Morgunblaðið - 29.05.2003, Page 19

Morgunblaðið - 29.05.2003, Page 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 19 www.casa.is Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband KÓR félags eldri borgara á Ak- ureyri heldur vortónleika í Gler- árkirkju föstudaginn 30. maí kl. 20.00. Söngskráin er fjölbreytt og skemmtileg, með kórsöng, einsöng og tvísöng. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Kórinn hélt vortónleika á Austfjörðum, á Eskifirði og Egils- stöðum fyrr í mánuðinum og var mjög vel tekið. Stjórnandi kórsins er Arnór B. Vilbergsson og undir- leikari Guðjón Pálsson. Kór félags eldri borgara á Akureyri. Vortónleikar í Glerárkirkju TVÆR sýningar á leikritinu Rakstri eftir Ólaf Jóhann Ólafsson verða í Sjallanum um komandi helgi, á föstu- dags- og laugardagskvöld 30. og 31. maí og hefjast kl. 20. Þá verða einnig tvær sýn- ingar í Hótel Valaskjálf, Eg- ilsstöðum um aðra helgi, 6. og 7. júní. Leikritið gerist á lítilli rak- arastofu í miðbæ Reykjavíkur sumarið 1969 „og dregur höf- undur upp lifandi mynd af litlum vinnustað á umbrota- tímum, mynd af kyrrlátum en brothættum heimi þar sem smæstu breytingar geta kom- ið öllu í uppnám,“ eins og seg- ir í frétt um leikritið. Leikarar eru Jóhann Sig- urðsson, Hjalti Rögnvaldsson, Gunnar Eyjólfsson, Friðrik Friðriksson, Linda Ásgeirs- dóttir og Gunnar Gunnsteins- son. Aðeins verða þessar tvær sýningar á hvorum stað. Miðasala er hjá Þjóðleikhús- inu, Pennanum-Bókval á Glerártorgi og Hótel Vala- skjálf. Rakstur á ferð um landið HÁSKÓLINN á Akureyri mun taka að sér rekstur Frumkvöðlaseturs Norðurlands, en það hefur verið starfrækt sem sjálfstætt félag frá árinu 2001. Í samkomulagi sem und- irritað hefur verið felst rekstur, þjón- usta og umsjón með aðstöðu fyrir frumkvöðla á Akureyri, Dalvíkur- byggð og Húsavík. Gert er ráð fyrir að á Akureyri verði 5–8 vinnustöðvar fyrir frumkvöðla, 3 á Húsavík og jafn- margar á Dalvík. Háskólinn á Akureyri mun nýta vinnustöðvar Frumkvöðlaseturs Norðurlands fyrir nemendur sína, auk þess sem hann tryggir að lág- marki 3 vinnustöðvar á Akureyri og 1 á Húsavík og Dalvík, fyrir frum- kvöðla sem ekki eru nemendur við HA. Eins kemur fram í samkomulag- inu að unnið verði að undirbúningi þess að stofna frumkvöðlaaðstöðu í Skagafirði og á Austurlandi. Þorsteinn Gunnarsson rektor Há- skólans á Akureyri sagði ánægjulegt að taka við þessum rekstri. Hann sagði að í undirbúningi væri að hefja nám í frumkvöðlafræðum við háskól- ann og myndu fyrstu námskeiðin verða í boði þegar næsta haust og yrðu opin öllum nemendum háskól- ans. Frumkvöðlasetrið mun flytja í væntanlegt rannsóknahús við háskól- ann, en bygging þess hefst að líkind- um nú í sumar. „Þar mun skapast æskilegt umhverfi fyrir frumkvöðla- setrið,“ sagði Þorsteinn og gat þess jafnframt að gert væri ráð fyrir góðu samstarfi við Nýsköpunarmiðstöðina Impru og yrði það mikill styrkur. Frumkvöðlasetur Norðurlands hefur sem áður segir verið starfandi frá árinu 2001 og sagði Pétur Bjarna- son sem gegndi starfi framkvæmda- stjóra að eftirspurn eftir aðstöðu hefði verið nokkru minni en bjartsýn- ustu menn gerðu sér fyrirfram vonir um. Alls hefur verið unnið að 12 verk- efnum á vegum setursins og eru 6 þeirra í vinnslu um þessar mundir. Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, t.h., og Benedikt Sigurðarson, formað- ur stjórnar Frumkvöðlaseturs Norðurlands, undirrituðu samninginn. Við hlið þeirra situr Pétur Bjarnason, fráfarandi framkvæmdastjóri. Frumkvöðlafræði verð- ur kennd við háskólann Háskólinn á Akureyri tekur við Frumkvöðlasetri Norðurlands LJÓSMYNDIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.