafa tæplega 2.000 ungmenni fengið vinnu hjá Vinnumiðlun eða dregið umsókn sína til baka. Hins vegar segir Auður Kristín að án aukafjárveitingar fái um 600 ein- staklingar ekki vinnu og um 47% þeirra séu 17 til 18 ára. Hún segir að sá misskilningur ríki að Reykjavík- urborg eigi að sjá 17 til 18 ára krökk- um fyrir sumarvinnu en svo sé ekki þótt hún reyni að koma til móts við eftirspurnina. Í því sambandi nefnir hún að borgarráð taki stöðu atvinnu- mála skólafólks í borginni til umfjöll- unar næstkomandi þriðjudag. Í gær voru 568 á skrá eftir atvinnu hjá Atvinnumiðstöð stúdenta, en fyr- ir tæpum þremur vikum voru um 600 manns á skrá. Hanna María Jóns- dóttir, rekstrarstjóri atvinnumið- stöðvarinnar, segir að á þessum tíma hafi nokkrir bæst við á atvinnuleys- isskrána og aðrir fengið vinnu en tekist hafi að miðla um 60 störfum. „Samanborið við síðustu ár er maí heldur lakari hvað varðar fjölda starfa í boði,“ segir hún. Enn eru um 1.200 ungmenni án vinnu Í GÖGNUM sem Veiðimálastofnun hefur sent frá sér með ýmiss konar tölum og töflum kemur fram að æ fleiri löxum er sleppt aftur í íslenskar ár eftir að hafa verið yfirbugaðir af stangaveiðimönnum. Í fyrra var talan komin í 17,7% laxa sleppt á ný. Engin leið er þó að vita hve mikið af þessum löxum nýttust til hrygningar í ánum, því eitthvað af laxi hefur ugglaust veiðst aftur og spurning hvort að rot- arinn var reiddur á loft í seinna skipt- ið eða ... Það er líka athyglisvert að skoða hversu misjafnt það er frá einni á til annarrar hversu miklu magni er sleppt. Þegar skoðaðar eru tíu efstu árnar kemur t.d. í ljós, að 809 af 1.877 löxum í Hofsá var sleppt á ný, 770 af 1.639 löxum í Laxá í Kjós og 718 af 1.653 löxum í Selá ennfremur. Til samanburðar má skoða, að aðeins 30 löxum af 1.444 löxum í Þverá/Kjarrá var sleppt. Nokkur önnur dæmi eru eftirfarandi: 436 af 1.605 löxum í Langá, 359 af 1.189 í Laxá í Aðaldal og 249 af 1.116 í Grímsá. Á óvart kem- ur hversu lág talan er úr Grímsá, en líklega stafar það af því að júlímán- uður, þegar erlendu veiðimennirnir eru hvað mest við veiðar í ánni, var undarlega lélegur og veiðin tók ekki kipp fyrr en komið var fram í ágúst. Í sömu gögnum frá Veiðimálastofn- un og greint er frá hér að ofan koma fram tíu bestu urriðasvæðin og tíu bestu bleikjusvæðin. Ekki er greint á milli sjógenginna og staðbundinna stofna. Í urriðadeildinni eru Veiðivötn efst með 10.781, síðan koma í réttri röð, Fremri-Laxá á Ásum 3.666, Laxá í Mývatnssveit 2.845, Laxá í Laxárdal 1.681, Laxá í Aðaldal 1.542, Grenlæk- ur 1.331, Meðalfellsvatn 1.167, Elliða- vatn 985, Hróarsholtslækur 949 og Vatnamót 927. Þarna eru komin óvænt nöfn inn, t.d. Meðalfellsvatn og Elliðavatn. Svo eru Laxárnar þrjár, í Mývatnssveit, Laxárdal og Aðaldal auðvitað allt sama áin. Í bleikjudeildinni eru Arnarvatn stóra ásamt Austurá óvænt komin efst og sýnir það mátt bættrar skrán- ingar afla. Eru þar bókaðar 2.590 bleikjur og hafa ugglaust verið fleiri. Síðan koma Hlíðarvatn með 2.452, Vatnsdalsá 1.975, Eyjafjarðará 1.954, Skógá 1.601, Veiðivötn 1.395, Brúará 1.172, Flóka í Fljótum 1.169, Víði- dalsá 1.143 og Hörgá 1.110. Auk Arnarvatns/Austurár eru þarna mörg óvænt nöfn, t.d. Brúará, Flókadalsá og ekki hvað síst urriða- athvarfið mikla, Veiðivötn. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var með árlegan barna- og unglingadag við Elliðavatn á dögunum. Hér eru nokkrir þátttakenda með hluta af aflanum. 17,7% laxa sleppt ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? RÚMLEGA tuttugu einstaklingar á vegum Styrktarfélags vangef- inna störfuðu í þrettán fyr- irtækjum og stofnunum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Var þessi starfsdagur hluti af verkefni Styrktarfélags vangefinna í tengslum við Evrópuár fatlaðra. Að sögn Þóru Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Styrktarfélags vangefinna, var markmiðið með verkefninu að stuðla að atvinnu- þátttöku fatlaðra, gera þá sýni- legri í samfélaginu og opna hug fólks fyrir nýjum tækifærum og virkari þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. „Það voru þrettán fyrirtæki sem tóku þátt í þessu verkefni með okkur,“ sagði hún síðla dags í gær, en þá var ljóst að verkefnið hefði gengið vel. Þóra segir að breiður hópur fyrirtækja og stofn- ana hafi tekið þátt og að ein- staklingarnir hafi unnið við ým- islegt, s.s. að flokka skjöl og póst, vinna í bókabúð, starfa á leikskóla og fleira. Samfélagið lagi sig að fötluðum einstaklingum Þóra vonar að verkefnið stuðli að aukinni atvinnuþátttöku fatl- aðra á hinum almenna vinnumark- aði. „Það er enginn sem vill fá það hlutverk að vera fatlaður og út- skúfaður. Það vilja allir taka þátt,“ segir hún. „Það er okkar hlutverk að laga samfélagið að fötluðum einstaklingum en ekki þeirra að laga sig að samfélaginu.“ Hún minnir á að fatlaðir séu hluti af samfélaginu og því eðlilegt að þeir starfi við hlið þeirra sem ekki eru fatlaðir. Þóra segir að þau fyrirtæki sem tekið hafi þátt í verkefninu í gær hafi tekið því vel. Þeir fötluðu ein- staklingar sem fengu að spreyta sig á hinum almenna vinnumark- aði komu í fyrirtækin í fylgd „tengils“ sem var til aðstoðar en einnig sáu aðilar í fyrirtækjunum um að sinna verkefninu. Verkefnið hafi því verið vel undirbúið, að sögn Þóru. Áhugasöm og dugleg Þetta er í fyrsta sinn sem félag- ið stendur fyrir verkefni sem þessu en að sögn Þóru er ljóst að gangi það vel verður stefnt að því að gera það að árvissum viðburði. Að lokum vill Þóra koma á fram- færi þökkum til þeirra fyrirtækja og stofnana sem tóku þátt í verk- efninu með Styrktarfélagi vangef- inna. Pétur S. Johnson er einn þeirra sem tóku þátt í verkefninu, en hann sinnti ýmsum störfum hjá Háskóla Íslands í gær. Hann vann m.a. í Bókstölu stúdenta en einnig voru starfskraftar hans nýttir á skrifstofu námsráðgjafar, þar sem hann flokkaði skjöl og ljósritaði. Auk þess dreifði hann pósti innan skólans. Björk Håkansson, verk- efnisstjóri kynningardeildar HÍ, segir að Pétur hafi greinilega ver- ið ánægður með daginn. Að sögn Bjarkar komu þrír þátttakendur til Háskólans og segir hún að þau hafi öll verið af- skaplega áhugasöm og dugleg. Hún segir aukinheldur að starfs- fólk skólans hafi tekið þeim vel. „Krakkarnir sýndu störfum sínum mikinn áhuga og hefur verið ánægjulegt fyrir okkur öll að fylgjast með þeim og hafa þau hér í HÍ.“ Fatlaðir einstaklingar störfuðu í fyrirtækjum og stofn- unum á hinum almenna vinnumarkaði í einn dag Markmiðið að stuðla að atvinnuþátttöku fatlaðra Pétur S. Johnson kynnti sér m.a. starfsemi Bóksölu stúdenta. Með honum er Margrét Guðmundsdóttir, fulltrúi á skrifstofu námsráðgjafar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.