Morgunblaðið - 04.06.2003, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HAGNAÐUR írska lággjaldaflug-
félagsins Ryanair nam 239,4 milljón-
um evra, eða yfir 20 milljörðum ís-
lenskra króna, á síðasta
reikningsskilaári sem lauk í mars síð-
astliðnum. Ryanair ætlar að ná því
markmiði innan þriggja ára að flytja
fleiri en 30 milljónir farþega á ári, að
sögn forstjórans, Michael O’Leary.
Náist markmiðið verður Ryanair
stærsta flugfélag Evrópu, með fleiri
farþega en bæði Lufthansa og British
Airways, sem nú eru stærstu flug-
félögin í álfunni.
Enn fremur stefnir Ryanair að því
að verða stærra en helsti samkeppn-
isaðilinn, easyJet, eigi síðar en í októ-
ber á þessu ári.
„Markmið okkar er ekki að drepa
neinn [samkeppnisaðila] heldur að
vaxa hratt. Við ætlum að eyðileggja
flugmarkaðinn eins og við þekkjum
hann núna,“ segir O’Leary.
Ryanair gerir ráð fyrir að á upp-
gjörsárinu 2003–4 muni farþegafjöld-
inn fara upp í 24 milljónir. Á nýloknu
uppgjörsári flugu 15,7 milljónir far-
þega með Ryanair.
Afkoma Ryanair var betri en sér-
fræðingar höfðu spáð og jókst um
53% frá reikningsskilaárinu sem lauk
í mars 2002. Í frétt Reuters segir að
Ryanair hafi lækkað fargjöld sín um
6% á síðustu tólf mánuðum. Haft er
eftir O’Leary að fargjöld muni lækka
enn frekar á næstunni. Ryanair flýg-
ur nú á 125 leiðum, en flugleiðum fé-
lagsins fjölgaði eftir kaup á öðru lág-
gjaldaflugfélagi, Buzz, sem áður var í
eigu hollenska flugfélagsins KLM.
Gengi evru gagnvart bresku pundi
sem og gengi evru gagnvart Banda-
ríkjadal hefur áhrif á afkomu félags-
ins. Forstjórinn segir að veik staða
bresks punds gagnvart evru geri það
að verkum að hagnaður félagsins
aukist um 10% á þessu ári í stað 15–
20% eins og áður hafði verið spáð. Á
vef BBC er sagt frá því að veik staða
Bandaríkjadals gagnvart evru hafi að
öllum líkindum komið félaginu til
góða við kaup á flugvélum frá banda-
ríska framleiðandanum Boeing.
Ryanair festi nýlega kaup á 250 flug-
vélum.
Ryanair vill verða
stærst í Evrópu
Hagnaður
eykst um rúm
50% á milli ára
Reuters
Forstjóri Ryanair, Írinn Michael O’Leary, segir að félagið verði stærra
en British Airways og Lufthansa innan þriggja ára.
FRAMSÖGUMENN á fundi um
stöðu Þýskalands í viðskiptalegu
sambandi og með tilliti til stækkunar
Evrópusambandsins voru á einu máli
um að landið væri lykillinn að við-
skiptum við Evrópu. Þetta ætti ekki
síst við eftir stækkun Evrópusam-
bandsins til austurs þegar Þýskaland
yrði komið inn að miðju Evrópusam-
bandsins.
Viðskiptaþjónusta utanríkisráðu-
neytisins hélt fundinn í samvinnu við
Þýsk-íslenska verslunarráðið og til
umfjöllunar voru meðal annars hags-
munir íslenskra fyrirtækja á þýskum
markaði, einkum í ljósi stækkunar
Evrópusambandsins.
Páll Kr. Pálsson, formaður Þýsk-
íslenska verslunarráðsins, sagði í
ávarpi sínu að Ísland hefði ekki uppi
áform um að gerast aðili að Evrópu-
sambandinu, en þyrfti engu að síður
að fylgjast vel með því sem þar gerð-
ist. Þýskaland væri mikilvægt fyrir
viðskipti Íslands við Evrópu og brú
fyrir viðskipti milli austurs og vest-
urs.
Umfangsmiklar reglur innri
markaðarins mikilvægar
Dr. Christoph Jessen, skrifstofu-
stjóri Evrópuskrifstofu þýska utan-
ríkisráðuneytisins og yfirumsjónar-
aðili stækkunarviðræðna af hálfu
Þýskalands, fjallaði um þróunina í
Evrópu, stækkun Evrópusambands-
ins og innri markaðinn þar. Hann
sagði samrunaferlið í Evrópu þjóna
hagsmunum Þýskalands og að
Þýskaland hefði verið og yrði áfram
hvetjandi um þennan samruna.
Hann benti á að Þýskaland væri
stærsta ríki Evrópu og að segja
mætti að það væri bæði of stórt og of
lítið. „Við erum of lítil til að knýja
fram pólitískan vilja okkar í Evrópu,
við höfum reynt það tvisvar og mis-
tekist hrapallega með hörmungum
fyrir alla Evrópu. Við erum líka of
stór til að vera í Evrópu án samrun-
ans ef jafnvægi á að ríkja,“ sagði Jes-
sen. Hann sagði samrunann þýða að
Brussel setti lögin og reglurnar og að
þetta væri afar mikilvægt fyrir Evr-
ópu.
Jessen sagði að eftir stækkun yrði
Evrópusambandið stærsti markaður
í heimi, stærri en Bandaríkin, Kan-
ada og Japan samanlagt. Hann sagði
að líta mætti á innri markaðinn eins
og heimamarkað og að þar giltu alls
staðar sömu reglur. Umfangsmiklar
reglur um fjölmörg svið væru mik-
ilvægar til að liðka fyrir viðskiptum
og gera innri markaðinn mögulegan.
Þetta væri sérstaklega mikilvægt
fyrir smá og meðalstór fyrirtæki sem
ekki hefðu tök á að kynna sér mis-
munandi reglur ólíkra landa.
Hann tók sem dæmi að mikilvægt
væri að reglur giltu um lit og stærð
tómata, þótt slíkar reglur þættu oft
hlægilegar. Ef menn keyptu tómata
frá fjarlægu ríki innan sambandsins
yrðu þeir að hafa tryggingu fyrir því
að tómatarnir væru réttrar gerðar
og að ella væri möguleiki á að kvarta
og sækja seljandann til saka fyrir
dómstólum.
Þýskaland með tæpan fjórðung
landsframleiðslu ESB
Dr. Hans-Leopold von Winterfeld,
aðstoðarframkvæmdastjóri Fjár-
festingarstofu Þýskalands, fjallaði
um viðskiptatækifæri í Þýsklandi og
kosti þess að eiga viðskipti þar. Hann
lagði áherslu á stöðu landsins í miðri
Evrópu og góðar samgöngur innan
landsins og til og frá því. Hann sagði
að 24% af landsframleiðslu Evrópu-
sambandsins yrðu til í Þýskalandi og
að þar í landi byggju 22% íbúa sam-
bandsins. Hann sagði að Þýskaland
væri oft gagnrýnt fyrir háan launa-
kostnað, en að meira máli skipti að
framleiðni í Þýskalandi væri með því
hæsta sem þekktist.
Von Winterfeld sagði einnig að
ólíkt því sem ýmsir héldu væri mikil
frumkvöðlastarfsemi í Þýskalandi og
tók sem dæmi að einungis í Banda-
ríkjunum hefðu fleiri einkaleyfi verið
skráð árið 2001. Í Bandaríkjunum
hefðu 25% allra einkaleyfa heimsins
verið skráð það ár, en 23% leyfanna
hefðu verið skráð í Þýskalandi.
Vaxtalækkun framundan?
Dr. Klaus-Dieter Geisler í alþjóða-
deild þýska seðlabankans sagði að
miklar framfarir hefðu orðið í pen-
ingamálum álfunnar og að með evr-
unni hefði verið búinn til annar mik-
ilvægasti fjármálamarkaður heims-
ins.
Geisler sagði að tekist hefði að
koma á kerfi sem myndi hafa í för
með sér vöxt án verðbólgu á evru-
svæðinu og að mikill árangur hefði
náðst með evrunni. Hann sagði að
stöðugt verðlag væri meginmarkmið
Seðlabanka Evrópu. Verðbólga væri
nú 2%, mun lægri en verið hefði á ár-
um áður.
Geisler kom einnig inn á vaxta-
stefnu evrusvæðisins og sagði vexti
hafa lækkað mikið frá því sem áður
hefði verið. Þeir væru nú komnir nið-
ur í 21⁄2% og „kynnu að verða orðnir
lægri innan fárra klukkustunda“,
eins og hann orðaði það, en margir
spá því nú að Seðlabanki Evrópu
muni lækka stýrivexti sína á morgun.
Mikilvægur markaður
fyrir Ísland
Grétar Már Sigurðsson, skrif-
stofustjóri viðskiptaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins, flutti lokaorð á
fundinum og lagði í þeim áherslu á
mikilvægi Þýskalands sem markaðar
fyrir íslenskar vörur og mikilvægi
þýskrar framleiðslu fyrir íslenskan
markað. Hann sagði Þýskaland
stærsta kaupanda íslenskrar fram-
leiðslu í heiminum, að það hefði í
fyrra náð fyrsta sætinu af Bretlandi.
Þá væri Þýskaland næststærsti inn-
flytjandi til Íslands, í fyrra hefðu
Bandaríkin komist fram úr því en
munurinn væri ekki mikill.
Þýskaland í lykil-
stöðu innan Evrópu
Stærsti útflutningsmarkaður Íslend-
inga og næst stærsti innflytjandinn
Morgunblaðið/Arnaldur
Hluti fundargesta á fundi Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og
Þýsk-íslenska verslunarráðsins.
GENGI hlutabréfa deCODE genet-
ics, móðurfélags Íslenskrar erfða-
greiningar, hækkaði um 78% í maí
og hefur ríflega tvöfaldast frá ára-
mótum. Um áramót var gengi bréf-
anna 1,85 dalir, en lokagengi gær-
dagsins var 3,77 dalir. Gengið
lækkaði um 2% í gær.
Í Morgunkorni Greiningar Ís-
landsbanka segir að líftæknivísitala
Nasdaq hafi leitt þær miklu hækk-
anir sem verið hafi á hlutabréfa-
mörkuðum í þessum ársfjórðungi.
Aukinn áhugi á líftækni
Í Markaðsyfirliti Landsbankans
segir að ástæðan að baki hækkun de-
CODE sé sú að mörg líftæknifélög
hafa verið að fá leyfi fyrir lyf sín hjá
bandaríska lyfjaeftirlitinu síðustu
misserin og að þess vegna hafi fjár-
festar fengið áhuga á líftækniiðnað-
inum á ný. Líklegt sé að fjárfestar
hafi séð tækifæri í bréfum deCODE í
byrjun maí en gengi bréfa félagsins
hefði ekki hækkað mjög mikið fram
að þeim tíma. Í Hálffimm fréttum
Kaupþings Búnaðarbanka segir að
bréf deCODE hafi hækkað mikið eft-
ir að félagið kynnti uppgjör fyrsta
ársfjórðungs um miðjan maí. Fjár-
festar virðist hafa trú á því að félagið
muni ná markmiðum sínum um að
rekstur þess verði hættur að ganga á
eigið fé í lok þessa árs.
Gengi de-
CODE hækk-
ar mikið
NAFNI Íslandssíma hf. var formlega
breytt í Og fjarskipti hf. á hluthafa-
fundi í félaginu í gær. Þó verður það
áfram í daglegu tali nefnt Og Voda-
fone. Einnig samþykkti fundurinn að
heimild stjórnar félagsins til hluta-
fjárhækkunar vegna kaupréttar-
samninga yrði tvöfölduð; úr 50 millj-
ónum króna í 100 milljónir. Þá hætti
Stefán H. Stefánsson, fyrrum stjórn-
arformaður, í stjórninni, þar sem
hann hefur hafið störf hjá verðbréfa-
sviði Landsbankans. Sæti hans í
stjórninni tók Kjartan Georg Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri SP fjár-
mögnunar.
Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnar-
formaður Og fjarskipta hf., segir að
stjórnin hafi samþykkt kaupréttar-
samninga og hafi verið að leita sam-
þykkis fundarins á þeim. „Þetta eru
ekki stórar upphæðir, enda innan við
hálft prósent af útistandandi
hlutafé.“
Ekki færðir til gjalda
Aðspurður segir hann að samning-
arnir verði ekki færðir til gjalda í
bókhaldi fyrirtækisins, frekar en
tíðkist hjá öðrum íslenskum fyrir-
tækjum. „Erlendis hefur orðið um-
ræða um hvort rétt sé hjá fyrirtækj-
um að færa svona samninga til gjalda,
en það er á umræðustiginu ennþá,“
segir hann.
Á aðalfundi Íslandssíma í fyrra var
ákveðið að þóknun stjórnar yrði í
formi hlutafjár í félaginu. Þóknun
fyrir árið 2001–2002, sem greidd var
eftir aðalfundinn í fyrra, var til al-
mennra stjórnarmanna 350 þúsund
hlutir í Íslandssíma og formanns 700
þúsund hlutir. Varamenn fengu 100
þúsund hluti. Jafnframt var ákveðið
að sami háttur yrði á greiðslu þókn-
unar 2002–2003 nema hvað varamenn
fengju 17,5 þúsund hluti fyrir hvern
fund, þó aldrei meira en nemur þókn-
un almenns stjórnarmanns. Sam-
þykkt var að hlutabréfin yrðu afhent
að loknum aðalfundi 2003.
Félagið tilkynnti í Kauphöllinni í
fyrradag að það hefði á föstudaginn
selt eigin bréf að nafnverði 3.807.026
kr., á meðalgenginu 1,84, til stjórn-
armanna, fyrrverandi stjórnarmanna
og varastjórnarmanna. Samtals nam
því kaupverð sjö milljónum króna en
lokagengi bréfa í Íslandssíma á föstu-
daginn var 2,49 og því var markaðs-
verðmæti hinna seldu bréfa tæplega
9,5 milljónir króna. Í tilkynningunni
sagði að viðskiptin hefðu verið upp-
gjör á þóknun til þessara aðila og
einnig uppgjör á kauprétti til fyrrver-
andi og núverandi starfsmanna.
Íslandssími orðinn
Og fjarskipti hf.
Heimild til hlutafjáraukningar vegna
kaupréttarsamninga samþykkt