Morgunblaðið - 04.06.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 04.06.2003, Síða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 23 Alþjóðleg ferðaráðgjöf Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn á Íslandi sem hefur kennt alþjóðlegt IATA/UFTAA námsefni samfleitt í 12 ár. Á hverju ári útskrifar skólinn „ferðaráðgjafa“ til starfa á ferðaskrifstofum, flugfélögum og við aðra ferðaþjónustu, enda er í dag krafa ferðaþjónustuaðila að starfsfólk hafi slíka menntun. Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 ÞAÐ kom á daginn sem marga grunaði – að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndu fara aftur saman í rík- isstjórn að loknum kosningum, ef þeir ættu á því minnstu möguleika. Auðvitað var það bara klisja þegar þeir sögðu við kjósendur að þeir gengju óbundnir til kosninga. Það var spilað með fólkið í landinu og lang- líklegast er að allt hafi þetta verið fyr- irfram ákveðið milli formanna flokk- anna. Svik við kjósendur Það var líka leikur hjá formanni Framsóknarflokksins þegar hann gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn í kosn- ingabaráttunni fyrir óábyrgar skatta- tillögur. Viðbrögð kjósenda við því út- spili Halldórs Ásgrímssonar var að lyfta flokknum á nýjan leik í skoð- anakönnunum eftir harða útreið í fyrri könnunum. Það var byrjunin á þeim varnarsigri sem kosn- ingaúrslitin skiluðu framsókn- armönnum, enda taldi fólk að þeir væru að hverfa frá fylgispekt sinni við íhaldið með því að afneita skatta- tillögum sjálfstæðismanna. Þá lexíu hefði Framsóknarflokkurinn átt að læra af þeim viðsnúningi sem varð á fylgi þeirra í skoðanakönnunum. Það er því ekkert annað en svik við kjós- endur þegar framsóknarmenn hlaupa svo beint í sæng með íhaldinu og kok- gleypa skattatillögur þeirra í of- análag, sem þeir áður höfðu sagt að myndu leiða til niðurskurðar á vel- ferðarkerfinu. Kjósendur höfnuðu Sjálfstæðisflokknum Framsóknarflokkurinn hafði það í hendi sér að koma Sjálfstæð- isflokknum út úr stjórnarráðinu og standa að myndun nýrrar, öflugrar ríkisstjórnar sem hefði haft alla burði til að ná fram meiri jöfnuði, sanngirni og réttlæti á öllum sviðum þjóðlífsins. Það er því alveg ótrúleg þjónkun við íhaldið að Framsóknarflokkurinn skuli framlengja líf Sjálfstæðisflokks- ins eftir þá útreið sem hann fékk í kosningunum. Ekki er með nokkru móti hægt að túlka það öðruvísi en svo að kjósendur hafi verið að hafna Sjálfstæðisflokknum og gera kröfu um breytingar í stjórnarráðinu þegar flokkurinn tapar rúmlega 7% á lands- vísu og yfir 10% í kjördæmi Davíðs formanns. Framsóknarflokkurinn sagði áður fyrr að allt væri betra en íhaldið. Nú hefur flokkurinn kosið sér það ömurlega hlutskipti að leiða íhaldið aftur til valda – flokk sem ráð- ið hefur ferðinni í stjórnarsamstarf- inu sl. 8 ár og sett sérhagsmuni ofar almannahagsmunum. Í fylgispekt sinni við íhaldið hefur Framsókn- arflokkurinn í raun og sanni sagt skil- ið við allar félagslegar áherslur sem framsóknarflokkurinn hefur í gegn- um tíðina talið sig standa fyrir. Valdakapall stjórnarherranna Þjóðin vildi breytingar á lands- stjórninni. Það staðfesti m.a. fyrsta skoðanakönnunin sem gerð var eftir kosningar. Samkvæmt henni hafði ríkisstjórnin aðeins 30 þingmenn, í stað 34 samkvæmt kosningaúrslit- unum og hefði því misst meirihluta sinn. Í umræddri könnun mældist Sjálfstæðisflokkurinn aðeins með 29.8% fylgi sem er tap upp á 4% frá síðustu kosningum. Samfylkingin mældist í þessari könnun með 35% fylgi. Staðan núna er sú að Fram- sóknarflokkurinn ber ábyrgð á end- urreisn gamallar og þreyttrar valds- stjórnar sem þjóðin er þegar orðin dauðleið á og væntir einskis af. Þessi ríkisstjórn er mynduð um valdabar- áttu ráðherra og vonbiðla í ráðherra- embætti. Fréttirnar af þessari rík- isstjórn á kjörtímabilinu verða um menn en ekki málefni. Þær munu snúast um stólaskipti ráðherranna og hvernig þeir ráðskast með aðra valdastóla og laus embætti til að láta valdakapal sinn ganga upp. Þetta sér þjóðin og þess vegna gengisfellir hún ríkisstjórnina í fyrstu skoðanakönnun eftir kosningar, enda sjá allir að stjórnarsáttmálinn er einungis end- urnýting á gömlum, sviknum lof- orðum úr stjórnarsáttmála síðasta kjörtímabils. Fylgispekt framsóknar- manna við íhaldið Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Höfundur er alþingismaður. ÁRIÐ 1987 var gerður hjá Leik- félagi Reykjavíkur eftirlaunasamn- ingur sem ætlað var að tryggja listamönnum og öðrum starfs- mönnum eftirlauna- greiðslur frá félag- inu. Tilgangurinn var að jafna að nokkru þann mun sem var á eft- irlaunarétti þeirra og sambæri- legra starfsmanna Þjóðleikhússins sem nutu eftirlauna sem opinberir starfsmenn. Ekki var safnað í lífeyrissjóð fyrir þessum eftirlaunum heldur hafa þau verið talin með öðrum launagreiðslum. Þar með er ekkert til tryggingar þessum greiðslum nema það að LR haldi áfram starf- semi sinni og komist ekki í þrot vegna óábyrgrar fjármálastjórnar. Áætluð eftirlaun á þessu ári eru 5,5 milj. kr. eða 1,3% af heild- arkostnaði skv. síðustu drögum að rekstraráætlun 2003. Eftirlaunin í óvissu við starfslok Með því að verulegar breytingar hafa orðið á lífeyrismálum í land- inu þótti eðlilegt að endurskoða þetta samkomulag og var gert óformlegt samkomulag um að hætta að reikna aukin réttindi en þeir sem hefðu áunnið sér eft- irlaunarétt héldu honum við starfs- lok. Þessu til áréttingar er síðan samþykkt stjórnar LR, 20. nóv. 2001 sem vísað var til við upp- sagnir í ársbyrjun 2002, þ.e. að viðkomandi héldu eftirlaunarétti þrátt fyrir ótímabær starfslok. Þar með var talið að eftirlauna- réttinum væri borgið – svo fram- arlega sem félagið yrði ekki keyrt í þrot. En í annarri lotu uppsagna listamanna LR nú í vor var eft- irlaunaréttar að engu getið og þeg- ar gengið var eftir staðfestingu á réttindunum var því hafnað og þeir sem reknir voru nú síðast hafa því ekki einu sinni vilyrði stjórnenda LR fyrir áunnum eftirlaunarétti. Reikningskúnstir – ábyrgð stjórnar Við ýmis tækifæri hafa stjórn- endur LR blásið upp eftirlauna- skuldbindingu félagsins, reiknað hana til „framtíðarvirðis“ og fengið út stórar fjárhæðir. Marklausar tölur meðan aðrar stærðir í rekstr- inum eru ekki uppreiknaðar til samræmis. Eftirlaunaskuldbind- ingar LR eru í mesta lagi 3,5% af rekstrarstyrk Reykjavíkurborgar næstu 10 árin og vel innan við 2% af líklegum heildartekjum félags- ins á sama tíma. Því er óþarfi að láta eins og þessar skuldbindingar við eldri starfsmenn muni ríða fé- laginu á slig á sama tíma og mán- aðarlegt tap félagsins slagar hátt í árslaun leikhússtjóra – eða sem nemur heils árs eftirlaunum 5–6 fyrrverandi starfsmanna félagsins. Síðan tala stjórnendur eins og það sé sérstök rausn að svipta fólk ekki eftirlaunaréttinum um leið og því er sagt upp. Jafnvel eins og þeir ættu að borga þetta sjálfir: „...og ég vil bara benda á að stjórn er ábyrg – ábyrg fyrir rekstri þessa húss. Það er hægt að fara heim til framkvæmdastjóra og stjórnar og í rauninni hirða af þeim húsin samkvæmt laga- ákvæðum sjálfseignastofnunar“ (form. LR á aðalfundi 2002. – Hér er að líkindum vísað til ákvæðis laga nr. 33/1999 þar sem segir um stjórnendur sjálfseignarstofnana að þeir: „skulu skyldir til að bæta stofnuninni það tjón sem þeir hafa valdið henni í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi“. En nú er verið að kanna hvaða möguleikar kunna að vera til að sækja núverandi stjórnendur til ábyrgðar skv. þessum lögum.) Trygging eftirlauna – glatað fé Þó að eftirlaunin séu vissulega nokkur skuldbinding fyrir félagið þótti til skamms tíma ekki ástæða til að hafa stórar áhyggjur; félagið átti eignir á móti þeim. Fyrir þremur árum, þegar núverandi leikhússtjóri tók til starfa, var höf- uðstóll félagsins rúmar 124 milj. kr. á núvirði og þótti væn trygging fyrir skuldbindingum við fé- lagsmenn sem m.a. höfðu átt drjúgan þátt í að skapa þessa eign. En nú hefur eigninni verið sóað í hallarekstur; eiginfjárstaðan orðin neikvæð, engin trygging fyrir neinu og eftirlaunin í fullkominni óvissu. Áratugum saman börðust fé- lagar Leikfélagsins fyrir byggingu Borgarleikhúss og söfnuðu fé í Húsbyggingarsjóð LR í sjálfboða- vinnu. Ekki síst fyrir þessa bar- áttu hlotnaðist félaginu arfur eftir Sigurliða Kristjánsson og Helgu Jónsdóttur sem rann í Húsbygg- ingarsjóð og skyldi varið til bygg- ingar Borgarleikhúss. Höfuðstóll Leikfélagsins var því fyrst og fremst þetta söfnunarfé og arf- urinn og síðar eignarhluti þess í Borgarleikhúsinu; verðmæti sem aldrei áttu að fara í rekstur – hvað þá ábyrgðarlausan hallarekstur. Þannig var höfuðstóll félagsins til orðinn. Hann var tryggingin fyrir áframhaldandi rekstri félags- ins og eftirlaunum sjálfboðaliðanna í fyllingu tímans. Þetta eru nú glötuð verðmæti og stjórnendur LR hafa ekki aðeins sóað eignum félagsins heldur jafnframt stefnt í voða eftirlaunum þeirra sem áttu sinn þátt í að þau verðmæti urðu til. Nú er eina von eldri félaga LR til að fá sín eftirlaun að félagið haldi áfram leikhúsrekstri sínum. Með núverandi stjórnendum er sú von harla veik. Og nú spyrja félagar í LR: Get- ur verið að þetta sé lögleg meðferð á fjármunum annarra? Eru ekki til yfirvöld sem eiga að hafa eftirlit með starfsemi sjálfseignarstofn- ana? Og hvað segja borgaryfirvöld um þessa meðferð á skattfé borg- aranna og þeim verðmætum sem þeir og fjölmargir aðrir landsmenn lögðu fram til byggingar Borg- arleikhússins á sínum tíma? Eftirlaun í uppnámi Eftir Sigurð Karlsson Höfundur er leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Í TILEFNI af ummælum menntamálaráðherra Tómasar Inga Olrich varðandi málefni framhaldsskólanna er mér ljúft og skylt að koma eft- irfarandi á framfæri: Fljótlega eftir að ég hóf störf sem borgarstjóri í Reykjavík fyrir fjórum mánuðum hófust viðræður okkar menntamálaráðherra um framtíðaruppbyggingu fram- haldsskóla í Reykjavík. Ég studdist þar við skýrslu sem unnin var af Nýsi hf. að beiðni fyrrverandi borgarstjóra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Markmið með þeirri skýrslu var að skoða hvernig Reykjavíkurborg geti lagt sitt af mörkum, í samstarfi við ríkið og nágrannasveit- arfélögin, til að bæta núverandi húsnæði framhaldsskólanna í borginni. Viðræður við menntamálaráðherra og embættismenn ráðuneytisins hafa gengið vel, þótt vissulega hafi orðið á þeim hlé nú um mánaðar- skeið vegna aðdraganda alþingiskosninga og stjórnarmyndunar. Nú er ljóst að sami menntamálaráðherra fer með þessi mál og vænti ég áfram góðs af samstarfi við hann í þessu mikilvæga máli. Þau drög að samkomulagi sem nú liggja fyrir taka á forgangsröðun verkefna, bæði hvað varðar viðbyggingar og viðhald núverandi skóla, sem og hugsanlegra nýbygginga. Í þeim efnum þarf ekki aðeins að fjalla um uppbyggingu skólahúsnæðisins heldur þarf að svara þeirri spurn- ingu hvernig framhaldsskólastarf við viljum sjá í framtíðinni. Hugsanleg stytting framhaldsskóla um eitt ár er t.d. málefni sem myndi hafa mikil áhrif á væntanlega þörf fyrir kennslurými. Vert að geta þess að aðeins um 65% skólarýma á framhaldsskólastigi í Reykjavík eru nýtt af Reykvíkingum. Það breytir ekki því að borgin vill auðvitað áfram leggja sitt af mörkum til framhaldsskólastigsins og tryggja að hér starfi framhaldsskólar í hæsta gæðaflokki. Nú þegar gerir 3ja ára áætlun um framkvæmdir, rekstur og fjármál Reykjavíkurborgar ráð fyrir 300 milljónum króna til uppbyggingar framhaldsskóla. Borgin vill hins vegar í samningi sínum við ríkið horfa til enn lengri tíma. Það er því ekki rétt sem kemur fram í máli mennta- málaráðherra að borið sé við fjárhagsástæðum Reykjavíkurborgar sem hindrun í frágangi þess samkomulags sem er í burðarliðnum. Bæði for- gangsröðun og verkefnaáætlun eru enn ófrágengnar, en vel á veg komn- ar. Að endingu vil ég lýsa þeirri skoðun minni að ætíð sé vænlegast til ár- angurs í samningaviðræðum að ræða efnisleg atriði málsins utan fjöl- miðla. Björt framtíð framhalds- skóla í Reykjavík Eftir Þórólf Árnason Höfundur er borgarstjóri. AÐ loknum alþingiskosningunum er vert að staldra við. Hér verður ekki fjallað um sjálf úrslitin heldur hyggst ég víkja máli mínu beint að kosn- ingabaráttunni. Að þessu sinni ein- kenndist hún því miður af lýðskrumi og auglýsinga- mennsku sem Egill Helgason nefndi ósigur lýðræðisins í sjónvarpsþætti sínum daginn eftir kjördag. Það er auðvitað gott og gilt að frambjóðendur kynni sig og sín baráttumál og sýni áhuga á högum kjósenda. En auglýsingaflóðið, skrumið og peningaeyðslan reið ekki við einteyming og einstakir flokkar gengu ótrúlega langt í bar- áttunni um hylli kjósenda: „Við er- um með Háskólabíó á leigu, má ekki bjóða þér í bíó?“ „Viltu meiri bjór? Blessaður taktu eina kippu heim með þér í nesti.“ Viljum við hafa baráttuna með þessu sniði? Á hverju eigum við von í næstu kosn- ingum? Verður hægt að panta Hall- dór til að syngja börnin í svefn og Vinir Dóra leika undir? Mun land- búnaðarráðherra stinga út úr fjár- húsum hjá bændum og uppskera atkvæði að launum? Stjórnmálaflokkarnir fá opinber fjárframlög í samræmi við þing- styrk sinn og liðsmenn þeirra lögðu á sig ómælt sjálfboðastarf í aðdrag- anda kosninganna. En í auglýsinga- kapphlaupinu að þessu sinni var um svo háar fjárhæðir að tefla að það þarf nánari skýringa við. Hverjir greiða allan kostnaðinn? Hvaða fyrirtæki og einstaklingar styrkja flokkana með fjárfúlgum eða styðja með öðrum hætti sem hægt er að meta til hárra fjár- upphæða? Þrátt fyrir talsverðar umræður um málið er þessum spurningum allsendis ósvarað, rík- isstjórnarflokkarnir yppta öxlum og framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins talar um að það séu mannréttindi að fá að gefa ómælt fé í kosningasjóði undir nafnleynd. Það ætti vera krafa almennings að fjárreiður allra flokkanna verði opin bók og þar verði greint frá því hverjir greiði hæstu fjárhæðirnar til þeirra. Stjórnarandstöðuflokk- arnir liggja ekki á þessum upplýs- ingum en það er athyglisvert að Framsóknarflokkur og Sjálfstæð- isflokkur sitja sem fastast á þeim. Hvað hafa þeir að fela? Þetta puk- ur ætti ekki að líðast í opnu sam- félagi því hér er of mikið í húfi, í raun og veru lýðræðið sjálft. Ósigur lýðræðisins Eftir Bjarka Bjarnason Höfundur býr í Mosfellsbæ og stundar ritstörf og kennslu. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.