Morgunblaðið - 04.06.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.06.2003, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ hestur er undan Manna og Skvettu, sem er stærsta hryssa sem sýnd hefur verið á kynbóta- sýningu hérlendis, að sögn Stefáns Tryggva en hún mældist 1,60 cm á band. HESTURINN Mufasa er engin smásmíði enda er hann einn stærsti, ef ekki stærsti hestur landsins. Hesturinn mældist ný- lega 1,66 cm á band, eins og það er kallað en það var Ágúst Sig- urðsson hrossaræktarráðunautur sem framkvæmdi mælinguna. Eig- andi hestsins, sem er sjö vetra, er Hafdís Dögg Sveinbjörnsdóttir frá Saurbæ í Eyjafjarðarsveit. „Ég fullyrði, m.a. eftir samtöl við þrjá dýralækna, að Mufasa sé stærsti hestur landsins og held mig við þá fullyrðingu þar til einhver getur sýnt mér fram á annað,“ sagði Stefán Tryggvi Brynjarsson, unn- usti Hafdísar Daggar. Hann sagði að Mufasa hefði stækkað um 3 cm frá því í byrjun árs. Þessi hávaxni Morgunblaðið/Kristján Hesturinn Mufasa er engin smásmíði og hryssan, sem Stefán Tryggvi Brynjarsson heldur einnig í, virkar frekar lítil í samanburðinum. Hesturinn Mufasa er engin smásmíði VALGERÐUR Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðj- unnar Laxár hf. á Akureyri, hefur sagt starfi sínu lausu, en fyrirtækið er eitt af dótturfélögum Síldar- vinnslunnar hf. Valgerður hóf störf sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins árið 1997, en hún mun láta af störfum 15. ágúst næstkomandi. Ekki hafa verið gerðar ráðstafanir varðandi eftir- mann Valgerðar. Verkefnastaða fyrirtækisins er mjög góð, farið er að vinna á tveimur vöktum og bætt hefur verið við fimm nýjum starfsmönnum. Framkvæmdastjóri Laxár hf. lætur af störfum VERSLUNIN 10/11 hefur fyrst verslana á Akureyri ákveðið að hafa opið allan sólarhringinn. Sam- kvæmt upplýsingum Hjartar Sig- urðssonar, verslunarstjóra, var ákveðið að prufa þetta í sumar, að minnsta kosti yfir ferðamannatím- ann og sjá svo til hver þróunin verður. Þrjár verslanir 10/11 í Reykjavík hafa verið opnar allan sólarhringinn og það hefur gefið góða raun. Verslunin er vel vöktuð og ýtr- asta öryggis er gætt. Því hafa menn ekki áhyggjur af vanda- málum sem upp geta komið. „Það var lítið mál að manna næturvakt- irnar því þrír starfsmenn sem voru á kvöldin vildu prufa þetta, en það eru alltaf tveir starfsmenn á vakt í einu,“ sagði Hjörtur í samtali við Morgunblaðið. Aðfaranótt síðastliðins laugar- dags var í fyrsta skiptið opið um nótt og viðtökurnar standa vel undir þeim væntingum sem gerðar voru, að sögn Hjartar, þrátt fyrir að ferðamenn séu lítið farnir að koma í bæinn. „Það eru aðallega heimamenn sem eru að vinna lengi frameftir og á nóttunni sem koma að versla. Mest er verið að kaupa skyndibitafæði, brauð og þess háttar. Það er mikil orlofsíbúða- byggð hérna í kring og það er vilji okkar að bæta þá þjónustu sem er fyrir hendi, jafnt fyrir heimamenn sem og ferðamenn. Það verður reglulega spennandi að sjá hvernig þetta gengur,“ sagði Hjörtur. Góðar við- tökur við sólarhrings- opnun UM helgina var auglýst útboð á seg- ulómtækjum fyrir FSA og Landspít- ala – háskólasjúkrahús. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem þessar stærstu sjúkrastofnanir landsins standa saman að stóru útboði á lækninga- tækjum en áður hafa rekstrarvörur verið boðnar út sameiginlega. FSA sækist eftir rekstrarleigu á 1,5 Tesla segulómtæki sem á að hafa búnað til rannsókna á öllum helstu líffærakerfum. Tilboð verða opnuð 2. júlí og reiknað er með að niðurstaða um val á tækjum liggi fyrir á haust- mánuðum. Uppsetning tækis á FSA ætti að geta hafist í byrjun árs 2004. Tilkoma segulómstækis breytir möguleikum til rannsókna mjög mik- ið og eykur þjónustu við sjúklinga á upptökusvæði FSA, segir á heima- síðu spítalans. Segulómtæki á FSA arfundi um miðjan níunda áratug- inn sátu níu konur fund bæj- arstjórnar sem bæjarfulltrúar. Á þeim tíma átti Kvennaframboðið tvo bæjarfulltrúa og þá voru sex konur aðalmenn í bæjarstjórn líkt KONUR voru fjölmennar á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Átta konur sátu fundinn á móti þremur körlum, auk þess sem fundarritarinn var kona. Þetta er þó ekki einsdæmi, því á sum- og á yfirstandandi kjörtímabili. Á fundinum í gær var Þóra Ákadóttir endurkjörin forseti bæjarstjórnar, Jakob Björnsson var endurkjörinn 1. varaforseti og Oktavía Jóhann- esdóttir 2. varaforseti. Morgunblaðið/Kristján Glaðbeittar konur á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. F.v. Heiða Karlsdóttir fundarritari, Sigurveig Bergsteins- dóttir, varabæjarfulltrúi L-lista fólksins, Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Valgerður H. Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Þóra Ákadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Guðný Jóhannesdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokks, Jóna Jónsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Gerður Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Konurnar fjölmennar STARFSEMI Íslandsfugls í Dal- víkurbyggð er að komast í fullan gang á ný, eftir að nýir eigendur tóku við rekstrinum. Eignarhalds- félagið Marval á Akureyri keypti þrotabú kjúklingabúsins sem varð gjaldþrota í mars sl. Ragnar Harð- arson er nýr framkvæmdastjóri Ís- landsfugls en bústjóri verður Auð- björn Kristinsson, sem stofnaði fyrirtækið á sínum tíma og mun hann sjá um eldið. Ragnar sagði að unnið væri að því að ráða fólk til starfa en ráðgert er að stöðugildin verði rúmlega 30 talsins. Hann sagði að vinnslan væri komin á fullt og að fyrstu afurðirnar færu á markað í vikunni. „Við höfum átt í samningavið- ræðum við marga góða aðila og vonumst til að kjúklingur frá Ís- landsfugli verði fáanlegur víðast hvar á landinu á næstu tveimur til þremur vikum. Orðspor Íslands- fugls er mjög gott og um leið dýr- mætt. Hjá fyrirtækinu er mjög vandað starfsfólk sem veit ná- kvæmlega hvað það er að gera og metnaðurinn er mikill. Þannig að við höfum fundið fyrir miklum stuðningi hvarvetna.“ Ragnar sagði að hugmyndin væri að reka fyrirtækið áfram með svipuðu sniði en lagfæra það sem má betur mætti fara. Stefnt er að því að framleiða um 60 tonn á markað á mánuði. Eins og fram hefur komið voru nauðasamningar kjúklingaframleiðandans Móa sam- þykktir í vikunni og gjaldþroti fyr- irtækisins því afstýrt. Ragnar sagði að þau tíðindi breyttu engu fyrir Íslandsfugl. „Það er þó vitað að eins dauði er annars brauð en við gerðum ekki okkar áætlanir út frá því að Móar færu yfir. Við ætl- um að fara í gegnum þetta á öðrum forsendum og ef okkar forsendur ganga eftir á þetta að ganga upp.“ Ragnar sagði að það hefði skipt sköpun varðandi endurreisn fyrir- tækisins að varpstofninum var haldið á lífi eftir gjaldþrot fyrir- tækisins og að þar hefðu hinir nýju eigendur komið að máli. „Þetta hefði verið vonlaust ef varpstofn- inum hefði ekki verið haldið á lífi. Þá hefðum við verðið komnir í sjö mánaða ferli við að fá nýjan stofn og það hefði ekki gengið upp.“ Eigendur Marvals eru Ragnar framkvæmdastjóri og bræðurnir Baldvin og Hólmgeir Valdimars- synir. Nýir eigendur teknir við rekstri Íslandsfugls í Dalvíkurbyggð Starfsemin að komast í fullan gang á ný SJÓNVARPSSTÖÐIN Aksjón er mjög vinsæl á Akureyri skv. niðustöðum könnunar sem Gallup gerði nýlega fyrir stöð- ina. Þær sýna að 92,3% bæjar- búa nota þjónustu stöðvarinn- ar, en var samsvarandi tala 88,8% í október 2002. Í sams- konar könnun fyrir svæðisstöð Ríkisútvarps á Akureyri kemur fram að 47,4% hlustuðu viku- lega eða oftar á Útvarp Norð- urlands. Rúmlega 50% bæjarbúa horfa á Aksjón alla daga vik- unnar og að viðbættum þeim sem horfa sjaldnar er meðal- áhorf á hverjum degi 65,6%. Samsvarandi hlustun á Útvarp Norðurlands er 25,6% á dag. Í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir dagskrárheftið Extra síðastliðið haust skoðuðu 81,3% heftið vikulega eða oftar og 23,3% daglega. „Þessi könnun staðfestir ný- lega könnun Rannsóknarstofn- unar Háskólans á Akureyri að Aksjón er lang mest notaði fjöl- miðill bæjarins, ólíkt því sem gerist í flestum plássum á landsbyggðinni þar sem dag- skrárhefti hafa rutt héraðs- fréttablöðum og öðrum stað- bundnum fjölmiðlum úr vegi,“ segir í fréttatilkynningu frá sjónvarpsstöðinni Aksjón. Aksjón nýtur vin- sælda á Akureyri ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.