Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 13 AÐ sögn Karels Karelssonar, fram- kvæmdastjóra sjómannadagsins í Hafnarfirði, tókst sjómannadag- urinn vel þar í bæ. Fólki var m.a. boðið í sjóferð og bakarar úr Kök- umeistaranum og Smárabrauði bökuðu 1.200 manna tertu sem þeir og Hafnarfjarðarbær gáfu gestum og gangandi í tilefni níutíu og fimm ára afmælis Hafnarfjarðar. Bragi Björnsson fyrrverandi skipstjóri af- henti sjómönnum heiðursvið- urkenningar. Þrír sjómenn voru heiðraðir að þessu sinni:  Haukur Brynjólfsson hóf sjó- mannsferil sinn 17 ára gamall á sumarvertíð á reknetum. Síðan var hann á togurum. Árið 1961 lauk hann hinu minna fiskimannaprófi frá Sjómannaskóla Íslands og ári seinna hinu meira fiskimannaprófi. Hann var síðan stýrimaður í fjögur ár þar til hann varð skipstjóri á Helgu II við síld- og loðnuveiðar. Sjómannsferli Hauks lauk um miðj- an níunda áratuginn.  Sigurður Magnússon byrjaði að stunda sjóinn 16 ára gamall á síld- veiðum á Eddunni. Árið 1955 fór hann á togarann Surprise og sjó- mannsferli hans lauk 1968 eftir að hann hafði verið á nótaskipunum Faxa og Fífli. Sigurður vann alla tíð hjá sama útgerðarfyrirtækinu, Ein- ari Þorgilssyni og co.  Kristján Sumarliðason hóf sjó- sókn 18 ára á síldveiðum. Hann var mikið á línuveiðiskipum framan af en seinna var hann á netabátum, við síldveiðar og á togurum en trilla var síðasta fley Kristjáns á sjómannsferli hans. Morgunblaðið/Jim Smart Þrír sjómenn voru heiðraðir í Hafnarfirði á sjómannadaginn, Haukur Brynjólfsson, Sigurður Magnússon og Kristján Sumarliðason. Á myndinni með þeim eru makar Hauks og Sigurðar, Ásgerður S. Hjörleifsdóttir og Hjördís Hentze. Þrír sjómenn heiðraðir í Hafnarfirði HAGNAÐUR Plastprents á fyrsta ársfjórðungi nam 22,4 milljónum króna samanborið við 48,5 milljóna króna hagnað á sama tímabili á síð- asta ári. Verri afkoma stafar fyrst og fremst af lakari samkeppnis- stöðu samfara styrkingu íslensku krónunnar, samkvæmt upplýsing- um frá félaginu. Samþykkt var á hluthafafundi félagsins af eigendum 97,7% hluta- fjár í síðustu viku að óska eftir af- skráningu félagsins úr Kauphöll Íslands. Rekstrartekjur Plastprents hf. á fyrstu þremur mánuðum ársins 2003 námu 305,4 milljónum króna sem er tæplega 1% aukning frá síð- asta ári en þá voru rekstartekjur 303,3 milljónir króna. Rekstrargjöld án afskrifta voru 284,1 milljón króna samanborið við 258,4 milljónir króna á sama tíma- bili árið áður og hafa því hækkað um tæp 10%. Hækkun gjalda skýr- ist að mestum hluta af hærri hrá- efniskostnaði vegna erlendra hrá- efnisverðhækkana. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 21,3 milljónir króna en nam 44,9 millj- ónum króna á sama tímabili á síð- asta ári. Afskriftir rekstrarfjár- muna voru 17,5 milljónir króna en námu 21 milljón króna á síðasta ári. Rekstrarhagnaður var því tæpar 4 milljónir króna, en nam 23,9 milljónum króna á sama tíma- bili árið áður. Veltufjárhlutfallið 0,84 Veltufjárhlutfallið var í lok mars 0,84 en var 0,83 í árslok 2002. Eigið fé félagsins 31. mars 2003 var 235,2 milljónir króna og eiginfjárhlutfall- ið 19% en í árslok 2002 var það 18%. Hreint veltufé frá rekstri nam 12,4 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 36,5 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári. Plastprent verðleiðréttir reikn- ingsskil sín. Ef reikningsskilin hefðu ekki verið verðleiðrétt hefði hagnaður tímabilsins orðið 7,5 milljónum krónum lægri og eigið fé 9,1 milljón króna lægra, að því er segir í tilkynningu. Hagnaður Plast- prents dregst saman mbl.isFRÉTTIR DILBERT mbl.is TAP af rekstri Kaldbaks hf nam 216 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 654 milljóna króna hagnað á sama tíma- bili í fyrra. Skýringu á verri afkomu félagsins nú má aðallega rekja til lækkunar á gengi hlutabréfa Sam- herja hf. en vísitala sjávarútvegsfyr- irtækja hefur lækkað um rúmlega 7% frá áramótum. Á tímabilinu seldi Kaldbakur hf. tæplega 8% eignar- hlut sinn í Íslenskum aðalverktökum hf. Heildareignir Kaldbaks hf. voru í lok tímabilsins 7.963 milljónir króna samanborið við 9.293 milljónir í des- emberlok 2002. Eigið fé félagsins var 4.888 mkr. samanborið við 5.191 mkr. í desemberlok 2002. Skuldir og skuldbindingar voru samtals 3.075 mkr. í lok tímabilsins, þannig að samtals skuldir og eigið fé námu 7.963 mkr. Stærstu eignarhlutar Kaldbaks hf. í öðrum félögum eru 18% eignarhlut- ur í Samherja hf., 11% eignarhlutur í Tryggingamiðstöðinni hf., 50% eign- arhlutur í Samkaupum hf. og 46% eignarhlutur í Lyfjum og heilsu hf. Tap Kaldbaks 216 milljónir króna FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hf. hefur opnað nýja vefi, www.airport- .is og www.dutyfree.is. Vefirnir eru bæði á íslensku og ensku. Á airport.is er annars vegar að finna upplýsingar fyrir ferðamenn sem ferðast til og frá Íslandi en hins vegar upplýsingar um fyrirtækið FLE hf. Á dutyfree.is-síðunni, sem er heimasíða Fríhafnarinnar, eru upplýsingar um verð og vörufram- boð verslana í eigu flugstöðvarinnar. Vefirnir eru settir upp í ConMan- vefviðhaldskerfinu frá daCoda. Flugstöðin opnar vefi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.