Morgunblaðið - 04.06.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.06.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÆÐSLURÁÐ samþykkti ein- róma á fundi sínum í gær að fela Fræðslumiðstöð að endunýja eða gera nýja þjónustusamninga við Ís- aksskóla, Landakotsskóla, Suður- hlíðarskóla, Tjarnarskóla og Wal- dorfskólann Sólstafi. Samkvæmt samkomulaginu verður framlag borgarinnar á nemanda í einkaskóla á næsta skólaári 263.400 auk 15% álags eða 302.910 kr. sem er 32,9% hækkun frá núverandi framlagi (228.000). Framlagið skal reiknað út frá fjárhagsáætlun þess árs þegar viðkomandi skólaár hefst. Í tillögunum sem samþykktar voru er almennt gert ráð fyrir að skólarnir geti innheimt skólagjöld sem nema að hámarki 65% af upp- hæð almenna framlagsins. Að auki geta skólarnir innheimt gjald fyrir matarþjónustu, heimanámsaðstoð og gæslu. Samþykkt var að vísa til- lögunum til borgarráðs. Jafnframt var samþykkt að beina því til borg- arráðs að gengið yrði til samninga við stjórnendur Ísaksskóla um fjár- hagsaðstoð vegna rekstrarhalla og skulda sem hvíldu á skólanum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði lögðu fram svohljóðandi bókun á fundinum: Gagnrýnivert hve tillagan er lögð seint fram „[Fulltrúar D-lista] gagnrýna að fulltrúar Reykjavíkurlistans skuli ekki fallast á að greiða sambærilegt fjármagn með hverjum nemanda óháð því hvort hann gengur í einka- rekinn eða borgarrekinn grunn- skóla. Framlagið sem fyrirliggjandi tillaga felur í sér jafngildir kostnaði á nemanda í hagkvæmasta skóla borg- arinnar. Kostnaður á hvert barn þar er 367 þúsund krónur [...] en í tillög- unni er aðeins gert ráð fyrir stuðn- ingi fyrir börn í einkareknum grunn- skóla að upphæð 302.910 kr. Tillagan staðfestir það sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa haldið fram að auka þurfi fjárfram- lög til einkaskóla og þeim áfanga- sigri er fagnað. Gagnrýnivert er þó hve tillagan er lögð seint fram og hefur það sett mark sitt á starfið í skólunum sem annars ætti að ein- kennast af bjartsýni og gleði í lok skólaársins. Þá er mikilvægt að marka framsýna tillögu til lengri tíma þar sem tryggt er að nemend- um verði ekki mismunað eftir því hver rekstraraðili skólans er.“ Í bókun Reykjavíkurlistans segir m.a.: „Með tilögum sínum í fræðslu- ráði og greinargerð um málefni svo- nefndra einkaskóla hefur Reykjavík- urlistinn tekið ábyrga afstöðu með skýra heildarsýn. Rekstur einka- skóla er tryggður með sanngjörnum hætti en um leið er ítrekuð sú afstaða að meginskylda borgarinnar felst í almennu grunnskólakerfi og jafn- rétti allra til náms.“ Þjónustutímabil samningsins er til fimm ára Í tillögunum sem samþykktar voru segir m.a. að samningur við einkaskólana kveði á um áætlaðan hámarksfjölda nemenda sem Reykjavíkurborg veiti styrk með og skuli þar miðað við þann fjölda nem- enda sem tiltekinn skóli geti veitt kennslu með góðu móti. Þjónustu- tímabil samningsins er til fimm ára með gagnkvæmum uppsagnarfresti að lágmarki sex mánuðir en fram- lengist sjálfkrafa ef ekki kemur til uppsagnar. Miðað er við að borgin greiði fram- lag til einkaskóla sem jafngildi kostnaði á nemanda vegna kennslu og stjórnunar í almennum grunn- skóla án reksturs húsnæðis, búnað- arkaupa, launa annarra starfsmanna en kennara og annars rekstrarkostn- aðar. Gert er ráð fyrir að skólagjöld standi undir síðarnefndu þáttunum. Við framlagið bætist 15% álags- greiðsla vegna kaupa á sálfræðiþjón- ustu, kennsluráðgjöf, tölvuþjónustu og vegna langtímaforfalla o.fl. Ekki er greiddur styrkur vegna gæslu í skóladagvist en stefnt að því að nemendum bjóðist að nýta frí- stundaheimili ÍTR gegn sama gjaldi og almennt er greitt fyrir þá þjón- ustu. Þá er skólaakstur ekki greidd- ur. Ef einkaskóli tekur inn nemend- ur með mjög miklar sérkennsluþarfir eða nýbúa fær hann sérstakt framlag í samræmi við reglur sem gilda um almenna borg- arrekna skóla. Framlög til einkaskóla hækka um rúm 30% D-listi segir fram- lagið jafngilda kostnaði í hag- kvæmasta skólanum velvilja borgarinnar til að leysa úr vanda skólans. Hún segir að skólayfirvöld hafi á hinn bóginn haft töluverðar áhyggjur af því hvað ákvörðun fræðsluráðs hafi dregist langt fram eftir vori sem hafi haft áhrif á markaðssetningu skólans og þar með hugsanlega á fjölda umsókna. Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla, hafði ekki séð tillögur fræðsluráðs og vildi ekki tjá sig um þær að öðru leyti en að þær sýndu ákveðinn vilja borgaryfirvalda til að leysa úr rekstrarvanda skólanna. Jón Karlsson, skólastjóri Suð- urhlíðarskóla, segir heilmikla hjálp fólgna í auknu framlagi borgarinnar enda hafi skólinn á undanförnum árum safnað skuld- um líkt og aðrir einkareknir skól- ar. Hann vonast eftir því að ná- grannasveitarfélögin fylgi fordæmi Reykjavíkur og hækki framlög til einkaskóla því tölu- verður hópur nemenda komi frá öðrum sveitarfélögum. Hjalti Þorkelsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir hækkunina mjög ánægjulega og að hún bjargi miklu í stöðunni eins og hún sé í dag í rekstri skólans. Hann bendir á að samkvæmt grunnskólalögum eigi einkarekn- ir skólar hins vegar ekki rétt á neinum framlögum frá borginni. „Það eru bara tvær máls- greinar í grunnskólalögunum um einkarekna grunnskóla. Önnur sem gefur ráðherra heimild til að veita einkaaðilum leyfi til rekstr- ar og í hinni málsgreininni segir að einkareknir grunnskólar eigi engan rétt á styrk af opinberu fé.“ Hjalti segir að forsvarsmenn skólans hafi bent á þetta og hvort þörf sé á að skoða hvort setja þurfi sérstök lög um einkarekna grunnskóla eins og tíðkist í ná- grannalöndunum. FORSVARSAÐILAR einkareknu skólanna sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru almennt sammála um að tillögurnar væru til hagsbóta fyrir skólana. Sigurbjörg Eiðsdóttir, kennari hjá Waldorfskólanum Sólstöfum, segir að viðbúið hafi verið að framlögin yrðu hækkuð og mjög ánægjulegt að tillögurnar hafi nú verið samþykktar. Margrét Theodórsdóttir, annar af tveimur skólastjórum Tjarn- arskóla, segir hækkun á framlagi borgarinnar koma sér vel fyrir alla einkareknu skólana og Tjarnarskóla þar á meðal þótt staða hvers og eins þeirra sé af- skaplega ólík. Skólastjórnendur áttu í fyrradag fund með borg- arstjóra þar sem farið var yfir rekstrarstöðu skólans sem rekinn hefur verið með tapi undanfarin tvö ár. Margrét segir að forsvarsmenn skólans hafi mætt þar miklum Til hagsbóta fyrir skólana SUMAROPNUN Samgöngu- minjasafnsins að Ystafelli í Þing- eyjarsveit er nýlega hafin og hefur aðsókn að safninu aukist jafnt og þétt frá því það var stofnað 8. júlí árið 2000. Að sögn Sverris Ingólfssonar forstöðumanns safnsins er margt á döfinni enda bætist sífellt við í bíla- flotann auk margra annarra muna sem tengjast samgönguminjum. Sýningarskálinn sem byggður var árin 1998–1999 er orðinn alltof lítill fyrir þá fjölmörgu sýning- argripi sem eru á staðnum en fyrir liggur tillaga að framtíðarskipan húsnæðisins með fimm húsum og möguleika á því sjötta sem myndi gjörbreyta allri aðstöðu. Sverrir segist vilja reyna að byrja á skála nr. 2 í sumar en um 200 bílar eru utanhúss auk þess sem gömul úti- hús bæjarins eru nýtt undir ótrú- legan fjölda varahluta og aðra muni sem ekki eru enn komnir í sýning- arhæft ástand. Hann segir það raunhæfa fram- tíðarsýn að skálarnir verði byggðir upp í áföngum og um leið komi sá möguleiki fyrir starfsmenn að gera upp eitthvað af þeim fjölmörgu bíl- um og tækjum sem enn eru óupp- gerð. Nú er t.d. verið að ljúka upp- gerð á Land Rover árgerð1951 og jafnframt er Chevrolet hertrukkur árg. 1941 að verða tilbúinn. Þá er verið að hefja endurbætur á Ford vörubíl af árgerð 1938 en gang- verkið er tilbúið og verið að gera upp yfirbygginguna. Samgöngusafnið á Ystafelli byggir á áratuga eljusemi, fram- sýni og hugsjónum foreldra Sverr- is, þeirra Ingólfs Kristjánssonar og Kristbjargar Jónsdóttur, sem nú eru bæði látin og með sameiginlegu átaki fjölskyldunnar og stuðningi vina þeirra, ættingja og annarra velunnara tókst þeim að hrinda hugmynd sinni í framkvæmd. Sem dæmi um merkustu gripi safnsins má nefna Ford AA árg. 1929, Dodge Karíól jeppa árg. 1940, Bren Gun Carrier skriðdreka árg. 1944 og Bombardier snjóbíl árg. 1951. Þá skal geta þess að í sumar verður opnað svokallað Bibbuhús sem er hugmynd og útfærsla Krist- bjargar móður Sverris en þar verða sýndir ýmsir gripir sem tengjast íslensku heimilishaldi allt aftur til 19. aldar. Safnið verður opið daglega frá kl. 10–20 í sumar og er veitt per- sónuleg leiðsögn auk þess sem hægt er að fá veitingar í vistlegri kaffistofu sem búið er að koma upp. Sífellt bætist í bílaflotann Morgunblaðið/Atli Vigfússon Ingólfur Ómar Valdimarsson, starfsmaður safnsins, og Friðgeir Andri Sverrisson í einum safngripanna sem er amerískur herjeppi árg. 1971 ásamt Sverri Ingólfssyni forstöðumanni. Jeppi af þessari gerð var hann- aður fyrir Kóreustríðið 1953 en þessir jeppar voru mikið notaðir í Víetnam- stríðinu og hafa mjög sérstaka fjöðrun og hægt er að aka í stórþýfi án þess að finna mikið fyrir því. Laxamýri. Morgunblaðið. STJÓRN SVFR kvaddi opnun Norð- urár þetta árið með því að landa átta löxum á tveimur síðustu vöktunum, þrír veiddust á mánudagskvöld og fimm til viðbótar í gærmorgun, en þá var brostið á slagveður í dalnum. Fjórir þessara laxa komu úr Myrk- hyl, tveir af Eyrinni, einn úr Laug- arkvörn og einn úr Hræsvelg, en sá síðastnefndi var þeirra stærstur, eða 14 punda. Alls fékk því stjórn SVFR tíu laxa við opnun árinnar, sem er meira en í fyrra. Lax víða að sjá Veiðimenn við Norðurá hafa séð nokkuð af laxi á ferð og sést hefur til laxa í Þverá þótt veiði sé þar ekki hafin. Sömu sögu er að segja um Blöndu sem opnar á föstudaginn, þar hafa menn séð laxa skvetta sér síðustu daga. Í Laxá í Kjós sást sá fyrsti 14. maí, 8 til 10 punda fiskur í Laxfossi, að sögn Ásgeirs Heiðars, umsjónarmanns árinnar. Að und- anförnu hafa síðan sést laxar víða og iðulega nokkrir saman. Má nefna veiðistaðina Klingeberg, Laxfoss, Holuna, Kvíslafoss og Lækjarbreiðu. Veiði hefst í Laxá 10. júní og sama dag verður Laxá í Aðaldal opnuð. Stórurriðar á þurrflugur Veiði hefur gengið vel í Minni- vallalæk að undanförnu og þar væs- ir ekki lengur um menn, því nýtt 100 fermetra veiðihús með öllum helstu þægindum hefur verið tekið í notk- un. Þröstur Elliðason leigutaki segir menn sjá meira af fiski í læknum en síðustu ár og talsvert sé af 5 til 10 punda fiski. Holl sem var í ánni í síð- ustu viku fékk 15 fiska, helminginn á þurrflugur og helmingur aflans var 5 til 8 punda fiskur. Þá var einn leið- sögumanna Þrastar að veiða fyrir skemmstu og fékk þrjá 6–7 punda á þurrflugu við Viðarhólma og útlend- ingur sem hann var með missti urr- iða sem talinn var vega milli 12 og 16 pund eftir harða glímu, en sá tók litla púpu. Leiðrétting Í myndatexta í veiðipistli Morg- unblaðsins í gær var Árni Eyjólfs- son, stjórnarmaður hjá SVFR, sagð- ur Einarsson. Leiðréttist þetta hér með. Morgunblaðið/Golli Flugunni kastað á Brotinu í Norðurá. Glæðist mjög í Norðurá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FIMM piltar á aldrinum 16 til 17 ára voru handteknir í fyrrinótt vegna innbrots í geymslur í fjöl- býlishúsi í Breiðholti. Lögreglunni var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í húsinu kl. 3.30 að- faranótt þriðjudags og þegar lög- reglumenn komu á vettvang voru fimmmenningarnir við húsið. Á þeim fannst ætlað þýfi, s.s. sjón- varp, myndbandstæki og verkfæri. Þeir voru teknir í yfirheyrslur hjá lögreglu og samband haft við barnaverndaryfirvöld um fram- gang málsins. Piltarnir viður- kenndu þjófnaðinn og hefur mun- unum verið komið í hendur eigenda. Piltar teknir með þýfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.