Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 21 M ÁLTÆKIÐ, þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, eins og hold- gerðist í Carli Larsson þeg- ar vonir hans um frama í akadem- íska málverkinu voru að engu orðn- ar. Þriðju tilraun hans í París lauk með enn einni höfnun á Saloninn, en bar um leið í sér mikinn og gæfulegan viðsnúning. Landi hans og starfsbróðir, Karl Nordström, lokkaði hann til borgarinnar Grez-- zur-Loing á vordögum 1882. Borgin sem er staðsett sjö mílur suður af París og í nágrenni Fontainebleau- skógarins, markaði tímamót- andi hvörf í sænskri list og var við hlið Skagen í Danmörku helsta og mikilvægasta athvarf norrænna listamanna á þessum árum. Í sjálfri sér lítið merkileg, en bauð upp á örvandi blöndu vinnufriðar, opinn og óform- legan félagsskap listamanna, þarna voru einnig fyrir Englendingar, Ameríkanar, Japanir og Norðmenn. Staðurinn vettvangur margra sænskra listamanna er hugðust gera tilraunir með fersk viðhorf innan franskrar málaralistar. Um- skiptin mörkuðu í það heila yf- irgang ungu sænsku listarinnar til náttúruraunsæisins, burt úr vinnu- stofunni til athafna undir berum himni. Hér varð til list sem telst til hins mikilsverðasta í sænsku mál- verki á nítjándu öld. Samkvæmt Strindberg, semvar í fyrirsvari bókmennta-lega raunsæisins, var CarlLarsson fulltrúi þeirra sem náðu árangri fyrir eigin verðleika, hvað sem akademískri skólun við- vék. Undirstrikaði einnig í þessari ekki alveg óhlutdrægu persónulýs- ingu, að allar kringumstæður list- arinnar væru nýjar, hún gæti ekki haldið áfram að vera íhaldssöm á sama tíma og aldarandinn væri orð- inn lýðræðislegur. Listin hefði tekið umskiptum og þrykkpressan fært hana almenningi í fyrsta skipti í sögunni, um leið hefði hún með raunsæinu leitað aftur til hinnar raunverulegu uppsprettu, nefnilega náttúrunnar. Sá skjóti yfirgangur frá akadem- ísku vinnustofumálverki til hárfíns náttúrumálverks í hreinni vatns- litatækni, akvarellu, sem nú kom fram í list Carls Larssons, á sér enga hliðstæðu í sænskri list. Eftir einungis hálft ár meistraði hann akvarellutæknina til fulls og hlaut medalíu Parísarsalonsins, fyrir myndirnar, Október og Nóvember 1883. Þeim sama salon og hafði hafnað stóru akademísku málverk- unum hans áður, og þó ekki um mikið frjálslyndi að ræða á þeim bæ. Þetta beindi athygli hins áhrifa- ríka sænska listsafnara Pontus Fûrstenberg að málaranum, sem keypti myndirnar óséðar, og á sama tíma festi franska ríkið sér mynd- ina, Tjörnin, sem nú tilheyrir Lo- uvre safninu. En svo var líka önnur atburðarás til umskipta um hagi Carls Lars- sons, sem færði traust, öryggi, birtu og yl inn í líf hans, jók honum sköpunargleði sem entist allt lífið. Í Grez kynntist hann málaranum Karin Bergsö, kvænist henni í Stokkhólmi 1883, en þau snéru fljótlega aftur til Grez þar sem þeim fæddist dóttirin Suzanne. Fá- tæki og hæfileikaríki listamaðurinn var nú giftur inn í stönduga borg- aralega fjölskyldu, sem opnaði hon- um margar áður lokaðar dyr. Karin Bergsö átti eftir að verða honum sú kjölfesta sem best dugði í lífi og starfi, hún mun hafa hætt að mála en sneri sér að heimilisiðnaði og textílum. Dúkar, vegg og gólfteppi sem hún óf og hannaði svo og ein- faldur ísaumur á púða og annað sem hún gerði við ýmis tækifæri og gaf spúsa sínum áttu eftir að verða sú formræna fyrirmynd sem margir tóku upp og sér enn stað í fram- leiðslu Ikea, hundrað árum eftir að hún lagði hönd að. Larsson hannaði og málaði innanstokksmunina en Karen sá um áklæðin og annað til- heyrandi, meginveigurinn einföld litrík björt upphafin og klár heild í anda fin de siècle stílsins sunnar á meginlandinu, William Morris í Englandi og alþýðulistar í Döl- unum. Akvarellurnar frá Grez marka alveg sérstakt tímabil í list Larssons, sem kemur vel fram í myndinni Haust, er fylgir þessu skrifi en helsta prýði hennar er gagnsær og næmur stígandi ásamt fjölþættum margslungnum og nær ósýnilegum blæbrigðum. Ofanskráð æviatriði eru sam- viskusamlega þýdd úr nefndri bók, þó mð nokkrum frávikum, en fljót- lega kemur fram atburðarás sem mörgum landanum er hollt að beina sjónum að. Vorið 1884 bar fundum þeirra Pontus Furstenberg í fyrsta skipti saman í París, og hinn auðugi þrjátíu árum eldri Gautaborgarbúi átti eftir að verða vinur hans og helstur velunnari. Snemma sama árs hafði sænska listakademían vilj- að heiðra Larsson og boðið honum að gerast meðlimur, eða agrée, við skólann, en hann hafnaði þeim heiðri með vísun til tregðu hennar að veita honum styrkinn sem hann hafði unnið til forðum. Ekki skorti á að auðugir iðnjöfrar legðu peninga til vísinda og lista á tímum iðnbylt- ingarinnar og framarlega standa þeir Pontus Fûrstenberg og Ernst Thiel, að ógleymdum sjálfum Alfred Nobel. Mannlífssagan segir okkur, að öll lönd þurfi sína skrásetjara, sínar helgi- og goðsagnir eigi þau að lifa af. Á tíunda áratug nítjándu aldar og fyrri helmingi þeirrar tuttugustu var gnótt slíkra í Svíþjóð. Til hliðar við Carl Larsson var Selma Lag- erlöf og August Strindberg, sem hann málaði heimsþekkta mynd af í koli og olíu 1889. Einnig má nefna Ellen Key sem dýrkaði fegurðina í anda hins enska Johns Ruskins, og boðaði að tuttugasta öldin skyldi til- einkuð börnum. Þá má nefna alla arkitektana sem fylltu Svíþjóð af opinberum byggingum í lifandi tengslum við hinn svonefnda Vasa- arf, og ber öðru fremur að nefna Arthur Hazelius er hannaði Nor- ræna safnið og Skansinn. Hann vildi bjarga sögu fólksins og þjóð- arinnar á tímum er neikvæð áhrif iðnvæðingarinnar völtuðu yfir allt og var á leið að kæfa og tortíma. Á Englandi formuðust flestar út- ópíurnar, sennilega vegna þess að þar voru hin neikvæðu áhrif iðn- væðingarinnar merkjanlegastar, hér voru helstir baráttumenn gras- rótarinnar áðurnefndur John Ru- skin svo og William Morris Karen og Carl Larssonbjuggu út áratuginn tilskiptis í Grez, Stokk-hólmi, Gautaborg og Varberg, og um miðjan áratuginn þróaðist með Larsson vaxandi metnaður til stórra opinberra verk- efna, hóf seinna að taka þátt í sam- keppnum með góðum árangri. Hafði á ferðalagi með málaranum Ernst Josephson orðið bergnuminn af freskum Tiepolos í Feneyjum og Sixtisku kapellu Michaelangelos í Róm. Í lok áratugarins erfa þau hjónin hús sem nefndist Lilla Hyttnäs og foreldrar Karenar áttu í borginni Sundborn í Dölunum, þrettán kílómetra norðaustur af Falum. Þangað hafði Larsson fyrst komið 1885, uppgötvað gnótt mynd- efna og hrifist af frumstæðri al- þýðu- og bændamenningunni. Að þau skyldu erfa býlið, setjast þar að, lagfæra, endurnýja, bæta við húsakostinn og hanna allt inn- anstokks átti ekki einungis eftir að hafa örlagarík áhrif á framtíð þeirra beggja og listferil þeirra heldur sænska list og listiðnað. Það var hér sem þau þróuðu sænska stílinn og bókin, Et hjem, með 24 frábærlega vel prentuðum vatns- litamyndum varð til, ásamt því að Larsson málaði ótal myndir af börnum þeirra við aðskiljanlegastar aðstæður, tákngerði sænsku fjöl- skylduna, samheldni hennar og lífs- gleði. Draumsýn landsins og öllu því sem sænskt var ásamt sveita- sælu sem var umvafin norrænum birtumögnum. Myndirnar höfðu strax gríðarleg áhrif á þessum upp- hafstímum iðnvæðingarinnar, breyttum lífskjörum og þeim hröðu, köldu og stöðluðu hvörfum sem fylgdu í kjölfarið um gervalla Evr- ópu, ekki síst Svíþjóð með alla sína málma í jörð. Hinar léttu og lífs- þrungnu myndir Larssons voru sem yndisþokkafullt mótvægi við iðn- væðinguna, fjölfölduð litþrykk og eftirprentanir opinberun fyrir sjón- himnurnar og rötuðu með tímanum inn á nær hvert heimili og gerðu þau hjón að ástsælustu listamönn- um þjóðarinnar. Táknmynd þeirra af heimilissælunni var sem frjóangi er brýst upp úr asfaltinu, helgi- söngur til sólarljóssins, ástarinnar og lífsins. Hafði einnig áhrif á bók- menntir, þannig má gera því skóna að sögur Astrid Lindgren, sem standa Íslendingum næst, hefðu aldrei orðið til án hinnar lífsglöðu fjölskylduímyndar, og þeim kímna og upphafna undirtón sem þær standa fyrir. Þessi barnamenning sem hófst með Carli og Karen Larsson, þær Alice Tegnér og Elsa Beskow tóku upp og Astrid Lind- gren fullkomnaði, kom Svíþjóð á heimskortið. Hefur flestu fremur styrkt ímynd landsins inni sem útá- við. Menn orða það svo að þauhjónin hafi haft hæfi-leika til að strá gull-sandi yfir kalsárar göt- ur lífsins og að mynd þeirra af sænska módelinu hafi rist dýpra en nokkuð annað af veraldlegum toga. Að eiga heimili sem væri aldeilis öðruvísi er sænski draumurinn, að lifa óformlegu lífi með fjölskylduna í forgrunni, er sænski draumurinn, að eiga rautt smáhýsi á æskuslóðum með sýrenulaufskýli, er sænski draumurinn, að allt sé þar bjart, tandurhreint og sviflétt, sem sum- arengi með freyjuanga, er sam- anlagður sænski draumurinn … SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Innrétting í anda Lilla Hyttnäs. Forstofuútbrot og hluti vest- urhliðar Lilla Hyttnäs, nú Carl Larsson-býlið, Sundborn. Carl Larsson: Haust, 1884, akvarella. Þjóðlistasafnið í Stokkhólmi. Stílsköpun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.