Morgunblaðið - 04.06.2003, Side 20

Morgunblaðið - 04.06.2003, Side 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ STÓR spor í sögu Heimilisiðn- aðarsafnsins á Blönduósi voru stig- in á uppstigningardag þegar við- bygging var formlega vígð. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherrra klippti á borðann sem hleypti al- þýðunni að hinu endurbætta safni. Áður hafði séra Sveinbjörn R. Ein- arsson blessað hið nýja safnahús. Elín Sigurðardóttir formaður stjórnar safnsins bauð síðan gestum að ganga í safn og berja dýrðina augum. Fjölmenni mætti til þess- arar samkomu í sólríku veðri og var hvergi að heyra annað en að vel hefði til tekist að tengja hið ný- byggða safn við gamla safnið, safn sem hýsir m.a. Halldórustofu Bjarnadóttur, safn sem áður var fjós og hlaða kvennaskólans á Blönduósi. Að lokinni athöfn í safninu var dagskrá í félagsheimilinu á Blöndu- ósi hvar boðið var upp á veitingar, tónlistarflutning, ræður fluttar, gjafir og árnaðaróskir þegnar. Elín Sigurðardóttir stiklaði á stóru í sögu safnisins en formlega var það tekið í notkun árið 1976. Samband kvenfélaganna í A-Hún rak síðan safnið til ársins 1993 er það var gert að sjálfseignarstofnun. Mar- grét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður tók fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu við safnið 6. okt. 2001 og þann sama dag hófst verk- ið. Þessu verki luku svo Jón Eiríks- son og samstarfsmenn 1. febrúar síðastliðinn. Guðrún Jónsdóttir er arkitekt þessarar viðbyggingar en hún á sterkar rætur í héraðinu því móðir hennar Hulda Á. Stef- ánsdóttir, forstöðukona Kvenna- skólans á Blönduósi til margra ára, kvatti mjög til varðveislu heimilis- iðnaðar. Guðrún færði og safninu m.a. að gjöf hundrað ára gamlan handofin kjól. Safninu bárust marg- ar aðrar höfðinglegar gjafir og munir til varðveislu: Hálf milljón króna frá kvenfélaginu Vöku á Blönduósi, fálkaorða sem Halldóra Bjarnadóttir fékk frá Kristjáni X, munir og búningar sem Halldóra afhenti Búnaðarfélagi Íslands á sín- um tíma. Safninu bárust og fund- argerðir sambands norðlenskra kvenna en Halldóra Bjarnadóttir var hvatamaður að stofnun þeirra. Blönduósbær og Höfðahreppur færðu safninu gjafabréf svo vísa mætti veginn að safninu og flagga á hátíðis- og tyllidögum. Elín Sigurð- ardóttir formaður stjórnar safnsins lagði á það ríka áherslu að bjóða textíllistafólki aðstöðu til sýninga í safninu og sagði ennfremur „Við álítum einnig að Heimilisiðn- aðarsafnið verði frjór vettvangur rannsókna á ýmsum sviðum þjóð- lífsins og uppspretta hugmynda í handverksvinnu. Við lítum svo á að hér höfum við í hendi menning- arstofnun sem hýsir safn til sýnis, rannsókna og fræðslu.“ Elín gat þess að auk þeirra gjafa sem safn- inu bárust á vígsludaginn hefðu margir lagt safninu til stórkostlega muni á undangengnum árum. Safnið er öllum opið í sumar frá 1. júní til ágústloka frá kl 10–17 Fjölmenni var við vígslu safnsins og var greinilegt að þessi atburður jók með fólki bjartsýni á framtíð mannlífs í Húnaþingi. Nýi hluti heimilisiðnaðarsafnsins fellur vel að eldri hlutanum. Fjölmenni á vígsluhátíð Blönduós Viðbygging við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi vígð Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Guðrún Jónsdóttir arkitekt og Elín Sigurðardóttir formaður sem hefur verið óþreytandi að afla fjár til byggingarinnar og kynna safnið. SJÓMANNADAGURINN í Ólafs- firði hefur verið að fá aukið vægi undanfarin ár. Æ meira er lagt í dagskrána og hafa heimamenn á orði að hér í bæ sé meira lagt upp úr sjómannadeginum en þjóðhátíðar- deginum 17. júní. Samkvæmt venju fer mikið fram við höfnina á laugardeginum og var engin undantekning að þessu sinni. Áhafnir kepptu, meira í gamni held- ur en alvöru, í kappróðri, síðan var farið í hindrunarhlaup með mysu sem skipstjórar þurftu síðan að drekka, og að lokum fór fram kodda- slagur yfir höfninni, þar sem Gunn- laugur Sigursveinsson fór með sigur af hólmi eftir mikla baráttu. Stakka- sund og björgunarsund fór fram í sundlauginni en þar sló téður Gunn- laugur Sigurveinsson í gegn enn og aftur. Þá fór fram leirskífuskotfimi á vegum Skotfélags Ólafsfjarðar. Á sunnudeginum var skrúðganga og sjómannadagsmessa. Hátíðar- ræðu dagsins hélt Vilhjálmur Sig- urðsson, skipstjóri á Sigurbjörgu ÓF 1. Að venju voru tveir sjómenn heiðraðir, að þessu sinni þeir Trausti Kristinsson og Guðjón Sigurðsson. Í hádeginu var bæjarbúum boðið upp á siglingu út á fjörð á frystitogaran- um Sigurbjörgu ÓF. Ýmislegt fleira var gert, t.d. fór fram firmakeppni hestamannafélagsins Gnýfara, knattspyrnuleikur milli sjómanna og landmanna, barnaskemmtun við Tjarnarborg þar sem m.a. karamell- um var dreift úr flugvél, og kaffisala á vegum Slysavarnadeildar kvenna í Sandhóli. Um kvöldið fór svo fram árshátíð sjómanna í Tjarnarborg þar sem Sveinn Waage var veislu- stjóri. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Mjög hörð barátta fór fram við höfnina þegar sjómenn kepptu í koddaslag en Gunnlaugur Sigursveinsson stóð uppi sem sigurvegari eftir mikla baráttu. Hér er hann að slá einn harðasta keppinaut sinn, Núma Magnússon, í sjóinn. Keppt í kappróðri og hindrunarhlaupi Ólafsfjörður FRAMHALDSSKÓLANUM á Húsavík var slitið við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju fyrir skömmu. Þrettán nemendur brautskráðust með stúdentspróf auk þess sem fjórir nemendur luku verslunarprófi af við- skiptabraut, einn þeirra jafnhliða stúdentsprófinu. Þá voru kvaddir tveir skiptinemar sem stunduðu nám við skólann á þessu skólaári. Fram kom í máli Guðmundar Birk- is Þorkelssonar skólameistara að þau hefðu verið sannir aufúsugestir og gleðigjafar og borið þjóðum sínum og menningu fagurt vitni. Að lokinni ræðu skólameistara gerði Gunnar Baldursson aðstoðarskólameistari grein fyrir því helsta sem á dagana dreif á skólaárinu sem var að ljúka. Það sem kom m.a fram í máli Gunn- ars var fjölgun nemenda við skólann. Í upphafi haustannar voru nemendur 139 sem er fjölgun upp á 20 miðað við upphaf haustannar 2001 og þar með endurheimti skólinn þann nemenda- fjölda sem hann hafði fyrir kennara- verkfallið 2001. Brautskráningu stjórnaði Björgvin Rúnar Leifsson áfangastjóri sem og verðlaunaafhend- ingu. Um tónlistaratriði við athöfnina sáu þau Aladár Racz og Hólmfríður Benediktsdóttir. Birna Dögg Magnúsdóttir fékk flestar viðurkenningar að þessu sinni, þær voru fyrir góðan námsárangur í íslensku frá Eddu/Máli og Menningu, í samfélagsgreinum frá Landsbanka Íslands á Húsavík, í þýsku frá Skipa- afgreiðslu Húsavíkur ehf. og í hag- fræðigreinum frá Íslandsbanka á Húsavík. Arnar Þór Arnarsson fékk viðurkenningar fyrir góðan námsár- angur í frönsku frá Alla Geira hf. og í ensku frá Bókaverslun Þórarins Stef- ánssonar. Viðurkenningu fyrir fé- lagsstörf frá Hollvinasamtökum FSH fékk Hólmfríður Anna Aðalsteins- dóttir sem var í stjórn nemendaráðs og driffjöður í leiklistarstarfi skólans auk þess sem hún sat í skólanefnd sl. vetur. Viðurkenningu fyrir fé- lagsstörf frá Tómstundanefnd Húsa- víkur fékk Ragnheiður Ásbjarnar- dóttir sem einnig sat í nemendaráði og vann að félagsmálum nemenda með miklum sóma. Þórdís Anna Njálsdóttir fékk viðurkenningu frá Menningarsjóði þingeyskra kvenna en hún útskrifaðist með verslunar- próf af viðskiptabraut. Hún er ein margra kvenna sem hafa farið í fram- haldsnám eftir nokkurt hlé samhliða starfi og þar á ofan haft fyrir stóru heimili að sjá. Rannveig Benedikts- dóttir sem situr í stjórn sjóðsins af- henti viðurkenninguna. Þetta var í 16. sinn sem Framhalds- skólanum á Húsavík var slitið og að þessari athöfn lokinni hefur skólinn brautskráð 427 nemendur. Framhalds- skólanum slitið í sextánda sinn Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari ásamt útskriftarhópnum. SÓLIN hellti geislum sínum yfir hópinn sem safnaðist saman á bryggjusporðinum á Hellnum að morgni sjómannadagsins. Þar var staddur hluti þeirra áttatíu og þriggja afkomenda Jónínu Ásbjörns- dóttur og Guðjóns Þorkelssonar frá Stokkseyri, sem héldu ættarmót á Brekkubæ um helgina. Einn niðj- anna, Steingrímur Þorvaldsson, skipstjóri á Vigra, hafði fórnað hátíð- arhöldum sjómannadagsins í Reykjavík til að vera með ættmenn- um sínum og því héldu þeir sérstaka athöfn til heiðurs honum og öðrum sjómönnum á svæðinu. Gengið var fylktu liði frá Brekkubæ niður á bryggjuna. Fremstur í flokki gekk Eyþór Magnússon, tæplega 10 ára drengur, með íslenska fánann. Á bryggjusporðinum stilltu sér upp núverandi og fyrrverandi sjómenn og mælt var fyrir minni sjómanna og fjallað lítillega um hin sterku tengsl sem íslenska þjóðin hefur alltaf haft við hafið. Eftir það var farið með Faðirvorið og síðan minntist Stein- grímur látinna félaga og lagði heima- gerðan blómsveig á vota gröf þeirra með því að setja hann á hafflötinn. Athöfninni lauk síðan með því að all- ir sungu Ísland ögrum skorið. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Guðrún Bergmann, Guðni Hannesson, Steingrímur Þorvaldsson, skipstjóri á Vigra, Sigurjón Steingrímsson, Jóhann Þóroddsson, vélstjóri á Sóley, Guðjón Þorvaldsson og Eyþór Magnússon fánaberi. Hátíð á bryggjunni Hellnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.